Þjóðviljinn - 21.02.1988, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 21.02.1988, Blaðsíða 18
Nr. 605 BRIDGE KROSSGATA 7 2 3 t~ í>' (e> T T~ W~~ )0 )0 <? )/ V- <7 )2 y 7 )3 T T T )¥ )5 v Ý U, )7 >8 1 /4 2o T 7 2J Jo T 22 8 23 )D V T 2? / S ¥ w S >s W~ 2<f 8 d )7 íH V V fí 2S / 5T 2! V 1 2/ 2(r w 2/ 23 S2. 2 /£ )*> U 2(? T 2 25' /9 23 É f 7 )3~ )¥■ 2? s? 8 10 8 23 V 8 2 T 23 )i S 7 21 23 2$ T íj 12 sr JS' i3 i /3 )3 Z /r V 4 /sr 10 2 ZS isr 23 22 2*7 30 8 23 y / 22 20 2 2? 23 21 7 8 8 T 4 )2 8 y )0 )3 22 )S /9 )<r 1 sr ZL 2<i >sr V 1 3/ /s Z<7 % )3 * A % 2 2*7 8 22 W~ T 22 8 /e AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞ/EÖ Setjið réttastafi í reitina hérfyrir neðan. Þeir mynda þá bæjarnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 605". Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. s 9 2(o )¥ 2/ 2 21 24 2/ 23 Stafirnir mynda íslenskt orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lárétt eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi í hvern sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á eða öfugt. Lausnarorðið úr krossgátu 602 var Hjörleifur. Dregið var úr réttum lausnum og verðlaunin, „Söngur villi- andarinnar og fleiri sögur" eftir Einar Kárason komu í hlut Bjarna Halldórs- sonar, Skúmsstöðum í V-Landeyjum. Verðlaun fyrir þessa krossgátu eru „Frá degi til dags“, Austrapistlar Magnúsar Kjartanssonar frá ritstjóra- tíð hans á Þjóðviljanum 1958-1971. Mál og menning gaf út. Að lokinni Bridgehólíð... Bridgehátíð 1988 lauk sl. mánu- dag. Hátíðin var tvískipt., tví- menningskeppni 48 para á föstu- dag og laugardag og Flugleiða- mótið í sveitakeppni með þátt- töku 48 sveita (metþátttaka á ís- landi) á sunnudag og mánudag. Svíarnir P.O. Sundelin og Tommy Gullberg sigruðu í tví- menningskeppninni eftir mikla keppni við þá Alan Sontag og George Mittelmann frá USA/ Kanada. í þriðja sæti urðu svo Hjalti Elíasson og Jón Ásbjörns- son. Sveit Zia Mahmoud sigraði svo á Flugleiðamótinu af miklu öryggi, vann alla leiki sína og hlaut 151 stig af 175 mögulegum. Með Zia voru: Mark Molson (Kanada), Billy Cohen og Ron Smith frá USA. í öðru sæti (eftir hreinan úrslitaleik við Zia) varð svo sveit Pólaris og sveit Braga Haukssonar lenti í þriðja sæti, eftir sigur á sveit Alans Sontag 18-12 í síðustu umferð. Bridgehátíðin fór nokkuð vel fram, þrátt fyrir mikil þrengsli í spilasal. Mikill fjöldi áhorfenda sótti tvímenningskeppnina, en færri Flugleiðamótið. Skýringin er sennilega sú að þátttakendur í síðara mótinu voru um og yfir 250 en aðeins 96 í tvímenningsmót- inu. Sökum þrengsla og styrk- leikamismunar er það íhugunar- efni fyrir stjórn Bridgesam- bandsins hvort ekki sé tímabært að huga að breytingum á fyrir- komulagi á komandi Bridgehát- íðum. 48 pör með þátttöku að- eins 6 erlendra para virðist vera of mikill fjöldi. I þeim þrengslum sem Kristalsalurinn býður upp á og fyrirkomulagið (sömu spil spiluð í einu um allan sal) er ljóst að Iítið má út af bregða. Og í Flugleiðamótinu er það spurning hvort ekki eigi að fækka spilum í leik, í til dæmis 8-10 spil (viður- kennt keppnisform) og fjölga umferðum. Pað eykur mögu- leikann á meiri sveiflu á mótinu. Nánar síðar. fslandsmót kvenna og yngri flokks í sveitakeppni, undanrás- ir, verða spilaðar um þessa helgi í Sigtúni 9.12 sveitir eru skráðar til leiks í hvorum flokki. Spiluð verða 10 spil milli sveita og kom- ast 4 efstu sveitir í úrslit, úr hvor- um flokki. Úrslitin verða síðan spiluð um næstu helgi í Sigtúni 9. Spilamennska hefst kl. 13 í dag. Agnar Jörgensson stjórnar kvennaflokknum en Hermann Lárusson yngri flokknum. Enn eru nokkur sæti laus í Opna tvímenningsmótinu á Laugarvatni laugardaginn 5. mars. Pegar hafa 26 pör skráð sig til leiks, en lokað verður á 32 pör. Aðeins er skráð á skrifstofu BSÍ, sem jafnframt veitir allar nánari upplýsingar. Og skráning í Opna stórmótið á Akureyri, barometer með 50 pörum, er hafin hjá stjórn B.A. fyrir norðan og á skrifstofu BSÍ. Spilað verður helgina 19.-20. mars. Búast má við mikillli þátt- töku. Afar vegleg verðlaun og silfurstig eru í boði., ÓLAFUR LÁRUSSON íslandsmótið í sveitakeppni, undanrásir, verður spilað í Gerðubergi í Breiðholti helgina 10.-13. mars n.k. Greiðsla, kr. 12.000 pr. sveit ásamt lista yfir þátttakendur verður að hafa bor- ist skrifstofu BSÍ fyrir mánudag- inn 22. febrúar, því þá verður dregið í riðla, samkvæmt reglu- gerð fyrir mótið. Forráðamenn þeirra svæða sem vanrækja ofan- greint eru ábyrgir fyrir þeim af- leiðingum sem það getur leitt af sér. _ Bridgefélag Húsavíkur mun gangast fyrir Opnu stórmóti með sveitakeppnissniði helgina 9.