Þjóðviljinn - 31.03.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 31.03.1988, Blaðsíða 8
MENNING 7 Tónlist Fyrsta íslenska passían Hallgríms- passía eftir Atla Heimi Sveinsson frumfluttí sjónvarpi og útvarpi á föstu- daginn langa Áföstudaginn langasamein- ast Sjónvarpiö og Rás 1 um útsendingu á Hallgrímspassíu sem Atli Heimir Sveinsson hefur samiö viö sálma Hall- gríms Péturssonar um Jesú pínu og dauða. Fagnafor- ráöamenn útvarps og aö- standendur Passíunnar því ákaft að geta loksins boðiö þjóöinni uppá alíslenskan tregasöng á þessum al- ræmdaföstudegi, ístaö þess aö þurfa að leita fanga hjá út- lendingum eins og venja er. Upphaf Hallgrímspassíu má rekja aftur til ársins 1968 eða 69, en þá fór Atli Heimir Sveinsson að hugleiða Passíusálmana og lög úr þjóðlagasafni Bjarna Þor- steinssonar, sem skráði niður lög við alla sálmana. Út frá þeim hugleiðingum urðu fyrstu drög að Hallgrímspassíu til, og var hún frumflutt í Dómkirkjunni, með Dómkirkjukórnum, tveim ein- söngvurum, orgeli og blásara- kvintett undir stjórn Ragnars Björnssonar. Fyrir ári flutti svo Hörður Áskelsson verkið í styttri gerð, ásamt Mótettukór Hallgríms- kirkju og séra Karli Sigurbjörns- syni. Fyrir hvatningu Harðar hóf Átli Heimir þá að útsetja verkið fyrir stóra hljómsveit, og er sú útgafa sem flutt verður á föstu- daginn langa flutt af nítján manna hljómsveit, þremur ein- Meðal lesara eru Arnar Jónsson og Anna Kristín Arngrímsdóttir. söngvurum, Mótettukór Hall- grímskirkju, og fimm lesurum, og tekur tæpa tvo tíma í flutningi. Stjórnandi er Hörður Áskelsson, og ieikstjóri Sveinn Einarsson, stjórn upptöku annaðist Friðrik Þór Friðriksson. Tónmeistari er Bjarni Rúnar Bjarnason og tæknimaður Þórir Steingrímsson. Atli HeimirSveinsson: Leikrœn frásögn í konsertformi - Þetta er tilraun til að aðlaga Passíusálma Hallgríms Péturs- sonar passíuforminu, líkt því sem það birtist í verkum Schútz, Bachs, Pendreckis og annarra, - segir Atli Heimir Sveinsson um verkið. - Passían er leikræn frá- sögn í konsertformi, þar sem frá- sögnin er þungamiðjan. - í Passíusálmum Hallgríms er pírslarsagan uppistaða verksins, og inn f frásögnina er svo skotið hugleiðingum ýmiss konar, raktir þeir lærdómar sem draga má af sögunni, umvandanir og áminningarorð, guðrækilegar umþenkingar og guðfræðirök- semdir. Þá koma fyrir bænir og lofsöngvar. Ég tók mér það fyrir hendur að stytta sálmana, gera úr þeim úrdrátt eða úrval, eins kon- ar líbrettó, eða óperutextá. Engu orði var til hnikað, og öll eru er- indin í réttri tímaröð, aðeins var fellt út. - Tónlistina sótti ég í þjóðlaga- safn Bjarna Þorsteinssonar, en hann skráði niður lög við alla Passíusálmana. Þessi lög munu vera ævaforn, og standa ekki í dúr eða moll, því tóntegunda- kerfi sem okkur er tamast, heldur í hinum fornu kirkjutóntegund- um eða kirkjutónháttum. - Aðferð mín var í stuttu máli þessi: Frásögnin er lesin, alltaf af sama upplesara, „guðspjalla- manni“, með undirleik tónlistar- aðallega orgels. Þetta geri ég til að greina frásögnina frá hugleið- ingum, margvíslegs eðlis, sem fjórir upplesarar lesa í þessum flutningi. Bænir og lofsöngvar eru sungnir. Skiptast þar á ein- söngvar, tví- og þrísöngvar karla, kvenna og blandaðra kóra, með eða án