Þjóðviljinn - 21.02.1988, Síða 10
Rélflœli í
launamálum
- Nýr Iffskjarasáttmáli -
í viðræðum við launafólk
víða um land á undanförnum
vikum hefur komið greinilega í
Ijós að á vinnustöðunum er
sterk undiralda réttlátrar reiði
vegna þess misréttis sem ríkir
í launamálum. Þessi ólga á
sér margvíslegar rætur. Fólki
finnst að beitt hafi verið blekk-
ingum um samhengi verð-
bólguþróunar og kjarasamn-
inga, kaupmátturinn hrapi og
almennar lífsnauðsynjar verði
sífellt dýrari. Launamunurinn
vaxi hröðum skrefum. Dæmin
um mánaðarlaun stjóranna
sem séu tíföld og jafnvel
fimmtánföld laun almenns
verkafólks verði sífellt al-
gengari. Veruleikinn sé eins
og högg í andlit réttlætistilfinn-
ingar venjulegs launafólks.
Fiskvinnslufólk rifjar upp lof-
orðin um að verðbólgan færi nið-
urfyrir 10% ef launahækkunum á
árinu 1987 yrði „stillt í hóf“. Sam-
ið var um lágar tölur í desember-
samningunum 1986 en engu að
síður þróaðist verðbólgan í 30-
40%. Fórnir launafólksins voru
að engu gerðar vegna þess að rík-
isstjórn Steingríms Hermanns-
sonar og Þorsteins Pálssonar
opnaði allar gáttir fyrir erlendum
lántökum og lét skuldasöfnun
rikissjóðs og ofvöxt peningakerf-
isins leika lausum hala.
Á fjölmörgum vinnustöðum -
á Vestfjörðum, Norðurlandi,
Vesturlandi og Vestmannaeyjum
- hefur starfsfólkið sagt okkur frá
því að þar í matsalnum, kaffistof-
unni eða félagsheimilinu hafi Jón
Baldvin staðið fyrir 1-2 árum og
lofað að „sækja peningana til
þeirra sem ættu ísland". Hann
hafi sjálfur bent á stóreigna-
mennina, fyrirtækin sem græddu
á góðærinu og hátekjufólkið.
Niðurstaðan hafi hins vegar orðið
5 miljarða matarskattur og lög
um tekjuskatt þar sem forstjór-
arnir hjá ísal, KEA og Eimskip
með sín 350.000-450.000 í mán-
aðarlaun borgi sömu skattpró-
sentu og fiskvinnslukonan sem
með næturvinnu og helgidaga-
vinnu rétt nær 50.000 krónum á
mánuði.
Réttlœtiskennd -
krafa um breytingar
Pessar staðreyndir liggja tii
grundvallar þeirri réttlátu reiði
sem hvarvetna ríkir á vinnustöð-
um venjulegs launafólks. Ráð-
herrar ríkisstjórnarinnar virðast
hins vegar ekki vita af þessum
viðhorfum eða vilja ekki vita af
þeim, enda hafa þeir forðast sam-
ræður við almenning á undan-
förnum mánuðum.
Jón Baldvin hefur ekki sést á
vinnustöðunum síðan þessi sjálf-
skipaði ættmögur Alþýðuhússins
á Isafirði settist inn í fjármála-
ráðuneytið. Steingrímur er önn-
um kafinn við að smíða pólitískar
fjarvistarsannanir frá verkum
eigin ríkisstjórnar. Porsteinn
Pálsson bíður svo bara eftir því að
aftur verði gerðir „skynsamlegir
kjarasamningar". Það merkir á
máli ráðherranna að launafólkið
eigi áfram að framfleyta sér á
rúmum 30.000 krónum á mánuði
þótt matarreikningur 4-5 manna
fjölskyldu geti numið 45.000
krónum á mánuði og reikningur-
inn fyrir hita og rafmagn í fæðing-
arbæ fjármálaráðherrans hljóði
upp á 15.000-20.000 á mánuði
fyrir meðalstórt íbúðarhús.
