Þjóðviljinn - 12.03.1988, Síða 1
Laugardagur 12. mars 1988 59. tölublað 53. árgangur
Ár liðiðfráþvíað útgáfu lánsloforða var hœtt. 12.000
umsóknir íárslok. Grétar Þorsteinsson: Munar um 1,6
miljarða sem ríkið hefur ekki greitt afþvísem lofað var.
Sigurður E.: 35 miljónir á dagfrá Húsnœðisstofnun
Idag er liðið nákvæmlega eitt ár
síðan lokað var á veitingu láns-
loforða frá Byggingarsjóði ríkis-
ins. Það var 12. mars á síðasta ári
sem ákveðið var að hætta útgáfu
lánsloforða. Síðan hafa Húsnæð-
isstofnun borist hátt í átta þúsund
umsóknir og reiknað er með að
þær verði um 12 þúsund í árslok.
Grétar Þorsteinsson, formaður
Trésmiðafélags Reykjavíkur,
sagði að þetta stopp á útgáfu láns-
loforða hefði haft mjög slæm
áhrif vegna þess óvissuástands
sem skapast hefur fyrir það fólk
sem sótt hefur um á þessu tíma-
bili.
Grétar sagði að ríkisvaldið ætti
sinn þátt í lokun kerfisins þar sem
það hefur ekki staðið við sinn
hlut, en svo hefur verið allar göt-
ur síðan samkomulagið var gert
milli aðila vinnumarkaðarins og
ríkisvaldsins um nýtt húsnæðis-
kerfi.
Samkomulagið gekk út á að
framlög ríkisins til húsnæðiskerf-
isins héldi verðgildi sínu. Nú er
talið að um 1,6 miljarða vanti til
að svo hafi verið. 500 miljónir
vegna þess áð framlögin hafa
ekki haldið Verðgildi sínu, 500
miljónir sem ákveðið var að
frysta inni í byggingarsjóðunum
með síðustu fjárlögum og 100
miljónir sem ríkisstjórnin ákvað
að skera niður af framlögum sín-
um vegna síðustu efna-
hagsráðstafana stjórnarinnar.
„Það hefði haft umtalsverð
áhrif til hins betra ef Húsnæðis-
stofnun hefði haft þessa peninga
til ráðstöfunar,“ sagði Grétar.
Annað sem átti þátt í lokun
kerfisins var eftirspurnin eftir
lánum, en hún varð miklu meiri
en menn bjuggust við. Grétar
sagði þó of stutt síðan kerfinu var
komið á til þess að dæma um
árangurinn. Það yrði að fá
þriggja til fimm ára reynslutíma
áður en nokkuð yrði ályktað um
það.
„Það er langt því frá að hér sé
lokað,“ sagði Sigurður E. Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
Húsnæðisstofnunar. „í ár er
reiknað með að Húsnæðisstofn-
un láni úr byggingarsjóðunum
um 8,3 miljarða króna, sem þýðir
að meðaltali 35 miljónir hvern
virkan dag ársins. Af þessum 8,3
miljörðum eru 2,3 miljarðar úr
Byggingarsjóði verkamanna og 6
miljarðar úr Byggingarsjóði
ríkisins. Það væri því nær að segja
'að'við mokum út peningum og ég
stórefa að húsnæðismarkaðurinn
sé í stakk búinn til að taka við
meira fjármagni."
Sigurður sagði að Húsnæðis-
stofnun hefði undanfarnar vikur
verið í startholunum með að
hefja aftur útgáfu lánsloforða, en
það hefði dregist m.a. vegna
tregðu nokkurra lífeyrissjóða við
að undirrita samninga um skulda-
bréfakaup við byggingarsjóðina.
Sigurður sagði að nú ættu um 10
lífeyrissjóðir eftir að ganga frá
skuldabréfakaupunum en meðal
þeirra eru Lífeyrissjóður bænda
og Lífeyrissjóður Málm- og
skipasmiða. Sagðist hann vonast
til þess að hægt yrði að hefja út-
gáfu lánsloforða á næstu vikum.
-Sáf
„Langt frá því að hér sé lokað.
segir Sigurður E. GuðmundS'
son framkvæmdastjóri HúS'
næðisstofnunar sem segist
moka út miljonum dag hvern.
Þeir sem biða kynnu hinsvegar
að minnast þess að ekki er
sopið kálið þótt í ausuna sé
komið, - eða þannig.
