Þjóðviljinn - 31.03.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 31.03.1988, Blaðsíða 17
ÖRFRÉTTTIR Mikhael Dukakis vann öruggan sigur í prófkjöri Demókrataflokksins í Connectic- utfylki og endurheimti með því forystu í keppninni um framboð í forsetaembætti. Dukakis hreppti hvorki meira né minna en 60 af hundraði atkvæða og 36 kjör- fundarmenn en helsti keppinaut- ur hans, séra Jesse Jackson, varð fyrir valinu hjá 29 hundr- aðshlutum og nældi sér í 16 full- trúa. í þriðja sæti varð Albert Gore en hann fékk aðeins 8 af hundraði atkvæða og engan mann kjörinn. Erkibiskup kaþólsku kirkjunnar í Jórsölum er Palestínumaður. Michel Sabbah var skipaður af páfanum í des- embermánuði í fyrra, skömmu eftir að uppreisn landa hans á herteknu svæðunum braust út. í viðtali við ítalskan blaðamann í gær sagðist Sabbah ekki furða sig á uppreisn Palestínumanna. „Það er mjög eðlilegt að fólk rísi upp eftir tuttugu ára hernám og segi „nú er mælirinn fullur." Ég vona innilega að allar þessar þjáningar og fórnir hafi einhver áhrif til góðs, að þær leiði menn til skilnings á því að hernáminu verður að linna. Francois Mitterrand Frakklandsforseti var vinsæll maður en er nú vinsælli en nokkru sinni fyrr eftir að hafa lýst yfir framboði sínu til endurkjörs. Samkvæmt niðurstöðum fylgisk- annana sem gerðar voru heyrinkunnar í gær hyggjast 40 af hundraði franskra kjósenda Ijá forseta sínum atkvæði í fyrri um- ferð kosninganna þann 24.apríl. 56 af hundraði munu kjósa hann í síðari umferðinni þann 8.maí ef Jacques Chirac verður andstæð- ingur hans. Vilji hinsvegar svo ó- líklega til að Ftaymond Barre verði teflt fram gegn Mitterrand í síðari hálfleik hyggjast 57 af hundraði veita forsetanum brautargengi. ítalir hafa kjörið JR Ewing, gúllasbar- ón í Dallas, holdgerving banda- rísks þjóðaranda. í skoðana- könnun syðra var fólki gefinn kostur á því að velja dæmigerðan fulltrúa þess ákveðna anda og mátti einu gilda hvort hann var sóttur í veruleika eður ei. JR sigr- aði eftir harða samkeppni við annan góðkunnan harðjaxl am- erískrar filmfabrikku, sjálfan Rambó. Hreppti Texasbúinn 24 af hundraði atkvæða en krossfar- inn 22. í þriðja sæti lenti Jóakim, frændi Andrésar andar, og fékk 20 prósent, fjórði var Buffalo Bill með 18 prósent og í fimmta sæti settist sjálf Marilyn Monroe. Þótt sú síðastnefnda væri goðsögn strax í lifanda lífi er hún eini fulltrúi „bandarísks þjóðaranda" sem sannanlegagekk um ájörðu hér. Sömu ítalir bera meira traust til Mikhaels Gorbatsjovs en Ron- alds Reagans. Gobbi fékk 36 af hundraði en Ronni aðeins 13. Hinsvegar segja 40 af hundraði hvorugum þessara manna að treysta. ERLENDAR FRÉTTIR Palestína Átök á „degi jarðnæðis“ Fréttaþjónustu Palestínumanna bannað að starfa nœstu sex mánuði. Miðaldra kona myrtfyrirað „misþyrma hermanni“ Að minnsta kosti tveir Palest- ínumcnn féllu í valinn í hatrömm- um átökum grjótkastara og vél- byssuskyttna á herteknu svaeðun- um ■ gær. Þá minntust mcnn þess að fyrir tólf árum myrtu Israels- menn sex Palestínumenn sem andmæltu landráni gyðinga í Gal- fleu. f gær bönnuðu ísraelsk hernað- aryfirvöld alla starfsemi Frétta- þjónustu Palestínumanna (PPS) næstu sex mánuði. Er forráða- mönnum PPS borið á brýn að þeir gangi erinda Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) en það segja þeir fjarri sanni. Fréttastof- an sé óháð öllum stjórnmála- hreyfingum og afli sér sjálf rekstrarfjár. Allar götur frá því uppreisn Palestínumanna hófst á Gaza og vesturbakka Jórdanár fyrir 16 vikum hefur PPS aflað erlendum fréttariturum upplýsinga um at- burði líðandi stundar. Nú er svo komið að ísraelsmenn kosta kapps um að hindra flutning ísraelsdátar reka flótta palestínskra ungmenna á vesturbakka Jórdanár. Þar létu að minnsta kosti tveir Palestínumenn lifið í gær. frétta af myrkraverkum sínum á þeim, jafnt erlendra fréttamanna