-10. apríl. Stórglæsileg verðlaun verða f boði. Bridgefélag Kópavogs hyggst gangast fyrir stórmóti í vor, hugs- anlega með sveitakeppnissniði. Og Hvammstangi á 50 ára afmæli í ár og í tilefni af því eru þeir bridgemenn á staðnum með hug- myndir að mótahaldi. Rætt hefur verið um byrjun sumars og þá tví- menningskeppni með baromet- er-sniði. Og Siglfirðingar eiga einnig stórafmæli í haust, bæði bærinn og bridgefélagið. Af því tilefni verður stórmót nyrðra í september. Tvímenningur. FJOLMIÐLAPISTILL Þjóðarhagur og vondar myndir Ekki alls fyrir löngu áttu þeir orðastað í dægurmálaútvarpi Rásar2, Bragi Bergmann rit- stjóri Dags á Akureyri og Guðni Bragason sem ber það gagnorða starfsheiti aðstoð- arfréttastjóri erlendrafréttaá sjónvarpi allra landsmanna. Umræðuefniðvarfréttamenn og hlutlægnin, einkum með tilliti til hvalamálsins. Pannig var að Bragi hafði skrif- að leiðara í blað sitt og mótmælt því hve mikla athygli íslenskir fréttamenn hefðu sýnt Poul Wat- son og uppátækjum hans hér á landi. Það væri í þágu íslenskra þjóðarhagsmuna að sem hljóðast væri um þann arma ofbeldis- mann. Guðni mótmælti þessu og kall- aði ritskoðunarstefnu. Sagði hann að fréttamönnum, einkum og sér í lagi þeim sem starfa hjá ríkinu, bæri að vera gagnrýnir á allt og alla og þá helst ef menn sigldu í skjóli þjóðarhagsmuna. Mikið er ég sammála Guðna. Það er nefnilega svo margt gert í nafni þjóðarhagsmuna að menn gætu ímyndað sér hvers konar fréttaflutningur það væri ef blaðamenn settu ávallt upp silki- hanska þegar stjórnmálamönn- um dytti í hug að kenna málstað sinn við sameiginlega hagsmuni okkar allra sem á skerinu tórum. Raunar þurfum við ekkert að ímynda okkur í því efni, dagblöð- in sjá okkur fyrir daglegum dæm- um um það hvernig slíkur frétt- aflutningur er. En því er ég að nefna þessi skoðanaskipti pólitíska ritstjór- ans og fréttastjóra rfkisfj ölmiöils- ins að ekki virðast allir frétta- menn sjónvarpsins á sama máli og Guðni. Á miðvikudagskvöld- ið ræddi Ólafur Sigurðsson við Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra niðri í Alþingishús- inu. Tilefnið var einhver at- kvæðagreiðsla um „vísinda- veiðar“ japanskra kollega Krist- jáns Loftssonar en íslensk stjórnvöld ákváðu að vera móðg- uð út af einhverju og vera ekki með. ÞRÖSTUR HARALDSSON Satt að segja missti ég þráðinn í þessu viðtali eftir eina spurningu hins opinbera fréttamanns. Ólafur var búinn að spyrja nóg um atkvæðagreiðsluna og beindi talinu að samskiptum íslenskra og bandarískra stjórnvalda út af hvölunum. Hann hóf talið á þess- ari spumingu: „Virðast þér Bandaríkjamenn vera að ná sönsum í þessu máli?“ - Þessi spurning var svo gersam- lega laus við alla hlutlægni að meira að segja Halldóri Ás- grímssyni hálfbrá við að heyra hana. - 0 - Þegar ég tók að mér að skrifa þessa pistla var um það rætt að ég ætti ekki sfður að gagnrýna Þjóð- viljann en aðra fjölmiðla. Og nú er komið að því. Það er einlæg von mín að fréttadeildin hlífi okkur við því í framtíðinni að horfa upp á vond- ar samklipptar myndir á borð við þá sem var á forsíðu blaðsins á miðvikudaginn af þeim Þorsteini Pálssyni og Steingrími Her- mannssyni með Rauða torgið í baksýn. Svona klippimyndir geta vissu- lega verið skemmtilegar og hafa víða verið notaðar með góðum árangri. En til þess að þær nái tilgangi sínum þurfa þær að vera vel hugsaðar, auk þess sem hrá- efnið í þær - myndirnar - verður að passa saman og segja þá sögu sem meiningin er að segja. Yfir- leitt þurfa þær góðan undirbún- ing og talsverða yfirlegu. Frágangur fréttasíðna er hins vegar verk sem er unnið með hraði og því verður seint breytt. í því tilviki sem hér um ræðir hefur hugmyndin eflaust fæðst seinni- part dags. Einhver hefur farið í myndasafnið og fundið mynd af ráðherrunum saman. Ætlunin var að sýna tvo menn sem komnir væru í hár saman en á myndinni voru þeir skælbrosandi og miklir mátar. Og Rauða torgið fékk því ekki breytt á nokkurn hátt. Fyrir vikið varð forsíðan sorg- legt dæmi um verstu hliðar Þjóð- viljans þegar fátækt blaðsins verður augljósust og hallæris- gangurinn ræður ríkjum í pólit- ískum fréttum. Þetta þarf að laga ef blaðið vill eignast trúnað les- enda sinna. 18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. febrúar 1988 V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.