Hvernig það getur svo verið
„skynsamlegt“ fyrir launafólk að
semja um 30.000 króna mánaðar-
laun þegar samanlagður kostnað-
ur við mat og hita er kominn yfir
60.000 krónur á mánuði er gáta
sem enginn kann skil á nema þeir
sem hafa týnt jafnaðarstefnu
sinni á villuráfi um rangala
Stjórnarráðsins.
Það er því eðlilegt að launa-
fólkið krefjist breytinga þegar
það heyrir sífelldar frásagnir af
200.000-450.000 króna mánaðar-
launum og hlustar á fréttir af því
að settir séu þrír miljarðar í flug-
stöð, aðrir þrír í Kringlu, tæpir 2
miljarðar í Seðlabankahús, rúm-
ur miljarður í ný hótel og áform-
að sé um eins miljarðs króna
kaffihús á hitaveitugeymunum og
annað eins í ráðhús og bíla-
geymslu undir Tjarnarbotninum.
Er furða þótt karlinn í frystihús-
inu á ísafirði hafi spurt hvort
sonur Alþýðuhússins væri farinn
að sviðsetja Deleríum búbónis í
Stjórnarráðinu!
Breytum til!
Á undanförnum vikum hefur
Alþýðubandalagið efnt til funda
undir samheitinu „BREYTUM
TIL“. Ásamt ýmsu öðru
dagskrárefni hefur ný kjarastefna
flokksins verið kynnt á þessum
fundum. í heimsóknum á vinn-
ustaði og á fundum með launa-
fólki höfum við fjallað um þær
breytingar sem þurfa að verða á
lífskjörum fólksins í landinu. Við
höfum lýst höfuðatriðum í nýjum
lífskjarasáttmála og fjallað um
nauðsyn þess að beita nýjum að-
ferðum til að efla samstöðu og
sóknarkraft launafólksins í
landinu.
Kjarni málsins er í raun afar
einfaldur: Þetta getur ekki
gengið svona lengur.
Það er ekki líðandi að mánað-
arlaun fiskvinnslufólks dugi ekki
einu sinni til að borga matinn
fyrir fámenna fjölskyldi.
Það er blettur á svokölluðu
velferðarríki að þeir sem annast
sjúka og aldraða skuli varla ná
10% af mánaðarlaunum stórfor-
stjóranna hjá Eimskip, KEA og
ísal.
Það er ekki sæmandi að laun á
íslandi fyrir langan vinnudag séu
lægri en atvinnuleysisbætur í nág-
rannalöndum.
Það er í hrópandi mótsögn við
réttlætiskennd íslendinga að í
okkar litla samfélagi, þar sem
uppruni allra er næsta líkur, skuli
á síðustu árum hafa þróast upp-
undir fimmtánfaldur launamun-
ur.
Þessu þarf að breyta. Þessu
verður að breyta.
Grundvallarþœttir
í nýjum
lífskjarasáttmála
Alþýðubandalagið hefur ný-
lega sett fram í stefnuályktun
miðstjórnar lýsingu á nýjum
lífskjarasáttmála sem myndar
kjarnann í launastefnu flokksins.
Grundvallaratriðin eru fimm:
1. Stefnt verði að lágmarksaf-
komu sem nemi 45.000-50.000
kr. á mánuði fyrir dagvinnu.
2. Laun verði verðtryggð til að
koma í veg fyrir að ríkisstjórnir
geti komið aftan að launafólki
eins og gert hefur verið á sfðustu
misserum.
3. Yfirborganir og launaskrið
verði færð inn í launataxta og
þannig hindrað að atvinnurek-
endur geti mismunað launafólki
að eigin geðþótta.
4. Komið verði í framkvæmd
áætlun um að fullnægja þörf fyrir
dagvistarþjónustu barna fyrir
árið 1990.
5. Tekið verði mið af nýju lífs-
kjaramati þar sem stytting vinnu-
tímans, aðbúnaður og öryggi á
vinnustað, tækifæri til frekari
starfsmenntunar og lýðræðisleg
áhrif á stjórn eigin vinnu skipi
veglegan sess.