herteknu landssvæðunum, hafa sem annarra, og nú síðast mýlt hindrað öll ferðalög inná og útaf pp$ borginni. Að minnsta kosti 30 slösuðust. Svart og hvítt og allt í sátt og samlyndi. En ekki er allt sem sýnist. Bretland Kynþáttaofsóknir í skólum Börn af afrískum og asískum uppruna eiga undir högg að sœkja á Bretlandi Þeldökk börn og ungmenni af asískum uppruna sæta ofsóknum og óvild í breskum skólum. Þetta staðhæfa höfundar skýrslu sem unnin var á vegum Jafnréttisráðs kynþátta (CRE). Fjandsamlegt viðhorf birtist með ýmsum hætti og spannar rófið frá veggjakrot- uðum svívirðingum til svæsinna líkamsárása. „Kynþáttaofsóknir eru al- gengar og útbreiddar og víðast hvar gera yfirvöld lítið sem ekk- ert til að sporna við þeim,“ sagði Aaron Haynes, formaður CRE, þegar hann kynnti skýrsluna. Ha- ynes kvað hana vera afrakstur tveggja ára rannsókna nefndar- manna á hlutskipti yngstu kyn- slóðar breskra blökkumanna og „asíufólks." Ýms dæmi eru færð máli höf- unda til sönnunar. Þeir greina til að mynda frá því að drengur af indverskum uppruna hafi verið stunginn til bana af hvítum skólabróður sínum þegar hann reyndi að verja yngri „landa“ sína fyrir ofsóknum á skólalóð í Manchester. Nefndarmenn segja að svívirð- ingar, hótanir og misþyrmingar hafi áhrif á námsgetu blakkra og brúnna barna og algengt sé að þau eigi við geðræn vandamál að glíma af þeim sökum. „Þeir sem ofsækja þessi börn eru á öllum aldri, allt frá krökkum til gamalmenna og úr öllum stéttum og þjóðfélagshóp- ,um, skólanemar, kennarar og foreldrar." í skýrslu CRE kemur fram að eingöngu 47 af 115 skólaráðum á Bretlandi hafi mótað stefnu í bar- áttunni gegn kynþáttamismunun. „Við þurfum að losa okkur við þær grillur að einvörðungu brjál- æðingar eða pólitískir öfgamenn geri sig seka um kynþáttaofsókn- ir,“ sagði Haynes að lokum. Reuter/-ks. Fimmtudagur 31. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 En þrátt fyrir þetta bárust upp- lýsingar um hryðjuverk þeirra út í heim í gær. í bænum Deir Abu á vesturbakkanum skutu þeir mið- aldra konu til bana fyrir að mis- þyrma hermanni! Hálfníræður eiginmaður hennar og tveir synir, 22 og 28 ára gamlir, voru særðir skotsárum og liggja á sjúkrahús- inu í Ramallah. Frá sjúkrahúsinu í Hebron bár- ust óstaðfestar fréttir um lát ann- ars Palestínumanns. Skotglaður ísraelsdáti varð honum að bana eftir að slegið hafði í brýnu milli mótmælenda og hermanna í Ekki hafði fréttaritara Reuters tekist að afla tíðinda frá Gaza- svæðinu síðdegis í gær. Drottnar- arnir hafa rofið allt símasamband við svæðið og skipað dátum sín- um að gæta þess að enginn fari út fyrir hússins dyr. í sjálfu herraríkinu voru þús- undir lögregluþjóna á varðbergi ef ske kynni að ísraelskir Palest- ínumenn yrðu með óspektir á „degi jarðnæðisins“. En að sögn fréttaritara Reuters fóru mót- mæli þeirra að mestu friðsamlega fram. Reuter/-ks. Sonur minn, eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor Digranesvegi 113, Kópavogi verður jarðsunqinn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 6. apríl kl. 10.30. Torfhildur Þorsteinsdóttir Þórdís Aðalbjörg Þorvarðardóttir Þorgeir Þorbjörnsson Erla V. Kristinsdóttir Sigurgeir Þorbjörnsson Kristín Jónsdóttir Jón Baldur Þorbjörnsson Auðbjörg Bergsveinsdóttir Þorvarður Ingi Þorbjörnsson Helga Ingimundardóttir Arinbjörn Þorbjörnsson og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Ingólfs Theodórssonar netagerðarmeistara Höfðavegi 16 Vestmannaeyjum Guð blessi ykkur öll. Sigríður Sigurðardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn Halldór Jörgensen Akursbraut17 Akranesi sem andaðist 25. mars sl. verður jarðsunginn frá Akranes- kirkju laugardaginn 2. apríl kl. 11.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið eða Hjartavernd. Ragnheiður Guðbjartsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.