Þjóðviljinn - 31.03.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 31.03.1988, Blaðsíða 19
IÞROTTIR Það voru mikil átök í úrsitaleik íslandsmótsins í gær. Hér er brotið á Geir Sveinssyni fyrirliða Vals og víti var dæmt. Úr vítinu skoraði síðan Valdimar Grímsson. Handbolti Frabær úrslitaleikur Þegar Valsmenn tryggðu sér Islandsmeistaratitilinn með sigri á FH, 26-23 Það var strax ljóst hvað í vænd- um var þegar flautað var til leiks að Hlíðarenda í gærkveldi. Áhorfendur sem troðfylltu húsið létu í sér heyra svo um munaði. Lúðrablástur og trumbusláttur var svo hávær að ekki var unnt að greina á milli hvort fleiri áhorf- endur væru á bandi FH eða Vals. FH-ingar tóku strax tvo Vals- menn úr umferð, en þetta bar lítinn árangur og áttu Valsmenn auðsjáanlega von á þessu. Júiíus Jónasson opnaði markareikning Og þetta líka Menotti sem rekinn var úr þjálfarastöðu hjá Real Madrid hefur nú fengið óform- legt boð um taka við hjá 1. deildarlið- inu Flumenense í Brasilíu. „Við hugs- um hátt og ætlum að vinna til verð- launa á alþjóðavettvangi. Fyrsta skrefið er að ráða Menotti". Seltjarnarnes verður að ári liðnu búið íþróttahúsi. Fyrirhugað er að byggja íþróttahús sem verður 20x40 metra þ.e.a.s. lög- legt. í húsinu verða stæði fyrir 800 manns og 156 metra fimleikagryfja enda skai húsið verða hið glæsileg- asta. Það verður staðsett við hlið þess gamla og er ætlunin að vígja nýja húsið í byrjun árs 1989 en það er mjög stuttur byggingartími. Velskir eru enn í vandræðum með lands- liðsþjálfara. Þeir fengu David Wil- liams þjálfara Norwich til aö vera með liðið í vináttuleik gegn Júgóslövum en forráðamenn Norwich hafa sagt að það sé ekki mögulegt að hann verði með bæði liðin. Þá er bara að auglýsa enn á ný. Vals og í kjölfarið fylgdi mark frá Óskari Ármannssyni FH-ingi. Valsmenn náðu fljótt tveggja marka forskoti 5-3, 6-4 og 7-5. FH-ingar tóku sig nú saman í andlitinu og náðu að jafna leikinn, 7-7, en jöfnunarmarkið dugði skammt og gerðu Vals- menn næstu tvö mörk, 9-7. Liðin skiptust nú á að skora og þegar þrjár sekúndur voru til hálfleiks, fengu Valsmenn aukakast. Þeir gáfu boltann á Júlíus sem stökk upp og þrumaði honum í netið, staðan því 12-10 í hálfleik: Héðinn Gilsson sem hafði látið lítið fara fyrir sér í fyrri hálfleik skoraði fallegt mark í byrjun þess síðari. Liðin skiptust nú á að skora en þegar staðan var 15-14 Val í hag komu þrjú Hlíðarenda- mörk í röð. Margir héldu að leikurinn væri nú unninn fyrir Valsmenn, en FH-ingar voru á öðru máli, sýndu klærnar og náðu að minnka muninn niður í eitt mark, 21-20, og sjö mínútur til leiksloka. Valsmenn náðu nú að halda aftur af Héðni, en hann hafði gert fimm mörk í röð fyrir FH-inga og sigu aftur framúr. Valdimar Grímsson skoraði næsta mark og þegar fjórar og hálf mínúta var til leiksloka skoraði Jakob Sigurðsson úr hraðaupphlaupi, 23-20. Stuðn- ingsmenn Vals voru nú farnir að fagna og var það tímabært því að liðin skiptu bróðurlega á milli sín síðustu sex mörkunum. Valdimar Grímsson innsiglaði sigur Vals með marki úr vítakasti á síðustu sekúndunum. Vítið var einkar skemmtilega framkvæmt, sneri hann sér hring á vítapunktinum og skaut snúningsskoti í gólfið og inn. Valsmenn unnu því lang- þráðan og sannfærandi sigur 26- 23. Hjá Valsmönnum voru fáir veikir hlekkir. Einar varði frá- bærlega, Þorbjörn og Geir voru sem klettarívörninni, Jón stjórn- aði spilinu af mikilli skynsemi og þeir Valdimar, Júlíus, Jakob og Þórður áttu allir stjörnuleik. FH-ingar spiluðu góða vörn en að sama skapi var sóknin ekki eins góð og endranær. Óskar Ár- mannsson spilaði mjög vel í fyrri hálfleik og gerði þá sjö mörk. Héðinn Gilsson átti að sama skapi mjög góðan seinni hálfleik en Þorgils Óttar átti sennilega jafnbestan leik Hafnfirðinga. Markverðir FH-inga náðu sér hins vegar aldrei verulega á strik. Dómarar Ieiksins voru