Skilningur á merkingu orð-
anna „mannsæmandi kjör“ hefur
tekið verulegum breytingum á
undanförnum árum. Hann felur
nú ekki aðeins í sér launin ein,
heldur einnig tækifæri til að njóta
mannbætandi tómstunda með
fjölskyldu sinni, taka þátt í menn-
ingarlífi og hafa á vinnustað
möguleika á auknum þroska í
gegnum lýðræðisleg áhrif og frek-
ari fræðslu.
Mannlífið hefur margar víddir
og kjarasáttmálar nútímans þurfa
að taka mið af hinum nýja skiln-
ingi á gömlu kröfunni um „mann-
sæmandi kjör“.
Samstaða og nýjar
baráttuaðferðir
í kjarastefnu Alþýðubanda-
lagsins er einnig lögð rík áhersla á
að skapa verði breiða samstöðu
launafólks ef árangur á að nást í
baráttunni gegn skerðingarstefnu
atvinnurekenda og ríkisvalds. Sú
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJffÍN Sunnudagur 21. febrúar 1988
„Fundimir f vinnutímanum hjá verkalýðsfélaginu á Höfn, í Mjólkursamsölunni í Reykjavik og Dagsbrúnarfundurinn um daginn eru dæmi um árangursrík vinnubrögð." Frá baráttu-
fundi Dagsbrúnar í Austurbæjarbíói 11. febrúar.
tortryggni og sá skortur á gagn-
kvæmum skilningi sem um of
hafa sett svip á samskipti ólíkra
samtaka launafólks verða að
hverfa. Þess vegna er í stefnu-
ályktun okkar sérstaklega tekið
fram að samstaða Alþýðusam-
bandsfélaga, opinberra starfs-
manna og annarra félaga launa-
fólks sé mikilvæg forsenda þess
að árangur náist.
Jafnhliða þarf að leggja drög
að nýjum baráttuaðferðum,
fólks að stuðla að því að slíkt
nauðsynlegt samspil verði að lif-
andi veruleika.
Lágmarkslaun -
hámarkslaun:
Á að lögbinda
launajöfnuð?
En það er ekki nóg að beina
athyglinni að hækkun lágmarks-
launa, þótt það sé vissulega ærið
Ólafur Ragnar Grímsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson: „Lögbinding á fjórföldum launamun sem fyrsta skref í
átt að auknum launajöfnuði í landinu gæti leitt kjaramálin út úr því öngstræti
sem þau hafa verið í á undanförnum árum og skapað samtökum launafólks
sterkari aðstöðu til að semja í raun um kaup og kjör."
stuðla að víðtækum umræðum á
vinnustöðum, auka upplýsingar
og skapa aðstöðu fyrir beina þátt-
töku launafólks í að móta kröf-
urnar og meta jafnóðum stöðuna
í samningum. Fundirnir í vinnu-
tímanum hjá verkalýðsfélaginu á
Höfn og í Mjólkursamsölunni í
Reykjavík og Dagsbrúnarfund-
urinn um daginn eru dæmi um
árangursrík vinnubrögð.
Samspil gagnkvæms skilnings
meðal alls launafólks, raunveru-
legrar samstöðu, nýrra baráttu-
aðferða og fjölþættari starfshátta
er lykilatriði í framvindu kjara-
baráttunnar á næstu mánuðum.
Það er verkefni allra sem vilja
starfa í þágu hagsmuna launa-
verkefni að tryggja varanlegan
árangur á því sviði. Hinn sívax-
andi munur milli lægstu og hæstu
launa verður sífellt brýnna við-
fangsefni. Það samrýmist ekki
réttlætistilfinningu þjóðarinnar
og þeirri jafnaðarstefnu sem við
viljum fylgja að launabilið sé orð-
ið fimmtánfalt og stefni í enn
breiðari gjá.
