Þjóðviljinn - 02.03.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.03.1988, Blaðsíða 7
VIÐHORF Abyrgðarlausir kjarasamningar „Ábyrgir samningar", sagði Þorsteinn Pálsson í sjónvarps- fréttum að kvöldi 26. febrúar. Sérstaklega virðingarvert taldi hann að samningarnir skuli mið- ast við það aö verðbólgan laekki síðar á árinu. Það er von að for- sætisráðherra þyki virðingarvert að einhverjir trúi blekkingum stjórnarinnar. Að loknu sjón- varpsviðtalinu gat forsætisráð- herra undið sér beint í það að ákveða gengisfellingu og fleira fínt. Við skulum aðeins renna yfir helstu atriðin í þessum „ábyrgu“ og „virðingarverðu“ samningum. Samningarnir eiga að gilda til 18. mars 1989, þannig að verið er að semja til fjórtán og hálfs mánað- ar, þarsem samningar hafa verið lausir frá áramótum. Launin og verðtrygging þeirra skiptir mestu og þar bregst allt. Við samþykkt samninganna hækka mánaðar- laun um 1525 kr. og gert er ráð fyrir þremur áfangahækkunum á samningstíma, 3,25%, 2,5% og 2%. Laun ASÍ-félaga hafa ekkert hækkað frá 1. október þannig að nýir kjarasamningar ættu að fela í sér hækkanir til að vega upp á móti þeim verðhækkunum sem orðið hafa frá þeim tíma og tryggja að kaupmáttur haldist í ár til viðbótar. Það geta allir séð að 1525 kr. hækkun á mánuði hefur ekkert að segja uppí þær verð- hækkanir sem orðið hafa frá 1. október. Lœgsti taxti verður samkvæmt samningunum kr. 31.500 og í mars 1989 verður þessi taxti kr. 34.004. Sérhæft fiskvinnslufólk verður komið uppí 36.918 kr. í „Þessir samningar eru áframhaldandi mm aðför að verkalýðshreyfingunni sem f ? * ijjp heild, vegna þess að einkapotið mun aukast og samfara því mun n / ./ verkalýðshreyfingin halda áfram að molna niður ífrumeindir“ » w mars á næsta ári og eftir 12 ára starf hjá sama atvinnurekanda fær sérhœftfiskvinnslufólk 39.872 kr. í mars 1989. Sérþjálfaðir byggingaverka- menn skríða uppfyrir skattleysis- mörk í júní nk. og í ræstingu er tímakaupið í tímamældri ákvæð- isvinnu kr. 291,29 frá kl. 8 að morgni til 9 að kvöldi mánudag til fimmtudags og frá 8 til 6 síðdegis á föstudögum. Það vantar ekki að þrifnaðurinn sé vel launaður, eða hitt þó heldur. Af þessu má sjá að í samning- unum er gert ráð fyrir að allur fjöldi verkafólks verði undir skattleysismörkum allt samnings- tímabilið. Það þýðir einfaldlega ávísun á yfirvinnu þannig að fólki takist a.m.k. að ná launum miðað við skattleysismörk. Marklaus loforð / september sl. settu atvinnu- rekendur fram samningstilboð sem forystumenn Verkamanna- sambandsins höfnuðu réttilega sem fráleitu. Samkvæmt þessu fráleita tilboði atvinnurekenda hefðu Iágmarkslaun orðið kr. 34.305 í árslok 1988 en verða kr. 33.338 skv. nýgerðum kjaras- amningi. Hvað hefur breyst frá september sl. sem gerir það að verkum að forysta Verkamanna- sambandsins