Þjóðviljinn - 12.04.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.04.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Engin kennaraverkföll í vor Félagsdómur úrskurðaði í gær verkfall HÍK ólöglegt. Minnihluti hafi verið með verkfalli í atkvæðagreiðslu HÍK um verkfallsboðun því aðeins 464 hafi verið því fylgjandi af 986. Þannig eru auðu atkvæða- seðlarnir 60 búnir að verða þess valdandi að ekki verður af verkfallinu sem boðað hafði verið 13. apríl. Þó svo að af þeim sem afstöðu tóku hafi verkfall verið samþykkt af meirihlutanum, eða 464 gegn 462, gerir ákvæðið í félagslögum um meirihluta þeirra sem atkvæði greiða allar fyrirhugaðar aðgerðir ómerkar. Sakamannanýlendur Nýlega dæmdi danskur dómstóll þrjá unglinga til betrunarvistar á íslandi og í Færeyjum. Þeir skulu samkvæmt dóminum dvelja í viku uppi á íslenska hálendinu og að þeirri dvöl lokinni flytjast yfir til Færeyja og vera þar ótímabundið á færeyskum fiskiskipum. Færeying- ar hafa lýst því yfir að þeir taki ekki í mál að vera sakamannanýlenda fyrir Dani og hafa hert eftirlit með útlendingum á leið um eyjarnar. „Hrópaö á frelsi“ fyrir námsmenn Nú býðst námsmönnum framhaldsskóla sérstakur afsláttur á mynd Richards Attenboroughs; „Cry Freedom“ (á ísl. „Hrópað á frelsi“). Sýningarnar verða klukkan 14.00 alla þessa viku og eru skipulagðar ferðir með strætisvögnum frá öllum helstu skólum í Reykjavík að bíóinu. Strætisvagnaferðirnar verða ókeypis og kostar miðinn á mynd- ina 200 krónur, en venjulega kostar hann 300. Samstarfsnefnd náms- mannahreyfinganna stendur að þessum afsláttarsýningum í samvinnu við Laugarásbíó. Öryggishús á dráttarvélar Föstudaginn 15. apríl nk. rennur út sá aðlögunartími sem bændum og öðrum eigendum dráttarvéla var gefinn vegna reglugerðarinnar sem gekk í gildi í ársbyrjun 1987 um öryggisbúnað dráttarvéla, en sú reglugerð herti öryggiskröfurnar töluvert. Eftir 15. apríl eiga allar dráttarvélar, sem eru í venjulegri notkun, að vera með öryggishúsi eða öryggisgrind með þaki. Þær vélar sem notaðar eru sem kyrrstæður drifkraftur eru undanþegnar en þær skuiu vera auðkenndar með sér- stökum límmiða sem Vinnueftirlitið afhendir og umdæmisskrifstofur þess. Kviknaði í strætisvagni Eldur kom upp í strætisvagni sem var á ferð á Bústaðaveginum um miðjan dag í gær. Farþegarnir þustu strax út úr vagninum og sakaði því engan þeirra en vagninn er talsvert skemmdur. Þegar slökkviliðið kom á vettvang logaði eldurinn glatt í vélarhúsi vagnsins og stóð mikill reykur aftan úr honum. Tappagjald fyrir söfnin Sverrir Hermannsson hefur ásamt þremur bjórsinnum lagt fram breytingatillögu við bjórfrumvarpið. Tillagan felur í sér að tappagjald verði sett á bjórinn og að það renni til safnastarfsemi í landinu. Breytingartillagan gerir ráð fyrir að fimm krónur af hverri sölu- einingu áfengs öls, sem er 33 sentilítrar, renni í sérstakan safnasjóð. Gjald þetta á að halda fullu verðgildi og leiðréttast ársfjórðungslega í samræmi við það. Safnasjóður á að hafa að hlutverki vöxt og viðgang safna í landinu. Meðflutningsmenn Sverris eru þau Guðmundur G. Þórarinsson, Guð- rún Helgadóttir og Kjartan Jóhannsson. Skoðunarheimildin verðí ótvíræð Forsetar Alþingis hafa lagt fram frumvarp um að skoðunarheimild