Það er athygli vert að nánast
hvar sem ég hef komið á vinnu-
staði á undanförnum vikum - í
Vestmannaeyjum, Ólafsvík,
Grundarfirði, á Isafirði, Hellis-
sandi og víðar - hefur ætíð ein-
hver vakið máls á frumvarpi sem
Stefán Jónsson, þáverandi al-
þingismaður Alþýðubandalags-
ins, flutti á síðasta áratug. í þessu
frumvarpi var lagt til að launabil-
ið í landinu væri bundið við tvö-
föld lágmarkslaun. Margir töldu
þetta þá óraunhæft frumvarp og
lýsa því að Stefán okkar Jónsson
væri fremur maður hugsjónanna
en raunsæisins.
Mér er hins vegar til efs að
nokkurt annað þingmannafrum-
varp Alþýðubandalagsins frá síð-
asta áratug lifi jafn góðu lífi í hug-
um launafólks. Umræðurnar um
það á vinnustöðunum um þessar
mundir endurspegla sterkar kröf-
ur um að dregið verði úr hinum
mikla launamun í landinu.
Þess vegna er brýnt að setja
ekki bara á verkefnaskrá þjóð-
málanna hver lágmarkslaunin í
landinu eigi að vera og hvernig
eigi að ákveða þau, heldur einnig
hver hámarkslaunin eigi að vera
og hvernig eigi að fastbinda
aukinn launajöfnuð meðal lands-
manna. Það verður að hefja um-
ræður um leiðir til aukins launa-
jafnaðar. Á að ákveða lágmarks-
laun og hámarkslaun eingöngu í
samningum, eða verður óhjá-
kvæmilegt að fara að einhverju
leyti leið lagabindingar?
Sú skoðun hefur oft heyrst að
ekki sé hægt að minnka launabil-
ið í landinu, hvorki með því að
ákveða lágmarkslaun og há-
markslaun í samningum né held-
ur með lögum. Slíkt sé ekki raun-
hæft. Þetta viðhorf er byggt á
misskilningi.
Það er ekkert náttúrulögmál
að innan heilbrigðiskerfisins sé
rúmlega tífaldur launamunur
eins og nú er þegar laun allra eru
ákveðin með opinberum aðgerð-
um. Það er greið leið að auka þar
launajöfnuð í formlegum samn-
ingum ef viljinn er fyrir hendi. Á
sama hátt geta samvinnumenn í
landinu gert samþykktir sem
banna að innan Sambandsfyrir-
tækjanna sé rúmlega þrettánfald-
ur launamunur.
Þessir tveir stærstu vinnu-
veitendur í landinu, ríkið og sam-
vinnuhreyfingin, gætu markað þá
stefnu í þágu aukins launajafnað-
ar að fastákveða bil milli lægstu
og hæstu launa. Slíkt yrði afger-
andi fordæmi sem aðrir yrðu
knúnir til að taka mjög alvarlega.
Það gæti einnig komið til
greina að beita Iöggjafarvaldinu
til að setja ramma um leyfilegt
launabil í landinu og ákveða
þannig hámarkslaunin sem til-
tekið margfeldi af lágmarks-
laununum.
Á þann hátt gætu lægstu laun
hækkað um leið og hinir hæst
launuðu næðu árangri. Þar með
yrði snúið við þeirri þróun und-
anfarinna ára að hækkanir lág-
launahópanna leiði fyrst og
fremst til ávinnings fyrir hina sem
best eru settir. Hinn lögskipaði
rammi væri ávallt innbyggð
trygging fyrir hina lægst launuðu.
Hvað er
eðlilegt launabil?
Sjálfsagt munu margir sjálf-
skipaðir og lærðir sérfræðingar
telja að slfk lögbindingarleið til
aukins launajafnaðar sé ekki fær.
Það hefur hins vegar aldrei farið
fram ítarleg umræða um málið.
Hún verður að hefjast nú, því að
þær aðferðir sem beitt hefur verið
til þessa hafa eingöngu leitt til sí-
vaxandi launamisréttis.
