Þjóðviljinn - 08.04.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 08.04.1988, Blaðsíða 14
AFMÆLI ffl Frá Borgarskipulagi l|f Reykjavíkur Vegna prentvillu í Lögbirtingablaöinu 18. mars 1988, birtist þessi auglýsing frá Borgarskipulagi aftur meö breyttum skilafresti athugasemda. Með vísan til 17. og 18. greinar laga nr. 19/1964 er hér meö auglýst landnotkunarbreyting á staö- festu Aðalskipulagi Reykjavíkur. Breytingin er í því fólgin að landnotkun á staögr.r. 1.286.1 sem markast af Safamýri, Háaleitisbraut og Miklu- braut veröur svæöi fyrir verslun og þjónustu í staö íbúðarsvæðis. Uppdráttur og greinargerö liggja frammi almenn- ingi til sýnis hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, frá föstudeginum 18. mars til 29. apríl 1988, alla virka daga frá kl. 8.30-16.15. Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega á sama staö eigi síöar en kl. 16.15, mánudaginn 23. maí 1988. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir breytingunni. Reykjavík, 8. apríl 1988 BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR Borgartúni 3, 105 Reykjavík Vinnuskóli Iff Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavíkur auglýsir eftir leiðbeinend- um til starfa við Vinnuskólann í sumar. Starfstími er frá 1. júní til 1. ágúst n.k. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í verk- stjórn og þekkingu á gróðursetningu, jarörækt o.fl. störfum. Til greina koma 1/2 dags störf. Umsóknareyðublöð eru afhent í Ráöningarstofu Reykjavíkurborgar, Borgartúni 3, sími 623340. Þar eru einnig gefnar upplýsingar um starfiö. Umsóknarfrestur er til 20. apríl n.k. Vinnuskóli Reykjavíkur Lausar stöður Umsóknarfrestur um eftirtaldar stööur viö fang- elsin í Reykjavík og Kópavogi, þ.e. Hegningar- húsiö viö Skólavöröustíg, Fangelsið Síöumúla 28 og Fangelsiö Kópavogsbraut 17, er hér meö framlengdur til 15. apríl 1988: 2 stööur yfirfangavarða 1 staöa varöstjóra 2 stöður aðstoðarvarðstjóra og aö minnsta kosti 6 stöður fangavarða. í framangreindar stööur veröur ráðið frá 1. maí nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist dómsmálaráöuneytinu. Umsækjendur sem ekki starfa þegar við fanga- vörslu, skulu vera á aldrinum 20-40 ára. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 5. apríl 1988 Óska eftir íbúð á landsbyggðinni Einhleypan rithöfund vantar húsnæöi utan Reykjavíkur. Upplýsingar fyrir hádegi í síma 91- 22379. Garðar Jakobsson Ég verð að segja eins og er, að mér hálfbrá þegar ég frétti það að hann Garðar í Hólum, eins og hann var kallaður heima í sveit hans Reykjadal í Suður- Þingeyjarsýslu, væru hálfátt- ræður í dag, 8. apríl. En ástæðan fyrir því, að mér brá, er sú að mér fannst svo stutt sfðan að við Garðar vorum leik- bræður á Beinateigseyrinni. Við Reykjadalsána, þar sem eyrar- rósin óx, og sandlóan átti sér hreiður. Og fyrst örlögin spunnu vef sinn á þann veg, að við Garð- ar urðum nágrannar í tuttugu og fimm ár, er mér skylt að senda honum kveðju í tilefni dagsins, frá mér og mínum. Garðar Jakobsson fæddist í aprílmánuði, sem fyrr getur. Hann var því vorsins barn for- eldra sinna, þeirra Jakobs Sigur- jónssonar og Hólmfríðar Helga- dóttur í Hólum í Reykjadal. Ekki ætla ég að ættfæra þau að öðru leyti en því, að í ættum beggja var listrænt fólk. Það er því kannski engin furða að yngsta barnið þeirra, yngsti sonurinn með þennan svip heiðríkjunnar, yrði einn af bestu sjálflærðu fiðlung- um sýslunnar. Enda þótt hann gæti aldrei iðkað fiðluleik nema í tómstundum. Enda var það svo á þessum árum, að lífsbaráttan var hörð. Holtið og móinn, plógur- inn og herfið, kallaði á vinnandi hendur. Og Garðar vann að heimili foreldra sinna um skeið. En samt var það svo að hugurinn leitaði frá matarstritinu til hugðar mála. Vart tvítugur að aldri fór Garð- ar tvo vetur til mennta í Lauga- 75 ára skóla, sem mjög var á orði íyrir góða kennslu á þess tíma mælik- varða. Og ekki minnkaði félags- hyggju Garðars við það. Hann var að eðlisfari mjög sannur fél- agsmálamaður, í þeim félögum sem hann taldi til menningarauka og framfara fyrir land og lýð. Garðar var ekki kjörinn í hreppsnefnd, enda ekki kært sig um slíkt. Hann hafði nóg'á sinni könnu. Hann starfaði í ung- mennafélagi sveitarinnar í mörg ár, af mikilli fórnfýsi. Ég mun lengi minnast samvinnu okkar í nefndum, eins og í íþróttanefnd og leiklistarstjórn þau örfáu ár sem við gátum unnið saman áður en ég fór úr sveitinni. Ég held sannast að segja, að Garðar sé einn besti og farsælasti maður sem ég hef unnið með í félagsmál- um. Ekki