Þjóðviljinn - 31.03.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.03.1988, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 31. mars 1988 75. tölublað 53. árgangur Páskablað Pietá Michelangelos Með blaðínu í dag fylgir sérstakt páskablað sem er fjölbreytt að efni. Þar er með- al annars grein eftir Ólaf Gíslason um höggmyndina Pi- etá eftir Michelangelo. Jafn- framt er birtur kafli úr ævi- sögu Michelangelos eftir samtímamann hans, Giorgio Vasari frá Flórens. Þá er í blaðinu grein eftir Árna Bergmann um pá- skahald rétttrúnaðarkirkj- unnar í Sovétríkjunum, myndskreytt ævintýri eftir Hallgrím Helgason og síðasti hluti greinaflokksins um Nik- íta Khrúsjov. Þjóðviljinn óskar lesendum gleðilegra páska, en næsti út- gáfudagur blaðsins verður miðvikudagurinn 6. apríl. Þórshöfn Læknir vill loka mjólkurstöðinni Sigurður Gunnarsson, lœknir: Lagði til að mjólkurstöðinniyrði lokað. Kaupfélagið hefur daufheyrst við öllum kröfum um úrbœtur. Seinni hluta vetrar hefur hluti Þórshafnarbúa fremur pantað mjólk frá Akureyri en að leggja sér heimaframleiðslu mjólkur- stöðvar Kaupfélags Langnesinga til munns. Aðrir hafa orðið að gera sér að góðu jlla þefjandi, bragðvonda og geymslurýra mjólk í vetur, sem heilsugæslu- læknirinn segir tæpast drykkjar- hæfa. Sigurður Gunnarsson, heilsu- gæslulæknir á Þórshöfn sagði í samtali við Þjóðviljann, að kaupfélagið hafi daufheyrst við öllum kröfum um úrbætur. Heilbrigðisnefnd Þórshafnar gaf kaupfélaginu frest til 1. mars að gera allra nauðsynlegustu úr- bætur, ellegar yrði stöðinni lokað 30. mars. Á síðustu stundu breytti heilbrigðisnefnd fyrri ákvörðun og heimilaði áfram- haldandi mjólkurframleiðslu án þess að úrbótanna sjái stað. Sigurður hefur skrifað Hollust- uvernd ríkisins bréf þar sem hennar liðsinnis er óskað til að loka mjólkurstöðinni, þar til nauðsynlegustu úrbætur hafi átt sér stað. Þórshafnarbúar fúlsa við heimamjóikinni og læknirinn á staðnum vill loka mjólkurstöðinni. Mynd - Sig. Valsmenn Islandsmeistaiar Unnu FH-inga að Hlíðarenda í frábærum leik í gœrkveldi Valsmenn tryggðu sér íslands- meistaratitilinn í handbolta fyrir inJhi húsi öskrandi áhorfenda er þeir mættu FH-ingum í gær. Leikurinn var jafn og spennandi og var munurinn lengst af eitt til tvö mörk. Hlíðarendamenn virtust hafa heilsteyptara lið og gerðu færri mistök þegar á hólminn var kom- ið. Þá nýttist þeim vel að hafa landsliðsmarkvörðinn Einar Þor- varðarson í sínum röðum en hann sýndi stórkostlega markvörslu. Á síðustu mínútum leiksins sigu Valsmenn endanlega framúr og innsiglaði Valdimar Grímsson sigurinn með skemmtilegu víta- kasti. Valsmenn fögnuðu lengi og innilega og hlupu heiðurshring í húsinu og var allt annað að horfa til liðsins nú heldur en í tveimur síðustu leikjum. Það var sem þungu fargi væri létt af Vals- mönnum og spiluðu allir leik- menn liðsins vel, jafnt í vörn sem sókn. íslandsmeistarabikarinn verð- ur því á Hlíðarenda næsta árið og nú velta menn því fyrir sér hvort bikarinn fari sömu leið. -gói/þóm Sjá bls. 19 Ráðhúsið Fóstureyðingar Utvarpið Laxeldi Guðrún Ágústdóttir borgarfulltrúi skrifar um nýjustu uppákomur í Ráð- hússmálinu. Sjá bls. 5 Stefanía Þorgrímsdóttir úr Mý- vatnssveit skrifar hugleiðingu um „Lífið og Tilveruna." Sjá bls. 13 Svavar Gestsson alþingismað- ur skrifar um atlögurnar að Ríkis- útvarpinu. Sjá bls. 5 Össur Skarphéðinsson fiskeldis- fræðingur fjallar í Páskablaðinu um laxeldi sem þátt í atvinnumál- um í Reykjavík. Sjá bls. 10 Fólksflótti Neyðarópfrá ið '151! Byggðastofnun sendir forsœtisráðherra ádrepu - Það er ekki verjandi að stjórnvöld sitji aðgerðarlaus og horfi á landið sporðreisast í gegn- darlausum fólksflutningum frá landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins, er inntak harðorðs ádrepubréfs sem Byggðastofnun hefur sent forsætisráðherra. Byggðastofnun segir að öflugt mannlíf og atvinnulíf á lands- byggðinni sé þjóðinni nauðsyn- legt og landflutningarnir suður séu þjóðinni alls ekki lengur hag- kvæmir. Sjá b|s 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.