þeir Stefán Arnaldsson og Ólafur Haraldsson og höfðu þeir mjög góð tök á þessum erfiða leik. íþróttahúsib Hlíbarenda 30. mars 1988 Valur-FH 26-23 (12-10) Mörk Vals: Valdimar Grímsson 10/4, Júlíus Jónasson 7, Jakob Sigurðsson 4, Þórður Sigurðsson 3, Jón Kristjáns- son 1 Varin skot: Einar Þorvarðarson 17/2 Utan vallar: Valdimar Grímsson 2 mín., Jakob Sigurðsson 2 mín. Mörk FH: Óskar Ármannsson 9/2, Héðinn Gilsson 6, Þorgils Óttar Mathiesen 5, Guðjón Árnason 2/1, Pétur Petersen 1 Varln skot: Magnús Árnason 5/1, Bergsveinn Bergsveinsson 3 Utan vallar: Pétur Petersen 2 mín., Óskar Ármannsson 2 min. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Ólafur Haraldsson voru góðir að vanda. Menn leiksins: Einar Þorvarðarson og Valdimar Grímsson. Fimmtudagur 31. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 Sagt eftir leikinn: Viggó Sigurðsson: Betra liðið vann í þessum leik. Þeir virtust vera í betra dagsformi og þá sérstaklega Einar sem sýndi frábæra markvörslu. Við vorum undir næstum allan leikinn og höfðum því á brattann að sækja. Við slíkar kringumstæður er alltaf erfitt að vinna og því var sigur þeirra sann- gjarn. Dómgæslan var til fyrirmyndar. Geir Sveinsson: Þetta var alveg frábær sigur og það er þungu fargi af okkur létt eftir þennan leik. Við vorum ákveðnir í því að laga það sem afvega fór í fyrri leiknum og okkur tókst það svo sannarlega. Við höfum verið undir mikilli pressu á tvennum vígstöðum í dágóðan tíma og það var eins og þessi pressa gæfi okkur tvöfaldan kraft þegar líða tók á leikinn. En við erum bara hálfnaðir núna því við ætlum okkur ekkert annað en sigur í bikarnum. Héðinn Gilsson: Ég vil óska Valsmönnum innilega til hamingju með þennan sigur. Þeir áttu fyllilega skilið að vinna því þeir voru betra liðið í þessum leik. Matthías Á. Mathiesen: Það var auðsjáanlegt að Valsmenn voru betra liðið í leiknum. Þetta eru tvö lang bestu liðin á íslandi í dag og við megum ekki gleyma því að það er aðeins eitt stig sem skilur liðin að. Valdimar Grímsson: Þetta var stórkostlegur leikur bæði fyrir leikmenn og áhorfendur. FH-ingar voru góðir en við þoldum betur álagið sem fylgdi leiknum. Jón Pétur Jónsson: FH-ingar gerðu mikil mistök með því að taka tvo Valsmenn úr umferð í byrjun leiksins. Valsmenn áttu von á því og þannig misstu Hafnfírðingar trompið úr höndunum. Þannig náðu Valsarar tveggja marka forskoti sem FH-ingum tókst síðan aldrei að vinna upp. Dómar- arnir eiga heiður skilinn fyrir að halda þessum erfiða leik niðri. Önnur úr- slit í gær í gærkveldi voru leiknir síðustu leikirnir í íslandsmótinu í hand- bolta. Þeir voru teknir svona mátulega alvarlega og voru úrslit þessi: Vikingur-Þór 30-27 (14-15) Fram-Stjarnan 23-32 (12- 12) KA-ÍR 24-30 (10-15) UBK-ÍR 23-22 - þóm j \QCN Aí / Aðalfundur KRON Aðalfundur KRON verður haldinn 9. apríl 1988 á Hótel Sögu, hliðarsal og hefst kl. 10.00 árdegis. Dagskrá: 1. Kl. 10.00-12.00 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. félagslögum. 2. Borin upp tillaga um samein- ingu KRON og Kf. Hafnfirðinga. 12.00-13.00 Matarhlé. 13.00-14.30 Aðalfundi fram haldið. 2. 14.30- 15.20 Deildarfundir 1. tii 6. deiidar. Dagskrá: Tekin afstaða til tillögu um sameiningu KRON og Kf. Hafnfirðinga. 15.30- 16.00 Kaffihlé. 3. 16.00-16.50 Fulltrúafundur. Dagskrá: Síðari afgreiðsla á tillögu um sameiningu KRON og Kf. Hafnfirðinga. Stjórn KRON England Whiteside vill burt Norman Whiteside hefur beð- ið um sölu frá félagi sínu, Manc- hester United. Hann vildi ekki tjá sig meira um málið en vitað er að honum og Alex Fergusson, stjóra United hefur ekki komið sem best saman að undanförnu. Whiteside náði að vinna sér sæti í aðalliði Manchester United aðeins 16 ára gamall og hefur leikið í yfir 200 leiki með félaginu en hann er einnig í norður-írska landsliðinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.