undirleiks. Þar er að finna lögin úr safni Bjarna og er laglín- an alltaf óbreytt, þó að útsetning- ar séu af ýmsum toga. - Ég veit ekki hvort verkinu er lokið af minni hálfu. Kannski er þetta „work in progress" eða verk „in status nascendi". Það má bæði bæta við og fella burtu. Það hefur verið mér mikil upplifun að vinna með öllum þátttakendum í þessum flutningi, og að kynnast Passíusálmunum enn á ný og auðga þar með anda minn og trú. Verði þessi vinna mín til þess að einhver taki sér Passíusálma Hallgríms í hönd og lesi, þá er takmarki mínu náð. HörðurÁskelsson: Hallgrímspassía- íslensk passía Um Hallgrímspassíu segir Hörður Áskelsson meðal annars: - Hallgrímspassía Atla Heimis Sveinssonar er tímamótaverk. Hún er fyrsta íslenska passían, ekki bara vegna þess að hún er íslenskur texti í tónbúningi ís- lensks tónskálds, heldur einnig af því að uppistaðan í stefjaefni hennar eru sálmalög sem íslensk alþýða söng við passíusálmana um aldabil og ofin eru úr lífsbar- áttu hennar, hennar eigin passíu. - Allt frá því á 4. öld hefur písl- arsagan úr guðspjöllunum verið sungin í helgihaldi kristinna á álmasunnudag og í dymbilviku. fyrstu var um afar einfaldan flutning að ræða, fjórir klerkar skiptu á milli sín hlutverkum guðspjallamannsins, Krists, ann- arra persóna og lýðsins. Passíu- formið þróaðist smám saman er aldir liðu, en upphafleg skipting Þórir Steingrímsson, Hörður Áskelsson, Atli Heimir Sveins- son, Sveinn Einarsson og Friðrik Þór Friðriksson virða fyrir sér myndsetningu passíunnar. textans milli guðspjallamannsins og hinna persónanna hélt sér. Eins konar hápunktur í þróun passíunnar er hið viðhafnarmikla form, sem við þekkjum best af passíum Bachs, með einsöngvur- um, kór og hljómsveit. - Fram á þennan dag hafa ís- lendingar enga söngpassíu átt. Þeir áttu Passíusálmana og sungu þá, en enga óratóríu í líkingu við passíur Bachs. Hallgrfmspassía er viðamesta kirkjutónverk sem íslendingar hafa eignast og er þetta því stór stund fyrir áhuga- fólk um tónlist og kristni. Friðrik Þór Friðriksson: Myndin þjónar aðeins frumtextanum - í upphafi hafði ég hugmyndir um að nota málverk og fleira til að skreyta verkið með, - segir Friðrik Þór Friðriksson. - Þær hugmyndir þurftu að víkja fyrir krafti og töfrum textans, sem var magnaður upp með fjölbreyttri tónlist. Því var farin sú leið að nota eins einfaldan frásagnar- máta og unnt var, nánast mein- læti. Það er að segja, engum tæknibrögðum var beitt, og myndin þjónar aðeins frumtext- anum. Þetta kallaði á miklar kröfur til leikara og söngvara sem við vonum að skili sér. Einsöngvarar í Hallgrímspass- íu eru Inga Backmann, sópran, Jóhanna Þórhallsdóttir, mezzó- sópran og Viðar Gunnarsson, bassi. Lesarar eru Arnar Jóns- son, Anna Kristín Arngrímsdótt- ir, Þórunn Magnea Magnúsdótt- ir, Gísli Halldórsson og Hallmar Sigurðsson. Að lokum geta aðstandendur þessa flutnings Hallgrímspassíu þess að hún sé tekin upp í hinum eina sanna anda í ískaidri Hall- grímskirkjunni köldustu mánuði ársins, og þannig við raunveru- lega þjáningu og sjálfsafneitun allra flytjenda, - sönn píslar- ganga allra sem við sögu komu. LG 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 31. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.