Þjóðviljinn - 02.03.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.03.1988, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 2. mars 1988 50. tölubiað 53. árgangur Félagsmálaráðherra Hversvegna er vegiö að mér? Þungur róður hjá Jóhönnu Sigurðardóttur í kaupleigunni. Framsókn með óbundnar hendur. Geir Haarde: Ráðherra getur ekki tamið sér eðlileg vinnubrögð. Jóhanna: Hvarflar að mér að verið sé að gera mér óbœrilegt að starfa ístjórninni Hversvegna er vegið að mér? Undir umræðum og árásum í fjölmiðlum hefur það hvarflað að mér að jafnt og þétt sé verið að gera mér óbæriiegt að starfa í þessari ríkisstjórn, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, félags- máiaráðherra m.a. í umræðu um kaupleigufrumvarpið, sem hún mælti fyrir í neðri deiid í gær. Öll spjót virðast nú standa á Jóhönnu því að á sama tíma og hún mælti fyrir kaupleigunni var Jón Baldvin Hannibalsson að mæla fyrir aðgerðum í efna- hagsmálum í efri deild þar sem m.a. er lagt til að framlög til byggingarsjóðanna verði skorin niður um 100 miljónir, en Jó- hanna lét færa til bókar andstöðu sína vegna þessa á fundi ríkis- stjórnarinnar á mánudag. Það er nokkuð ljóst eftir um- ræðuna í Alþingi í gær að það er erfiður róður framundan hjá Jó- hönnu ef hún ætlar að koma kaupleigufrumvarpinu í gegnum þingið. Alexander Stefánsson og Páll Pétursson lýstu því báðir yfir að þingflokkur Framsóknar væri með óbundnar hendur í þessu máli þar sem félagsmálaráðherra hefði ekki virt það samkomulag sem gert hefði verið, að bíða þess að þíngflokkar stjórnarinnar legðu blessun sína yfir frumvarp- ið. Geir H. Haarde hellti sér yfir ráðherrann og sagði að Jóhanna þyrfti að átta sig á því að hún væri ekki ein á ferð. „En það er einsog allt sé á sömu bókina lært, þessi ráðherra virðist ekki þurfa að fylgja sömu samskiptareglum og aðrir og temja sér eðlileg vinnu- brögð." Geir sagði að Sjálfstæðisflokk- urinn hefði tvær efnislegar at- hugasemdir við frumvarpið. Jó- hanna sagði þetta minni háttar atriði sem hún legði enga ofurá- herslu á og auk þess taldi hún Framsóknarflokkinn ekki hafa fært fram neina efnislega gagnrýni á frumvarpið. Stjórnarþingmenn segja það einkum bráðlæti ráðherra, að leggja frumvarpið fram á Alþingi áður en þingflokkar íhalds og framsóknar höfðu lagt endanlega blessun sína yfir það, hafa hleypt þéssu máli upp í loft Þá mun grein Jóns Sæmundar Sigurjónssonar, „Hjá vondu fólki á Snæfellsnesi", sem birtist í Morgunblaðinu í gær, hafa verið sem olía á eldinn. Talsmenn stjórnarandstöð- unnar bentu á að það væri varla réttlætanlegt að koma með nýtt húsnæðiskerfi núna þegar al- menna kerfið býr við fjársvelti. Kristín Einarsdóttir kallaði þetta því blekkingu og sýndar- mennsku, að leggja frumvarpið núna fram þegar búið væri að skera niður fjármagn til bygging- arsjóðanna. Sagði hún að frum- varpið virtist sett fram til að standa við eitthvað sem héti kaupleiga, en því miður leysti það ekki vanda þeirra sem verst eru settir. Steingrímur J. Sigfússon tók í sama streng og benti á að það væri nöturlegt fyrir félagsmála- ráðherra að mæla fyrir frumvarp- inu í neðri deild á sama tíma og flokksbróðir hennar er að mæla fyrir niðurskurði á byggingar- sjóðunum í efri deild. _Sáf Skák EykurJón forskotið? Jón L. Árnason virðist vera að hverfa úr sjónmáli keppinauta sinna á Reykjavíkurskákmótinu. 