Þjóðviljinn - 08.04.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.04.1988, Blaðsíða 9
Hvenær tókuð þér þessa ákvörðun herra forseti? - Ég veit það ekki sjálfur.. þessari tvískiptingu. Þegar Chir- ac myndaði stjórn eftir kosning- arnar 1986 hafði hann ekki aðeins Gaullista með sér heldur líka mestan hluta UDF-flokksins, og Raymond Barre, sem var þessari stjórnarmyndun („sambúðar- stefnunni“) andvígur, þótt hann yrði að styðja stjórnina á þingi, hafði ekki nema hluta flokksins ótvítætt á sínu bandi. Síðan hefur stuðningur UDF við Barre ekki verið fyllilega eindreginn og eru sumir flokksmanna blendnir í trúnni, - eða láta sig dreyma um að spila sóló. Fyrir bragðið verða deilur þessara tveggja hægri frambjóðenda enn illvígari, og þar sem þeir verða að gæta kurt- eisi hvor gagnvart öðrum koma þær stundum fram í eitruðum pillum... Sambúðarstefnan En annað stuðlar einnig að því að gera stöðu þeirra verri, og það er einmitt afstaðan til „sambúð- arstefnunnar" - til setu hægri stjórnar meðan vinstri maðurinn Mitterrand trónir í forsetastóli: á þeim vígstöðvum hafa hægri frambjóðendurnir lokast inni í lævíslegri gildru. Ef Chirac lýsir því yfir, að hann kunni að styðja ríkisstjórn og þá halda sambúðar- stefnunni áfram þó svo að Mitter- rand verði endurkjörinn forseti, dregur hann mjög máttinn úr sín- um eigin kosningaáróðri gegn forsetanum. En ef hann á hinn bóginn lýsir því yfir, að stjórnin muni fara frá og fylgismenn hans sfðan greiða atkvæði van- traustsyfirlýsingu gegn hverri þeirri stjórn sem nýendurkjörinn vinstri sinnaður forseti kunni að útnefna, er hægur vandinn að spyrja hann að því hvers vegna hann sé andvígur því 1988 sem hann taldi réttmætt 1986 og jafnvel að gagnrýna hann fyrir að stuðla að upplausn og stjórnar- farslegri kreppu í landinu... Af tvennu illu hefur Chirac tekið síðari kostinn, en staðan er óþægileg. Raymond Barre er ekki í betri stöðu:.til að fá stuðn- ing ýmissa framámanna í UDF, sem studdu „sambúðarstefnuna“ og eiga jafnvel sæti í stjórninni, hefur hann að sögn orðið að lofa því að gagnrýna þessa stefnu ekki, og er því hálfvegis patt: hann getur hvorki ráðist á þessa „sambúðarstefnu" né varið hana! Niðurstaðan verður því sú, að Mitterrand nýtur einn góðs af því sem menn telja jákvætt við „sam- búðarstefnuna", en Chirac fær gagnrýnina fyrir það sem miður hefur farið. Fyrir bragðið tekst Mitterrand nú að leika þann leik sem de Gauile var meistari í - enda verður hann stöðugt „lands- föðurlegri“ eins og stofnandi 5. lýðveldisins var - að koma fram eins og sá sem „sameinar" og fylgir fastri stefnu og láta and- stæðingana líta út eins og sundr- aða og jafnvel stefnulausa „upp- lausnarmenn“. Ferst honum þetta jafnvel ennþá betur úr hendi en fyrirrennaranum... Samkvæmt skoðanakönnunum hafa ýmsar hræringar orðið á hægri vængnum, og hefur fylgi Chiracs smám saman aukist en fylgi Barre minnkað, þannig að Barre, sem var sterki maðurinn í upphafi, er nú kominn niður fyrir Chirac. En vegna þessarar leik- fléttu Mitterrands og aðstæðn- anna eins og þær hafa þróast tekst þessum frambjóðendum aldrei að komast samtals upp fyrir 43% í skoðanakönnunum. Þar sem ýmislegt bendir til þess að sumir hörðustu stuðningsmenn Barre séu mjög harðvítugir andstæðing- ar Chiracs vegna hins gamal- gróna ótta við „græðgi“ Gaullista í apparati ríkisvaldsins, eru horf- ur