Þjóðviljinn - 02.03.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.03.1988, Blaðsíða 4
LEBÐARI Lögbindum lágmarkslaun Samninganefnd Verkamannasambands ís- lands hefur gert samninga viö atvinnurekendur þar sem grunnkaup almennra taxta er á bilinu 31.500 til 34.020 krónur á mánuði eftir því hversu lengi viðkomandi verkamaður hefur unnið hjá sama atvinnurekanda. Almennir kauptaxtar verkamanna hækka samkvæmt nýju samningunum um 1.525 krónur á mánuði og er sú hækkun um 5% sé miðað við lægstu taxtana. Laun verkamanna hafa staðið í stað frá því í októberbyrjun en verðlag á nauðsynjavörum hefur þotið upp í verðbólgu sem tók kipp við álagningu matarskattsins í janúar. Miðað við framfærsluvísitölu þyrftu laun nú að hækka um nær 12% til að ná kaupmætti í byrjun október- mánaðar. Vegna ýmissa ákvæða í nýju samningunum verða launahækkanir hjá mörgum starfshópum innan Verkamannasambandsins mun meiri en hér hefur verið talið. Sumir telja að ekki beri að gera of mikið úr litlum hækkunum á grunntöxtum, þeir séu ekki svo margir sem þiggja laun samkvæmt þeim. Aðrirálíta að meg- ingalli nýju samninganna sé einmitt hinn lági grunntaxti. Ef einn einasti launamaður þurfi að una því að fá lægsta taxtakaupið, séu samning- arnir engan veginn ásættanlegir. Sé enginn á þessum launum eigi svo lágar kauptölur ekki að sjást í kjarasamningum. Mörg rök hníga til þess að það séu einkum konur sem þiggja laun samkvæmt lágmarks- töxtum og að það eigi ekki aðeins við um félaga í Verkamannasambandinu heldur einnig um aðra ASÍ-félaga og þá sem starfa hjá ríki og bæ. Mjög oft eiga konur óhægara um vik en karlar með að vinna yfirvinnu og geta því ekki bætt sér upp lág dagvinnulaun með því að lengja vinnutí- mann. Breytingar til hagsbóta á yfirvinnuálagi snerta þær því miklu síður en þá sem fá stóran hlut af tekjum sínum fyrir störf sem unnin eru að loknum dagvinnutíma. Hlutastörf eru einnig mun algengari meðal kvenna en karla og þeim fylgir sjaldnast mikil yfirtíð eða aukasporslur. I nýju samningunum eru ákvæði um endur- skoðun á launaliðum ef Vinnuveitendasam- bandið semur við aðra um meiri almennar grunnlaunabreytingar. Þetta ákvæði telja flestir leiðatil þess að lægstu laun innan annarra sér- sambanda muni ekki hækka meira en um 5% og að þau verði líkt og hjá verkamönnum um 31.500 krónur á mánuði. Það ber að harma þá ótrúlegu óbilgirni at- vinnurekenda að þverneita að hækka lægstu laun meira. Þeir gerðu samningamönnum verkamanna og reyndar landslýð öllum Ijóst að meira létu þeir ekki af hendi verkfallsbaráttu- laust. Fróðlegt væri að heyra lýsingar atvinnu- rekenda á því hvernig á að lifa af því almenna taxtakaupi sem um hefur verið samið. Ríkisvaldið er talið ábyrgt fyrir velferð þegn- anna að því marki að því ber að tryggja öllum ákveðin lágmarksréttindi. Lífskjör ráðast af fjöl- mörgum þáttum. Tolla- og skattastefna, skipu- lag heilsugæslu, skólakerfi, menningarstefna og margir fleiri þættir, sem stjórnað er með aðgerðum eða aðgerðaleysi ríkisins, skipta sköpum fyrir lífskjör þegnanna. Vinnulaun eru síður en svo eini þátturinn í lífskjaramynstrinu en þau eru sá gildasti í hugum flestra. Vinnu- laun skipta sköpum fyrir afkomu þegnanna, einkum nái þau ekki nauðþurftarmörkum. Oftast nær hafa valdsmenn ríkisins látið í veðri vaka að samningar launamanna og at- vinnurekenda séu þeim óviðkomandi, þar gildi ekki hið sama og um fjölmargt annað, er ræður lífskjarastigi þegnanna, að ríkið eigi að tryggja þeim lágmarksrétt. Ríkisvaldið