1 gær atti hann kappi við alþjóð- ameistarann Þröst Þórhallsson. Þegar skák þeirra fór í bið í gær- kveldi hölluðust spekingar unnvörpum á sveif með Jóni og töldu hann eiga „vænlega vinn- ingsmöguleika". Af öðrum skákum efstu manna er það að segja að Helgi og Christiansen, Gurevich og Hoi, Polú og Gausel sömdu um jafn- tefli. í dag verða biðskákir tefldar og nái Jón L. að brjóta varnir Þrastar á bak aftur aflar hann sér forskots uppá einn og hálfan vinning. Af Spánarfaranum Jóhanni Hjartarsyni er það að frétta að skák hans og Bretans Chandlers fór í bið í gær og hefur hann að sögn ívið lakara tafl. Sjábls.7. Baatt umforðarmonning? [ gær tóku ný umferðarlög gildi og gekk umferðin í Reykjavík betur en oft áður að sögn lögreglunnar, sem taldi að umræðan síðustu daga hefði ýtt við fólki að hafa hugann betur við aksturinn. Um miðjan daginn höfðu verið tilkynnt fimm óhöpp, en á síðasta föstudag og laugardag skemmdust 96 bílar í umferðaróhöppum. Almennt virtust menn nota bæði Ijós og belti í gær, en lögreglan þurfti þó að benda nokkrum á að virða ákvæði nýrra umferðarlaga og sluppu flestir með áminningu á fyrsta gildisdegi laganna. VMSI-samningurinn Vinnumarkaðurinn Mngmenn í slorið Þingmönnum verðigert skylt að starfa ítvær vik- ur við framleiðslu- og þjónustustörf Unnur Sólrún Bragadóttir hef- ur lagt fram þingsályktunartil- lögu um að þingmönnum verði skylt að starfa tvær vikur á ári við almenn framleiðslu- og þjónust- ustörf í sínu kjördæmi og telur flutningsmaður eðlilegt að þing- mannslaun brey tist þann tíma og í staðinn komi laun samsvarandi þeim sem þeir hefðu fengið á við- komandi vinnustað. Tillaga þessi er flutt til að bæta vettvangsþekkingu þingmanna og er lagt til að nefnd verði skipuð til þess að undirbúa breytinguna og skal hún starfa í náinni samvinnu við samtök launafólks og atvinnurekenda. í greinargerð með tillögunni segir að þó þingmenn komi úr margháttuðum störfum sé það sláandi hversu fáir koma úr framleiðslu- og þjónustustörfum. Þar segir að þeim sé nauðsynlegt að vita af eigin raun hvaða kjör hinn almenni launamaður býr við og hvaða erfiði liggur að baki hverri krónu sem hann ráðstafar. Þá segir að líkamlegt atgervi þingmanna sé ærið mismunandi en eflaust megi finna störf sem flestir ráði við. -Sáf Víða tvísýnt í felögunum Fundir í dag hjá Jökli, Framtíðinni og Framsókn Eg á von á góðri mætingu hjá okkar fólki, en það er þungt hljóð í mönnum, sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Hornafirði, en VMSÍ-samningur- inn verður borinn undir atkvæði í félaginu í dag klukkan 17 og er Jökull fyrsta félagið á Austur- landi sem greiðir atkvæði um hann. Að sögn Hafsteins Stefáns- sonar, varaformanns verkalýð- sfélagsins Þórs á Selfossi, verður samningurinn borinn undir at- kvæði í félaginu á morgun.- Við getum sagt að það sé lágskýjað og þegar veður hafa einu sinni skipast þannig í lofti er veðrið til allra bragða búið, sagði Haf- steinn. Hafsteinn sagði að hann hefði ekki skrifað undir samninginn á dögunum með bros á vor. - Ég mat stöðuna þannig að lengra yrði ekki komist án verkfalla. Það er síðan félagsmanna að meta hvernig til hefur tekist, sagði Hafsteinn, er bjóst allt eins við að samningurinn yrði felldur í sínu félagi. Verkalýðsfélagið Rangæingur á Hellu heldur einnnig félagsfund á morgun, þar sem greidd verða atkvæði um samninginn. Samkvæmt upplýsingum sem fengust á skrifstofu Verka- mannasambandsins í gær fundar verkakvennafélagið Framtíðin í Hafnarfirði um samninginn í kvöld og verkakvennafélagið Framsókn hefur boðað fund á morgun. Þegar hefur samningurinn verðið borinn undir atkvæði í þremur félögum. Verkalýðsfélag Vestmannaeyja felldi samning- inn, en í Verkalýðs- og sjó- mannafélagi Keflavíkur og Dagsbrún var samningurinn sam- þykktur með naumum meiri- hluta. -rk Kœra á Dagsbrúnar- fundinn. Sjá síðu 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.