hægri manna í seinni umferð- inni slæmar: allar skoðanakann- rifja það gjarnan upp að de Gaulle var 75 ára, þegar hann bauð sig fram í annað sinn, og ferill Clemenceaus, hins mikla leiðtoga Frakka í fyrri heimsstyrjöldinni, hófst ekki fyrir alvöru fyrr en hann var kom- inn á svipaðan aldur. Þegar ein- hver framámaður hægri aflanna lét þess getið í sjónvarpi að í lok kjörtímabilsins yrði Mitterrand 78 ára, á forsetinn að hafa laumað út úr sér í viðurvist vina ERLENDAR FRETTIR Umsjón: Kristófer Svavarsson anir bendi nú til þess að þá muni Mitterrand vinna nokkuð rúman sigur. Staða hans er að öllu leyti fremur sterk. Vegna stöðugrar hnignunar kommúnistaflokksins, sem virðist ætla að verða að engu, er hann ótvíræður leiðtogi vinstri manna: hefur verið reiknað út samkvæmt skoðanakönnunum, að hann hafi haft 55% af fylgi vinstri manna þegar hann fór af stað 1981 en 80% nú. Klofningur hægri manna hefur dregið tenn- urnar úr þeim rökum að hann hafi ekki þingmeirihluta: ýmsar horfur eru á því að núverandi meirihluti hægri manna á þingi tvístrist meira eða minna eftir forsetakosningarnar og þá er allra veðra von. Ýmsir mið- flokkamenn gætu þá jafnvel gengið til stuðnings við Mitter- rand. Aldur forsetans virðist ekki heldur vega mjög þungt: menn sinna: „Afhverju sagði hann ekki bara, að árið 2026 yrði ég hundr- að og tíu ára?“ Ekki er örgrannt um að Frakkar hugsi svipað. Svo virðist sem þeir treysti Mitter- rand einmitt vel - með þann feril sem hann á að baki og alla þá reynsiu sem hann hefur - til að stýra landinu á þeim miklu breytinga og -umbrotatímum sem framundan eru, ekki síst í kringum árið 1992, og móta stefnuna í alþjóðamálum, gagnvart Gorbatsjov og annars staðar. Margir fréttaskýrendur telja á hinn bóginn, að leiðtogar hægri manna geri nú ráð fyrir að fram- bjóðendur þeirra muni tapa að þessu sinni, og séu jafnvel búnir að sætta sig við það. Snúist kosn- ingabaráttan í þeim herbúðum því fyrst og fremst um það hvor frambjóðandinn fái fleiri atkvæði í fyrri umferðinni, því að hann getur gert sér vonir um að verða leiðtogi hægri manna að kosning- unum loknum og jafnvel komið ár sinni þannig fyrir borð að flokkur hans verði ríkjandi á hægri arminum. Getur það breytt miklu á næstu árum, hvort það verður Barre með miðflokka- samsteypuna eða Chirac með sína „gráðugu Gaullista". Post scriptum Þessi pistill var naumast kom- inn úr ritvélinni, þegar Mitter- rand birtist á skjánum og til- kynnti að hann ætlaði að bjóða sig fram. Gerðist það í fréttatíma ríkissjónvarpsins á þennan hátt: Fréttamaður: Ætlið þér að bjóða yður fram á ný? Mitterrand: Já. Fréttamaður: Hafið þér hugs- að yður vel um? Mitterrand: Það vona ég. Fréttamaður: Hvenær tókuð þér þessa ákvörðun? Mitterrand: Ég hef ekki hug- mynd um það sjálfur. En eftir þetta sakleysislega upphaf gerðist forsetinn tann- hvassari en menn áttu von á. Beindi hann skeytum sínum eink- um að Chirac en hlífði Barre hins vegar, og litu menn almennt svo á, að hann væri þegar farinn að hugsa um seinni umferð kosning- anna: gerði hann ráð fyrir að þá yrði Chirac andstæðingurinn en hann hefði vonir um að vinna til sín einhverja af stuðnings- mönnum Barre. Töldu sumir fréttaskýrendur að hann hefði nokkuð óþyrmilega potað fingr- inum í auma blettinn á hægri vængnum. e.m.j. Föstudagur 8. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.