má gleyma því, að Garð- ar var vel glíminn á ungdómsár- um og afburða sundmaður á þess tíma mælikvarða. Hann tók mik- inn þátt í söngmálum í sveit og sýslu og söng í Karlakór Reykdæla yfir fjörutíu ár undir söngstjórn Páls H. Jónssonar á Laugum, og þess munu fá dæmi, að Garðar hafi vantað á söngæf- ingu, enda einn af stofnendum kórsins. Það er raunar með ólík- indum hvað Garðar gat komist yfir ásamt bustörfum, því nú gerðist hann einyrkjabóndi í lok fjórða áratugarins. Garðar kvæntist einni af bestu stúlkunum í Reykjadal, Þorgerði Glúms- dóttur í Vallarkoti. Þau bjuggu í farsælu hjónabandi um fjörutíu ára skeið. Þau byggðu sér nýbýli í landi Hóla er þau nefndu Lautir, og voru síðan kennd við þann stað. Þau eignuðust fjögur börn um tölu barnabarna veit ég ekki, en þau eru allmörg. Konu sfna missti Garðar árið 1979 og hefur hann rekið búið með yngstu dótt- ur sinni síðan. En þessum tímamótum míns gamla sveitunga, bóndans og fiðlarans í Lautum, sem á þessum degi getur horft með stolti yfir farinn veg, ætti að gera miklu betri skil en hér er gert. Garðar minn! Þessi fáu orð sem hér eru skrifuð eiga að vera heillaóskir með daginn, en um leið þakklæti fyrir gömul kynni, og þá ekki síst á kvöldum skamm- degisins, er við bundum á okkur skautana og brunuðum eftir svellgljánni í mánaskininu. Gísli T. Guðmundsson FRETTIR Stjórn Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka og dómnefnd sjóðsins að störfum. Frá vinstri: Hildur Hermóðsdóttir bókmenntafræðingur, Ár- mann Kr. Einarsson rithöfundur, Hjörleifur Jónsson, fulltrúi grunnskólanemenda í dómnefnd sjóðsins, Ólafur Ragnarsson, for- stjóri Vöku-Helgafells, dr. Sigrún Klara Hannesdóttir lektor og Ragnar Gíslason útgáfustjóri. Islensku barnabókaverðlaunin Verðlaunabókin kemur út innan skamms ÖRFRÉTTTIR Kynningar- bæklingur KHÍ Kennaraháskóli íslands sendir nú frá sér í fyrsta skipti röð bæklinga sem ætlaðir eru til að kynna starfsemi Kenn- araháskólans. Nú þegar hafa komið út þrír bæklingar. Fyrsti bæklingurinn er al- mennur kynningarbæklingur um stofnunina, annar er ætl- aður umsækjendum og sá þriðji fjallar um endurmenntun starfandi grunnskólakennara á vegum Kennaraháskóla ís- lands. Á næstunni kemur út fjórði bæklingurinn sem fjallar um list- og verkgreinar Kennara- háskólans. Ætlunin er að í framtíðinni verði fleiri starfs- þættir Kennaraháskólans kynntir með þessum hætti. Úr Fjörunni í leikhúsið Veitingahúsið Fjaran, Strandgötu 55 Hafnarfirði, hefur tekið upp þá nýbreytni fyrir gesti sína sem ætla sér f leikhús eða óperu að opna húsið kl. 17.30, og sjátil þess að gestir komist á áfangastað á kostnað Fjörunnar með völdum leigubifreiðum í tæka tíð. Veitingahúsið Fjaran er árs-gamalt veitingahús í næst-elsta húsi Hafnarfjarðar sem byggt var 1841. Fjaran tekur 36 matargesti í aðalsal með frábæru útsýni yfir höfn- ina og út fjörðinn. Á efri hæð hússins undir súð er lítil notaleg setustofa sem tekur allt að 16 gesti, sem er tilvalið fyrir fámenn samkvæmi og fundi. Um þessar mundir er dóm- ncfnd í verðlaunasamkeppni Verðlaunasjóðs íslenskra barna- bóka að ljúka störfum. í hina ár- legu samkeppni sjóðsins bárust tveir tugir handrita og vcrður verðlaunahandritið gefið út í sumarbyrjun. íslensku barnabókaverðlaunin verða nú veitt í þriðja sinn, en í fyrra hlaut Kristín Steinsdóttir verðlaun fyrir bók sína Fransk- brauð með sultu og árið þar áður Guðmundur Ólafsson fyrir bók- ina Emil og Skundi. Niðurstaða dómnefndar verð- ur ekki gerð kunn fyrr en á útgáfudegi bókarinnar, en þá verður verðlaunahöfundinum af- hent verðlaunaféð sem að þessu sinni er 100.000 krónur auk venjulegra höfundarlauna sam- kvæmt samningi Rithöfundas- ambands íslands og Félags ís- lenskra bókaútgefenda. Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka var stofnaður 1985 í tilefni af 70 ára afmæli barnabókahöfundarins vinsæla, Ármanns Kr. Einarssonar. Lögðu fjölskylda Ármanns og bókaútgáfan Vaka fram stofnfé sjóðsins. Tilgangur sjóðsins er að örva fólk til að skrifa bækur fyrir börn og unglinga og stuðla jafn- framt að auknu framboði íslensks lesefnis fyrir áðurnefnda aldur- shópa á öðrum tíma árs en fyrir jól I dómnefnd sjóðsins sitja þau Hildur Hermóðsdóttir, bók- menntafræðingur og gagnrýn- andi, Ragnar Gíslason útgáfu- stjóri og Hjörleifur Jónsson, nemi í Gagnfræðaskólanum í Mosfellsbæ, en hann er að þessu sinni fulltrúi lesenda barna- og unglingabóka sem grunnskólar landsins tilnefna í dómnefndina til skiptis. 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.