Þjóðviljinn - 31.03.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF
t7
Efling Ríkisútvarpsins
Óvenjugóðar undirtektir við þingsályktunartillögu
Tillaga okkar þingmanna Al-
þýöubandalagsins um eflingu
Ríkisútvarpsins hefur vakið
mikla athygli og hafa fá mál okk-
ar í vetur hlotiö betri undirtektir.
Tillagan gerir ráð fyrir því að
skipuð verði nefnd er í starfi sínu
leitist við að svara eftirfarandi
spurningum:
1. Hver hafa áhrif nýju út-
varpslaganna orðið á starfsemi
Ríkisútvarpsins?
2. Hvernig hafa tekjur og út-
gjöld Ríkisútvarpsins þróast á
undanförnum árum?
3. Er rétt að gera Ríkisútvarp-
ið að sjálfseignarstofnun með
verulegu sjálfstæði um eigin fjár-
hag og rekstur?
4. Hvernig nýtist það fé sem
Ríkisútvarpið hefur til dagskrár-
gerðar?
5. Hve miklu hefur sjónvarpið
varið til kaupa á fullbúnu inn-
lendu dagskrárefni frá öðrum
framleiðendum?
Tap um hundruð
miljóna króna
Segja má að svarið við fyrstu
tveimur spurningunum liggi að
nokkru leyti þegar fyrir: Ríkisút-
varpið hefur þegar tapað hundr-
' uðum milj óna króna í auglýsinga-
tekjum frá því að nýju útvarps-
stöðvarnar tóku til starfa. Greini-
lega er tilhneiging til þess í innsta
hring íhaldsins að veikja stofnun-
ina með því meðal annars að
einkastöðvarnar fái allan auglýs-
ingamarkaðinn.
Vegna minnkandi tekna Ríkis-
útvarpsins er nú verið að skera
niður umsvif þess verulega.
Gleggst sést þetta á áætluðum
framlögum til fréttadeildanna á
þessu ári. Þar er gert ráð fyrir
lækkun framlaga í krónutölu frá
sl. ári og sjá allir hvaða afleiðing-
ar það hefur, því fréttadeildirnar
eru vissulega hjartað í ljósvaka-
miðlum sem vilja láta taka eftir
sér.
í þriðja lagi er spurt hvort
Ríkisútvarpið eigi að verða sjálf-
stæð ríkisstofnun. Mitt svar er já,
- stofnunin verði sjálfstæð um
starfsemi sína, þar á meðal um
Svavar Gestsson skrifar
Lýðræðislega kjörnu útvarps-
ráði, endurnýjun yfirmannaliðs-
ins og sjálfstæði stofnunarinnar
að öðru leyti skapast samspil
þriggja þátta sem allir geta betur
Miklar umræður —
góðar undirtektir
Þegar tillagan kom til umræðu í
þinginu urðu um hana miklar um-
„Með þessu þrennu: Lýðrœðislega kjörnu
útvarpsráði, endurnýjun yfirmannaliðsins og
sjálfstœði stofnunarinnar að öðru leyti,
skapast samspil þriggja þátta sem allirgeta
betur en nú ergert tryggt gott Ríkisútvarp. “
auglýsingagjöld og afnotagjöld,
þannig að hún geti keppt við aðr-
ar stöðvar um tæki og starfslið
eins og nauðsynlegt kann að vera
á hverjum tíma. Það var örlaga-
ríkt skref í vitlausa átt þegar út-
varpsráð ákvað að breyta frétta-
tíma sjónvarpsins á sínum tíma.
Þar með var Stöð 2 afhent vald og
möguleikar sem hlaut að bjarga
þeirri stöð af stað og þar með að
veikja ríkissjónvarpið. Mín
skoðun er sú að starfslið sjón-
varps og útvarps eigi að vera
sjálfrátt um útsendingar efnis, út-
sendingartíma og fyrirkomulag
útsendinga og að það sé fráleitt
að útvarpsráð breyti út frá því
sem er vilji allra starfsmanna sem
hafa með stofnunina að gera.
Auðvitað er eðlilegt að yfir
sjálfstæðri ríkisstofnun, Ríkisút-
varpi, sé lýðræðislega kjörin
stjórn af alþingi af hálfu eigenda
stofnunarinnar. Það er óhjá-
kvæmilegt til þess að vega upp á
móti ofríki einstakra valdsmanna
stofnunarinnar. Ennfremur á
auðvitað að setja reglur um end-
urnýjun starfsmanna í æðstu
stöðum þannig að þeir séu til
dæmis ráðnir til fjögurra eða sex
ára í senn. Með þessu þrennu:
en nú er gert tryggt gott Ríkisút-
varp.
