Þjóðviljinn - 24.02.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.02.1988, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRETTIR Palestína Myrti 13 ára stulku ísraelskir „landnemar" gerast œ blóðþyrstari og telja ekkifrágangssök þóttstöku Palestínumaður falli fyrir þeirra hendi Israelskur landræningi skaut í gær þrettán ára gamla stúlku til bana í þorpinu Baqa Esh- Sharqiyya á vesturbakka Jórdan- ár. Hún var annað af tveim fórn- arlömbum ísraelsmanna í gær. Peres utanríkisráðherra ræddi við Palestínumenn í Nablus og hét að hætta að skjóta landa þeirra ef þeir hættu illum látum! Stúlkan myrta hét Rawda Na- jeeb. Hún hafði verið þátttak- andi í mótmælum ungra landa sinna í heimaþorpinu þegar land- ræninginn hóf skothríð. Lést hún skömmu eftir að komið var með hana á ísraelskt sjúkrahús. Tals- maður ísraelshers kvað lögreglu hafa tekið morðingjann höndum. Ekki var heimildamanni Reut- ers kunnugt um nafn hins fórnar- lambs ísraelsmanna í gær en hann kvað hafa verið skotinn af her- mönnum í þorpinu Kafr El- Yamun á vesturbakkanum. Að sögn heryfirvalda var það ekki ófyrirsynju að dátarnir skutu hann til bana þvf hann hafði stefnt þeim í hættu með grjót- kasti. Pilturinn og stúlkan voru númer 62 og 63 í röð þeirra Pal- estínumanna sem ísraelsmenn hafa myrt frá því uppreisnirnar hófust á herteknu svæðunum í desember. Umkringdur öryggisvörðum hætti Shimon Peres utanríkisráð- herra ísraels og formaður Verka- mannaflokksins sér út á meðal Palestínumanna í vesturbakka- borginni Nablus í gær. íbúarnir vissu ekki hvaðan á sig stóð veðr- ið en spurðu hann þó spurninga á borð við þær hvenær dátar hans myndu hætta að berja og skjóta konur og börn. Peresi vafðist ekki tunga um tönn: „Ef lát verð- ur á grjótkasti þá munu hermenn- irnir láta ykkur í friði." Reuter/-ks. Skelfingin ber hatrið ofurliði. ísraels- menn hafa drepið 63 Palestínumenn og munu halda áfram á sömu braut meðan þeir mótmæla, að sögn Per- esar utanríkisráðherra. ^^mm S ^eU' - di|^^H BMBESK. ¦- ¦^él^^' /: .¦"'¦•« * -'¦-¦¦¦ 1 1 ^ f \ fff ¦#&A 'f " ¦ i ¦'' « 1' ¦*.##»,>>' 40 % 1 W im ¦» í, * * * *& ** J? - 1 f * '%a Danmörk Bankamaður hefur áhyggjur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinnog Alþjóðabankinn hafa íhótunum við danska ráðamenn Sovétdátar kvaddir á Kabúlflugvelli. Brátt verða þeir allir farnir heim ef áætlanir Sovétmanna ná fram að ganga. Afghanistanmálið Kanar ósammála Pakistönum Bandarískur embœttismaður segir stjórn sína vilja sovéska dáta burt úr Afghanistan ogskíttmeð bráðabirgðastjórn Bandarfkjamenn eru á önd- verðum meiði við Pakistan- stjórn sem krefst þess að bráða- birgðastjórn stríðandi fylkinga verði komið á fót í Kabúl, höfuð- borg Afghanistans, áður en Sov- étmenn hefji brottflutning 115 þúsund manna herliðs síns. Sem kunnugt er hefur Gorbat- sjov sovétleiðtogi boðist til þess að kalla fyrstu dátana heim þann 15da maí svo fremi fulltrúar Pak- istana og Afghana leysi á- greiningsmál sín í Genf um flótta- menn og sitthvað fleira tveim mánuðum áður. Skilyrði sitt setti stjórnin í íslamabad fram nýskeð og kom það mönnum í opna skjöldu því þeir hafa í átta ár krafist þess að sovétdátarnir hypjuðu sig tafarlaust heim. Bandaríkjastjórn á hönk uppí bakið á pakistönskum ráða- mönnum og því er fullvíst að Gorbatsjov hefur á dögunum lagt hart að gesti sínum George Shultz að telja þeim hughvarf. Shultz kom til Brússel í gær til þess að greina NATO vinum sín- um frá því sem bar á góma á fund- um þeirra Gorbatsjovs. Hann sagðist ekki draga í efa að Sovét- mönnum væri alvara með tilboði sfnu. Ónefndur aðstoðarmaður hans bætti um betur með því að veitast að Pakistönum fyrir stífni. Sagði hann stjórn sína andvíga kröfu þeirra um bráðabirgðastjórn í Kabúl áður en heimkvaðning sovétdáta hæfist. „Við viljum ekki missa af strætó. Við höfum árum saman reynt að koma So- vétmönnum út úr Afghanistan og því væri út í hött að skipa þeim að halda kyrru fyrir uns Afghanir sjálfir hafa leyst pólitísk