Þjóðviljinn - 02.03.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 02.03.1988, Blaðsíða 15
Og þetta tíka... Ferrari Tomba fékk eitt stykki Ferrari bifreið eftir sigurinn í stórsviginu. Þó fylgdi það skilyrði gjöfinni að hann yrði að vinna svigið líka til að fá gjöfina. Ólympíuleikar í herstöð Fidel Castro, maðurinn sem var með vindlana og er forseti Kúbu, segir að ef Ólympíuleikarnir verði haldnir í Suður-Kóreu verði alveg eins hægt að halda þá í bandarísku herstöðinni í Guantanamo. „Ef sósalísku ríkin vildu ekki fara til Los Angeles 1984 vegna ónógs öryggis því ættu þau þá að fara til Kóreu“. Castro hefur neitað íþróttamönnum sínum að fara til Seo- ul en segist ætla að hugleiða málið aftur ef ákveðið verður að skipta leikunum á milli Suður og Norður Kór- eu. Navratilova sem er röðuð efst á lista yfir bestu tenniskonur heims vann Hana Ma- dlikova, sem er í fjórða sæti á sama lista, 6-4 og 6-2 á tennismóti þar sem 300.000 dollarar (11 000.000 ís- lenskar krónur) eru í boði. Navratilo- va lendir því á móti Pam Shriver frá Bandaríkjunum en hún er númer 2 á títtnefndum lista. „Tomba La Bomba“ en svo hefur ítalski skíðakappinn Al- berto Tomba verið nefndur, fókk skeyti frá forseta italíu eftir fyrra sig- urinn í risastórsviginu þar sem forset- inn hrósaði honum fyrir sigurinn og óskaði honum góðs gengis í sviginu. Það hafði árangur því eins og kunn- ugt er vann Tomba svigið. Tomba sagði að skeytið væri til að kóróna keppnistímabilið. Hjólreiðar Belgar eru í góðu reiðhjóla, formi þessa dagana. Þeir eru í tveimur efstu sætunum í 164 kílómetra hjól- reiðakeppni í Ameríkunni. íþróttaferðir Útsýn stendur fyrir tveimur íþrótta- ferðum á næstunni. Farið verður til Chicago 9.-13. mars og horft á Chic- ago Bulls leika gegn Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs. Farar- stjóri verður Einar Bollason. Hin ferð- in er til Stuttgart 11.-13. mars þar sem heimaliðið tekur á móti toppliðinu Werder Bremen og verður Ingólfur Hannesson fararstjóri í þeirri ferð. England Jafntefli Nokkrir leikir voru í enska boltanum í gærkveldi. Það voru eintóm jafntefli og aðeins 2 mörk skoruð í tveimur leikjum fyrstu deildar. 1. deild Southampton-Newcastle.............1-1 Tottenham-Derby...................o-0 2. deild Bradford-Huddersfield.............o-1 3. deild Blackpool-York....................2-1 Brentford-Preston.................2-0 Chesterfield-Bristol City.........1-4 Doncaster-Mansfield...............0-2 Sunderland-Fulham.................2-0 Walsall-Bury......................2-1 Wigan-Aldershot...................4-0 4. deild Bolton-Tranmere...................2-0 Crewe-Burnley.....................0-1 Halifax-Cardiff...................0-1 Newport-Leyton Orient.............0-0 Rochdale-Wolverhampton............0-1 Stockport-Scunthorpe..............1-1 Swansea-Colchester................1-2 Wrexham-Cambridge.................3-0 Ítalía Verkfall Formaður samtaka knatt- spyrnuleikmanna á Ítalíu, Sergio Campana, segir að ef ekki verði gerðar umbætur á aðstöðu lið- anna, sem leika í lægri deildun- um, muni koma til verkfalla 17. apríl. Hann segist hafa fengið lof- orð frá knattspyrnuyfirvöldum á Ítalíu um að ekki yrðu leyfðir fleiri innfluttir knattspyrnumenn en það loforð hafi verið svikið þar sem áðurnefnd yfirvöld hafa ákveðið að leyfa 3 erlenda leik- menn með hverju liði 1989. ítalir segja að það gefi ríku félögunum möguleika á að verða enn ríkari og að það minnki möguleika inn- lendra knattspyrnuefna á að fá atvinnu við sitt hæfi. Frjálsar Hætt við að hlaupa íkvöld Handbolti 1. deild Hafnarfjörður kl. 20.00 FH-KA Seljaskóli kl. 20.00 ÍR-Stjarnan 1. deild kvenna Valsheimili kl. 20.00 Valur-Stjarnan 2. deild karla Njarðvík kl. 20.00 UMFN-HK Selfoss kl. 20.00 Selfoss-Reynir Seltjarnarnes kl. 20.00 Grótta-ÍBV Seljaskóli kl. 21.15 Fylkir-UMFA Fótbolti Reykjavíkurmót meistaraflokks Á fundi mótanefndar Knatt- spyrnuráðs Reykjavíkur í gær var gengið frá niðurröðun leikja í Reykjavíkurmótinu. Allir leik- irnir verða á gervigrasvellinum í Laegardal. Þróttur-Fylkir Víkingur-Leiknir Fram-ÍR Leiknir-Þróttur Valur-Víkingur KR-Ármann Þróttur-Valur Fylkir-Leiknir Ármann-ÍR KR-Fram Víkingur-Þróttur Valur-Fylkir Fram-Ármann Leiknir-Valur ÍR-KR Fylkir-Víkingur Lið 1 úr A-riðli og lið 2 úr B-riðli Lið 2 úr A-riðli og lið 1 úr B-riðli Lið4úrhvorum riðli Lið3úrhvorumriðli ...Leikurum3. sæti ..............