Þjóðviljinn - 21.02.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.02.1988, Blaðsíða 5
SUNNUDAGSPISTlll Um síðustu helgi bar það til tíð- inda á Akureyri að sjö vaskir piltar kepptu um titlinn Herra ís- land. Sigurvegarinn létþess getið í blaði að hann hefði verið gripinn mikilli geðshræringu þegar hann heyrði hver úrslit urðu. „Mig langaði mest til að öskra," sagði hann. Endahafði keppnin ekki verið þrautalaus: það var „alveg hrikalega erf itt að koma f ram á sundskýlunni hér í kvöld," sagði hann enn- fremur. Enn lifirTarsan, hugsaði ég. í gamla daga Ég hefi verið eins og hvert annað unglingsskjátukvikindi þegar byrj- að var að halda fegurðarsam- keppni hér á landi. Einhverra hluta vegna fundust mér þær hallæris- legar. Ekki vegna þess að stúlkurn- ar, sem tóku þátt í þessum nýmæl- um, væru sérlega halló og skjálf- andi í nepjunni í Tívolí, eða hvar þetta nú var. Nei. Öllu heldur fannst mér slík keppni út í hött vegna þess að stúlka væri í rauninni ekki falleg nema maður væri skotinn í henni. Þetta er víst róm- antísk kenning, skáld eitt hefur orðað hana á þann veg að fegurðin sé í augum þess sem á hana horfir. Allavega er þetta úrelt kenning í nútímanum - að minnsta kosti „frá sjónarmiði þarfa fyrir markaðs- setningu hugmynda". Það er mér nú ljóst. Niður og upp Fegurðarsamkeppni mætti ekki teljandi andstöðu í þá daga. Ein- hverjir reyndu að hafa uppi háð og spé um „gripasýningar" eða aðrar meinlegar líkingar, en það var ekki „Arnór (Herra Island 1988) fékk í verðlaun hinn silfurslegna pípu- hatt frá herradeild KEA. Þá fékk hann 100 þúsund króna fataúttekt hjá JMJ, utanlandsferð með Út- sýn, Addidas og Rockford snyrti- vörur og einnig árskort á veiting- astaðina Zebra á Akureyri og Evr- ópu í Reykjavík, svo og í ljósastof- una Sólarmegin í Reykjavík. Allir keppendur voru leystir út með gjöfum, fengu snyrtivörur og ávís- un á ljósatíma hjá Stjörnusól á Ak- ureyn." Getur nokkur stokkið upp á nef sér yfir jafn elskulegum og í raun- inni fyndnum texta? Pípuhatturinn silfurslegni er einn og sér alveg makalaust grín. Auk þess gerast þau slóttugheit, að andúð meðvit- aðra kvenna á fegurðarsamkeppni eins og tærist upp þegar farið er að raga karla með sama hætti - allt rennur í ljúfa löð jafnréttisins: eitt skal yfir alla ganga. Siðferðilega rangt? Þær raddir hafa reyndar stund- um heyrst að það sé blátt áfram siðferðilega rangt að efna til keppni og verðlauna stórra sem byggja á ranglæti náttúrunnar. Það er engum að þakka að manneskja sé falleg, engum að kenna ef hún er ljót. Ég segi fyrir sjálfan mig: ég hefi haft mikla tilhneigingu til að taka undir þetta sjónarmið. En - eins og skáldið segir: Sá sem veit að rangt er rangt og jafnan rétt hið rétta hann á að vissu leyti langt í land að skilja þetta. Sem sagt: við getum hæglega litið öðrum augum á smérið. Til dæmis þessum hér: Það er eitt einkenni okkar menn- ingar og tíma, að hlutur náttúrunn- ar í útliti (fegurð) manna er víkj- andi. Hið tilbúna, áunna, sérhann- aða ef svo mætti segja, er aftur á móti að sækja á. Duttlungar nátt- úrunnar mega sín æ minna fyrir vaxandi möguleikum vöðvarækt- unar, snyrtitækni, mataræðisgald- urs, hárgreiðslutöfra, ilmlistar, göngulagsþjálfunar, yndisþokka- þjálfunar, talþjálfunar. Menn og Og bráðum verð ég fallegur. Lítil og hógvœr hugleiðing umfegurðarsamkeppni og alltþað sem sýnist á þá hlustað, þetta voru bara fýlu- pokar eða menningarvitar (sem er enn verra). Svo eignuðumst víð, Ungfrú Alheim og allir voru sælir og stoltir eins og við hefðum aftur fengið Nóbelsverðiaun fyrir skáld- skap. Andstaða gegn fegurðarsam- keppni hékk á horriminni þangað til rauðsokkur komu til skjalanna og sögðu hátt og snjallt að hér gerði karlremban sig breiða eina ferðina enn og niðuriægði konur herfilega með sinum dómnefndum og mæl- ingum og Iævíslegri úthlutun drott- ningartitla, sem gerði ekki annað en sundra konum og magna með þeim öfund og fjandskap. Þetta var öflugur áróður og oft hugvitssam- lega út færður og fegurðarfor- stjórar urðu að leggja á flótta. En þeir komu aftur, eins og allir vita. Og eitthvað það hafði gerst í sam- félögunum sem gerði það að verk- um að menn æmtu vart né skræm- tu, meira að segja kenningasterkir feministar báru harm sinn í hljóði. Endurkoma fegurðarsamkeppni, sögðu þeir fræðilega sinnuðu, er angi af narcissisma nútímans, dýrk- unar