á- greiningsmál sín." Reuter/-ks. Fulltrúi Alþjóðabankans á Norðurlöndum, Ulrik nokkur Maxthausen, sagði í fyrrakvöld að Danir gætu átt það á hættu að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefði bein afskipti af efnahags- stjórn þeirra einhverntíma á næstu fimm árum ef þeir hirtu ekki um að rétta þjóðarskútuna af en hún er gerð út með miklu tapi. Þessi boð lét bankamaður- inn út ganga í viðtali í danska sjónvarpinu. Maxthausen fór ekki í graf- götur um það hverjar væru helstu orsakir dansks efnahagsvanda og benti á leið til úrlausnar. Lífskjör alþýðu manna skyldu rýrð og ríkisútgjöld lækkuð. „Annað tveggja verða Danir' sjálfir að grípa til róttækra ráð- stafana til þess að rétta af rekstr- arhalla ríkisins ellegar að Alþjóð- agajaldeyrissjóðurinn hlýtur að grípa fram fyrir hendurnar á þeim einhvern tíma á næstu árum." Það er ekki djúpt í árinni tekið að segja að danska ríkið eigi í fjárkröggum þótt aðeins hafi rofað til. Fjárlagahallinn árið 1986 sló öll met og nam 34,4 milj- örðum d. króna. I fyrra var ríkis- reikningurinn 18 miljarðar. Danskir skulda nú erlendum lán- ardrottnum hvorki meira né minna en 275 miljarða d. króna sem kvað vera meira en 40 af hundraði vergrar þjóðarfram- leiðslu. Reuter segir það vera 54 þúsund krónur á mann. Vitaskuld var leitað álits Pauls Schluters forsætisráðherra á lítt duldum hótunum Alþjóðabank- ans. Hann sagði stjórn sína ekki hafa neinar harkalegar skerðing- ar né efnahagsráðstafanir á prjónunum. „Einsog alkunna er hrjáir okk- ur mikill fjárlagahalli um þessar mundir, vissulega er við vanda að glíma í efnahagsmálum, en við höfum ekki annað í hyggja en að ráða bót á þessum þyngslum uppá eigin spýtur." Schliiter bætti því við að ekki væri þörf á því að hækka skatta eða stuðla að minni neyslu „en við eigum ekki von á því að neysla aukist á næstunni." Reuter/-ks. Tékkóslóvakía Allt er fertugum fært Mörgumþykir eftirtekjan rýr eftir 40 ára einveldi kommúnistaflokksins í Tékkóslóvakíu Nú í vikunni eru liðin rétt fjöru- tíu ár frá því kommúnistar urðu einráðir um stjórn Tékkó- slóvakíu. Það er alkunna að ári eftir lok síðari heimsstyrjaldar vann tékkneski kommúnista- flokkurinn glæstan sigur í þing- kjöri og var í forystu fyrir sam- steypustjórn næstu tvö árin. Þann 25da febrúar árið 1948 var síðan séð til þess að undirlagi Sovét- manna að ráðherrar annarra flokka „sögðu af sér." Sá atburð- ur hefur ýmist verið nefndur ,4e- brúarsigurinn" ellegar „vaída- ránið í Prag" og geta menn reynt að leiða getum að þvf hvort sé nær sanni. En hvað um það, ekki eru Tékkar öfundsverðir af hlutskipti sínu á þessum merku tímamótun. Þótt „glasnost" stefna bóndans í Kreml hafi vaidið örlítilli þíðu í Prag þá bendir enn ekkert til vor- komu. Efnahagsástandið er ekki heldur neitt landsmanna. sem léttir brúnir Engu að síður verður ýmislegt gert sér til afmælisgamans. Ber þar hæst ræðuflutning Milosar Jakesar, aðalritara kommúnista- flokksins, í Pragkastala í dag. Mun fjöldi flokkssystkina hans, embættismanna ríkis og fulltrúa á löggjafarsamkundunni, eiga kost á því að hlýða á mál leiðtoga síns. Reuter/-ks. Miðvikudagur 24. febrúar 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 11 Armenía Okpí Leiðtogi flokksdeildar komm- únista í Armeníu, Karen Ðem- irtsjan, kom fram í Ivðveldissjón- varpinu í gær og hvatti landa sfna til að gæta stiilingar eftir lát- lausar mótmælaaðgerðir þeirra f fjóra daga. Munu þúsundir Arm- ena hafa safnast saman í höfuð- borginni Jerevan og mótmælt mengun og sjötugri innlimun hér- aðs nokkurs í nágrannalýðveldið Azerbajan. Að sögn blaðamanna dag- blaðsins „Kommúnistans" í Jere- van mun Demirtsjan hafa greint armenskum sjónvarpsáhorfend- um frá því að andófsfólkið hefði krafist þess að tveim efnaverk- smiðjum yrði lokað þegar í stað og héraðið Nagorno-Karabakh- skaja, en 95 af hundraði inn- byggjara þess eru af armensku bergi brotin, yrði aftur partur Armeníu. Reuter/-ks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.