Þjóðviljinn - 31.03.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 31.03.1988, Blaðsíða 13
VIÐHORF Hugleiðingar um Lrfið og Tilveruna Stefanía Þorgrímsdóttir skrifar „Það er margt skrýtið í kýr- hausnum“ er stundum sagt, og skringilegt innihald þess marg- nefnda kýrhauss varð mér sann- arlega umhugsunarefni eftir að hafa horft á sjónvarpsþáttinn „Maður á mann“ hinn 22. mars s.l. Raunar er grautarvella okkar dagsdaglega kýrhauss þvíumlík, að ég er löngu hætt að hrökkva upp við nokkuð sem úr honum kemur, - hámark að ég tauti eitt kjarnyrði eða tvö við kaffiboll- ann minn svona undir svefninn. En stundum gerist það að hinn værukærasti rumskar og gleymir jafnvel sálufélaginu við kaffiboll- ann sinn. Pað gerist vanalega þegar viðkomandi ofbýður eitthvað. Og ég verð að segja eins og er: mér ofbauð málflutningur Huldu Jensdóttur í fyrrnefndum sjónvarpsþætti. Sem konu, móð- ur og einstaklingi með djúpa virðingu fyrir lífhelgi og lífsrétti sérhverrar lífveru ofbauð mér svo, að ég verð að eyða þar nokkrum orðum að, - og mun þó eflaust eiga töluvert ósagt er þessum línum lýkur. Eins og allir vita, var umræðu- efni þessa þáttar fóstureyðingar og lög um þær, þ.e. núgildandi lög, svo og frumvörp til breytinga á þeim, sem nú liggja frammi á Alþingi. Þetta er að sjálfsögðu hitamál, einfaldlega vegna þess að það er tilfinningamál, sem snertir viðkvæmustu þætti mannlegrar tilveru. Því er mikil- vægt, að þeir sem um málið fjalla, hafi að leiðarljósi virðingu fyrir tilfinningum allra, sem málið varðar; minnist hins fornkveðna, að „aðgát skal höfð í nærveru sál- ar“. Hulda Jensdóttir hélt í þættin- um uppi einræðum í nafni ein- hverra samtaka, sem kalla sig Lífsvon. Ég hlýt að játa ókunnug- leika minn á þessum félagsskap, og virðist, að túlki Hulda stefnu hans og skoðanir, væri við hæfi að hann veldi sér eitthvert annað og viðurkvæmilegra heiti. Þröng- sýni, dómharka og blygðunarlaus ósvífni í málflutningi gagnvart sérhverjum skoðanaandstæðingi er lítt til þess fallið að glæða von, - síst af öllu lífsvon. Þessi atriði einkenndu mál- flutning Huldu: þröngsýni í kyn- ferðismálum, dómharka í garð þeirra, sem lifa lífinu eftir öðrum forskriftum en hennar, og blygð- unarleysi, sem fólst í því að draga eigin siðferðiskennd inn í umræð- urnar sem sanna og endanlega mælistiku á „rétt“ og „rangt“ í mannlegri breytni. Lífsvon og lífsvernd voru orð, sem Hulda hafði mjög á tak- teinum, og var svo að skilja að væru helstu baráttumál hennar og þess félagsskapar, sem hún er talsmaður fyrir. Sú verndun lífs, sem hún talaði fyrir, var þó ein- ungis bundin við eitt form lífs, - þ.e.a.s. líf innan legs í konum. Og verndunin virtist bundin að- eins einni vá: fóstureyðingum. Ég þekkti einu sinni konu, sem elskaði ketti, en hataði börn. Hún átti marga ketti, hugsaði vel um þá og barðist svo sannarlega fyrir rétti þeirra í einu og öllu. Börn eru skæð með að hrekkja ketti. Þess vegna vildi vinkona mín láta banna börn í umhverf- inu, - áttu ekki kettirnir sama rétt og börn, spurði hún. Þetta var góð kona, með næma tilfinningu fyrir rétti lífsins, en hún átti það til að grýta börn. Hulda Jensdótt- ir og kattakonan eiga sameigin- legan réttinn til að virða eitt form lífsins umfram annað, en hann gefur þeim hins vegar ekki rétt til að grýta önnur form þess. Þar sem ég tilheyri lífsforminu „utan móðurlífs“ er ekki laust við að mér þætti Hulda grýta mig, - ein- att úr glerhúsi, - með málflutn- ingi sínum í áðurnefndum þætti, og ekki frítt við að mig langi að