Þjóðviljinn - 02.03.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.03.1988, Blaðsíða 3
Dagsbrún Atkvæði tvítalin Halldór Björnsson: Hreinasta firra að úrslit- um hafi verið hagrætt - Stjórn Dagsbrúnar bíður vit- anlega eftir niðurstöðu Alþýðu- sambandsins. Við teljum okkur þó ekki á neinn hátt hafa brotið gegn fundarsköpum. Svo til án undantekninga hefur tíðkast hjá Dagsbrún að samningar væru bornir undir atkvæði með þess- um hætti, sagði Halldór Björns- son, varaformaður Dagsbrúnar, í tilefni af kæru Páls Arnarsonar, dagsbrúnarmanns, sem kært hef- ur til miðstjórnar Alþýðusam- bandsins kosningu um kjaras- amninganna á fundi félagsins í fyrradag. Halldór sagði að það væri eins og hver önnur firra að halda því fram að niðurstöðum atkvæða- greiðslunnar hafi verið hagrætt, eins og haldið er fram í kæru Páls og væri ærumeiðandi gegn vart sér sem fundarstjóra. - Sem fundarstjóri skipaði ég menn til talningarinnar, án þess að hafa rætt það við þá áður. At- kvæði voru tvítalin og því á að vera tryggt að rétt hafi verið farið með, sagði Halldór og benti á að fjöldi fundarmanna hefði ekki neytt atkvæðisréttar síns. Halldór sagði að forseti Alþýð- usambandsins hafi rætt við sig eftir að kæran barst í hús hj á ASL - Ég skýrði honum frá gangi mála á fundinum og bauðst til þess að afhenda honum öll þau gögn sem ég hefði undir höndum frá talningunni. -rk FRETTIR Dagsbrún Atkvæðagreiðslan kærð Páll Arnarson verkamaður: Niðurstaða talningarinnar fölsuð. Ferfram á að miðstjórn ASÍ úrskurði atkvœðagreiðsluna ólöglega. Kæran tekinfyrir á miðstjórnarfundi á morgun Páll Arnarson, verkamaður hjá Granda hf. hefur kært til miðstjórnar Alþýðusambands ís- lands atkvæðagreiðsluna sem fram fór á Dagsbrúnarfundi í Austurbæjarbíói í fyrradag þar sem nýgerðir kjarasamningar voru samþykktir með 240 at- kvæðum gegn 217. Hann óskar eftir því að miðstjórn ASl úr- skurði atkvæðagreiðsluna ólög- lega og gerir tilkall til þess að nýr fundur verði haldinn um samn- ingana. f kærubréfi sínu heldur Páll því fram að niðurstaða talningarinn- ar hafi verið fölsuð, þannig að talningarmenn og/eða fundar- stjóri hafi gefið upp rangar tölur. Pví til fulltingis vísar hann ma. til þess að hátt í 700 manns voru á fundinum, en atkvæði greiddu aðeins 457. Að sögn Ásmundar Stefáns- sonar, forseta ASÍ verður kæran tekin fyrir á miðstjórnarfundi á morgun. Aðspurður sagði Ás- mundur að það væri ekki nýtt að athugsasemdir væru gerðar við atkvæðagreiðslur innan verka- lýðsfélaga og landssambanda og sjálfsagður réttur félagsmanna innan Aiþýðusambandsins að leita réttar síns og gera athuga- semdir um málsmeðferð hafi þeir eitthvað við hana að athuga, eins og í þessu tilfelli, en hann sagðist ekki vera réttur aðili til að kveða upp neinn úrskurð um málið. Jóhannes Guðnason, trúnað- armaður Dagsbrúnar hjá Fóð- í i vpy t : L.A :\y V-rDív* V U ' ' i 'j ...í ^GSBRÖNARMENN! VGSBRÓNARMENN! ajut AU«W*»* Páll Arnarson fiskverkamaður á Granda kærði í gær niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar á Dagsbrúnarfundinum í fyrra- kvöld og telur að í raun hafi fundurinn fellt samningana. Hann bendir hér á lægstu laun í frystihúsum á tilkynningatöflunni á vinnustað sínum. (Mynd Sig.) urblöndunarstöð Sambandsins í Sundahöfn, sagði við Þjóðviljann að kæra Páls væri að sínu mati vantraust á stjórn Dagsbrúnar og gæti leitt til klofnings innan fé- lagsins þar sem annarsvegar væru þeir sem hefðu náð góðum sér- kjarasamningum og hinsvegar þeir sem væru aðeins á berstríp- uðum launatöxtum. Hann sagði Efnahagsaðgerðirnar Tollur frjálshyggjunnar Svavar Gestsson: Vandi atvinnuveganna ekki leystur meðþessum ráðstöfunum. Jón Baldvin Hannibalsson: Ástand efnahagsmála af- leiðing þess að ekki var gripið í taumana fyrr Farmenn Eriendar áhafnir víkja Samkomulag milli Nesskips og sjómanna. Pólverjarnir á Hvítanesinu fara á nœstu vikum Sjómannafélag Reykjavíkur og Nesskip hafa náð samkomu- lagi um að í framtíðinni hafi ís- lenskir farmenn forgang við ráðningar um borð í skip félags- ins og verða á næstu vikum ráðnir innlendir farmenn um borð í Hvítanesið í stað þeirra Pólverja sem nú eru þar við störf. Að sögn