Þjóðviljinn - 12.03.1988, Síða 2

Þjóðviljinn - 12.03.1988, Síða 2
Reynir Loftsson ver kamaður: Mér finnst að það eigi að færa hana. Enga aðra skoðun. Freyja Guðlaugsdóttir fóstra: Ekki hugsað út í það. Ef það er eins slæmt og látið er af finnst mér sjálfsagt að loka henni. Theodór Guðnason, starfs- maður Hard Rock Café: Af hverju ekki? Það mætti kann- ski auka varúðarráðstafanir. Þetta er búið að vera svona í mörg ár, afhverju að gera mál úr þessu núna? Unnur Vestmann, starfsmaður í Hagkaup: Ails ekki. Að minnsta kosti færa hana burt af höfuðborgarsvæð- inu. Kjartan Kjartansson offsetprentari: Nei. Leggja hana niður eins og hún er í dag. Of mikil sprengi- hætta. —SPURNINGIN— Telur þú aö það eigi aö halda áfram rekstri Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi? FRETTIR Norðurlandaráð Atakalitlu þingi lokið Tillaga Guðrúnar Helgadóttur um átakgegn mengun samþykkt Efnahagsbandalag Evrópu og umhverflsmál voru ofarlega á baugi á átakalitlu þingi Norður- landaráðs sem slitið var í Stór- þinginu í Osló í gær. Umræðan um Efnahagsbandalagið spratt fyrst og fremst af áætlunum bandalagsins um stofnun svo- nefnds innri markaðar og Ijóst er að umræðum um það efni lauk ekki við þingsiit í gær. Þetta 36. þing Norðurlanda- ráðs lætur ekki eftir sig neina handbæra niðurstöðu varðandi Efnahagsbandalagið aðra en þá, að Norðurlöndin verða með ein- hverjum hætti að bregðast við auknu samstarfi landa bandalags- ins. Rætt var um að Norðurlönd ykju viðskipti sín á milli, kæmu jafnvel á einhvers konar innri markaði eða heimamarkaði á Norðurlöndum. Sem stendur er Danmörk eitt Norðurlanda aðili að Efnahags- bandalaginu. Hins vegar er ljóst að umræðan um aðild að banda- laginu hefur fengið byr undir báða vængi í Noregi, en hún hef- ur að mestu legið niðri síðan Norðmenn höfnuðu aðild árið 1972. íslenskir stjórnmálamenn hafa þvertekið fyrir möguleika á aðild Islands að bandalaginu og Páll Pétursson komst svo að orði að aðild íslendinga væri ekki til um- ræðu næstu áratugina. Forysta í umhverfismalum Enda þótt Norðurlöndin, eink- um skandinavísku löndin, eigi við ýmsan mengunarvanda að stríða, teljast þau þó skömminni skárri en flést önnur ríki og hafa á- kveðna forystu á sviði umhverfis- verndar. Guðrún Helgadóttir alþingismaður. Búist var við að ráðherranefnd ráðsins myndi leggja fram verk- efnaáætlun í umhverfismálum á þessu þingi, en svo varð ekki. Hins vegar voru samþykktar ein- staka tillögur á þessu sviði m.a. tillaga Guðrúnar Helgadóttur um átak gegn mengun í höfum og við strendur. Gert er ráð fyrir að ráð- herranefndin skili af sér áætlun um það á næsta þingi ráðsins. Norðurlöndin hafa með sér víðtækt samstarf í menningar- málum og á þinginu í Osló var samþykkt ný menningarmálaá- ætlun. Meðal helstu atriða í áætl- uninni má nefna aukin framlög til norræna menningarsjóðsins og áætlun um námsmanna-og kenn- araskipti milli landanna. Agreiningur um menningaráætlun Áætlunin var samþykkt gegn atkvæðum tveggja fulltrúa og var Guðrún Helgadóttir annar Borgarráð Reksturinn kannaður Þjóðhagsleg hagkvæmni Áburðarverksmiðjunnar Aaukafundi borgarráðs í gær var samþykkt að beina þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar að fram fari úttekt á þjóðhags- legri hagkvæmni á rekstri Áburð- arverksmiðjunnar í Gufunesi. Að sögn Kristínar