Þjóðviljinn - 24.02.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.02.1988, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 blÓÐVIUI WjB ^l Miðvikudagur 24. febrúar 198£ 1988 44. tölublað 53. árgangur Sparisjóðsvextir á téKKareikninga meö hávaxtaKjörum SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF Minna Ráðhúsið meira Aœtlaður kostnaður kominn ímiljarð og vantar samt frágang í kringum húsið inn ídæmið. Sjálfstœðismenn viljaganga tilsamninga við ístakstrax en minnihlutinn vill bíða niðurstöðu kynningar r H borgarráðsfundi 1 gær lagði verkefnisstjórn ráðhússins fram nýja kostnaðaráætlun fyrir ráðhúsið og hijóðar hún upp á 979 miljónir króna. Inn í það dæmi er ekki reiknaður frá- gangur á 760 fermetra tjörn norð- vestan hússins, snyrting á tjarn- arbökkum næst ráðhúsinu og göngubrú frá Iðnó f ráðhúsið. Áætlun þessi er miöuð viö byggingarvísitöluna í janúar en sú áætlun sem lögð var fyrir borg- arstjórn á sínum tíma og sam- þykkt var 1. október sl., var mið- uð við meðaltal byggingarvísitölu 1988. Þrátt fyrir það hljóðaði sú áætlun einungis upp á 750 miljón- ir króna. Kjallarinn sem þá var samþykktur var á þremur hæðum og átti að vera með bílastæði fyrir á þriðja hundrað bfla. Samkvæmt áætlun þá átti kjallarinn að kosta 250 miljónir króna. Verkefnis- stjórn kynnti á fundinum í gær nýja áætlun fyrir kjallara á einni hæð með 91 bílastæði. Hljóðaði sú áætlun upp á 319 miljónir króna. Þar af eru 178 miljónir sem felast í tilboði ístaks, 20 milj- ónir í stálþili og 121 miljón í frá- gang á kjallara með hönnun og eftirliti. Á fundinum var upplýst að stefnt væri að því að framkvæmd- ir við kjallarann hefjist í lok mars. Á borgarráðsfundinum í gær lögðu þær Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kristín Á. Ólafsdótt- ir og Ragnheiður Björk Guð- mundsdóttir til að tillagan að ráð- húsreitnum yrði auglýst og kynnt með lögformlegum hætti eftir 17. gr. skipulagslaga og að allar framkvæmdir við ráðhúsbygg- inguna og undirbúning verði Hraðskák Tal vann Bœði Karpov og Kasparov duttu út Töframaðurinn frá Riga, Mik- liaíl Tal, reyndist öflugastur of- urmeistara skáklistarinnar á fyrsta heimsmeistaramótinu í hraðskák, sem lauk fyrir nokkr- um dögum í Saint John í Kanada. Tal fór á kostum í öllum um- ferðum og vann Vaganjan í úr- slitum með fjórum vinningum gegn engum, - hafði áður lagt Júsúpov að velli 3-1. Um þrjátíu stórmeistarar tóku þátt í mótinu, og voru þrír íslend- ingar þar á meðal. Margeir Pét- ursson tapaði fyrir Kúbumannin- um Nogueiras í fyrstu umferð og Karl Þorsteins fyrir sjálfum Karpov, en Helgi Óíafsson komst í aðra umferð með sigri yfir Salov frá Sovét. Helgi tapaði síðan fyrir Búlgaranum Georgiev, en sá gerði sér lítið fyrir og vann Garrí heimsmeistara Kasparov í 3. um- ferðinni. Fjandi hans Karpov féll hinsvegar út í annarri umferð eftir tap gegn landa sínum Tsjernín. -HÓI/-m stöðvaðar þar til endanleg ákvörðun borgarstjórnar liggur fyrir. Þessi tillaga var felld með þremur atkvæðum Sjálfstæðis- manna gegn atkvæðum þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Kristín- ar, en Ragnheiður Björk er áheyrnarfulltrúi í borgarráði. Sjálfstæðismenn báru þá fram tillögu um að skipulag ráðhús- reitsins hefjist 26. febrúar og verði í Byggingarþjónustunni og er stefnt að því að ljúka kynningu og taka á móti athugasemdum 25. mars. Borgarstjórn á svo að taka málið til endaníegrar afgreiðslu á fundi sínum 5. maí. Fulltrúar minnihlutans sátu hjá þar sem þeir vilja að kynningin taki 8 vik- ur einsog