Þjóðviljinn - 24.02.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.02.1988, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 24. febrúar 1988 44. tölublað 53. órgangur Eimskip Vinnustöðvun til aðvömnar Hafnarverkamenn hjá Eimskip lögðu niður vinnu ígœr. Óánœgðir með hve seintgengur í Garðastrœti. Viljum launahœkkun strax ogþað refjalaust Hafnarverkamenn hjá Eim- skipafélaginu lögðu niður vinnu frá hádegi í gær til morguns til að þrýsta á að hreyfing kæmist á samningaviðræðurnar í Garð- astræti. - Við tökum þessum seinagangi ekki Iengur. Það er Ijósl að við erum ekki tilbúnir að fallast á samninga á nótum Vest- urgötusamkomulagsins á Vest- fjörðum sem byggjast á búreikn- ingum Bryndísar, sögðu karlarn- ir í Sundahöfn, sem voru að tygja sig til heimferðar í gær er Þjóð- viljann bar að um hádegisbilið. Aðgerðir hafnarverkamann- anna voru ákveðnar með skömmum fyrirvara. - Þetta eru okkar prívat aðgerðir. Dagsbrún kemur hér hvergi nærri. Þegar forráðamönnum Eim- skipafélagsins varð ljóst í gær- morgun að hverju stefndi, var reynt að losa vörugáma við Faxa- skála með aðkeyptum vinnu- krafti frá Löndun sf, sem að öllu jöfnu sér um lestun togaranna. Að sögn hafnarkarlanna var skjótt brugðu við og losun gám- anna stöðvuð snarlega. Hafnarverkamenn Eimskipafélags- ins í Sundahöfn tygja sig til heimferð- ar um hádegisbilið í gær. Þeir segjast grípa til vinnustöðvunar til að þrýsta á að atvinnurekendur fáist til að ræða af alvöru um nýja kjarasamninga. Mynd E. Ól. Að sögn hafnarkarlanna er vaxandi óánægja meðal hafnar- verkamanna með hve seint miðar í viðræðum við atvinnurekendur. - Þeir hafa ekki fengist til að tala um það sem skiptir máli - launin. Eimskipafélagið hefur sýnt vilja til að ræða við okkur af alvöru, en fær litlu áorkað gagnvart Vinnu- veitendasambandinu. - Það er búið að leggja mikla vinnu í kröfugerðina og samn- ingaviðræðurnar. Við sættum okkur ekki við að samið verði á þeim nótum sem fiskvinnslan æt- last til að samið verði á. Olíulekinn Vatnsbóli Keflvíkinga ógnað Vilhjálmur Ketilsson bœjarstjóri: Uggandi um að olía kunni að berastí vatnsból við Þverholt. Frekari niðurstaðna að vænta Við bíðum enn eftir frekari nið- urstöðum mælinga á ferðum olíunnar. Vitanlega erum við mjög uggandi um að olia kunni að berast í vatnsbólið við Þverholt, en það er ekki í nema um 600 rnetra fjarlægð frá þeim stað þar sem olían barst út í jarðveginn, sagði Viljálmur Ketilsson, bæjar- stjóri í Keflavik, í samtali við Þjóðviljann i gær. Nýlega sýndu mælingar að olían sem lak úr olíubirgðarými hersins á Keflavíkurflugvelli stefndi á vatnsból Keflvíkinga í stað þess að renna með grunn- vatni til sjávar eins og álitið hafði verið. Vilhjálmur sagðist hafa lagt til á fundi með nefndinni sem fjallar um og fylgist með afdrifum olíunnar, að boraðar yrðu tvær borholur í stefnu að vatnsbólinu. - Að svo stöddu treystu sér- fræðingar sér ekki til að staðfesta að olían bærist í átt að Þverholts- vatnsbólinu. Því var ákveðið að gera frekari mælingar á þeim hol- um sem þegar hafa verið boraðar og sjá til með frekari borun, sagði Vilhjálmur. Að sögn Vilhjálms hafa banda- rísk stjórnvöld ekki enn svarað málaleitan Keflavíkur- og Njarð- víkurbæjar um að þau greiði götu fyrir gerð framtíðarvatnsbóla fyrir bæjarfélögin og standi straum af kostnaði sem því er samfara. -rki Reykjavíkurskákmótid Tímahrak! Það er ekki hægt að segja annað en að áhorfendur hafi haft gaman af 1. umferð Reykjavíkurskákmótsins sem hófst í gær. Margir keppenda lentu í miklu tímahraki og þá sérstaklega góðkunn- ingi okkar, Walter Brown. Honum tókst að leika á okkar mann, Jóhann- es Agústsson, í tímahrakinu og eftir miklar sviptingar varð Jóhannes að játa sig sigraðan enda hafði Brown þá tekist að máta kóng hans! Helgi og Jón L. unnu báðir sínar skákir en Margeir lenti í erfiðleikum gegn Guðmundi Gíslasyni. -hl. Sjá bls. 2 Snyrtivörur Varaliturinn lækkar lítið Einstaka tegundir af stein- púðri, varalit, augnskuggum, rakspíra og öðrum ómissandi snyrtivörum hafa snarlækkað í verði undanfarnar vikur, neytendum til hagsbóta. Þessar verðlækkanir eru tilkomnar vegna niðurfellingar vörugjalds og lækkunar á tollum, til að vega upp á móti matarskatti ríkis- stjórnarinnar. Samkvæmt úttekt Verðlags- stofnunar hafa áhrif tollabreyt- inganna frá áramótum hins vegar almennt ekki komið fram í lækk- un smásöluverðs. Að óbreyttu innkaupsverði, gengi og inn- lendum kostnaði ætti verðlækk- unin á augnfarða, kinnalit og varalit að vera 48%, verðlækkun á ilm- og snyrtivörum að vera um 31% og verð á kremum og nagla- og hársnyrtiefnum að vera 9,5% lægra en fyrir áramótin. Nýleg verðkönnun Verðlags- stofnunar í 38 snyrtivöruverslun- um á höfuðborgarsvæðinu sýnir að einstaka vörutegundir hafa lækkað, sumar um allt að 45% en aðrar ekki í samræmi við tolla- lækkanir. Samningar Rólegur gangur Fiskverkendur vilja að ríkisstjórnin sýni spil sín. Búistvið viðrœðuslitum. Kauptölur enn ekkert rœddar Viðræður Verkamannasam- bandsins og Vinnuveitenda- sambandsins í Garðastræti þok- uðust lítið áfram í gær. Þær hóf- ust seinni partinn og menn tóku sér kvðldmatarfrí og settust aftur við um hálfníuleytið. Forsvarsmenn fiskvinnslufyrir- tækja héldu sérstakan fund í gær og samþykktu þar að halda áfram samningaviðræðunum. Þeir lýstu því þó þar yfir að þeir myndu ekki undirrita neina samninga fyrr en þeir fengju að vita til hvaða efna- hagsráðstafana ríkisstjórnin hygðist grípa. I gær þrýstu talsmenn Verka- mannasambandsins á um svör frá atvinnurekendum um starfsald- urshækkanir. Umræður um kauptölur eru lítt eða ekki hafn- ar. Margir reikna með að viðræð- urnar strandi um leið og reynt verður að hefja alvöruviðræður um kaupliði nýrra samninga. ÓP

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.