Þjóðviljinn - 21.02.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.02.1988, Blaðsíða 10
 • • Réltiœti í launamálum - Nýr lífekjarasáttmáli - í viðræðum við launafólk víða um land á undanförnum vikum hefur komið greinilega í Ijós að á vinnustöðunum er sterk undiralda réttlátrar reiði vegna þess misréttis sem ríkir í launamálum. Þessi ólga á sór margvíslegar rætur. Fólki finnst að beitt hafi verið blekk- ingum um samhengi verð- bólguþróunar og kjarasamn- inga, kaupmátturinn hrapi og almennar lífsnauðsynjar verði sífellt dýrari. Launamunurinn vaxi hröðum skrefum. Dæmin um mánaðarlaun stjóranna sem séu tíföld og jafnvel fimmtánföld laun almenns verkafólks verði sífellt al- gengari. Veruleikinn sé eins og högg íandlit réttlætistilfinn- ingar venjulegs launafólks. Fiskvinnslufólk rifjar upp lof- orðin um að verðbólgan færi nið- urfyrir 10% ef launahækkunum á árinu 1987 yrði „stillt í hóf". Sam- ið var um lágar tölur í desember- samningunum 1986 en engu að síður þróaðist verðbólgan í 30- 40%. Fórnir launafólksins voru að engu gerðar vegna þess að rík- isstjórn Steingríms Hermanns- sonar og Þorsteins Pálssonar opnaði allar gáttir fyrir erlendum lántökum og lét skuldasöfnun ríkissjóðs og ofvöxt peningakerf- isins leika lausum hala. Á fjölmörgum vinnustöðum - á Vestfjörðum, Norðurlandi, Vesturlandi og Vestmannaeyjum - hefur starfsfólkið sagt okkur frá því að þar í matsalnum, kaffistof- unni eða félagsheimilinu hafi Jón Baldvin staðið fyrir 1-2 árum og lofað að „sækja peningana til þeirra sem ættu ísland". Hann hafi sjálfur bent á stóreigna- mennina, fyrirtækin sem græddu á góðærinu og hátekjufólkið. Niðurstaðan hafi hins vegar orðið 5 miljarða matarskattur og lög um tekjuskatt þar sem forstjór- arnir hjá ísal, KEA og Eimskip með sín 350.000-450.000 í mán- aðarlaun borgi sömu skattpró- sentu og fiskvinnslukonan sem með næturvinnu og helgidaga- vinnu rétt nær 50.000 krónum á mánuði. Réttlœtiskennd - krafa um breytingar Þessar staðreyndir liggja til grundvallar þeirri réttlátu reiði sem hvarvetna ríkir á vinnustöð- um venjulegs launafólks. Ráð- herrar ríkisstjórnarinnar virðast hins vegar eícki vita af þessum viðhorfum eða vilja ekki vitá af þeim, enda hafa þeir forðast sam- ræður við almenning á undan- förnum mánuðum. Jón Baldvin hefur ekki sést á vinnustöðunum síðan þessi sjálf- skipaði ættmögur Alþýðuhússins á Isafirði settist inn í fjármála- ráðuneytið. Steingrímur er önn- um kafinn við að smíða pólitískar fjarvistarsannanir frá verkum eigin ríkisstjórnar. Þorsteinn Pálsson bíður svo bara eftir því að aftur verði gerðir „skynsamlegir kjarasamningar". Það merkir á máli ráðherranna að launafólkið eigi áfram að framfleyta sér á rúmum 30.000 krónum á mánuði þótt matarreikningur 4-5 manna fjölskyldu geti numið 45.000 krónum á mánuði og reikningur- inn fyrir hita og rafmagn í fæðing- arbæ fjármálaráðherrans hljóði upp á 15.000-20.000 á mánuði fyrir meðalstórt íbúðarhús. Hvernig það getur svo verið „skynsamlegt" fyrir launafólk að semja um 