Þjóðviljinn - 12.04.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.04.1988, Blaðsíða 16
P-SPURNINGIN— Ertu sáttur viö að fram- kvæmdir séu að hefjast við byggingu ráðhúss- ins? Pétur Pétursson verkamaður: Nei, ég er ekki sáttur við það. Húsið er alltof stórt og tekur of mikið pláss. Það mundi sóma sér vel á einhverjum öðrum stað. Hans Berndsen fulltrúi: Já, það er ég því mér finnst vanta ráðhús. Ég er sáttur við staðsetn- ingu þess en ef yfirborð sjávar hækkar þá líst mér illa á það. María Guðmundsdóttir: Já, þetta er gott framtak og af- hverju ekki núna meðan til eru peningar? Halldór Axelsson húsasmiður: Ég er ekki ósáttur við að fram- kvæmdir séu að hefjast við bygg- ingu ráðhússins, en útlit þess er ég ekki sáttur við. Fröken Helena: Engan veginn og finnst hug- myndin almennt mjög óaðlað- andi. þlÓÐVILIINN Þriðjudagur 12. aprn 1988 82. tölublað 53. órgangur. Yfindráttur á téKKareiKninsa launafólKs SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF Boy George Stjaman fé\\ af staHinum Boy George, eða stjarna á uppleið eins og sagt var frá í ein- um fjölmiðla fyrir nokkru, hélt eina lélegustu hljómleika sem haldnir hafa verið fyrir landann, í Laugardalshöllinni á laugar- dagskvöldið var. Fámennt var miðað við hljómleika af þessari stærðargráðu og hljómleikagest- ira létu lítið í sér heyra enda spil- aði drengurinn lög sem fæstir þekktu. Eftir hljómleikana strunsuðu svo vonsviknir aðdá- endur goðsins, sem og aðrir gestir út með fýlusvip á vör og þótti undirrituðum ástæða til. Þessara hljómleika eiga eflaust margir eftir að minnast sökum þess hve lélegir þeir voru, og á goðið varla afturkvæmt hingað til tónleikahalds fyrir landann, í bráð að minnsta kosti. Sjálft sagðist goðið hafa verið mjög ánægt með hljómleikana. or-rg Vík í Mýrdal Hjólabátamir vinsælir * Utsýnissiglingar með ferðamenn Pað voru einkum erlendir ferðamenn sem sóttust eftir að fá að komast með hjólabátnum í útsýnissiglingu hérna um næsta nágrenni. Sérstaklega vinsælt var að sigla með þá í gegnum gatið á Dyrhólacy,“ sagði Reynir Ragn- arsson, í Vík í Mýrdal við Þjóð- viljann. Nú eru hjólabátarnir orðnir tveir í Vík og má búast við að þeir verði mun meira notaðir til útsýn- issiglinga með innlenda sem er- lenda ferðamenn á sumri kom- anda en áður hefur verið þegar gott er í sjó og lítið brim er við ströndina. Bátarnir hafa reynst mjög vel það sem af enda henta þeir mjög vel þær náttúrulegu aðstæður sem eru í Vík. Að sögn Reynis Ragnarssonar verður eftir sem áður róið til fiskjar í sumar eftir efnum og ástæðum og ferðamenn teknir með í útsýnissiglingar þeg- ar svo ber við. -grh „Spegill, spegill..." Á velmektarárum Rauðu varð- liðanna var ungt fóik, jafnt stúlk- ur sem piltar, á varðbergi gagnvart hverskyns „úrkynjun og andlegu illgresi kapítalismans“. Nú hafa veður skipast í lofti sem kunnugt er og líður vart sá dagur að ekki berist fréttir að austan um gróðursetningu „illgresa“. í gær skýrði Dagblað alþýð- unnar frá því að meyblóma höfu- ðborgarinar myndi gefast kostur á því að þreyta kapp um tíu nafn- bætur í uppákomunni „Stúlkur æsku og fegurðar“. Færi fegurð- arsamkeppni þessi fram í júním- ánuði og beinni sjónvarpsútsend- ingu. Þetta kvað vera í fyrsta sinn frá því Maó og félagar hröktu fjend- ur sínar á haf út árið 1949 að ung- ar Pekingmeyjar metast um feg- urð andlits og útlima sinna, „gáfnafar og siðferði, danskunn- áttu og söngrödd", einsog dag- blaðið hefur eftir forsvarsmönn- um tiltækisins. Lögðu þeir áherslu á að í kjölfar keppni þess- arar myndu sigla tvær í viðbót ef allt færi að óskum, fyrir pilta og „miðaldra fólk“. Reuter/-ks. “V" 'T' Þetta er Ijóta vistin hérna maður Menn mega ekki fara í ríkisbíl eitt kvöld í bíó þá er maður settur inn ^ Ég kannast nú eitthvað við þig, fyrir hvað varst þú nappaður? Bruðl í fjármálaráðuneytinu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.