Þjóðviljinn - 12.04.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.04.1988, Blaðsíða 9
Háskólatónleikar Gunnar Kvaran flytur svítu eftir Bach Ásíöustu Háskólatónleikum vetrarins, sem haldnirverðaí Norræna húsinu á morgun, miðvikudaginn 13. apríl, kl. 12.30-13.00, flytur Gunnar Kvaran sellóleikari svítu nr. 5 í c-moll fyrir einleiksselló eftir J.S.Bach. Gunnar Kvaran sellóleikari hlaut tónlistarmenntun sína hér heima hjá Heinz Edelstein og Einari Vigfússyni. Hann lauk einleikaraprófi frá Tónlistar- háskólanum í Kaupmannahöfn þar sem kennari hans var Erling Biöndal Bengtsson. Á árunum 1968-1974 var hann aðstoðar- kennari Erlings. Gunnar hefur leikið í tólf löndum sem einleikari og í kammertónlist. Hann starfar sem kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og við Tónlistar- skólann í Garðabæ. Framhalds- nám stundaði Gunnar við Tón- listarháskólann í Basel hjá Reine Flaschot. Bach samdi svítur sínar fyrir einleiksselló sex að tölu í kring- um 1720 þegar hann var í þjón- ustu kjörfurstans af Götten. Á þessu tímabili samdi hann einnig mörg önnur meiriháttar verk eins og t.d. sex sónötur og partítur fyrir einleiksfiðlu, sex enskar og franskar svítur fyrir sembal og Brandenborgarkonsertana sex, svo eitthvað sé nefnt. Myndlist Gunnar Kvaran. Björg sýnir málverk og teikningar í Norræna húsinu Gallerí Borg Elías sýnir olíumyndir Nú stendur yfir sýning Bjargar Þorsteinsdóttur í sýningar- sölunum í kjallara Norræna hússins. Þettaertólftaeinka- sýning Bjargar sem í þetta sinn sýnir tæplega 50 mál- verk, pastelmyndirog teikningar. Tónleikar Björg stundaði myndlistarnám í Reykjavík, Stuttgart og París, og hefur unnið jöfnum höndum við grafík og málverk. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis, meðal ann- ars í Icelandic Art 1944-1979 í Minnesota Museúm of Art 1979, Nordiska kvinnor málare och teknare, sem var farandsýning um Norðurlönd 1980, Scandina- via today, Bandaríkjunum 1982 og íslensk abstraktlist í 40 ár, Kjarvalsstöðum 1987. Verk eftir Björgu eru í eigu listasafna á íslandi, safna og stofnana á Norðurlöndum, Fra- kklandi, Hollandi, Póllandi, Spáni og Júgóslavíu. - Sýningin er opin daglega kl. 14:00-22:00 og stendur til 24. apríl. LG Þessa dagana sýnir Elías B. Halldórsson nýlegarolíu- myndir í Gallerí Borg, Póst- hússtræti 9. Elías fæddist 1930, stundaði nám við Myndlista- og handíða- skólann íslands 1955-1958, og framhaldsnám við akademíuna í Stuttgart og við akademíuna í Kaupmannahöfn. Hann hélt sína fyrstu einkasýningu í Bogasaln- um 1961. Síðan hefur hann haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt f samsýningum hérlendis og er- lendis. Meðal safna og stofnana sem eiga verk eftir Elías eru Listasafn íslands, Listasafn Kópavogs, Listasafn Sauðár- króks og Búnaðarbanki fslands. Sýningin er opin virka daga kl. 10:00-18:00, kl. 14:00-18:00 um helgar og stendur til 19. apríl. LG L MENNING Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir EKTA AHUGAMENNSKA Einleikara- próf Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari heldur tónleika íNorrœna húsinu í kvöld Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur einleikaraprófstón- leika í Norræna húsinu í kvöld kl. 20:30. Tónleikarnir eru fyrri hluti ein- leikaraprófs Hallfríðar Ólafs- dóttur flautuleikara og verða undirleikarar hennar David Knowles píanóleikari og Elín Guðmundsdóttir semballeikari. Á efnisskránni eru Quatrieme Concert Royal eftir Couperin, Le Merle Noir eftir Messaien, Fant- aisie, opus 79 eftir Fauré, Night Soliloquy eftir Kennan og loks Sónata nr. 2, opus 94 eftir Prok- ofieff. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. LG Hugleikur sýnir Um hið átakanlega og dularfulla hvarf ungu brúðhjónanna Indriða og Sigríðar daginn eftir brúð- kaupið og leitina að þeim eftir Hjördísi Hjartardóttur, Ingi- björgu Hjartardóttur, Sigrúnu Ósk- arsdótturog Unni Guttormsdóttur. Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir Hugleikur er afskaplega sér- kennilegt áhugamannaleikfélag sem ekki fer troðnar slóðir. Sýn- ingar þeirra fram að þessu hafa verið alls kyns útúrsnúningar úr íslenskri leiklistarhefð, verkum eins og Skugga-Sveini, Gullna hliðinu og Pilti og stúlku. Þetta hefur yfirleitt verið hinn kostu- legasti samsetningur og ein- kennst af miklu og djúpstæðu al- vöruleysi en þó ekki algeru meiningarleysi. Þegar best hefur látið hefur ríkt á sýningum Hug- leiks eins konar háspennuástand á kátínusviðinu, jafnvel þó að svo sem eins og helmingur branda- ranna sé misheppnaður. Þær stöllur sem skrifuðu fyrri verkin hafa nú bætt við sig einni enn þannig að nú eru þær fjórar og í krafti þess hvað þær eru margar hafa þær skrifað leikrit með lengra nafni en vitað er til um að sést hafi síðan Peter Weiss skrifaði Ofsóknir og aftöku Jean Paul Marat einsog hælismenn í Charenton sýndu það undir stjórn markgreifans af Sade. Er það tilviljun að bæði nöfnin eru 18 orð? Þetta verk er eins konar sjálfstætt framhald af Ó, þú frá í fyrra, margar sömu persónur koma við sögu og vísað er til margra atvika úr fyrra verkinu. Heilaspuni höfundanna gerist hins vegar frjálslegri og sjálfstæð- ari með hverju verki. Ekki treysti ég mér til að rekja söguþráð þessa merkilega leikrits enda er flækjan ógurlega flókin og tekur langan tíma að greiða úr henni. Og það er kannski helsti ljóðurinn á þessu verki að flækj- an verður svo ansi snúin og úr- greiðslan verður býsna löng og alls ekki nógu skemmtileg. Það sem er skemmtilegt í þessari sýn- ingu hefur nákvæmlega ekkert með söguþráðinn að gera og maður verður eiginlega dálítið pirraður þegar svo virðist undir lokin að höfundar hafi farið að taka plott sitt alvarlega. Seinni helminginn hefði sem best mátt stytta um svona helming. Enda þótt svona sýningar séu auðvitað fyrst og fremst ætlaðar til að skemmta leikurunum og geri það svikalaust þá er rétt að taka tillit til áhorfenda og þess að langar setur á hörðum stólum uppi á loftlitlu galdralofti geta orðið ansi þreytandi. En margt vekur ósvikna kátínu á þessari sýningu, einkum fyrri part hennar. Kostuleg atvik, skringilegar persónur, skemmti- Ieg tilsvör. Skopast er að ýmsum fyrirbærum í samtímanum, t.d. er athafnamaðurinn Jóndi að opna verslunarmiðstöðina Kleinuna og fjármagnar fyrirtækið með hvalarækt. Hann fer svo auðvitað á hausinn eins og lög gera ráð fyrir en verður heillandi skopleg fígúra í höndum Eggerts Guð- mundssonar. Annars er varla vert að fara að telja upp leikar- ana, en þeir eiga það flestir sam- eiginlegt að hafa sérkennilegan persónuleika til að bera sem gam- an er að skoða og eru prýðilega ólíkir atvinnumönnum í faginu. Ekki get ég stillt mig um að nefna Jón Magnússon sem fer verulega á kostum í hlutverki Jónumiðils. Sigrún Valbergsdóttir hefur stjórnað þessum samsetningi af miklum skörungsskap og sýnist mér hún hafa gætt þess að þurrka ekki um of burt persónueinkenni einstakra leikara, með öðrum orðum hefur hún ekki reynt að gera þá að atvinnumönnum. Það hygg ég að sé aldeilis rétt aðferð því að Hugleikur er áhugahópur sem byggir sjarma sinn á því að hann gengst upp í því að vera ekki atvinnumannahópur. Sverrir Hólmarsson. Þrlðjudagur 12. apríl 1988 ÞJÓÐVIUINN - SIÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.