Þjóðviljinn - 31.03.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.03.1988, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Kartöflur Sammni á döfinni Kartöflurisarnir Ágœti og Þykkvabœjarkartöflur þreifa nú eftir samstarfi vegna slœmrar stöðu kartöfluiðnaðarins. Jón Magnússon: Stjórnirnar þurfa aðfara að taka ákvarðanir „Aulaganginum þarf að fara að framkvæmdastjóri Þykkvabæj- linna,“ segir Jón Magnússon arkartaflna því eins og staðan er í Kartöflufjallið kallar á samning stærstu dreifingaraðilanna dag tapi allir. Kartöflubændur á Suðurlandi tapa nú stórum fjár- fúlgum vegna oflramleiðslunnar sem verið hefur síðustu ár og nú þegar hefur orðið mikill flótti úr stéttinni en forráðamenn risanna á markaðnum, Ágætis og Þykkvaæjarkartaflna, líta svo á að Landssamband kartöflu- bænda eigi ekki að koma inn í viðræður um framtíð dreifingarf- yrirtækjanna. Það eru greinilega þreifingar í gangi en engin bein niðurstaða er enn komin. Þykkvabæjarkart- öflur hafa leitað eftir samstarfi við Ágæti en stjórnir félaganna hafa ekki tekið ákvarðanir um það og ekki er víst nú hvort af því verður. Arnar Ingólfsson fram- kvæmdastjóri Ágætis hf. sagði í samtali við Þjóðviljann að hann vildi ekki lýsa sínum skoðunum á þessu máli en ljóst væri að á- kvarðanir þyrftu að fara að koma frá stjórnum félaganna því á- standið væri sannarlega slæmt. En þó af samruna verði ekki, lítur Arnar svo á að lausn verði að finnast í bráð því „verði um fleiri en eitt fyrirtæki að ræða þá verð- ur að ríkja heilbrigð samkeppni milli þeirra en ekki stríð“. Jón Magnússon tók í svipaðan streng og Arnar og sagði að stjórnirnar verði að fara að koma saman til að ganga frá þessum markaðsmálum því allir tapi við núverandi ástand. Um það hvort Landssamband kartöflubænda ætti að koma inn í viðræðurnar sagðist Jón efast. „Málið stendur milli dreifingarfyrirtækjanna og því er óeðlilegt að Landssam- bandið sé að flækja sér í það,“ sagði Jón, en Landssambandið hefur lýst yfir óánægju með lækk- un kartöfluverðs í síðustu viku og óskað eftir að fá að taka þátt í viðræðum um lausn vandans. -tt Vestmannaeyjar Oimasuga í saltið Hraðfrystistöðin: Ormarnir sogaðir í burtu með lofti með þar tilgerðri vatnsdælu. Hönnuð og smíðuð ávélaverkstæðinu. Sparar menn ogtíma Fyrir tæpu ári síðan byrjuðu menn hjá Hraðfrystistöðinni í Vestmannaeyjum að prófa svo- kallaða ormasugu til að soga í burt orma úr fiskholdi flatnings- fisks. Þessar prófanir hafa gengið vonum framar og er nú svo komið að ormasugan sparar og flýtir mjög fyrir ormahreinsun í salt- fiskverkun fyrirtækisins. Að sögn Öskars Óskarssonar, verkstjóra er ormasugan heima- tilbúið verkfæri, smíðuð og hönnuð á vélaverkstæði fyrirtæk- isins undir stjórn Guðjóns Páls- sonar vélvirkja. Sugan virkar þannig að sérstöku áhaldi er stungið í fiskholdið og ormurinn sogaður burt með lofti. Dælan er vatnsdæla, knúin með vatni, en Óskar sagði að hér væri aðeins um tveggja tommu dælu að ræða sem þyrfti að stækka til að hún yrði öflugri. Engin ummerki sjást eftir suguna í fiskholdinu og er það mikil framför frá því sem áður var þegar hnífur var notaður til verksins en þá vildi það brenna við að sárið í holdinu vildi ekki lokast sem skyldi, eftir hnífinn. Að sögn Óskars hafa venjulega fjórir til fimm starfsmenn unnið við ormatínsluna en með tilkomu ormasugunnar eru þeir aðeins tveir og fara létt með að hafa undan. Óskar sagði að sugan kæmi að góðum notum um þessar mundir þar sem mikill skortur væri á mannskap í fiskvinnunni og vantaði td. um 20 manns í vinnu nú þegar, en á launaskrá fyrirtækisins eru 70-80 manns. Margt vertíðarfólk yfirgaf Eyjarnar þegar Snótarverkfallið skall á á dögunum og hefur það ekki skilað sér til baka. Vinnu- aflsskorturinn háir því mjög framleiðslugetu fiskvinnslunnar og þegar vel fiskast fer mun meiri fískur