30.000 króna mánaðar- laun þegar samanlagður kostnað- ur við mat og hita er kominn yfir 60.000 krónur á mánuði er gáta sem enginn kann skil á nema þeir sem hafa týnt jafnaðarstefnu sinni á villuráfi um rangala Stjórnarráðsins. Það er því eðlilegt að launa- fólkið krefjist breytinga þegar það heyrir sífelldar frásagnir af 200.000-450.000 króna mánaðar- iaunum og hiustar á fréttir af því að settir séu þrír miljarðar í flug- stöð, aðrir þrír í Kringlu, tæpir 2 miljarðar í Seðlabankahús, rúm- ur miljarður í ný hótel og áform- að sé um eins miljarðs króna kaffihús á hitaveitugeymunum og annað eins í ráðhús og bfla- geymslu undir Tjarnarbotninum. Er furða þótt karlinn í frystihús- inu á ísafirði hafi spurt hvort sonur Alþýðuhússins væri farinn að sviðsetja Deleríum búbónis í Stjórnarráðinu! Breytum til! Á undanförnum vikum hefur Alþýðubandalagið efnt til funda undir samheitinu „BREYTUM TIL". Ásamt ýmsu öðru dagskrárefni hefur ný kjarastefna flokksins veríð kynnt á þessum fundum. í heimsóknum á vinn- ustaði og á fundum með launa- fólki höfum við fjallað um þær breytingar sem þurfa að verða á lífskjörum fólksins í landinu. Við höfum lýst höfuðatríðum í nýjum lífskjarasáttmála og fjallað um nauðsyn þess að beita nýjum að- ferðum til að efla samstöðu og sóknarkraft launafólksins í landinu. Kjarni málsins er í raun afar einfaldur: Þetta getur ekki gengið svona lengur. J?að er ekki líðandi að mánað- arlaun fiskvinnslufólks dugi ekki einu sinni til að borga matinn fyrir fámenna fjölskyldi. Það er blettur á svokölluðu velferðarríki að þeir sem annast sjúka og aldraða skuli varla ná 10% af mánaðarlaunum stórfor- 10 SÍÐA - ÞJÓÐViLJlFiN Sunnudagur 21. febrúar 1988 stjóranna hjá Eimskip, KEA og ísal. Það er ekki sæmandi að laun á íslandi fyrir langan vinnudag séu lægri en atvinnuleysisbætur í nág- rannalöndum. Það er í hrópandi mótsögn við réttlætiskennd íslendinga að í okkar litla samfélagi, þar sem uppruni allra er næsta líkur, skuli á síðustu árum hafa þróast upp- undir fimmtánfaldur launamun- ur. Þessu þarf að breyta. Þessu verður að breyta. Grundvallarþœttir í nýjum lífskjarasáttmála Aiþýðubandalagið hefur ný- lega sett fram í stefnuályktun miðstjórnar lýsingu á nýjum iífskjarasáttmála sem myndar kjarnann í launastefnu flokksins. Grundvallaratriðin eru fimm: 1. Stefnt verði að lágmarksaf- komu sem nemi 45.000-50.000 kr. á mánuði fyrir dagvinnu. 2. Laun verði verðtryggð til að koma í veg fyrir að ríkisstjórnir geti komið aftan að launafólki eins og gert hefur verið á síðustu misserum. 3. Yfirborganir og launaskrið verði færð inn í launataxta og þannig hindrað að atvinnurek- endur geti mismunað launafólki að eigin geðþótta. 4. Komið verði í framkvæmd áætlun um að fullnægja þörf fyrir dagvistarþjónustu barna fyrir árið 1990. 