Þjóðviljinn - 08.04.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.04.1988, Blaðsíða 6
FRÉTTIR Ráðhúsið „Graftarleyfi“ samþykkt Borgarstjórn samþykkti að hefjaframkvæmdir við byggingu ráðhússins. Hefjaststrax í dag. Minnihlutinn mótmœlti harðlega með sérstakri bókun Mcirihluti sjálfstæðismanna í borgarstjórn samþykkti á fundi borgarstjórnar í gær gegn atkvæðum minnihlutans að hei- mila verkefnisstjórn að byggingu ráðhúss graftarleyfi fyrir bygg- ingunni og hcfjast framkvæmdir í dag. A fundinum lögðu fulltrúar minnihlutans, að undanskildum fulltrúa Framsóknarflokksins, fram bókun þar sem þeir mót- mæltu því harðlega að heimilaðar yrðu byrjunarframkvæmdir við ráðhússbygginguna. í bókun borgarfulltrúanna segir orðrétt: „í fyrsta lagi er í byggingarlögum og reglugerð ekkert til sem heitir „graftar- leyfi“. í 9. gr. byggingarlaga og í kafla 3.4. í byggingarreglugerð er aðeins kveðið á um byggingar- leyfi og þau skilyrði sem uppfylla þarf áður en slíkt leyfi fæst. í öðru lagi að fyrirliggjandi uppdrættir ðf ráðhúsi uppfylla ekki fyrrnefnd skilyrði. Má í því sambandi nefna að þeir eru hvorki í samræmi við staðfest að- alskipulag né deiliskipulag sbr. gr. 3.4.4. í byggingarreglugerð. Byrjunarframkvæmdir að byggingu ráðhúss í Tjörninni hefjast í dag eftir að meirihluti sjálfstæðismanna samþykkti á fundi borgarstjórnar í gær að heimila „graftarleyfi" fyrir byggingunni gegn atkvæðum stjórnar- andstöðunnar. Borgarstjórn Ferðaþjónusta fyrir Á fundi borgarstjórnar í gær lögðu fulltrúar minnihlutans fram tillögu um að Reykjavíkur- borg komi á fót ferðaþjónustu fyrir aldraða sem dvelja í heima- húsum og gerður verði sérstakur samningur við leigubílastöðvar um þessa þjónustu. Þá verði einn- ig kannað hvort hægt verði að semja við SVR um sérstakar ferð- ir í félagsstarfið. Tillagan gerir ráð fyrir að fyrst í stað skuli miða ferðaþjónustuna við félagsstarf aldraðra og lækni- sferðir, en jafnframt áskilinn möguleiki á að auka þjónustuna enn frekar. Nánari útfærsla þess- arar þjónustu verði í höndum Félagsmálaráðs og Fél- agsmálastofnunar. í greinargerð með tillögunni segir að mikið sé spurt um ferða- aldraða þjónustu fyrir aldraða til að geta sótt það félagsstarf sem stendur til boða, en sem margir verða af vegna skorts á ferðum. Erlendis sé ferðaþjónusta sem þessi víða tíðkuð, enda gamla fólkinu það kappsmál að geta komist á þá staði sem það nauðsynlega þarf, án þess vera algjörlega upp á skyldmenni sín komið. -grh Þær teikningar sem nú liggja fyrir byggingarnefnd gera ráð fyrir byggingu sem er 30% hærri og 28% stærri að rúmtaki en sú sem staðfesting ráðherra nær til. Skipulagsstjórn ríkisins hefur ekki fallist á að gera breytingu á deiliskipulaginu sem heimili svo mikið frávik. Samþykkt skipu- lagsstjórnar frá 23. mars sl. náði aðeins til stækkunar byggingar- reits en ekki til hússins sjálfs. í þriðja lagi hefur ekki verið sýnt fram á að við þessar fram- kvæmdir verði gerðar þær varúð- arráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að hindra að bygging ráð- hússins valdi skaða á lífríki Tjarn- arinnar“. _grh Loðna Vertíðinni lokið Loðnunefnd: 48 skip veiddu 917þúsund tonn. Fjórða besta vertíðinfrá upphafi Loðnuvertíðinni, sem hófst í september sl., lauk í fyrrinótt. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá loðnunefnd veiddust alls 917 þúsund tonn á vertíðinni og er hún sú Ijórða hæsta frá upphafi loðnuveiða hér við land. Kvótinn á vertíðinni var 906 þúsund tonn og veiddu skipin um 10 þúsund tonn fyrirfram upp í næstu ver- tíð. Að sögn Astráðs Ingvarssonar hjá loðnunefnd höfðu 49 skip leyfi til veiðanna að þessu sinni en eitt skip framseldi kvótann sinn strax í upphafi. í byrjun leit ekki vel út með veiðina því loðn- an var langt frá landi og erfitt að ná henni. En strax eftir áramótin glæddist veiðin að mun og þegar loðnan færðist nær landi þurftu skipin rétt aðeins að bleyta nót- ina til að fylla sig. Samkvæmt bráðabirgðatölum var mest landað af loðnu í Vestmannaeyjum eða 125.700 tonnum, í öðru sæti var Seyðis- fjörður með 106.400 tonn, Siglu- fjörður með 95 þúsund, Eski- fjörður með 93.500 og Neskaup- staður með 84.500 tonn. Eins og flestum er kunnugt fóru veiðarnar ekki að glæðast að marki fyrr en Ástráður hjá ioðnu- nefnd íklæddist skyrtunni margf- rægu og að sögn hans verður skyrtunni gefið frí þar til í haust þegar næsta vertfð hefst. -grh ALÞÝÐUBANDALAGIÐ LESENDABRÉF ABR Á döfinni Morgunkaffi ABR verður laugardaginn 9. apríl kl. 10.30 að Hverfisgötu 105. Guðrún Ágústsdóttir og Magnús Skúlason ræða ráðhússmálið og miðbæj- arskipulagið. Allir velkomnir. Stjórnin Alþýðubandalagið Kópavogi Morgunkaffi ABK Valþór Hlöðversson og Kristján Sveinbjörnsson verða í morgunkaffi í Þing- hóli, laugardaginn 9. apríl frá kl. 10-12. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Stjórnin Alþýðubandalagið Kópavogi Spilakvöld ABK Haldið verður áfram með hin vinsælu spilakvöld 3 kvöld í viðbót. Spilað verður mánudagana 11. og 25. apríl í Þi ighóli, Hamraborg 11 og hefst spilamennskan kl. 20.30. Veitt verða kvöldverðlaun og heildarverðlaun sem eru helgarferð til Akur- eyrar. Gisting í 2 nætur og morgunverður á Hótel KEA. Allir velkomnir. Stjórn ABK ABR Aðalfundur Aðalfundur ABR verður haldinn 26. apríl n.k. kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingatillögur þurfa að hafa borist stjórn félagsins fyrir 11. apríl. Nánar auglýst síðar. Stjórnin ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Skrifstofan opin á miðvikudögum Skrifstofa ÆFAB er opin á miðvikudagskvöldum á milli kl. 20-22. Allar upplýsingar urri starfsemina og stefnumál. Hringdu, eða það sem betra er, kíktu inn. Kaffi á könnunni. Æskulýðsfylklng Alþýðubandalagsins, Hverfisgötu 105, sími 17500. Lækkið hæsbi launin Það er bón mín að þið birtið þetta hrafnaspark, ef þið getið lesið það. Okkur finnst sem engin blöð vilji hlusta á okkur og við, „þessi smáu", getum því illa látið í okkur heyra. Hvar á að byrja? Það er ekki nema von að lands- mönnum ói við kröfum verka- fólks! Hefur annars nokkur gert sér grein fyrir orðaleik sem þess- um? Það er alkunna að fiskvinnu- fólk, afgreiðslufólk og annað þegnskylduvinnufólk þessa lands getur ekki lifað af launum sínum eftir þær hækkanir sem í vetur hafa dunið yfir. Þórarinn V. Þór- arinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, hef- ur í sjónvarpi upplýst þjóðina um þau „geysilegu" laun