er samkvæmt lögum en ekki tæpan mánuð. Þá báru sjálfstæðismenn upp tillögu um að gengið yrði til samninga við ístak um annan áfanga ráðhússins, þ.e. kjallara og bílgeymslur. Var sú tillaga samþykkt með 3 atkvæðum gegn tveimur atkvæðum minnihlutans og þarf því að koma fyrir borgar- stjórn í næstu viku. Sáf Sjá. bls. 3 Ferðalög Teira gjaldþrata Framkvæmdastjóri ferðaskrif- stofuiiiiar Terru hf. óskaði í gær eftir því við borgarfógeta að fyr- irtækið yrði tekið til gjaldþrota- skipta. A hluthafafundi fyrr í mánuð- inum var samþykkt að óska eftir gjaldþrotaskiptum þar sem ljóst væri að félagið gæti ekki staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar og tilraunir til nauðasamn- inga höfðu ekki borið árangur. Fyrr í vetur var ferðaskrifstof- an seld nýjum eigendum, en þau kaup gengu til baka þegar sýnt var að rekstrarstaða fyrirtækisins var mun verri en nýju eignaraðil- arnir héldu. -Ig. 700 tonn af stáli sem á að reka ofan í Tjörnina vegna ráðhúsbyggingarinnar liggja nú á hafnarbakkanum framan við Fiskmarkaðinn í Hafnarfirði. Gaflarar hafa gaman af og segjast vera þeir einu sem hafi hagnast á ráðhúsbrölti borgarstjórans en á annað hundrað þúsund krónur voru greiddar í vörugjald fyrir uppskipun á járninu. Mynd: E.ÓI. Rúmar Iðgjöld VI II kr. á mánuði Bíleigandi með 50% bónusþarfað greiða um 24.400 kr. fyrir skyldutryggingu Tryggingaeftirlitið hefur nú til athugunar beiðni trygginga- félaga um stórfellda hækkun ið- gjalda. Á ríkisstjórnarfiindi í gær var málið rætt, en ekki teknar neinar ákvarðanir um afskipti af fyrirhugaðri hækkun. Sigurjón Pétursson, sem situr í samstarfsnefnd tryggingafélag- anna, sagði að á síðasta ári hefði meðalbónus bifreiðaeigenda ver- ið 50,2%. Miðað við þann bónus verður að greiða 24.390 kr. í tryggingar á næsta tryggingatíma- bili. Skiptist það þannig að um 15.000 eru vegna almennrar vátryggingar, föst greiðsla fyrir nýja ökumannstryggingu 3200 kr., framrúðutrygging 1300 og ofan á allt bætist 25% sölu- skattur, sem gerir 4878 kr. Á síð- asta tímabili var þetta iðgjald um 10.300 kr. Sigurjón sagði að um 80% bif- reiðaeigenda væru með um og yfir 50% bónus. Þeir sem eru lægri þurfa að greiða mun hærri upphæðir, ef væntanleg hækkkun nær fram. Um 17% af iðgjalda- hækkuninni eru rakin til ákvæða nýrra umferðarlaga, þar sem m.a. er felld niður sjálfsábyrgð eiganda. Vegna þess hve stutt er í nýtt iðgjaldatímabil gefst varla tími til breyta ákvæði umferðar- laga um niðurfellingu sjálfs- ábyrgðar. Sú leið hefur verið nefnd, sem liður í að draga úr hækkuninni. Sigurjón sagði að eftir sem áður gæfist fólki tæki- færi til að greiða sjálft minni tjón og komast þannig hjá lækkun á bónus. _mj Þjóðminjasafnið 125 ár frá stofnun Þjóðminjasafnið á 125 ára af- mæli í dag og af því tilefni hef- ur alþingismönnum verið sér- staklega boðið í heimsókn. Þingmönnum verður skipt nið- ur í hópa eftir kjördæmum og þeir leiddir um safnið og sýndir valdir gripir úr heimahéruðum. Klukkan heim fyrir helgi Á eftir verður þeim boðið uppá hákarl og brennivín eða mysu fyrir þá sem þess óska. Afmælisins verður minnst með hátíðarsamkomu í Háskólabíói á sunnudaginn. Safninu hafa borist ýmsar góðar gjafir í tilefni þess- ara tímamóta. Þá standa vonir til frá þess að íslandsklukkan Tröllatungu, sem steypt var í upphafi 12. aldar og safnið hefur fest kaup á frá Bretlandi, verði komin til landsins fyrir hátíðars- amkomuna. Þegar hafa tugir þús- unda safnast í klukkusöfnun safnsins. -lg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.