Þjóðviljinn - 02.03.1988, Blaðsíða 16
Mikill gestagangur á fæðingarheimilunum að undanförnu, enda eru stærstu
árgangar fslandssögunnar nú á upplögðum barneignaraldri. (Mynd: EÓI.)
Barneignir
Ekkert lát
á fæðingum
Ifyrra var uppsveifla í fæðing-
um í landinu, en þá fæddust um
4100 börn og var það 200 fleiri en
1986. Á fæðingardeild Landspít-
alans voru fæðingar nú í janúar
og febrúar 64 fleiri en á sama tíma
í fyrra, eða 385. Þar er búist við
um 250 fæðingum í mars og því
greinilega ckkert lát á barn-
eignum.
Óvanalega mörg hlaupárs-
dagsbörn komu í heiminn í fyrra-
dag. Vitaö er um 14 í Reykjavík
og 3 á Akureyri, sem er óvenjum-
argar fæðingar á einum degi í
þeim bæ. Að meðaltali fæðist þar
eitt barn á dag, en það sem af er
árinu hafa fæðst 67 börn á Akur-
eyri. Frjósemin virðist yfirleitt
hafa verið mikil um allt land á
síðastliðnu vori.
Skýringar á fjölgun barneigna
nú eru eflaust nokkrar. Stærstu
árgangar á íslandi eru frá fyrri
helmingi sjöunda áratugarins og
það fólk er nú á algengum barn-
eignaraldri, eða milli tvítugs og
þrítugs. í árgangnum frá 1960 eru
t.d. um 4900. Fæðingum þyrfti að
fjölga um 800 ef slá ætti út þá
tölu. Stemmningin fyrir barn-
eignum virðist fara vaxandi, enda
þjóðin talin mun bjartsýnni á
framtíðina en nágrannar í
Norður-Evrópu, þar sem víða
hefur dregið verulega úr fæðing-
um.
mj
Þegar þú borgar
í stöðumæli
stuðlar þú að
áframhaldandi
fjölgun
bílastæða í
borginni.
1. mars tóku starfsmenn Reykjavíkurborgar aö sér eftirlit meö stöðu-
mælum og stöðubrotum. Allar tekjur af stööumælum og stöðubrotum
renna í bílastæðasjóð borgarinnar.
Verkefni bílastæðasjóðs er að eiga og reka stöðumæla við götur
borgarinnar og reka sérstök bílastæði. Sjóðnum er einnig ætlað að
standa undir byggingu og rekstri bílastæðahúsa og bílskýla fyrir
almenning.
Markmið borgarinnar er að fullnægja þörfinni eftir bílastæðum í
öllum borgarhverfum. Auknar kröfur verða gerðar um bílastæði fyrir
nýbyggingar í gömlum hverfum þannig að ekki verði skortur á bíla-
stæðum með tilkomu þeirra.
Nú hefur verið hert á innheimtuaðgerðum vegna stöðu-
brota. Ef ökumaður greiðir ekki í stöðumæli eða leggur
bifreið sinni ólöglega þarf hann að greiða aukastöðu-
gjald eða stöðubrotsgjald. Sé gjaldið ekki greitt innan
2ja vikna hækkar það um 50%. Síðar verður gert lögtak
í bflnum til greiðslu skuldarinnar.
NATO
Bjöm og Kjartan
til Briissel
Ráðherrar á Natófund. Steingrímur
með ráðuneytismenn, Þorsteinn með
tvo flokksmenn
orsteinn Pálsson, forsætisráð-
herra, og Steingrímur Her-
mannsson, utanríkisráðherra,
flugu í gær til Brússel á fund leið-
toga NATO-ríkjanna, sem hefst í
dag.
I för með Þorsteini eru þeir
Landbúnaðarhœkkun
Mjólkurlítrinn
6% dýrari
Sexmannanefnd ákvað í gær
hækkun landbúnaðarvara og
gengur hún þegar í gildi. Hækk-
unin er 5-6%, mismunandi á
vöruflokka.
Smjör hækkar mest, um 9,5%,
en rjóminn minnst, um 4,5%.
Dilkakjötshækkunin er um 5%,
og mjólkurlítrinn um 6,3%.
Hann kostaði fyrir hækkun 47,90
en eftir hækkun 50,90.
Björn Bjarnason, aðstoðarrit-
stjóri Morgunblaðsins og Kjartan
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Sj álfstæðisflokksins. Steingrímur
hefur hinsvegar tvo embættis-
menn með í för, þá Hannes Haf-
stein, ráðuneytisstjóra og Róbert
T. Árnason, sendiráðsfulltrúa.
Afvopnunarmál og takmörkun
vígbúnaðar verða aðalmál þessa
fundar, auk þess sem væntan-
iegur fundur þeirra Reagans og
Gorbatsjovs verður einnig rædd-
ur.
Endurnýjun kjarnavopna og
hvernig styrkja megi kjarnorku-
vígbúnað NATO í Evrópu eftir
að meðaldrægar flaugar hafa ver-
ið fjarlægðar, verður að líkum
það mál sem mestum deilum mun
valda. Þá má búast við að það
verði á dagskrá hvort rétt sé að
fjölga kjarnorkuvopnum í höfun
um, en Steingrímur Hermanns-
son hefur lýst yfir harðri and-
stöðu við öll slík áform.
-Sáf
Fjölgum bílastæðum
Borgum í stöðumælana
ósarísiA