sem þetta fólk hefur. Ég hváði. Hvað er maðurinn að tala um? í 26 ár er ég búin að vinna í fiski og aldrei hef ég haft lakari laun en nú miðað við dýrtíð. Þórarinn hélt því blákalt fram að kaup næði 60 þúsund krónum á mán- uði. Miðað við taxtakaupið eru mánaðarlaunin 31.680 og ná á hæsta taxta 33.600 á mánuði. Hvernig fær sá góði maður út 48- 60 þúsund á mánuði. Það, sem nú mætti að gagni koma, er hvergi orðað. Lækkið hæstu launin. Það þjónar engum tilgangi að stríðala allt þetta geld- fé þjóðfélagsins en svelta það sem arðinn gefur í raun og veru. Er ekki kominn tími til að at- huga bruðl þeirra sem stjórna fyrirtækjum þessa lands? Við, sem vinnum að framleiðslunni, horfum upp á að ótakmarkað fé fer í að skaffa háttsettu fólki frítt húsnæði, ferðakostnað, veislur og hóteldvöl á Sögu. Ólíklega þurfa þessir menn sífellt að vera á ferð og flugi innanlands og utan. Það er ótakmarkað það fé sem rennur þarna í þann lækinn sem engu skilar aftur. Berið saman hæstu og lægstu laun og sjáið muninn. Hvernig væri að nota hlutaskiptakerfið, sem upp hefur verið tekið á Vest- fjörðum? Þetta kerfi hefur lækk- að hæstu laun en hækkað þau lægstu. Hér er hver kaðalspotti laus, hvergi hægt að festa enda nema hjá verkafólki. En það er orðið langþreytt, ekki af vinnu beinlín- is heldur af fátækt og tilgangs- leysi. Þegar það á að spara nú, má líkja því við mann sem fer í sólar- landaferð og fær eintóma snjó- komu. Oft má heyra góðborgara segja sem svo: „Nú, vinnurðu bara í fiski?“ Hafið þið kannski orðið fyrir því að ykkur hefur verið neitað um afgreiðslu í sjoppu af því að þið eruð í vinnugalla og af ykkur er fisklykt? í sumum frysti- húsum er ekki hægt að geyma svo mikið sem hanska. Suinir taka fyrir nef sér ef þeir finna lykt af því fólki sem ásamt með sjó- mönnum klórar inn peninga í hina botnlausu hít, ríkissjóð. Stjórnmálamenn eru skeyting- arlausir og mjög rangsýnir í pen- ingamálum. Þeir leyfa geysimikl- ar lántökur utanlands í óarðbær fyrirtæki. Því ekki að láta þessa menn sjálfa borga vextina og vera ábyrga gerða sinna en skýla sér ekki í ríkisábyrgð. Með þessu framhaldi á erlendri skuldasöfnun sýnist fátt til ráða. Þó gæti eignaupptaka átt rétt á sér og verið síðasta úrræðið. Hve mörgum miljörðum eru stór- eignamenn og fjárglæframenn búnir að koma í erlenda banka? Hver hefur eftirlit með útflutn- ingi fjármagns? Stjórn þessa lands og stjórnir allra fyrirtækja á landinu hljóta að fara að hugsa sig um. Það þýðir ekki lengur að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Sú stjórn, er lætur ekki af slíku athæfi, stendur fyrr eða síðar í hellisdyrum sínum, blind á eigið verð- og getuleysi, og reynir, eins og Pólífemus kýklópi forðum, að gæta sauða sinna en „Enginn", þ.e.a.s. Odysseifur, sleppur út því að hann er búinn að blinda Pólífemus. Og það verður enginn eftir, ekki einn einasti af háttlofuðum sauðum Pólífemusar, því að hann vissi ekki í heimsku sinni að enginn hét „Enginn“ og þáði ekki hjálp þegar hún bauðst. Verið skynsamir, standið ekki bara í dyrunum og horfið á allt hrynja. Þessi spilaborg er þegar orðin of stór til að standast vind- inn. Gömul verkakona 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.