telur sig nú geta gengið frá samningum sem eru lægri en tilboð atvinnurekenda hljóðaði þá uppá. Er það kannski matarskatturinn sem veldur því að nú sé hægt að lifa af lægri launum? Eða er það vaxandi verðbólga sem veldur „skynsam- legum aðhaldsaðgerðum“ verka- lýðsforystunnar? í samningsdrögunum eru engin verðtryggingarákvæði. Hver man nú fögru fyrirheitin frá síðasta ári: Aldrei aftur óverðtryggðir samningar; ekki verður aftur samið án öruggrar tryggingar. Hver er útkoman? Verkamanna- sambandið getur krafist endur- skoðunar á launalið í tvígang á samningstímanum, 1. júlí og 1. nóvember, fari hækkun fram- færsluvísitölu framúr ákveðnum viðmiðunarmörkum. Náist ekki samkomulag getur Verkamanna- sambandið sagt launalið samn- ings lausum frá næstu mánaða- mótum. Svona endurskoðunará- kvæði á ekkert skylt við verð- tryggingu, enda ekki til þess ætl- að. Önnur atriði Allt kapp átti að leggja á starfs- aldurshækkanir, vegna þess að í síðustu samningum tókst að glutra þeim niður. Hjá fisk- vinnslufólki geta starfsaldurs- hækkanir orðið mestar 8% eftir 12 ára starf hjá sama atvinnurek- enda. Húsbóndahollustan í lágl- aunastörfum er þetta mikils metin. f útvarpsviðtali að kvöldi samningadags sagði Guðmundur J. Guðmundsson að það væri al- gjört siðleysi að starfsaldurs- hækkanir væru ekki meiri hjá fiskvinnslufólki. Það er rétt hjá formanni Verkamannasam- bandsins, en það er líka siðblinda að skrifa undir jafn siðlausa samninga. Ákvæði í samningunum um flutning á sumardeginum fyrsta og skírdegi eru fráleit. Samninga- menn hafa náttúrlega séð fyrir hvað það er gott fyrir foreldra að þurfa ekki að vera heima þegar frí er í skólum, slíkt leiðir til á- rekstra og heimiliserja. Reynslan segir okkur líka að þegar gefið er færi á að hringla til með frídaga, þá er það fyrsta skrefið í átt til að leggja þá niður. Þótt félagi Kastró hafi frestað jólunum um árið þá er hann öllu áreiðanlegri pappír en Garðastrætisgæjarnir. Sveigjanlegur vinnutimi að morgni getur verið mjög þægi- legur, þarsem verkafólk hefur sjálft stjórn á því hvenær það hef- ur vinnu og getur hliðrað því til eftir þörfum, en um það er ekki að ræða í samningsdrögunum. Ákvörðunin liggur hjá atvinnu- rekandanum einum og má breyta föstum dagvinnutíma með einnar viku fyrirvara. Enda býr það eitt að baki að komast hjá því að greiða þeim er mæta þurfa á undan öðrum á vinnustað nætur- vinnukaup fyrir þann tíma; þetta varðar t.d. flökunarfólk í frysti- húsum. Loks ber að geta eina jákvæða atriðis þessara samn- ingsdraga, en það er desember- uppbótin. Að vísu er hún aðeins hluti þess sem aðrir hafa náð fram og föst krónutala 4.500 kr. í stað þess að miðast við ákveðinn launataxta, en mjór er mikils vís- ir. Samningana verður að fella Þessir samningar eru ábyrgðar- lausir. Þeir eru ábyrgðarlausir