Með því að ákveða launabilið
með lagasetningu væri samtökum
launafólks og vinnuveitendum
fengið það verkefni að ákveða
laun einstakra hópa og stétta
innan ákveðins ramma. Það væri
hins vegar samfélagsleg ákvörð-
un, í samræmi við jafnréttisvið-
horf þjóðarinnar, að ákveða mun
lægstu og hæstu launa. Nú er það
hins vegar þenslumarkaðurinn og
laumuspil í einstökum fyrirtækj-
um sem ræður misréttinu.
Þótt samkomulag næðist um að
fara leið lagasetningar til að
tryggja aukinn jöfnuð gæti reynst
erfitt að ná samstöðu um hve
mikill launamunurinn ætti að
vera. f frumvarpi Stefáns Jóns-
sonar var á síðusta áratug talað
um að hámarkslaun mættu ekki
vera hærri en tvöföld lægstu laun.
Sjálfsagt yrði það þrautin þyngri
að stökkva úr fimmtánföldum
mun sem ríkir um þessar mundir
og inn í slíka skipan.
Þess vegna er hér varpað fram
til umhugsunar og umræðna
hvort eðlilegt fyrsta skref væri
ekki að lögbinda að launamunur-
inn í landinu mætti ekki vera
hærri en fjórfaldur. Slík skipan
yrði mikil breyting frá rjúverandi
ástandi og stórt skref í jafnaðar-
átt.
Sé tekið mið af þeim tölum sem
tilgreindar eru í tillögum Alþýðu-
bandalagsins um nýjan kjarasátt-
mála - að lágmarkslaun yrðu á
bilinu 45.000-50.000 krónur -
myndi slík lögbinding launajafn-
aðar fela í sér að laun í landinu
yrðu 45.000-180.000 krónur eða
50.000-200.000 krónur á mánuði.
Núverandi launamunur er hins
vegar á bilinu 30.000-450.000
krónur á mánuði. Það væri fróð-
legt að heyra rökin fyrir því hvers
vegna sumir teldu sig eiga rétt á
hærri launum en 200.000 krónum
á mánuði.
Lögbinding á fjórföldum
launamun, sem fyrsta skref í átt
að auknum launajöfnuði í
landinu, gæti leitt kjaramálin út
úr því öngstræti sem þau hafa ver-
ið í á undanförnum árum og
skapað samtökum launafólks
sterkari aðstöðu til að semja í
raun um kaup og kjör. Skipan
launamála yrði þá meira í sam-
ræmi við réttlætistilfinningu al-
mennings og lýðræðislegt vald
fólksins sjálfs yrði á ný grund-
völlur ákvarðana um lífskjörin í
landinu.
Sunnudagur 21. februar 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
HAVAXIMJOR OG
YFIRDRA3TAR-
HEIMILD
, LANGBEST
A EINUM STCAÐ
einfaldlega á tékkareikningi.
Nú bjóðast viðskiptamönnum Samvinnubankans tvær þýðingarmiklar
nýjungar á kjörum tékkareikninga.
Almennir
Yfirdráttarheimild
Þú átt kost á allt að 50.000 kr. yfir-
dráttarheimild hafir þú fengið
greidd laun eða tryggingarbætur
inn á reikning í bankanum í a.m.k.
3 mánuði.
Ert þú búin(n) að sækja um?
Launavelta - lán fyrir launaf ólk
Viðskiptamenn bankans sem kost eiga á yfirdrætti, eiga jafnframt rétt á
Launaveltuláni. Upphæð og lánstími ræðst af tímalengd
viðskipta sem hér segir:
Eftir 3 mán. viðskipti, lán kr. 40.000,00 til 3 mán. á víxli eða skuldabréfi að
vali umsækjenda.
Eftir 6 mán. viðskipti, lán kr. 80.000,00 til 18 mán.
Eftir 12 mán. viðskipti, lán kr. 150.000,00 til 24 mán.
Eftir 24 mán. viðskipti, lán kr. 200.000,00 til 24 mán. I
!
0 SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HE
sparisjóðsvextir
Tékkareikningar með Hávaxtakjör-
um bera nú sömu vexti og almenn
sparisjóðsbók eða 22%. Þannig
nýtur þú enn betri kjara og losnar
þar að auki við allar óþarfa milli-
færslur milli reikninga.