Þjóðviljinn - 24.02.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.02.1988, Blaðsíða 5
Einsog þegar nemi sest inn á kaffistofu kennara Rætt við Ríkharð Brynjólfsson, kennara við búvísindadeildina á Hvanneyri, en Ríkharð hefur undanfarnar vikursetið á Alþingi sem varamaður Skúla Alexanderssonar „Strax sem stráklingur kom ég á þingpalla. Það var ein- hverntíma þegar eldhúsdagsum- ræður voru í útvarpinu að pabbi fór með mig niður á þingpalla til þess að sýna mér hvar Alþingi væri og hvernig umræðan færi frám. Síðan hef ég oft komið við á þingi þegar ég hef átt leið hjá og heilsað upp á Skúla Alexanders- son og komið inn á þingflokks- fundi Alþýðubandalagsins. Það aö setjast svo sjálfur á þing er ekki ósvipað því og þegar nem- andi í skóla sest í smá tíma inn á kaffistofu kennaranna. Þarna er hópur fólks sem maður þekkir í gegnum fjölmiðla og svo er mað- ur allt í einu sestur við hlið þessa fólks og farinn að drekka með því kaffi og spjalla við það. Við þetta öðlast maður nýtt sjónarhorn á það sem þarna fer fram." Ríkharð Brynjólfsson, kennari við búvísindadeildina á Hvann- eyri, settist inn á þing sem vara- maður Skúla Alexanderssonar fyrir rúmum tveimur vikum. Rík- harð var í fjórða sæti á framboðs- lista Alþýðubandalagsins á Vest- urlandi í síðustu kosningum, en þar sem fyrsti og annar varamað- ur Skúla áttu ekki heimangengt, tók Ríkharð sæti hans. Af mölinni í sveitina Ríkharð er doktor í plöntukyn- bótum frá landbúnaðarháskóla Norðmanna í Ási. Hann lauk námi þar árið 1976 og hóf þá þeg- ar kennslu að Hvanneyri. Hann kennir ýmislegt sem við kemur plöntum og erfðafræði og vinnur auk þess að rannsóknum í fóðurr- ækt. „Rannsóknir mínar beinast að þrennu. í fyrsta lagi að því að finna hagstæðustu skammta af áburði. I öðru lagi eru það stofntilraunir á mismunandi teg- undum og stofnum ræktar- plantna. í þriðja lagi að kanna mismunandi áhrif meðferðar á uppskerutúnum og beinist sú rannsókn fyrst og fremst að áhrif- um vorbeitar. Þessar rannsóknir hafa staðfest það að vorbeitin hefur mjög neikvæð áhrif á heyfeng samsumars og að seinkun áburðartíma hefur einn- ig neikvæð áhrif." Ríkharð er borgarbarn en fór ungur í sveit og dvaldist þar öll sumur, auk þess sem hann hafði vetrardvöl þar einusinni. Þetta var á Reyðarfirði. Þar fékk hann bakteríuna og segir að aldrei hafi annað komið til greina en að starfa að landbúnaði. Leiðin lá í Búnaðarskólann að Hvanneyri og þaðan lauk hann svo prófi úr framhaldsdeild áður en hann hélt til Noregs. Sársaukafullur samdráttur Landbúnaðarmálin hafa verið í brennidepli að undanförnu og það liggur því beint við að spyrja Ríkharð að því hvernig honum lítist á landbúnaðarpólitíkina. „Þær breytingar sem voru gerðar og stefndu að því að laga framleiðsluna að innanlands- markaði voru nauðsynlegar en jafnframt sársaukafullar. Þær breytingar komu þó of seint. Stéttarsambandið óskaði eftir Ég hef ekki sótt sæti mitt mjög stíft og mun ekki gera það, hvorki fjórða sætið né nokkurt annað, segir Ríkharð Brynjólfsson. Mynd Sig. stýringu á framleiðslunni strax um 1970 og í tíð vinstri stjórnar- innar 1971-74 var sett á laggirnar nefnd til að endurskoða fram- leiðslulögin. Hún skilaði af sér tillögum sem strönduðu í þing- flokkum stjórnarinnar. Það hefur aldrei verið gert opinbert hvað stoppaði tillögurnar en sagt er að þeir Björn Jónsson og Stefán Valgeirsson, sinn á hvorum enda stjórnarsamstarfsins, hafi sett þeim stólinn fyrir dyrnar. Þetta varð til þess að lögin um fram- leiðslustýringuna komu ekki fyrr en 1978. Á