Hvernig er farið
með fjármagnið?
Nú er Ríkisendurskoðunin að
fara yfir fjárreiður Ríkisútvarps-
ins og er það vel. Þá mun alþing-
ismönnum gefast kostur á því að
meta niðurstöðurnar. Auðvitað
verður að tryggja að vel sé farið
með fé í stofnuninni og engin
ástæða er til þess að líða það til
lengdar að heimaríkir plásskóng-
ar fari með almannafé eins og
þeir eigi það.
í vaxandi mæli er sjónvarpið að
verða útsendingarstöð fyrir fram-
leiðslustofur úti í bæ. Það verður
auðvitað að gæta þess að sjón-
varpið hafi fullburðugt starfslið
sem af metnaði og samviskusemi
framleiðir gott efni. Sjónvarps-
stöð sem er eingöngu háð einka-
fyrirtækjum úti í bæ verður eins
og niðursetningur háð ofurvaldi
húsbændanna en að lokum verða
það framleiðslustofurnar úti í bæ
sem ná kverkataki á stofnuninni
sem þar með glatar sjálfstæði sínu
og verður aðeins ríkisstofnun að
nafninu til.
ræður og tillagan fékk góðar
undirtektir.
Málmfríður Sigurðardóttir,
Samtökum um Kvennalista, sagði
meðal annars:
„Því lýsi ég stuðningi við þessa
þingsályktunartillögu, sem hér er
til umræðu og vona að hún fái
skjótan og góðan framgang."
Níels Árni Lund, Framsóknar-
flokki:
„...vildi ég lýsa því yfir að ég
held að sú tillaga sem hér er borin
fram sé af hinu góða og ég styð
hana.“
Ingi Björn Albertsson, Borg-
araflokki:
„Tillagan sem hér er til um-
ræðu er þess eðlis að ég hef ekki
trú á að nokkur þingmaður geti
staðið á móti henni.“
Árni Johnsen, Sjáifstæðis-
flokki:
„Mér finnst út í hött að tala um
að selja Rás 2. ...Auðvitað verð-
ur útvarpið að vera alhliða út-
varp.“
Friðjón Þórðarson, Sjálfstæð-
isflokki:
„Þessi orð læt ég falla til þess að
sýna fram á og fullyrða að þessi
tillaga nýtur áreiðanlega mikils
stuðnings, m.a. í röðum sjálfs-
tæðismanna.“
Hér hafa birst ummæli þing-
manna úr fjórum flokkum sem
allir tóku vel undir þessa tillögu
Alþýðubandalagsins. Það er því
ljóst að hún á miklu fylgi að
fagna.
Verður nú fróðlegt að sjá
hvernig alþingi afgreiðir til-
löguna fyrir þinglausnir í vor.
Með því verður fylgst.
Sjálfstæðis-
flokkurinn
ræður þessu
öllu
Sjálfstæðisflokkurinn ræður
öllum æðstu embættum útvarps-
mála hér á landi um þessar mund-
ir.
Útvarpsstjórinn er flokks-
bundinn í Sjálfstæðisflokknum,
var meðal annars forseti borgar-
stjórnar unt árabil.
Formaður útvarpsráðs er einn
af forustumönnum Sjálfstæðis-
flokksins.
Menntamálaráðherrann er úr
Sjálfstæðisflokknum.
Æðstu starfsmenn sjónvarps-
ins, Hrafnarnir, eru stuðnings-
menn Sjálfstæðisflokksins.
Þessi upptalning gæti orðið
lengri, en hún sannar að valdið er
hjá íhaldinu um þessar mundir.
Það er rétt sem Eiður Guðnason
hefur sagt að rnargir flokksmenn
íhaldsins hafa lítinn áhuga á við-
gangi Ríkisútvarpsins, að ekki sé
fastar að orði kveðið. Stundum er
engu líkara en þeir vilji drepa
þessa mikilvægu menningar-,
byggða- og öryggisstofnun lands-
manna allra. Þess vegna eru yfir-
lýsingar Árna og Friðjóns mikil-
vægar og geta ráðið úrslitum þeg-
ar kemur að afgreiðslu málsins í
þinginu.
Svavar Gestsson er þingmaður Al-
þýðubandalagsins í Reykjavík.