5. Tekið verði mið af nýju lífs- kjaramati þar sem stytting vinnu- tímans, aðbúnaður og öryggi á vinnustað, tækifæri til frekari starfsmenntunar og lýðræðisleg áhrif á stjórn eigin vinnu skipi veglegan sess. Skilningur á merkingu orð- anna „mannsæmandi kjör" hefur tekið verulegum breytingum á undanförnum árum. Hann felur nú ekki aðeins í sér launin ein, heldur einnig tækifæri til að njóta mannbætandi tómstunda með fjölskyldu sinni, taka þátt í menn- ingarlífi og hafa á vinnustað möguleika á auknum þroska í gegnum lýðræðisleg áhrif og frek- ari fræðslu. Mannlífið hefur margar víddir og kjarasáttmálar nútímans þurfa að taka mið af hinum nýja skiln- ingi á gömlu kröfunni um „mann- sæmandi kjör". Samstaða og nýjar baráttuaðferðir í kjarastefnu Alþýðubanda- lagsins er einnig lögð rík áhersla á að skapa verði breiða samstöðu launafólks ef árangur á að nást í baráttunni gegn skerðingarstefnu atvinnurekenda og ríkisvalds. Sú „Fundirnir (vinnutímanum hjá verkalýðsfélaginu á Höfn, í Mjólkursamsölunni í Reykjavlk og Dagsí fundi Dagsbrúnar t Austurbæjarbíói 11. febrúar. tortryggni og sá skortur á gagn- kvæmum skilningi sem um of hafa sett svip á samskipti ólíkra samtaka launafólks verða að hverfa. Þess vegna er í stefnu- ályktun okkar sérstaklega tekið fram að samstaða Alþýðusam- bandsfélaga, opinberra starfs- manna og annarra félaga launa- fólks sé mikilvæg forsenda þess að árangur náist. Jafnhliða þarf að leggja drög að nýjum baráttuaðferðum, fólks að stuðla að því að slíkt nauðsynlegt samspil verði að lif- andi veruleika. Lágmarkslaun - hámarkslaun: Á að lögbinda launajöfnuð? En það er ekki nóg að beina athyglinni að hækkun lágmarks- launa, þótt það sé vissulega ærið Ólafur Ragnar Grímsson skrifar Ólafur Ragnar Grímsson: „Lögbinding á fjórföldum launamun sem fyrsta skref f átt að auknum launajöfnuði í landinu gæti leitt kjaramálin út úr því öngstræti sem þau hafa verið í á undanförnum árum og skapað samtökum launafólks sterkari aðstöðu til að semja í raun um kaup og kjör." stuðla að víðtækum umræðum á vinnustöðum, auka upplýsingar og skapa aðstöðu fyrir beina þátt- töku launafólks í að móta kröf- urnar og meta jafnóðum stöðuna í samningum. Fundirnir í vinnu- tímanum hjá verkalýðsfélaginu á Höfn og í Mjólkursamsölunni í Reykjavík og Dagsbrúnarfund- urinn um daginn eru dæmi um árangursrík vinnubrögð. Samspil gagnkvæms skilnings meðal alls launafólks, raunveru- legrar samstöðu, nýrra baráttu- aðferða og fjölþættari starfshátta er lykilatriði í framvindu kjara- baráttunnar á næstu mánuðum. Það er verkefni allra sem vilja starfa í þágu hagsmuna launa- verkefni að tryggja varanlegan árangur á því sviði. Hinn sívax- andi munur milli lægstu og hæstu launa verður sífellt brýnna við- fangsefni. Það samrýmist ekki réttlætistilfinningu þjóðarinnar og þeirri jafnaðarstefnu sem við viljum fylgja að launabilið sé orð- ið fimmtánfalt og stefni í enn breiðari gjá. Það er athygli vert að nánast hvar sem ég hef komið á vinnu- staði á undanförnum vikum - í Vestmannaeyjum, Ólafsvík, Grundarfirði, á Isafirði, Hellis- sandi og víðar - hefur ætíð ein- hver vakið máls á frumvarpi sem Stefán Jónsson, þáverandi al- þingismaður Alþýðubandalags-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.