Þjóðviljinn - 08.04.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.04.1988, Blaðsíða 2
___________FRETTIR__________ Verslunarmenn Harðir á laugardagslokun Hagkaup í Kringlunni: Fólk orðið ofsalega pirrað á þessum langa vinnutíma. Erað jafnaðifrá 8-21 virka daga og stundum lengur að viðbœttri laugardagsvinnu. Verkfall boðað frá nk. fimmtudegi „Fólkið er orðið ofsalega pirr- að á þessum langa vinnutíma frá morgni til kvölds alla virka daga að viðbættri laugardagsvinn- unni, enda er full samstaða um það í okkar kröfugerð að af- greiðslufólk fái frí á laugardögum í þrjá mánuði yfír sumartímann,“ sagði Sigríður Inga Ágústsdóttir, fyrrum trúnaðarmaður á kassa hjá Hagkaupum í Kringlunni og samninganefndarmaður hjá YR, við Þjóðviljann. Trúnaðarmannaráð Verslun- armannafélags Reykjavíkur hef- ur boðað til verkfalls í stór- mörkuðum og matvöruverslun- um á félagssvæði sínu frá og með nk. fimmtudegi 14. apríl, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Höfuðkrafa VR er að af- greiðslufólk fái frí á laugardögum í þrjá mánuði í sumar, þe. júní, júlí og ágúst. Venjulegur vinnutími hjá verslunarfólki hjá stórmörkuð- um eins og hjá Hagkaupum í Kringlunni er frá kl. 8 á mor- gnana ogfram tilkl. 21.30 ámán- udögum og til fimmtudaga, en á föstudögum fram til kl. 22.30. Tvisvar til þrisvar í viku þarf það svo að fylla í hillur og við það lengist vinnutíminn og getur orð- ið allt fram til miðnættis ef svo undir. Þessu til viðbótar kemur svo vinnan á laugardögum og er verslunarfólkið þá ekki búið að vinna fyrr en kl. 17. Að sögn Sigríðar eru bryjenda- laun hjá afgreiðslufólki í stór- mörkuðum tæplega 35 þúsund krónur á mánuði fyrir dagvinn- una en síðan bætist við launin sá tími sem unninn er umfram da- gvinnuna og getur með eftirvinn- unni náð 50-60 þúsund krónum á mánuði. Sigríður sagði að þetta væru auðvitað engin laun fyrir allan þennan vinnutíma enda hefði það aukist á síðustu misser- um að æ fleiri færu fram á fyrir- framgreiðslu á sínum launum og jafnvel svo að viðkomandi tæki allan mánuðinn fyrirfram. Aðspurð urn hvort ekki hefði verið rætt um að koma á vakta- vinnu í stórmörkuðunum, sagði hún að það væri ekki hægt að óbreyttu vegna manneklu. Lágu launin gerðu það að verkum að ofsaleg hreyfing væri á fólki og hefði það frekar aukist en hitt upp á síðkastið. -grh Fulltrúar afgreiðslufólks á samningafundi með vinnuveitendum í karphúsinu í Reykjavík í gær. mmmmmmmmmmmmm^^m^^^^m^^^mm^^^^^m Verslunarmenn Landsvirkjun: Um 14% lækkun á rafhitun íbúða Ágreiningur ístjórn um hœkkun gjaldskrár. Ólafur Ragnar Grímsson og Páll Pétursson mótfallnir hækk- un Stjórn Landsvirkjunar hefur ákveðið að veita afslátt af niður- greiddri rafhitun íbúðarhúsnæð- is og Ieiðir hann til allt að 14% lækkunar á rafhitunarverði. Af- sláttur þessi er veittur frá 1. þessa mánaðar og mun gilda út árið en verður þá endurskoðaður með hliðsjón af þróun olíuverðs, skattiagningar og annara atriða sem áhrif kunna að hafa á verðið. Jafnframt var ákveðið að hækka gjaldskrá Landsvirkjunar vegna óhagstæðra áhrifa frá síð- ustugengisfellinguum3,7%. Um þetta varð ágreiningur í stjórn Landsvirkjunar og fluttu þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Páll Pétursson tillögu þess efnis að þessari hækkun yrði frestað. í greinargerð sem Landsvirkj- un hefur sent frá sér vegna þessa segir m.a. að þessi afsláttur sé til kominn vegna versnandi sam- keppnisstöðu rafhitunar við olí- ukyndingu í framhaldi af lækk- andi olíuverði. Sé Landsvirkjun kleift að gera þetta sökum þess að markaðsaðstæður virðist ætla að verða fyrirtækinu hagstæðar í ár vegna hækkandi álverðssem leiði til hækkunar raforkuverðs til ÍSAL. Hinsvegar kemur fram í greinargerðinni að óhagstæð áhrif síðustu gengisbreytingar á fjárhag Landsvirkjunar leiði til þess að gjaldskrá hennar þurfi að hækka um 3.7% og hefur verið ákveðið að sú hækkun komi til framkvæmda 1. maí n.k. en jafn- framt verði afslátturinn aukinn þannig að gjaldskrárbreytingin Ieiði ekki til hækkunar á hlutað- eigandi rafhitunarkostnaði, eins og það er orðað í greinargerð- inni. -FRI Gengur litió Kaupmenn tregirtil að rœða kauptölur Klukkan 4 í gær hittust samn- inganefnd Verslunarmannafélags Reykjavíkur og fulltrúar Vinnu- veitendasambandsins í karphús- inu hjá sáttasemjara ríkisins. Fundurinn stóð fram yfir klukk- an sex og var þá gefíð langt kvöld- matarhlé. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans hefur umræðan einkum snúist um desemberuppbót og laugardagslokun. Talið er að rætt sé um heldur hærri uppbót á laun í desember heldur en náðist fram í samningum þeim sem V.R. fell- di fyrir páska. í gildandi samning- um er kveðið á um laugardags- lokun yfir sumarmánuðina en verslunarmenn felldu að víkja mætti frá þessu banni. Að vísu skyldi það vera háð því að sam- komulag næðist um það á hverj- um vinnustað. Talið er að versl- unarmenn hafi ekki viljað missa stuðning stéttarfélags síns við laugardagslokunina. ÓP Hagvirki langiægstir í Blöndu Stjórn Landsvirkjunar hefur tekið tilboði frá Hagvirki í gerð grunna fyrir aðalstíflur Blönduvirkjunar. Tilboðin voru opnuð í síðasta mán- uði og bauð Hagvirki 63,6 miljónir í verkið sem eru tæp 68% af áæltuðum kostnaði. Engin önnur tilboð voru undir kostnaðaráætlun en dýrasta tilboðið kom frá fyrirtækinu GKN Keller og hljóðaði uppá rúmar 164 miljónir eða rúmlega hundrað miljónum hærra en tilboð Hagvirkis. Verkframkvæmdir hefjast í maíbyrjun og á að vera lokið um miðjan nóvember n.k. Húsnæðisloforð seld fyrir 202 miljónir Samkvæmt athugun sem Húsnæðisstofnun hefur gert þá hafa vænt- anlegir lántakendur stofnunarinnar selt lánsloforð uppá rúmar 202 miljónir frá því sl. vor fram til janúarloka. Um er að ræða 193 heil lánsloforð og 235 loforð að hluta sem hafa verið seld til þriggja fjár- mögnunarfyrirtækja og eru heildarsölulaun og afföll af þessari sölu rúmar 18,6 miljónir eða tæp 12% af heildarupphæðinni. Brýr falla undir bygginganefndir Félagsmálaráðherra hefur úrskurðað að Vegagerðin verði að leita samþykkis viðkomandi bygginganefnda varðandi brúarbyggingar. Bygginganefnd Miklaholtshrepps vísaði máli til ráðherra vegna fyrir- hugaðar brúarframkvæmda við Straumfjarðará á Snæfellsnesi. Vildi bygginganefndin fá málið til umfjöllunar en Vegagerðin neitaði. Úr- skurður ráðherra er að brúargerð falli undir bygginganefndir sem aðrar byggingaframkvæmdir. Vegagerðin er ekki sátt við þennan úr- skurð og ætlar að vfsa málinu til samgönguráðherra. Neysla mjólkurafurða eykst sífellt Á meðan neysla mjólkurafurða minnkar stöðugt í nágrannalöndum okkar, eykst hún hérlendis. Töluverðar breytingar hafa hins vegar orðið á neyslumynstrinu hérlendis, landsmenn drekka sífellt meira af léttmjólk, kakómjólk jógúrti og undanrennu, og einnig hefur aukist sala á rjóma. Salan á hinum hefðubundnu vörum, nýmjólk, súrmjólk og skyri hefur hins vegar dregist töluvert saman. Rokkskór og bítlahár í Sjallanum í kvöld verður frumsýnd í Sjallanum á Akureyri rokk- og poppsýn- ingin „Rokkskór og bítlahár" sem rekur rokk- poppsöguna frá 1955 til 1970. Sjö söngvarar frá Akureyri koma fram í sýningunni en höfundur og leikstjóri er Þorsteinn Eggertsson. 6 manna hljómsveit spilar rokkið og fjölmargir norðlenskir dansarar taka þátt í sýningunni sem er haldin í tilefni 25 ára afmælis Sjallans á þessu ári. Lokað á Breiðdalsgrunni og Berufjarðarál Sjávarútvegsráðuneytið hefur bannað allar togveiðar á Breiðdals- grunni og í Berufjarðarál en vart hefur verið mikið smáþorsks í afla togara sem hafa orðið að veiðum á þessu svæði. Bannið gildir til loka þessa mánaðar. Skáldsagnakeppni Æskunnar Barnablaðið Æskan minnist 90 ára afmælis síns með því að efna til skáldsagnakeppni. Handritum á að skila fyrir 1. júní og verða veitt 200 þús. króna verðlaun fyrir besta handritið auk venjulegra ritlauna. 26 sýna á Fishing 88 í Bretlandi 20 íslensir framleiðendur tæknivöru í sjávarútvegi ætla að kynna vöru sína í sameiginlegri 600 ferm. sýningardeild á sjávarútvegssýning- unni Fishing 88 sem verður haldin í Glasgow um miðjan þennan mánuð. 6 önnur íslensk fyrirtæki sýna vörur sýnar í Glasgow en Ut- flutningsráð hefur skipulagt þátttöku fyrirtækjanna. Aldrei fyrr hafa jafnmörg íslensk fyrirtæki sýnt saman á erlendri vörusýningu. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.