þessum sex árum tútnaði framleiðslan út. Þetta voru verð- bólguár og fjárfestingar í land- búnaði voru gríðarlegar þannig að vandinn varð mun meiri en árið 1972. Með lögunum og þeim breytingum sem voru gerðar seinast hefur framleiðslan verið takmörkuð og hefur hún dregist mikið saman, einkum í sauðfjár- ræktinni. Þegar mest var voru settar á 900 þúsund kindur en nú eru settar á um 650 þúsund kind- ur. Það hefur verið samkomulag um það að landbúnaður sé út- vörður byggðar í landinu og því var leitað að nýjum atvinnutæki- færum og þá var fyrst litið til loð- dýraræktar." Loðdýraræktin Jómfrúræða Ríkharðs á þingi fjallaði um loðdýraræktina, sem hefur átt við mikla erfiðleika að etja að undanförnu. „Það er ekki alfarið rétt því minkurinn gengur ágætlega. Ref- urinn hefur hinsvegar gengið síður. Finnland framleiðir u.þ.b. helming allra refaskinna og þar var gripið til niðurgreiðslu á fóðri fyrir tveimur árum og þannig hef- ur finnskum loðdýrabændum tekist að halda sér á floti. Eitt stærsta vandamálið við ræktun á íslenskum ref er að það er sett mjög mikið á af bestu dýr- unum þannig að bestu skinnin vantar í sölu. Það er samt óskapleg skammsýni að ætla að strika yfir loðdýraræktina. Við ættum að hafa forsendur til þess að gera þetta að framtíðarbúgrein. Við höfum hráefni innanlands til að fóðra dýrin. Það sem einkum háir okkur er veðráttan. Hús hér þurfa að halda fyrir snjó og skaf- renningi og eru því mun dýrari en í nágrannalöndum okkar. Þá er öll ný fjárfesting mun dýrari hér en annarsstaðar." Miklar andstæður Hvernig líst Ríkharð á Alþingi sem vinnustað? „Þarna renna saman tveir gjör- ólíkir heimar. Hluti af vinnu- brögðunum er mjög nútíma- legur, einkum það sem snýr að skrifstofu þingsins, einsog t.d. öll skjalameðferð. Þingmaður hefur vart lokið máli sínu fyrr en ræðan er til vélrituð. Hinsvegar er mikil formfesta og þungi yfir starfsemi áþingfundum. Núerégekkiáþví að þingfundir eigi að vera einsog sandkassi; þarna verða að vera ákveðin form, andstæðurnar á milli nútímalegra vinnubragða á skrifstofunni og formfestunnar hinsvegar eru svo miklar að þær stinga í augun. Eitt af því sem mér finnst óþægilegt er hversu seint dagskrá þingfunda liggur fyrir. Um kvöld- matarleytið á miðvikudegi vissi ég að loðdýraræktin kæmi fyrir á fundi morguninn eftir og þurfti ég því að undirbúa jómfrúræðu mína langt fram á kvöld á miðvik- udag. Það var mjög óþægilegt. Þá er óþægilegt að vita ekki í hvaða röð mál eru tekin fyrir. Þingflokkinn vantar kjölfestu Hvað þingflokk Alþýðubanda- lagsins varðar, þá finnst mér hann vanta sameiginlega kjöl- festu, framkvæmdastjóra eða starfsmann. Formaður þing- flokksins er á bullandi kafi í póli- tík út um allt og er sá maður sem síst er hægt að gera ráð fyrir að finna. Flestir hinna þingflokk- anna hafa fasta starfsmenn. Starfsmaður þingflokksins gæti fylgst með hvaða mál verða tekin á dagskrá og komið boðum til þeirra þingmanna sem hafa áhuga á ákveðnum málaflokk- um. Þingflokkurinn þarf eitt- hvert fast batterí, hann má ekki vera stofnun þar sem fólk kemur tvisvar í viku hlaupandi á fund." Hafa þessar vikur á þingi orðið til þess að þú munir í framtíðinni sækja stífar að komast hærra á lista en í fjórða sæti? „Ég hef ekki sótt sæti mitt stíft og held að ég muni ekki gera það, hvorki að sitja í fjórða sæti áfram né nokkru öðru sæti. Það er flokkurinn sem verður að vega það og meta hvernig framboðs- listi hentar best í kosningum." -Sáf Miftvikudagur 24. febrýar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.