Á. Ólafs- dóttur, borgarfulltrúa var á fundi ÚtvarpRót Konur í kjarabaráttu IRótarútvarpinu í dag koma saman konur í kjarabaráttu og ræða stöðuna í þættinum Á vett- vangi baráttunnar sem hefst klukkan tvö. Fyrir framan hljóðnemann verða þær Elínbjörg Magnús- dóttir, varaformaður Verka- lýðsfélags Akraness, Ragna Bergmann formaður Framsókn- ar í Reykjavík, Guðríður Elías- dóttir, formaður Framtíðarinnar íHafnarfirði, og Arndfs Pálsdótt- ir verkakona úr Snót í Vestmannaeyjum. í síðari hluta þáttarins bætast við konur af öðrum vettvangi, en umsjónarmenn þáttarins eru Ragnar Stefánsson og Stella Hauksdóttir. þeirra. Guðrún lagðist gegn breytingum á tónlistarverð- launum ráðsins, sem felast í því að ekki einungis núlifandi tón- skáld geti hlotið verðlaunin, heldur munu þau einnig veitast til flytjenda verka og fleiri tónlistar- greina en áður. Thor Vilhjálmsson, Herbjörg Wassmo og fleiri listamenn mót- mæltu þessum breytingum einnig og birtu yfirlýsingu þess efnis í Dagbladet á fímmtudaginn. Guðrún og Valgerður Sverris- dóttir lýstu sig einnig andvígar þeirri ákvörðun að leggja niður m.a. dómnefndir ráðsins og fela öðrum stærri nefndum hlutverk þeirra. Einnig voru nefndir um atvinnuleikhús og áhugamanna- leikhús sameinaðar í eina og telja andstæðingar þess, að áhuga- leikhúsin verði undir í þeirri nefnd. Sameiginlegar líftæknirannsóknir Þingið samþykkti tillögu um að leggja fé til sameiginlegra rannsókna Norðurlandanna á sviði líftækni. Áætlað er að kom- ið verið á fót sameiginlegum rannsóknarverkefnum á næstu árum. íslendingar munu njóta góðs af bæði fjárhagslega og vegna samráðs við vísindamenn hinna landanna. Á fyrri stigum málsins lögðu íslendingar fram hugmynd um sérstaka líftæknistofnun á ís- landi, en hún fékk ekki nægan stuðning hinna landanna. Hins vegar var ákveðið á nýloknu þingi að hefja rekstur líftækni- stofnunar í Ósló innan skamms og er henni m.a. ætlað að hafa umsjón með sameiginlegum rannsóknum landanna. GG/Osló borgarráðs frestað að taka ákvörðun um hvort leyfa ætti að geyma ammoníak í gamla geyminum á meðan nýr væri byggður og má vænta ákvörðunar um það á næsta borgarráðsfundi sem verður haldinn nk. þriðju- dag. Mörgum borgarbúum óar við þeirri tilhugsun að ammoníak sé geymt og framleitt í Áburðar- verksmiðjunni í Gufunesi með tilliti til þeirrar siysahættu sem af ammoníakinu stafar ef það kynni að sleppa út í andrúmsloftið að einhverju marki. Ef það gerðist verða ekki margir íbúar Reykja- víkur til frásagnar um afleiðing- arnar. -grh Kjaramál Blaðamenn semja Blaðamannafélagið undirrit- aði í fyrrakvöld nýjan kjara- samning við útgefendur Morgun- blaðsins og DV en sambærilegur samningur við Blaðaprentsblöðin verður trúlega undirritaður á mánudag. Aðalatriði samningsins snúa að leiðréttingum á taxtakerfi, og hækka taxtatölur talsvert, en erf- itt er að meta raunhækkun vegna tíðra yfirborgana í stéttinni. Það nýmæli er í samningunum að gef- inn er kostur á vetrarfríi, sem áður tíðkaðist ekki nema á Þjóð- viljanum. Grunnlaunshækkanir á samningstímanum, til loka mars á næsta ári, eru þær sömu og í samningi VMSÍ auk kauptryggingar- og endurskoð- unarákvæða. Nýi samningurinn verður bor- inn undir atkvæði á félagsfundi BÍ á Hótel Borg í hádeginu á mánudag. -sáf. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.