vegna þess að þeir eru ekki í neinni snertingu við þarfir fólks. Þeir eru ábyrgðarlausir vegna þess að þeir eru ávísun á aukinn vinnuþrældóm, lengri vinnutíma og aukna yfirvinnu. Þeir eru SKAK Jón L. að stinga af? Urslit Þröstur Þórh. - Jón L : bið C. Höi - M. Gurevich : 1/2-1/2 S. Dolmatov - V. Kotronias : 1/2-1/2 L. Polugaevsky - E. Gausel: 1/2-1/2 Helgi Ól. - L. Christiansen : 1/2-1/2 Zsuzsa Polgar - Margeir P. : bið A. Adorjan - Guðmundur G. : 1-0 Sævar Bjarnas. - W. Browne : bið G. Dizdar - Jóhannes Ág. : 1-0 Hannes Hlífar - Karl Þorst.: 1/2-1/2 J. Barle - Dan Hanson : 1 -0 W. Schön - Halldór G. : bið J. Tisdall - Róbert H. : 1/2-1/2 Jón G. - B. Östenstad : 1-0 Zsofia Polgar - Davíð Ól. : 0-1 Sigurður D. - Judit Polgar: 0-1 Ásgeir Þ. - Þráinn Vigfúss. : 1-0 R. Akeson - J. Lautier : 1-0 T. Sörensen - Arnar Þ. : 0-1 Tómas H. - Þorsteinn Þ. : 1-0 Árni Á. - Benedikt J. : bið Magnús Sól. - Þröstur Á. : 0-1 Lárus Jó. - Tómas Bj. : 0-1 Snorri B. - Áskell Örn : 0-1 Stefán B. - Bjarni Hj. : 0-1 Ögmundur - Bragi Halld.: 1/2-1/2 A. Luitjen - Bogi Páls.: 1/2-1/2 Biðskákir úr 6. umferð: M. Gurevich - V. Kotronias : 1/2-1/2 L. Christiansen - C. Höi : 1/2-1/2 Staðan Staða efstu manna eftir 7 umferðir er þessi: Jón L. Arnason 5 1/2+biðskák Þröstur Þórh. 5+biðskák S. Dolmatov 5 M. Gurevich 5 V. Kotronias 5 C. Höi 5 L. Polugaevsky 41/2 Helgi Ólafsson 41/2 E. Gausel 41/2 L. Christiansen 41/2 A. Adorjan 41/2 D. Goran 41/2 J. Barle 41/2 Hefur betri biðskák gegn Presti Skák þeirra Þrastar Þórhalls- sonar og Jóns L. Árnasonar vakti langmesta athygli í 7. umferð Reykjavíkurskákmótsins sem tefld var í gærkveldi. Þröstur stýrði hvítu mönnunum en fékk ekkert frumkvæði út úr byrjun- inni heldur var hann kominn með verra tafl eftir 12 leiki! Það sem eftir var skákarinnar var spurn- ingin því aðeins sú hvort Þresti tækist að halda jafntefli eður ei. Skákin fór í bið og á Jón L. góða vinningsmöguleika. Takist hon- um að vinna þá hefur hann hvorki meira né minna en 1 1/2 vinning í forskot á keppinauta sína. Carsten Höi og Mikhail Gure- vich voru ekki í baráttuskapi. þeir sömdu um jafntefli eftir rúm- lega klukkustundar taflmennsku. Helgi Ólafsson hafði hvítt gegn Larry Christiansen. Snemma skiptist upp á öllum léttu mönn- unum en Helgi virtist hafa örlítið betra tafl. Hann lék hinsvegar ekki sem nákvæmast og þegar Christiansen virtist vera að ná undirtökunum þá fórnaði Helgi hrók fyrir þráskák. Hannes Hlífar Stefánsson hef- ur gert 6 jafntefli og unnið eina skák. f gærkveldi gerði hann jafn- tefli við Karl Þorsteins. Þess ber að geta að Hannes hefur fengið mjög sterka andstæðinga eða þá Jón L., Margeir, Dolmatov, Diz- dar, Browne og Karl. Hvítt: Þröstur Þórhallsson Svart: Jón L. Árnason 1. d4 Rfó 2. g3 (Þröstur ætlar sér greinilega að tefla rólega. Hann lék 1. e4 gegn Browne og vann en hefur aðrar hugmyndir hér.) 2. - eó 3. Bg2 c5 4. c3 (Þessi leikur er mjög hægfara og gefur svörtum kost á að jafna tafl- ið án erfiðleika. Eftir 4. Rf3 kem- ur upp þekkt staða.) 