Borgarbúum gefið langt nef
Lítils háttar frávik eða stórfelld stækkun
Guðrún Ágústsdóttir skrifar
Á fundi í Skipulagsnefnd
Reykjavíkurborgar í gær var
fjallað um athugasemdir borgar-
búa við ráðhúsbyggingu vegna
þeirrar málamyndakynningar
sem haldin var dagana 27. febrú-
ar til 25. mars 1988. Ábendingar
og athugasemdir voru ýmist
skráðar í þar til gerða bók sem lá
frammi í sýningarsalnum eða
með sérstökum bréfum sendum
borgarskipulagi. Jafnframt
gekkst Bygginganefnd Reykja-
víkurborgar fyrir grenndarkynn-
ingu. Samtals voru þetta athuga-
semdir frá rúmlega 100 aðilum og
komu þar fram alvarlegar at-
hugasemdir sem varða hagsmuni
þeirra er sendu þær inn. Fresti til
að skila inn athugasemdum lauk
á miðnætti aðfaranótt laugar-
dagsins. Kl. 9 á mánu-
dagsmorgun 28. mars, á fyrsta
virka degi eftir að frestur rann út,
mættu skipulagsnefndarmenn
Sjálfstæðisflokksins á fyrrnefn-
dan fund og lögðu fram eftirfar-
andi bókun (sem reyndar var
samin á staðnum): „Eftir vand-
lega skoðun borgarskipulags og
skipulagsnefndar á ábendingum
og athugasemdum við kynningu í
Byggingaþjónustunni 27/2-25/3
1988 á væntanlegu ráðhúsi
Reykjavíkur telur nefndin að
Pálmasunnudags-
vinnan
Af þessari bókun má ljóst vera
að starfsmenn Borgarskipulags
starfsmanna borgarskipulags,
sem þó tíðkast í öllum tilfellum
við svipaðar aðstæður. Slíkt þykir
sjálfsögð kurteisi við borgarbúa.
Kynning á skipulagi er bundin í
„Þráttfyrir þessi nöturlegu ummœli
borgarstjórans hafa borgarbúar lagt það á sig
að koma með athugasemdir og nú eru þœr
komnar ískjalasafnið borgarstjóra, einsog
hann hótaði. “
ekkert mæli gegn byggingu húss-
ins og frávik í úrvinnslu frá sam-
keppnistillögu séu innan eðlilegra
marka. Meirihluti skipulags-
nefndar leggur til að þær
teikningar verði samþykktar."
(Leturbreyt. mín GÁg.) Af-
greiðslu tillögunnar var frestað
að ósk stjórnarandstöðunnar.
og meirihluti skipulagsnefndar
hafa verið í helgar- og nætur-
vinnu við að skoða ábendingarn-
ar „vandlega" og komast að
þeirri niðurstöðu að þær skiptu
svo litlu máli, væru svo léttvægar
að ekkert tillit þyrfti að taka til
þeirra og að ekki þyrfti umsögn
skipulagshöfunda um þær eða
lög til að tryggja réttaröryggi íbúa
viðkomandi sveitarfélags.
Pálmasunnudagsvinnan skilaði
ekki slíkri umsögn. Borgarstjóri
hafði reyndar gefið tóninn daginn
sem félagsmálaráðherra fór fram
á það við hann að skipulag
ráðhússreits yrði kynnt, þegar
hann sagði um væntanlegar at-
hugasemdir: „Ég mun horfa á
þær og setja síðan í skjalasafnið
en borgarstjórn stendur við fyrri
ákvörðun."
Þrátt fyrir þessi nöturlegu um-
mæli borgarstjóra hafa borgarbú-
ar lagt það á sig að koma með
athugasemdir og nú eru þær
komnar í skjalasafnið borgar-
stjóra, eins og hann hótaði.
Stórfelld stækkun eða
eðlileg frávik?
En það er fleira sem er athygl-
isvert í bókun þeirra sjálfstæðis-
manna. Þar segir að „frávik í úr-
vinnslu frá samkeppnistillögu séu
innan eðlilegra marka.“ Þess
vegna sé lagt til að þær (þ.e.
teikningarnar) verði samþykkt-
ar. Það „frávik í úrvinnslu" sem
hér um ræðir er áætlun um stór-
feilda stækkun frá fyrri hugmynd-
um. Meirihluti skipulagsnefndar
telur stækkun hússins svo litla að
Guðrún Ágústsdóttir er borgarfulltrúi
Alþýðubandalagsins í Reykjavík.
Flmmtudagur 31. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5