skoða þá hnullunga nánar. Þá er fyrst til að taka þau rök, Garðar tæki að sér að berjast á Alþingi fyrir lögum, sem bönn- uðu sjálfsfróanir karla, - og skyldi ég þó á hálftíma tína til j afn sterk líffræðileg rök fyrir slíkri lagasetningu og Hulda Jensdóttir gerði fyrir banni við fóstur- eyðingum, - að ógleymdum legt hefði verið að heyra álit Salo- mons sáluga á þessu). í mínum eyrum hljómar þessi tillaga þann- ig, að með þessu yrði ein óham- ingjusöm mannvera gerð enn óhamingjusamari í þeim fróma tilgangi að gera aðra óhamingju- sama manneskju hamingju- „Tilfinningar Huldufyrir þvíhvenœr mannlegt lífhefstgefa henni ekki rétt til að lokafyrir mér þeim neyðarútgangi sem fóstureyðing er, fremur en mínar tilfinningar gefa mér rétt til að neyða Huldu út í fóstureyðingu sem hún ekki vill. “ sem Hulda setti fram gegn fóstur- eyðingum. Þau voru mörg og flest yfrið hæpin, einfaldlega vegna þess að hún sleppti þeim einu rökum, sem til eru fyrir af- stöðu hennar. Einu rökin fyrir banni við fóstureyðingum eru til- finningarök, - og ég tek það fram, að ég tel slík rök jafngild öðrum, - og oft gildari. Einu rök- in, sem við höfum haldbær í dag við að meta hvenær fruma/ frumur teljist barn-manneskja eru tilfinningarök. Líffræðin og önnur raunvísindi geta ekki gefið okkur neitt afdráttarlaust svar þar um. Hulda Jensdóttir kveðst líta svo á, að mjög fljótlega eftir getnað telji hún það líffræðilega fyrirbæri sem þá er að finna innan móðurlífs, barn. Fyrir því eru engin afdráttarlaus rök, en sé það tilfinning Huldu að svo sé, þá er það vitaskuld svo - fyrir henni. Ég lít svo á, að þegar þunguð kona telur sjálf að þungi hennar sé barn en ekki líkamsástand sé „mannlíf í móðurkviði“ hafið. Fyrir því hefi ég engin rök utan eigin tilfinningu. Hinir fornu gyðingar litu svo á, að mannlegt líf hæfist þegar í sáðfrumunni. Það var þeirra til- finning. Og þeir höfðu ekki hald- bærar neinar ósannaðar vísinda- legar fullyrðingar til að breiða yfir tilfinningar sínar - ákváðu einfaldlega sáðfrumuna heilaga og því synd að eyða henni, og refsuðu mönnum fyrir með Jeh- óva sjálfan að svipu. Þetta þykir víst ýmsum broslegt í dag. Mér finnst það hins vegar ekkert frá- leitara en hugmyndir og kröfur Huldu og félaga, og ég bara spyr: Ef við eigum á annað borð að fara út í líffræðilega hundalógikk um upphaf mannlegrar tilveru, því þá ekki að fara leiðina alla, - banna getnaðarvarnir og refsa þeim mönnum sem „láta sæði sitt falla í jörð“? Eða hvar eigum við að draga mörkin? Eða hefur einhver gefið Huldu og félögum náðargáfu óskeikulleikans í þessu efni? Ég minntist á að ég teldi tilfinninga- rök jafngild öðrum rökum, og flest lög byggja að einhverju leyti á þeim, - svo er fyrir að þakka. En ég hygg að það sé einkenni hins upplýsta samfélags að taka mið af sem flestum rökum með og móti, við lagasetningar og aðr- ar samfélagslegar aðgerðir. Það tekur jafnt til tilfinningaraka sem annarra þátta. Og þótt stofnuð yrðu samtök um sáðfrumuvernd, efast ég um að jafnvel Þorvaldur öllum tilfinningarökunum, sem ég hefi á hraðbergi gegn nefndum barnafrumufjöldamorðum karl- manna. Því þótt tilfinningar hinna fornu gyðinga nægðu til lagasetn- inga um hvað væri synd og hvað ekki, nægja tilfinningar okkar Huldu Jensdóttur engan veginn til slíkra hluta, - vona ég. Tilfinn- ingar Huldu fyrir því, hvenær mannlegt líf hefst, gefa henni ekki rétt til að loka fyrir mér þeim neyðarútgangi sem fóstureyðing er, fremur en mínar tilfinningar gefa mér rétt til að neyða Huldu út í