hefur að þessu leyti verið tvöfalt í roðinu því að það hefur ekki hikað við að skipta sér af samningum til að koma í veg fyrir launahækkanir. Nú virðist komið í Ijós að íslensk verkalýðs- hreyfing hefur að sinni ekki bolmagn til að brjóta á bak aftur þvermóðsku atvinnurekenda sem hafa úrskurðað að hluti þegnanna skuli þiggja 31.500 til 34.000 krónur á mánuði fyrir fulla dagvinnu. Hér þarf ríkisvaldið að grípa í taumana og banna að greidd séu svona lág laun. Það þarf að lögbinda mannsæmandi lág- markslaun. Ap KUPPT OG SKORBÐ nber 1906. nin Eggert Guörún Óftist Jóni áriö 1973. rna auöiö. • gerð frá .3.30. Dagsbrúnarfundurinn um kjarasarnningana: Altt logað’iZJeilum Elli- DStU- götu iag- *rár- tngs- völdi , í dag, - eftir aö samningamir höfði’ Þaö dró heldur betur til tíðinda 600 manna Dagsbrúnarfundi í gs. eftir að nýju kjarasamningarri' höföu verið samþykktir mry ^ kvæöum gegn 217 '&y, handauppréttin manns sáti; V* ___________" k 5 samm. langur tín*. fundinn og þ; fyrr en Guömundui an hóp hinna óánægöu o, menn þar aö þeir fóru aö u.. og ró komst á. Þröstur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Dagsbrúnar, gerði grein fyrir samningunum. Hann sagöi aö sér- kjarasamningar þeir sem geröir voru fyrir Dagsbrúnarmenn samhliöa Tíðindi í Dagsbrún Það voru óvænt tíðindi sem bárust frá félagsfundi Dagsbrún- ar í fyrradag í Austurbæjarbíó. Flestir bjuggust að vísu við tals- verðum fjölda mótatkvæða við samningum VMSÍ og mikilli hjásetu, en fáa grunaði að óá- nægjan innan félagsins væri svo mikil að ekki nema 23 atkvæði skildu á milli feigs og ófeigs á um 700 manna félagsfundi. Þessi úrslit, 240 með, 217 á móti, milli hundrað og tvöhundr- uð hjásetur, hljóta að vera íhug- unarefni dagsins hjá forystu- mönnum félagsins og öðrum oddvitum í samtökum launa- fólks. Og er hér ekki sérstaklega átt við kæruna sem fram hefur verið Iögð til Alþýðusambandsins um atkvæðagreiðsluna. Því verður seint trúað að teljarar og forystu- menn bregðist skyldum sínum við talningu atkvæða á Dagsbrúnar- fundi, en vissulega voru vinnu- brögðin vafasöm við fundar- stjórnina. Það er gömul fundar- hefð að endurtelja þegar mjótt er á munum, og á hinum fjölmenna Dagsbrúnarfundi hefði verið eðlilegt að bjóða skriflega at- kvæðagreiðslu; búa umfram allt þannig um hnúta að ekki kæmu upp eitraðar deilur um úrslit í at- kvæðagreiðslu. Þessi mistök við stjórn fundarins bundu mjög skyndilegan endi á samkomuna í Austurbæjarbíó og eru síst til þess fallin að efla á ný samstöðu félagsmanna. Að gefnu tilefni er svo rétt að benda forystumönnum Dags- brúnar á að það er ekki áfangi á leið til slíkrar samstöðu að veitast að þeim sem bera tíðindin. Til hvers vakað? Það fréttaveður sem þessum deilum fylgir hefur hinsvegar að nokkru skyggt á það einsdæmi í Dagsbrúnarsögu síðari áratuga að um helmingur félagsmanna skuli greiða atkvæði gegn samn- ingum sem forystumenn félagsins mæla með. Sjálfsagt eru þær skýringar réttar sem Guðmundur J. setti fram í DV: matarskatturinn, sex prósent gengisfelling og nú síðast gríðarleg hækkun á bílatrygg- ingum. Við slíkar aðstæður er ekki von húrrahrópa yfir samn- ingum sem miðað við verðbólg- uspá sjálfra samningamannanna koma út sem kjaraskerðing. Það er ekki nema von að Dagsbrúnar- menn spurji til hvers var vakað langar nætur, til hvers farnar hringferðir og til hvers hafður uppi leikrænn hetjuskapur í tjö'l- miðlum. Andstaða um helmings Dags- brúnarmanna við samningagerð VMSÍ og VSÍ kann einnig að eiga