Ríkisendurskoðunar verðf ótvíræð, en í ljós kom þegar Ríkisendur- skoðun fór fram á að fá ,áð skoða reikningsfærslur lækna við Heilsu- gæslustöðina í Árbæ að' læknar gátu skotið sér á bakvið trúnað við sjúklinga. / Samkvæmt frumvarpinu getur Ríkisendurskoðun krafist reiknings- skila af stofnunum, samtökum, sjóðum og öðrum aðilum sem fá fé eða ábyrgðir frá ríkinu. Þá er Ríkisendurskoðun heimill aðgangur að og skoðun á grundvallargögnum eða skýrslum sem færðar eru samhliða reikningsgerð á hendur ríkinu eða ríkisstofnunum fyrir vinnu eða þjónustu, sem greiðsluskyld er að öllu leyti eða verulegum hluta úr ríkissjóði. Rómarbruninn Nær 100 mil jarðar í erlendar skuldir Ólafur Ragnar Grímsson: Viðkiptahalli íár jafnast á við samanlagðan útflutning til USA ogJapan. Erlendar lántökur helmingi meirien stjórnvöld ráðgerðu. Viðskiptakjör á erlendum lánamörkuðum í hættu. Efnahagslegt sjálfstœði þjóðarinnar riðar til falls Eitt af helstu markmiðum nú- verandi ríkisstjórnar og einn- ig þeirrar er siðast sat var að koma í veg fyrir viðskiptahalla og að draga úr erlendum skuldum, sagði Olafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, í samtali við Þjóðviljann í gær. „Með þessu móti átti hvort tveggja í senn að auka jafnvægið í efnahagsmálum og að styrkja efnahagslegt sjálfstæði þjóðar- innar.“ „Nú kemur í ljós að veru- leikinn er í hrikalegri mótsögn við þessi stefnumið. Hér stefnir í geigvænlegasta viðskiptahalla, sem þekkst hefur, og aukning á lántökum erlendis gæti leitt til þess að skuldir við útlönd verði 100 miljarðar króna í árslok. Að dómi sérfræðinga er þetta þegar farið að skerða viðskiptakjör ís- lendinga á erlendum fjármagns- markaði. Þetta getur fært ísland í hóp þeirra ríkja sem talin eru var- hugaverð í langtíma lánavið- skiptum. Hér er komið að tíma- mótum,“ sagði Ólafur Ragnar. „Efnahagslegt sjálfstæði þjóðar- innar er í hættu." „í febrúar upplýsti fjármála- ráðherra að forsendur fyrir að- gerðum ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum væru að viðskiptahal- linn færi ekki yfir 7 miljarða króna. Tveimur mánuðum síðar telur Þjóðhagsstofnun að hann verði 11-12 miljarðarog hinn virti hagfræðingur, Sigurður B. Stef- ánsson, álítur að hann geti orðið 15 miljarðar króna. 1987 var við- skiptahallinn „ekki nema“ 7 milj- arðar og þótti þó ærinn. f fyrra nam samanlagður út- flutningur okkar til Bretlands, sem þá var í efsta sæti útflutnings- landa okkar, 10,3 miljörðum króna. Þá nam útflutningur okk- ar til Bandaríkjanna, sem löngum hefur verið helsta mark- aðsland okkar fyrir sjávarafurðir, 9,8 miljarðar. Sambærilegar tölur eru fyrir Vestur Þýskaland 5,3 miljarðar, Portúgal 5,0 milj- arðar og Japan 4,1 miljarður. í ljósi þessara talna sést hvað við- skiptahalli í ár upp á 11-12 milj- arða er geigvænlegur, svo að ekki sé nú talað um 15 miljarða. Allur útflutningur okkar til Bandaríkjanna dygði ekki til á móti viðskiptahallanum, jafnvel þótt lægri spáin gengi eftir. Verði viðskipahallinn í efri mörkunum, verður hann meiri en saman- lagður útflutningur okkar til Bandaríkjannna og Japan. Viðskiptahallanum er mætt með auknum erlendum lán- tökum, hann er ávísun á aukna skuldasöfnun. Þessar slæmu horfur bætast við þá hrikalegu þróun er varð