fóstureyðingu, sem hún ekki vill. Með öðrum orðum: Frjálsar fóstureyðingar geta aldrei, hafa aldrei og munu aldrei neyða nokkra manneskju út í slíka ákvörðun. Bann við þeim getur hins vegar orðið til að neyða ein- staklinga út í líf, sem er verra en ekkert líf, jafnt frá líffræðilegu sem siðfræðilegu sjónarmiði. Ég segi „getur orðið", því ég tel mig ekki þess umkomna að dæma svo afdráttarlaust um dýpstu og leyndustu rök lífsins sem Hulda gerir. Hulda talaði um „aflífun", um „val“ einstaklingsins, um „rétt barnsins“, og fleira í þeim dúr. Aflífun, þ.e.a.s. dráp, var hennar orð yfir fóstureyðingu. Getnaður var val í sjálfum sér, - val konunnar, vel að merkja. Réttur barnsins hófst þegar við samruna egg- og sáðfrumu, og lauk, eftir því sem mér heyrðist, strax eftir fæðingu. Það er nú svo með þennan „valgetnað", - satt að segja trúði ég ekki á hann fremur en meygetnaðinn. Því er nefnilega svo farið, að kynhvöt manna er að því leyti ólík flestra annarra dýrategunda, að hún þjónar ekki æxlunartilganginum einum. Þar- afleiðandi getur ýmislegt ófyrir- sjáanlegt gerst, þrátt fyrir alla upplýsinguna, getnaðarvarnirnar og tæknina, - rétt eins og það, að þrátt fyrir alla upplýsinguna og tæknina eru sumir svo ólánsamir að hið ófyrirsjáanlega kraftaverk lífsins getur aldrei gerst hjá þeim. í þessu er ekkert réttlæti, enda er lífið yfirleitt óréttlátt. Tillaga Huldu Jensdóttur um að þær konur, sem af ábyrgðar- lausu „vali“ verða þungaðar án þess að vilja eða geta átt barn, verði allt að því skyldaðar til að gefa afkvæmi sín þeim kynsystr- um sínum sem eru óheppnar á hinn veginn, skilst mér að eigi að vera einhvers konar jöfnun á ó- réttlæti Móður Náttúru. (Fróð- samari. Reikningslega séð verður útkoman úr þessu réttlætisjöfn- unardæmi hugsanlega tveir mín- usar móti einum plús. Ég segi ein- um, því á þessu stigi málsins er sá aðili, sem Hulda segist berjast fyrir, nefnilega barnið, algerlega óskrifað blað, og hamingja þess og velferð utan móðurlífs óþekkt stærð. Hvorki Hulda né ég getum sest í dómarasæti um það, hvað sé „best“ eða „réttast“ í þessum efn- um, - það getur einungis sú kona, sem ákvörðunina tekur fyrir sig og þann frumuklasa í líkama sín- um, sem kannski verður maður. Aðeins hún getur dæmt, - um hamingju, um líf, dauða, sekt. En til þess verður hún að eiga valkosti, alla valkosti, - og þá líka neyðarútganginn, fóstur- eyðinguna. Þetta held ég líka að Hulda skilji, því þegar viðmæl- andi hennar í sjónvarpinu innti hana eftir afstöðu til lykkjunnar, vék Hulda sér undan að svara. Lykkjuna kalla ýmsir „mini- morð“ vegna þess hvernig hún vinnur, og ég minni á að á „af- lífun“ getur aldrei verið neinn eðlismunur eftir aðferðum. En máski er skilgreining Huldu og félaga á dauðanum jafn reikul og virðing þeirra fyrir lífinu. Eigin- lega verð ég að segja, að við að hlusta á hana fékk ég hálfpartinn á tilfinninguna að líf utan móður- lífs væri að hennar mati ekkert líf. Og raunar varð ég ekki vör við að 'umhyggjan fyrir fósturlífinu næði lengra en að banni við fóstur- eyðingum. Ekki stakt orð um hvernig vernda skyldi fósturlífið fyrir öðrum vágestum, - og eru þeir þó yfrið margir á tímum kjarnorku og mengunar. Kann- ski er ástæðan fyrir þögn Lífs- vonar um þessa vágesti sú, að þeir ógna jafnt mannkyni öllu, utan legs sem innan. Tilfinningar og réttindi þung- aðrar konu heyrðust mér að væru þessu fólki algjört aukaatriði. Margendurtekin var sama yfirlýs- ingin um að konan hefði valið á þeirri stund er getnaður átti sér stað, og uppfrá