en þyrfti í gáma, óunninn. -grh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 31. mars 1988 Herinn burt Samtök herstöðvaandstæðinga héldu í gærkvöld vel sóttan baráttuf- und í tilefni þess að 39 ár eru liðin frá inngöngu íslands í NATO. Fyrr um daginn höfðu Rakel Kristjánsdóttir, Guðný Bóasdóttir og Ingi- björg Haraldsdóttir afhent Steingrími Hermannssyni utanríkisráð- herra ályktun samtakanna þar sem skorað er á utanríkisráðherra að beita sér fyrir stöðvun hernaðarframkvæmda á íslandi og leyfa engar nýjar framkvæmdir. Einnig hvetja samtökin hann til að hefja undir- búning að brottför herliðsins og úrsögn úr NATO. Samtökin líta svo á að innganga íslendinga í NATO hafi verið mesta óheillaskref sem stigið hefur verið í íslenskri pólitík á þessari öld. Kennaraverkföll í óvissu f Félagsdómi var í gær málflutningur vegna verkfallsboðunar Kenn- arasambands íslands og fellur dómur í málinu eftir páska. Sömuleiðis varð það til tíðinda í kjaradeilunni að samninganefndir KÍ og fjármála- ráðuneytisins ræddust við í Borgartúninu í gær en lítið þokaðist í samkomulagsátt. Aftur í Skipulagsstjórn Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins hefur lagt til við Skipulagsnefnd borgarinnar að ráðhúsbyggingunni verði vísað aftur til Skipulagsstjórnar ríkisins til umsagnar vegna framkominna athugasemda frá borgarbúum og einnig vegna þess að húsið hefur stækkað mjög mikið frá staðfestu deiliskipulagi. Rúmmetrafjöldinn hafi aukist um 30% og fermetrarnir um 15%. Þessi 46 fermetra stækk- un hefur minnkað Tjörnina um 300 fermetra. Tillagan verður tekin fyrir á næsta fundi Skipulagsnefndar 11. apríl nk. Ekkert viðskiptabann á S-Afríku Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra segir að ekkert sam- komulag sé innan ríkisstjórnarinnar um að setja viðskiptabann á Suður-Afríku. Á utanríkisráðherrafundinum I Tromsö var lýst þung- um áhyggjum vegna þróunar mála í S-Afríku en öll Norðurlöndin utan ísland hafa samþykkt viðskiptabann á Suður-Afríku. Þeim tilmælum hefur verið beint til innflytjenda og annarra að draga úr viðskiptum við S-Afríku en samt sem áður hafa þau aukist mikið upp á síðkastið. Stuðningur við Palestínumenn Á félagsfundi Alþýðubandalagsins á þriðjudagskvöld var Palestín- umálið á dagskrá og var að loknum umræðum samþykkt ályktun þar sem fundurinn lýsti yfir stuðningi „við baráttu palestínsku þjóðarinnar fyrir sjálfsákvörðunarrétti sínum. Fundurinn skorar á ríkisstjórn ís- lands að leggja þeirri baráttu lið á alþjóðavettvangi og halda áfram viðræðum við PLO“. Karíus og Baktus komnir á kreik Kostnaður vegna tannlæknaþjónustu hefur aukist um 48% og á síðasta ári endurgreiddi ríkið sveitarfélögunum rúmlega hálfan milljarð vegna hans. Árið 1975 var fyrst endurgreitt fyrir tannlæknaþjónustu hérlendis og urðu útgjöldin þá 2,7% af heildarút- gjöldum sjúkrasamlaganna en árið 1986 voru þau komin upp í tæplega 5% af heildarútgjöldunum eða um 350 miljónir. Jarðgöng um Ólafsfjarðarmúla boðin út Matthías Á Mathiesen samgönguráðherra hefur falið vegamála- stjóra að bjóða út framkvæmdir við jarðgöng um Ólafsfjarðarmúla til að framkvæmdir við verkið geti hafist á þessu ári í samræmi við fyrri samþykkt Alþingis. Matthías mun innan tíðar leggja fyrir Alþingi tillögu um endurskoðun vegaáætlunar fyrir árið 1988 þar sem meðal annars verður gert ráð fyrir fjármögnun þessara framkvæmda. Tilkynningaþjónusta fyrir ferðamenn Landssamband hjálparsveita skáta og Landssamband flugbjörgun- arsveita reka í samvinnu við Securitas tilkynningaþjónustu fyrir ferða- menn. Ferðamenn geta hringt í síma 91-686068 allan sólarhringinn og tilkynnt ferða- og tímaáætlun sína til félaganna og tryggt með því að fari eitthvað úrskeiðis þá sé alltaf einhver til hjálpar. Þessi þjónusta er ókeypis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.