sér rætur í vinnubrögðum hinna luktu dyra í Garðastrætinu, í þeim undirbúningi viðræðna að varla voru settar fram neinar heildarkröfur fyrren við græna borðið gegnt atvinnurekendum. Og ekki er fráleitt að hugsa sér að með atkvæði sínu hafi helmingur fundarmanna í Austurbæjarbíó verið að lýsa andúð sinni á samn- ingum þarsem sumir forystu- manna í verkalýðsfélögunum virðast hafa haft flokkspólitík að leiðarljósi umfram heildar- hagsmuni umbjóðenda sinna. Fréttahækkun og raunhækkun Kannski hefur heilbrigð stétt- arvitund lfka átt sinn þátt í and- stöðunni á Dagsbrúnarfundin- um, - að verkamenn hafi ekki einungis verið að hugsa um þröngan eiginhag heldur minnst þess að eftir samningana eru þeir óhressastir sem fyrir samningana voru höfð um sem fegurst orð: fólkið í fiskvinnslunni. Það er að minnsta kosti eftir- tektarvert að athuga Dagsbrún- arfundinn í því ljósi að þar voru samningarnir þannig kynntir að þeir væru einmitt Dagsbrúnar- mönnum hagstæðari en öðrum launamönnum vegna sérsamn- inga uppá 20 til 30 og uppundir 40% alls, og lagt að mönnum að samþykkja samninginn til að missa þessar sérkjarabætur ekki úr höndum sér. Upplýsingarnar á fundinum um sérhækkanir í ýmsum Dags- brúnarhópum eru raunar eitt af sérkennilegum dæmum um verk- lagið í samningamálum síðari árin. Þessar prósentutölur höfðu ekki verið nefndar í opinberri kynningu samninganna og reynt að láta með þær sem minnst, þótt þær skipti þá sem í hlut eiga miklu máli. Kjarabætur í samfélaginu eru nefnilega farnar að skiptast í tvennt. Annarsvegar eru kjara- bætur fyrir fréttatíma og forsíður, oft kallaðar „leiðréttingar", alla- jafna afar „skynsamlegar" og „raunhæfar". Hinsvegar eru svo kjarabætur í launaumslögunum, oft mun hærri, en aldrei jafn víð- tækar. Af þessum síðari kjarabó- tum, - sem skulu allt annað en lastaðar í sjálfu sér-, ræðst fylgni manna og hollusta við einstök verkalýðsfélög og atvinnurek- endur, en af hinum fyrri ráðast kjör þeirra sem eiga sárast undir högg að sækja, láglaunahópanna stóru, og ekki síður aldraðra og öryrkja. Skyldi þessi skrítna tvöfeldni hafa virkað öfugt á félagsmenn Dagsbrúnar að þessu sinni? Vondir samningar Það má margt um það ræða hver séu hin beinu og óbeinu rök bakvið tíðindin af Dagsbrúnar- fundinum, um tildrög þeirra og sögu. Sá sannleikur sem fundarmenn í Austurbæjarbíó voru að tjá er þó tiltölulega einfaldur: Þetta eru vondir samningar. Og af þeim sannleik er mönnum hollast að draga strax lærdóma til framtíð- ar. -m þJÖÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis' og verkalýðshreyfingar Útgefandí: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, ÓttarProppó. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Ingibjörg Hinriksdóttir (íþr.), HjörleifurSveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson(íþr.), SævarGuðbjörnsson, TómasTómasson. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útiitsteiknarar: GarðarSigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglý8lngastjóri:SigríðurHannaSigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur A- gústsdóttir. Símavar8la: Hanna Ólafsdóttir, Sigríöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbroiöslu- og afgreiðslustjóri: Björn IngiRafnsson. Afgreið8la: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og sotning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð:70 kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN iMiövikudagur 2. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.