í er- lendri skuldasöfnun á síðasta ári. Ríkisstjórnin áætlaði að aukning- in á löngum erlendum lánum yrði 8,2 miljarðar króna. Útkoman varð 50% hærri, eða 12,3 milj- arðar. Til viðbótar þessu jukust erlendar skammtímaskuldir um 3,7 miljarða, en árið áður lækk- uðu slík lán um 2,1 miljarð. Sam- tals varð því aukning erlendra lána á síðasta ári um 16 miljarðar króna. Þessi þróun ásamt viðskipta- hallanum leiðir til þess að er- lendar skuldir munu í árslok verða 92-93 miljarðar og gætu hafa náð 100 miljörðum króna. Með þetta í huga og þá staðreynd að verðbólga hér er um átta sinn- um meiri en í helstu viðskipta- löndunum, þá óttast menn að efnahagslegt sjálfstæði þjóðar- innar sé í hættu.“ ÓP Lambhagi Sló starfsmann í höfuðið Ennplagar Hafberg Þórisson starfsmenn sína. Sló danska stúlku í höfuðið erhúnfórfram á aðfágreidd laun. Lene Jacobsen: Eg er öll marin eftir hann Lambhagi, gróðrarstöð Hafbergs Þórissonar. Ekki linnir uppsögnum útlendinganna sem hjá honum hafa starfað. Mynd E.ÓI. Eg bað hann að greiða mér launin um leið og ég hætti en hann vildi það ekki; vildi bíða fram að næstu mánaðamótum eða jafnvel lengur ef honum sýnd- ist svo. Ég varð að vonum reið og sagði honum að ég vissi að ég ætti að fá launin mín um leið og ég hætti. Þá sagðist hann ekkert vilja hafa með mig að gera, hrinti mér til, sló mig í höfuðið, greip í hárið á mér, buxurnar mínar, hóf mig næstum á loft og henti mér út. Þetta er frásögn Lene Jacob- sen, danskrar stúlku sem hefur unnið í gróðrarstöðinni Lamb- haga, hjá Hafberg Þórissyni, síð- an 19. janúar sl. Atvikið sem hér að framan er rakið átti sér stað í Lambhaga 6. apríl sl. og næsta dag fór Lene til lögreglunnar í Reykjavík og lét taka af sér skýrslu. Þar kemur fram að hún vildi hvorki leggja fram formlega kæru á hendur Hafberg, né fara fram á skaðabætur, enda segist hún ekki hafa þurft að leita sér læknis vegna áverkanna. Þó er hún marin og aum um allan lík- amann eftir baráttuna við Haf- berg. Lene Jacobsen sagði upp störf- um hjá Lambhaga 26. mars sl. með 14 daga fyrirvara eins og lög gera ráð fyrir. Þegar hún vildi fá launin greidd að fullu neitaði Hafberg og sagðist ekki ætla að greiða þau fyrr en 1. maí. Eftir- leikurinn var svo eins og að fram- an er lýst. Á stuttum tíma er þetta annað tilvikið sem Hafberg Þórisson í Lambhaga kemst inn á síður Þjóðviljans fyrir framkomu sína gagnvart starfsfólkinu. Hið fyrra var þegar Gila Carters hætti hjá honum. Þá hótaði hann að greiða henni ekki laun fyrr en seint og um síðir og upp komst að hann hafði hvorki greitt til stéttarfélags né heldur til lífeyrissjóðs eins og félagslög kveða þó skýrt á um. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans er mikil ólga í kollegum Hafbergs, garðyrkjumönnum, vegna dólgslegrar framkomu hans gagnvart sínu starfsfólki og silagangs hans við að greiða fé- lagsgjöld starfsfólksins. Heyrst hefur að reynt verði að bindast samtökum um að gera honum ó- kleift að ráða til sín erlenda starfsmenn þar eð hann í sífellu trassar að sækja um atvinnuleyfi fyrir þá og sleppur þar með við allar greiðslur til stéttarfélaga. -tt 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þri6judagur 12. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.