Guðmundar Hall- varðssonar formanns Sjómanna- félagsins hefur félagið lengi reynt að stemma stigu við ört vaxandi ráðningum erlendra áhafna um borð í kaupskip sem eru í eigu íslenskra skipafélaga og sem sigla hingað reglulega. Ekki er langt síðan félagar í Guðrún A. látin Guðrún Á. Símonar er látin, 62 ára að aldri, einn helsti söngvari okkar tíma á íslandi. Guðrún fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, lærði söng fyrst hjá Sigurði Birkis og síðar í London og Mflanó og átti merkan söng- feril hér og erlendis á sjötta ára- tugnum og hinum sjöunda. Sjómannafélagi Reykjavíkur meinuðu Hvítanesinu að leggja að bryggju í Hafnarfirði til að mótmæla ráðningu Pólverjanna, en þeir voru ráðnir í lok síðasta árs. í þeim slag þurfti fóget- aúrskurð til að skipið gæti lagst við bryggju. Guðmundur sagði að á síðustu tíu árum hefðu 300 farmenn misst atvinnuna vegna síaukinnar sóknar skipafélaganna við að taka á leigu kaupskip með er- lendum áhöfnum í stað innlendra vegna mikils launamunar á þeirra kjörum og íslenskra farmanna, sem þó væru ekki öfundsverðir af sínum launum. Helgi Laxdal varaforseti Farmanna- og fiskimannasam- bandsins sagði við Þjóðviljann að það væri sér fagnaðarefni að þetta samkomulagi hefði náðst og vonaði að það yrði til þess að önnur skipafélög færu að dæmi þess. -grh Sá tollur sem frjálshyggjan hef- ur tekið til sín er undirrót þess vanda sem undirstöðuatvinnu- greinarnar og launafólk á við að etja, sagði Svavar Gestsson í um- ræðu um efnahagsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar á Alþingi í gær. Jón Baldvin Hannibalsson mælti fýrir frumvarpi um ráðstaf- anir í ríkisfjármálum og lánsfjár- lögum í efri deild í gær. Hann sagði m.a. að uppi hefðu verið stífar kröfur frá atvinnurekend- um að ganga lengra í gengislækk- unarátt, sem hefði þýtt meirihátt- ar fjármagnstilfærslu frá launa- fólki til atvinnuveganna. Svavar Gestsson sagði að með þessum aðgerðum og nýundirrit- uðum kjarasamningum væri ver- ið að færa peninga frá þeim sem skapa verðmætin. Hann sagði að þjóðartekjur muni á árinu skerð- ast ó.verulega en meðal kaupmáttur launa muni minnka um 3-4% á árinu samkvæmt orð- um forsætisráðherra. Svavar benti benti á að ytri skil- yrði hefðu batnað en ekki versnað, olía lækkað og eftir- spurn eftir islenskum vörum aukist og markaðsverð hækkað, það væri því tollur frjálshyggj- unnar, fjármagnskostnaðurinn og vaxtafrelsið, sem vanda undir- stöðuatvinnugreinanna. Hann taldi að vandi atvinnu- veganna væri ekki leystur með þessum ráðstöfunum, ennþá væru veruleg vandamál hjá fryst- ingunni, sem væri rekin með 4- 6% halla þrátt fyrir ráðstafanirn- ar. -Sáf að það hefðu verið mistök að mótmæla ekki framkvæmdinni við atkvæðagreiðsluna á fundin- um og sagðist vera þess fullviss að samningarnir hefðu verið felldir ef fram hefði farið leynileg at- kvæðagreiðsla um þá. Sagði hann mikla reiði vera meðal fjöl- margra Dagsbrúnarfélaga vegna þessa máls og kominn tími fyrir stjórn félagsins að huga alvarlega að því hvort hún ætti ekki að segja af sér vegna þess. Hún nyti að minnsta kosti ekki lengur trausts sinna manna og margra annarra. -grh ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Grásleppa Frjálst verð í sölutregðu Mikil birgðastaðafrá síðustu vertíð Á fundi Verðlagsráðs sjávarút- vegsins í gær var samkomulag um að gefa frjálsa verðlagningu á grásleppuhrognum á komandi hrognkelsavertíð í vor. Jafnframt varð samkomulag um að gefa verðlagningu á loðnu og loðnu- hrognum frjálsa til frystingar í vor. Þrátt fyrir frjálst verð á grá- sleppuhrognum á komandi vertíð blæs ekki byrlega með sölu á þeim, vegna mikillar birgðas- öfnunar frá veiðunum í fyrra, en alls munu vera til um 9-10 þúsund tunnur í landinu frá síðustu vert- íð. Fyrir skömmu komu saman til fundar annars vegar fulltrúar grásleppuveiðimanna og hins vegar umboðsmenn erlendra kaupenda og kaupendur grásl- eppuhrogna hér á landi þar sem rætt var um verð á hrognum á vertíðinni. Niðurstaðan varð sú að lágmarksviðmiðunarverð var ákveðið 1100 þýsk mörk sem er 100 mörkum minna en á vertíð- inni í fyrra. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.