Úrslitaleikur Þriðjudaginn 22. mars kl.20.30.... Fimmtudaginn 24. mars kl.20.30 Mánudaginn 28. mars kl.20.30.. Þriðjudaginn 29. mars kl.20.30.. Mánudaginn 4. apríl kl.20.30. Þriðjudaginn 5. apríl kl.20.30. Fimmtudaginn 7. apríl kl.20.30.. Föstudaginn 8. apríl kl.20.30. Sunnudaginn 10. apríl kl.20.30 . Þriðjudaginn 12. apríl kl.20.30... Fimmtudaginn 14. apríl kl.20.30 Föstudaginn 15. apríl kl.20.30... Sunnudaginn 17. april kl.20.30 . Mánudaginn 18. apríl kl.20.30... Þriðjudaginn 19. apríl kl.20.30... Miðvikudaginn 20. apríl kl.20.30 Föstudaginn 22. apríl kl.20.30... Laugardaginn 23. apríl kl. 15.00 Þriðjudaginn 26. apríl kl.20.30 Þriðjudaginn3. maí kl.20.30... Laugardaginn 7. maí kl.15.00. Sunnudaginn 8. maíkl.20.30 Dan Jansen eftir að hafa fallið í 1000 metra hlaupinu. Calgary Jansen fékk samúðarverðlaun Dan Jansen lifði erfiða daga á Ólympíuleikunum. Rétt áður en hann átti að keppa í 500 metra skautasprettum frétti hann að systir hans hefði dáið af hvít- blæði. Og svo þegar hann keppti féll hann í fyrstu beygjunni. Ekki tók betra við í næstu keppni þar sem var 1000 metra sprettir. Aft- ur féll hann og var úr leik. í lok leikana fékk hann samúð- arverðlaun frá Ólympíunefnd- inni. Tók Jansen við þeim fyrir hönd systur sinnar og fjölskyldu sem hefur átt um sárt að binda síðasta ár. Þátttaka Zolu Budd í bresku samveldisleikunum veldur deilum Langhlauparinn Anna Hare hefur lýst því yfir að hlaupi Zola Budd á bresku samveldisleikun- um, muni hún hætta við þátttöku. „Þetta var erfið ákvörðun en núna finnst mér þungu fargi af mér létt,“ sagði Hare. Ríkisstjórn Nýja-Sjálands hef- ur sagt að Budd sé ekki velkomin til landsins en getur ekki stöðvað hana því hún hefur breskt vegab- rpf. Breskir þegnar þurfa ekki að sækja um vegabréfsáritun ef þeir heimsækja landið. „Hún hefur breskt vegabréf en dvelur öllum stundum í Suður- Afríku og ég tel hana koma fram fyrir hönd hvíta minnihlutans þar,“ sagði Hare ennfremur, en hún hefur látið til sín taka í mót- mælum gegn aðskilnaðarstefnu hvíta minnihlutans í Suður- Afríku. Þrátt fyrir mótmæli hefur engin þjóð hætt við þátttöku og ekki er búist við að svo verði úr þessu. Skipuleggjendur keppninnar hafa þó áhyggjur af mótmælum þegar að keppninni kemur. NBA-karfa Boston Celtics-Milwaukee Ducks 132-96 Detroit Pistons-New Jersey Nets 137-109 Atianta Hawks-lndiana Pacers 116-101 Portland Trail Blazers-Chicago Bulls 104- 96 San Antonio Spurs-Houston Rockets 111 - 107 Denver Nugets-Philadelphia 76ers 120- 104 Los Angeles Lakers-Utah Jazz 112-105 Seattle Supersonics-Sacramento Kinqs 133-130 New Your Knicks-Golden State Warriors 125-119 Getraunir Fjórar miljónir á opinn seðil Skipverjar á togaranum Slétt- bak frá Ákureyri fengu líklega sitt besta hal um ævina á laugar- daginn. Þeir voru þeir einu með 12 rétta sem gaf þeim 3.524.410 og voru að auki með 11 rétta á 11 seðlum sem gaf 418.528, þannig að samtals fengu þeir 3.942.398. Það var gífurleg sala hjá Getr- aunum í síðustu viku og náði potturinn 5.548.750. krónum sem er næstmesta salan á þessu tímabili. 1X2...1X2... 1X2... 1X2 V M M 1X2... 27. leikvika 3» i »*. 3 % 5 Q -5T « Q Q oc 5 Arsenal-Tottenham(sd.) 1 1 1 1 X X 1 1 1 Coventry-Chelsea 1 1 1 1 1 1 1 1 2 Derby-Charlton 1 1 1 1 1 1 1 1 1 Nonvich-Man.United 2 2 2 2 2 X 2 2 2 Q.P.R.-Liverpool 2 2 2 1 X 1 2 1 2 Sheffield Wed.-Nott.Forest.... 1 1 X 2 X 2 2 1 X Watford-Southampton X 1 2 2 1 X X X X West Ham-Oxford 1 1 1 X 1 1 1 1 1 Wimbledon-Luton 1 1 X 1 X X 1 X 1 Birmingham-Bradford 1 1 1 2 1 2 1 1 1 Stoke-Blackburn X 1 2 2 2 1 1 1 X W.B.A.-Middlesbro X 2 2 X X 2 1 1 X Hópleikur og bikarkeppni Hópurinn Bis fékk 11 rétta og náði þar með forystu í hóp- leiknum. Sæ-2 var með 10 rétta og er því með einu stigi á eftir Bis. Næstu hópar eru Sörli, Ricki 2001 og Gh box258. Mikill áhugi er á bikarkeppni íslenskra get- rauna og margir í óða önn að reyna að öðlast þátttökurétt í þeirri keppni. Miðvikudagur 2. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.