því væri skylda hennar að skila í heiminn af- leiðingunum, illum eða góðum eftir atvikum. Þjóðfélagið átti svo að „hjálpa“ henni, ætti hún í einhverjum brösum með fram- kvæmdina. Eina hjálpin, sem þó mátti alls ekki veita henni, var fóstureyðing, - og ekki frítt við að örlaði á gamla draugnum: - hún á ekki að sleppa svo létt, úr- því hún féll! Rétt eins og fóstur- eyðing sé einskonar bónus oná of vel heppnaðar samfarir. Jafnvel kona, sem hugsanlega varð þung- uð af völdum ókunnugs kynferð- isafbrotamanns, - hún átti að bera afleiðingu ofbeldisins undir belti í níu mánuði; næra á eigin líkama einstakling, sem að hálfu var afkvæmi manns sem í augum konunnar hlaut að vera tákn- mynd alls hins viðurstyggilegasta meðal manna. Hún gat bara gefið barnið, ef hún kærði sig ekki um það sjálf, - því „það er ekki barn- inu að kenna, hvernig það verður til.“ Fyrir hvaða lífi er sú virðing, er leggur talsmönnum sínum því- lík orð í munn og slíka grimmd í hjarta? Hverskonar lítilsvirðing er það, sem heimtar mannlíf til handa átta frumum, en lætur sig engu varða örlög fullþroska ein- staklings? Hvers konar mannvirðing gerir umsvifalaust ráð fyrir að konur almennt noti fóstureyðingu í stað getnaðarvarna? Hvers konar fólk er það eiginlega, sem heimtar líf fyrir mig í móðurkviði, í mínu nafni, á þeirri forsendu að ég hafi rétt sem einstaklingur, en heimtar tuttugu árum seinna að einstaklingsréttur minn sé af mér tekinn? Ég er sjálf fjögurra barna móð- ir. Ég hefi tvisvar misst fóstur. Ég hefi upplifað þá dýpstu tilfinn- ingu, sem mannleg vera lifir: að sjá barnið mitt fyrsta sinni. Ég hefi líka lifað þá sáru tilfinningu að missa það, sem hefði getað orðið manneskja, vitandi að hefði þjóðfélagið búið mér þau skilyrði og umönnun, sem ég þurfti, hefði ég ekki þurft að lifa slíka stund. Afstaða þjóðfélags- ins, Lífsvon þarmeðtalin, gagn- vart þessum fjórum börnum, sem ég hefi lifandi í heiminn borið, virðist mér helst vera þessi: - Þetta eru þín börn, góða, sjáðu um þau eins og þér best gengur. Enginn bað þig eignast þau. Og mikið rétt, - enginn bað mig eignast þau. Þau urðu örugg- lega ekki öll til eftir fyrirfram- gerðri áætlun eða meðvituðu vali. En á þeiri stundu sem ég ákvað að ég ætlaði að eignast þau, - ætlaði t.d. ekki að sækja um fóstureyðingu, - þá valdi ég. Fyrir mig og fyrir þau. Og mér finnst það töluverður ábyrgðar- hluti að velja mannlíf til handa ofurlitlu frumubúnti í líkama mínum, - frumubúnti, sem kann- ski hefði hætt að þróast án þess ég einu sinni yrði þess vör að líf hefði hafist, hvað þá slokknað. Það er erfitt að vera maður, og víst er um það að sú byrði sem lögð er á nýborinn meðlim mannkyns er nógu þung, þótt nafngiftin „slysabarn" sé ekki fyrsta vöggugjöfin. Mín börn þurfa a.m.k. ekki að heykjast undir þeim titli, því móðir þeirra átti val, - ekki endilega auðvelt, en val samt. Ég ætla að vona, fyrir hönd barna minna og þeirra barnabarna, sem ég vonast til að sjá, að þau kýrhausalög, sem Lífsvon og misvitrir þingmenn berjast nú fyrir, nái ekki fram að ganga, - fyrr en lífsvernd og virð- ing fyrir rétti einstaklingsins utan móðurlífs er komin á það stig, að engin barnshafandi kona neins staðar þurfi að hugleiða val um annað en það, hvernig hún vilji haga móttökuathöfninni á fyrir- bærinu innan í sér, sem bráðum verður samborgari hennar á þess- ari jörð. Garði, 23. mars 1988 Stefanía Þorgrímsdóttir Stefanía er húsfreyja í Garði í Mý- vatnssveit. Fimmtudagur 31. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.