(Mynd: Sig.)
tiusnædisstojnun
Engin loforð
' heilt ár
Snótarverkfallið
Löndunarbann á Eyjabáta
Dagsbrún setur löndunarbann á Eyjabáta. Hlífhefurbanntil athugunar. Elías Björnsson,
Sjómannafélaginu Jötni: Ekki komið til tals að grípa til stuðningsaðgerða.
Enn streymirfé í verkfallssjóð Snótar
Loðna
Alltaf sama
mokið
Ekkert lát er á moki loðnu-
veiðiskipa á miðunum út af
Vestmannaeyjum og Hroll-
augseyjum og tilkynntu 22 bátar
15,860 tonn síðasta sólarhring.
Aðeins er eftir að veiða um 65
þúsund tonn af loðnu á þessari
vertíð.
Að sögn Ástráðar Ingvars-
sonar hjá Loðnunefnd hafa 16
skip nú þegar lokið veiðum að
sinni og ef fram fer sem horfir
verða skipin orðin 25 um miðja
næstu viku sem klárað hafa kvót-
ann sinn á þessari vertíð en hún
hefur gengið vonum framar frá
áramótum eftir lélega byrjun í
haust. Um 10 skip eru við hrogna-
töku og eru hrognin fryst og seld
á Japansmarkað.
Skipin sigla með loðnuna á
hafnir út um alla ströndina og
sum hver sigla með hana til Fær-
eyja, Skotlands og Danmerkur
svo dæmi séu nefnd. -grh
Verkamannafélagið Dagsbrún
hefur sett löndunarbann á
báta frá Vestmannaeyjum, sem
ætla að landa afla í Reykjavík.
Verkamannafélagið Hlíf í Hafn-
arfirði hefur til athugunar að
grípa til löndunarbanns og sam-
kvæmt heimildum blaðsins eru
fleiri verkalýðsfélög með svipað-
ar aðgerðir á prjónunum.
- Stuðningur í verki er mjög mik-
ils virði fyrir okkur og þá er ég
ekki að gera lítið úr þeim fjár-
stuðningi sem enn streymir inn til
okkar, sagði Elsa Valgeirsdóttir,
varaformaður Snótar.
Þegar hafa tveir Eyjabátar
landað afla uppá landi eftir að
verkfall Snótar hófst. Útgerðar-
menn í Eyjum munu hafa ráðgert
frekari landanir Eyjabáta í
höfnum suðvestanlands. Fyrir-
hugað var að að Breki VE
landaði í Reykjavík á sunnudag.
Sigurður T. Sigurðsson, for-
maður verkamannafélagsins
Hlífar í Hafnarfirði, sagði að Hlíf
hefði til athugunar að grípa til
stuðningsaðgerða. - Það er
frumskilyrði að við styðjum við
bakið á Snótarkonum og öðrum
verkalýðsfélögum sem kunna að
standa í aðgerðum. Við erum alls
ekki stikkfrí þó að við höfum
samþykkt samningana, sagði Sig-
urður.
Elías Björnsson, formaður
sjómannafélagsins Jötuns í Vest-
mannaeyjum, sagði í samtali við
Þjóðviljann í gær, að ekki hefði
enn komið til tals innan félagsins
að sjómenn í Eyjum grípi til
stuðningsaðgerða við Snótarkon-
ur. - Þetta verkfall er nú svo til
nýhafið. Við sjáum bara til hvað
tíminn leiðir í ljós, sagði Elías.
Að sögn Elsu Valgeirsdóttur,
berast enn fjárframlög í verkfalls-
sjóð Snótar. Síðast létu Félag
járniðnaðarmanna 50.000 af
hendi rakna í verkfallssjóðinn og
Hið íslenska kennarafélag og
Bókagerðarmenn gáfu sínar
50.000 krónurnar hvort.
Elsa sagði að þegar hefðu bor-
ist um 900.000 krónur í verkfalls-
sjóðinn. - Þetta kemur sér ekki
síst vel fyrir þær konur sem hafa
einar að sjá fyrir heimili og ferm-
ingar standa fyrir dyrum, sagði
Elsa.
Reikningsnúmer Snótar hjá
Sparisjóði Vestmannaeyja er
3811, hafi menn áhuga á að veita
Snót fjárhagsstuðning.
-rk