Þjóðviljinn - 21.02.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.02.1988, Blaðsíða 6
Þjóðminjascrfh íslands Um þessarmundirerÞjóðm- injasafn (slands 125 ára. Safnið varstofnað þann 24. febrúar 1863, skömmu eftir að Sigurður Guðmundsson málari hafði fyrst- ur manna vakið máls á nauðsyn þess að slíkt safn yrði stof nað hér álandi. Það voru stiftsyf irvöld sem stóðu að stofnun safnsins og réðu Sigurð Guðmundsson mál- ara sem fyrsta saf nvörð þess, og má þvítelja hann eins konar föður Þjóðminjasafnsins. Hann gegndi starfi safnvarðartil dauðadags árið 1874. Saf nið var fyrst í stað til húsa á dómkirkjuloftinu en fluttist síðan í Hegningarhúsið við Skólavörðu- stíg og árið 1881 fluttist það í Al- þingishúsið og síðan Lands- bankahúsið þar sem það var til ársins1908. Árið 1907 urðu þáttaskil í sögu saf nsins, en þá voru sett fyrstu lögin á íslandi um verndun forn- minja, og var um leið stofnuð staðafornminjavarðar. Matthías Þórðarson var fyrsti fornminja- vörður og var það að hans f rum- kvæði að nafni safnsins var breytt í Þjóðminjasafn. Það var í tíð Matthíasar sem saf nið f lutti í f ramtíðarhúsnæði sitt í saf nahús- inu við Hverf isgötu, þar sem það varþartil þaðflutti ínúverandi húsnæði árið 1950. Bygging nú- verandi húsnæðis var ákveðin af Alþingi á lýðveldisárinu 1944, en teiknarar þess voru þeir Sigurður Guðmundsson og Eiríkur Éinars- son. Eftírmaður Matthíasar Þórðár- sonarsem þjóðminjavörðurvar dr. Kristján Eldjárn, síðarforseti, sem tók við embætti þjóðminja- varðar 1947 og gegndi þvítil 1968 að hann varð forseti lýð- veldisins. Starfssvið Þjóðminjasafnsins er ákveðið með lögum og er því ætlað að varðveita íslenskar þjóðminjarívíðastaskilningi, sýna þær almenningi, stunda uppfræðslu, rannsóknirog hafa eftirlit með friðuðum minjum. Á vegum saf nsins starf a nú átta fastráðnir sérí ræðingar auk Þórs Magnússonar þjóðminja- varðar. Þá starfa við safnið þrír forverðir sem vinna að varðveislu muna sem liggja undir skemmd- um, tveirskrifstofumenn, safnkennari og húsvörður. Á síð- asta ári var stof nuð sérstök rannsóknastaða við saf nið til minningar um Kristján Eldjám, og er hún veitt til tveggja ára í senn. Mjöll Snæsdóttirfomleifa- fræðingur gegnir nú þeirri stöðu. Auk varðveislu gamalla muna fer fram á vegum safnsins skipu- lögð þjóðháttasöfnun og er heim- ildasaf n þess orðið mikið að vöx- tum. Þáereinnigvarðveittáveg- um safnsins Ijósmyndasafn sem hef ur að geyma um 400.000 myndir, allt frá árinu 1846 til þessa dags. Höggstokkurinn sem Friðrikog Agnes, banamenn Natans Ketilssonar, voru tekin af lífi við í Vatnsdalshól- i ' ¦" ..... um árið 1830. María mey og María Magdalena yið kross Krists. Gotn eskur útsaumur frá mioöldum. Úr Þjóðminjasafninu. Dýrlingamynd sið úr kaþólskum á Islandi. Sá sem lyftir höndum á að vera heilagur And- rés, sem var fiskimaður og einn af lærisveinum Krists. Úr Þjóð- minjasafninu Með því að Listasafn íslands er núfluttúrbráðabirgðahúsnæði sínu á efstu hæð Þjóðminja- safnsins hefur skapast nýtt svig- rúm til endurskipulagningar á starfsemi Þjóðminjasafnsins. í nóvember síðastliðnum skipaði Birgir ísleif ur Gunnarsson menntamálaráðherra sérstaka nef nd sem móta á f ramtíðar- stefnu Þjóðminjasafns íslands. Sverrir Hermannsson banka- stjórierformaðurnefndarinnar, en í henni eiga sæti bæði alþing- ismenn, starfsmenn safnsins og einn lögfræðingur. Hefurnefnd- inni verið f alið að gera „áætlun um endurbætur, vöxt og viðgang Þjóðminjasafnsins" fram til næstu aldamóta. -ólg Kristsmynd útskorin í tré og máluð. Myndin, sem er í síðgotneskum stil, lýsir píslargöngu Krists á áhrifaríkan hátt. Myndin er varðveitt í Þjoöminjasafninu. 6 SfÐA - ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 19. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.