4. - Rcó 7. Hel d5 5. Rf3 Be7 8. Bf4 cxd4 6. 0-0 0-0 9. Rxd4 (Ef 9. exd4 þá er 9. - Db6 mjög óþægilegt fyrir hvítan.) 9. - Db6 10. Be3 Rg4 (Að sjálfsögðu ekki 10. - Dxb2? 11. Rb3! ásamt 12. Bcl og svarta drottningin er fönguð.) 11. Rxc6 Dxc6 12. Bcl (Svartreita biskup hvíts hefur nú verið leikið þrisvar sinnum í 12 leikjum (f4-e3-cl). Svartur er þegar kominn með betra tafl.) 12. - Bc5 15. e4 Db5! 13. e3 Re5 16. exd5 14. De2 Bd7 (Svartur hefur frábær færi fyrir peðið eftirt.d. 16. Dxb5 Bxb5 17. exd5 Rd3 18. Hfl exd5 19. Bxd5 Hae8 með hótuninni 20. - Rxf2!) 16. - Rd3 17. c4 (Reynir að blíðka goðin. 17. Hfl var einfaldlega svarað með 17. - exd5 ásamt 18. - Hfe8 með yfir- burðastöðu.) 17. - Dxc4 20. Ra3 Da6 18. Be3 Bxe3 21. Hdl 19. fxe3 exdS (Hvítum hefur tekist að bægja mestu hættunni frá en stendur enn lakar.) 21. - Rb4 22. Dxa6 bxa6 23. Bxd5 Rxd5 24. Hxd5 Be6 25. Hd4 (Ekki 25. Ha5 Hfd8 26. Hxa6 Hd2 og síðan 27. - Bd5. Svartur hefur nú opnar línur og biskupinn er mun betri en hvíti riddarinn sem stendur illa á a3.) 25. - Hfc8 28. Kf2 Hac8 26. b3 Hc3 29 h4■,' 27. Hadl g5 (Hér var best að leika 29. Hd8+ og skipta upp á hrókum til að létta á stöðunni.) 29. - H8c5! 32. Rf3 Hxb3 30. hxg5 Ha5 33. Re5 Hb5 31. Rc4 Hxa2+ 34. Ke4 Hf2! (Báðir keppendur voru komnir í tímahrak. Hótun svarts er 35. - Bf5+ mát.) 35. g4 Bc2! 37• Rd3 Hg2 36. Hd8+ Kg7 R« Hh2?! (Mun betra var 38. - Hxg4 eða 38. - Bxdl 39. Rxg2 Bxg4 og svartur ætti að vinna örugglega.) 39. Hld7 Hxg5 42. Rf4 Hxd6 40. Rh5+ Kh6 43. Hxd6+ Kg5 41. Hd6+ Hg6 44. KI3 (Eftir 44. Hxa6 Kxg4 45. Hxa7 h5 vinnur svartur.) 44. - Hh6 45. Hd7 Hc6 46. Hxa7 Kf6 („Svartur ætti að vinna,“ sagði Ingvar Ásmundsson í sjónvarp- inu, „en ekki þori ég að setja höf- uðiö að veði!“ bætti hann við.) 47. Ha8 h6 55. Rc5 a3 48. He8 a5 56. Kf4 Bc4 49. Ha8 a4 57. e5+ Kc6 50. Ha5 Ke7 58. Re4 a2 51. Rd3 Hb6 59. Re3 Hb2 52. e4 Kd6 60. Ke3 Hg2 53. Rb2 Hb4 61. Ha4 Bb3 54. Rd3 Hb6 62. Ha3 í þessari stöðu Iék Jón L. bið- leik. HL Linares Timman vinnur enn Jan Timman er í banastuði á stórmótinu á Spáni. 7. umferð var tefld í gær og þá sigraði hann Maja Chiburdanidze. Timman hefur þá 5 1/2 vinnig og eina bið- skák sem er stórkostlegt vinnings- hiutfall í svo sterku móti. Jóhann Hjartarson tefldi við Murray Chandler og fór skákin í bið eftir 40 leiki. Jóhann hefur heldur lakari stöðu. Timman er eins og áður segir efstur með 5 1/2 og biðskák. Belj- avsky hefur 4 1/2 vinning og bið- skák og Jóhann er í 6.-7. sæti með 3 vinninga og eina biðskák. HL iri1- • ~ Miðvikudagur 2. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.