hins áferðarfagra, velgeng- ninnar, þeirrar sjálfshygðar sem segir: Aldrei skal ég láta mér líða eins og ánamaðki á malbikuðum vegi. Heldur skal ég ffla mig eins og miljón dollarar (eða jen, það er víst tryggara). Silfursleginn pípuhattur Og viðbrögðin eru svosem eng- in, sem er kannski ekki von. Skoðum þessa klausu hér: konur eru ekki það sem þau eru, heldur það sem þau sýnast vera. Fegurðardrottning og fegurðar- kóngur eru ekki mikið síður niður- staða af samstillingu sérhæfðra krafta og hjálpartækja en sterkasti maður heims eða sá sem hoppar hæst yfir prik. Og þar með er eins og kippt fótum undan siðferði- legum andmælum gegn fegurðar- keppni. Hvers vegna mega allir að vera að gera það gott nema ég? Allsherjar útlitshönnun Þetta viðhorf hlýtur að verða þeim mun sigursæíla sem útlits- hönnun sækir meir og með róttæk- ari hætti fram á öllum sviðum. Ekki síst hinu pólitíska, eins og sjón- varpstíðindi af forsetaefnakeppn- inni í Bandaríkjunum sýna okkur vel og rækilega þessa dagana. Menn eru stundum að hneyks- last á því, hvers vegna bandarískir fjölmiðlar spóla fjandann ráða- lausan um kvennamál frambjóð- enda, hikst þeirra og svipbrigði. En sú hneyskslan er reyndar alveg á- stæðulaus: ekki geta fjölmiðlar skrifað um pólítfskar skoðanir þessara manna, eins og menn telja stundum í barnaskap sínum að eðlilegast væri. Því þær eru annað- hvort alls ekki til, eða svo loftkenndar og almennar að enginn getur gómað þær. Forsetaefnin halda ræður sem bornar eru uppi af vel æfðum viljastyrk í svip og dram- atískum þunga í röddinni - í bland við fimmaurabrandara sem eiga að sýna að „ég er einn af ykkur". En ræðan er svosem ekki um neitt ann- að en að það verði að koma á breytingu. Meika diffa eins og sagt er á sjónvarpsíslensku. En hver sá diffi er, það veit enginn og allir hafa smám saman vanist af því að spyrja, því engin svör eru fáanleg. Það þarf að breyta þessu landi okk- ur í hag, segja menn. Það þarf eitthvað að gerast. Það þarf að taka á. Bráðum gerist eitthvað ef þið veljið rétt. Svona tala menn lengi lengi og enginn veit sitt rjúkandi ráð. Ronald Reagan varð ekki forseti nema vegna þess að hann getur leikið forseta betur en aðrir menn. Með öðrum orðum: gengið inn í ímynd forsetans, sýnt það rétta útlit, þann rétta talanda. Hann er einskonar fegurðarkóngur forsetaefna. Felix Krull stjórnar heiminum. Skálkurinn í sögu Thomasar Mann, sem er ekkert af sjálfum sér annað en sú snilligáfa að geta sýnst vera hvað sem er. Hvort sem væri sætasti strákur í París eða göfugasti aðalsmaður norðan Alpafjalla. Efnilegur hagvaxtargeiri Forstjóri Herra íslandskeppn- innar á Akureyri sagði að vel hefði til tekist og hefði verið sannað að „keppni sem þessi á fullkomlega rétt á sér og verður framvegis árviss atburður". Ekki er að efa það. Meira en svo: það er engin ástæða til að efast um að svið fegurðarsam- keppni eigi eftir að stækka. Fegur- sta eiginkona íslands fór til skömmu til Ástralíu til að keppa um titlinn fegursta frú heims. Það er löngu mál til komið að hafa sam- keppni um það, hver er fegursta amma landsins og afarnir munu trítla á eftir. Persónulega finnst mér eðlilegt að sérhæfa slík mót í ýmsar áttir. Til dæmis mætti vel hugsa sér það að keppa um titilinn „Fegursta skegg og skalli", sem mundi gera tvennt í senn: fjölga atvinnutækifærum við skeggrækt og skegghirðu og hressa upp á sjálfstraust sköllóttra sem er einatt mjög í molum, þótt skömm sé frá að segja. Allir eiga skilið að fá að vera með í keppni um einbeitta og hug- vitssamlega útlitshönnun. Og því er alls ekki úr vegi að efna til sam- keppni um Fegursta lík heimsins. Líkfegrun er löngu gróinn iðnaður í Bandaríkjunum og víðar, og eðli- legt að hún breiðist út eins og ann- að í sterkri menningu þess lands - með æskilegum hagvexti bæðí hjá snyrtisérfræðingum og klæðsker- um. Það væri meira að segja eitthvað móralskt við slíka fegurð- arkeppni: Er það ekki keppikefli okkar að viðurkenna ekki dauðann? Því þá ekki að sigra hann með fallegum og listrænum hætti? Það er altént geðslegra en að reyna að öðlast eilíft líf með því geyma sjálfan sig eða hausinn af sér í frost- legi í þeirri von að vísindamenn geti einhverntímann fengið svo forsjált fólk til að ganga aftur. Sunnudagur 21. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJiNN - SiÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.