Þjóðviljinn - 12.04.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 12.04.1988, Blaðsíða 15
FRÉTTIR Jöfnunarsjóðurinn Skerðingin verði afnumin Pingmálum rigndi inn á Alþingi ígœr. Meðalþingmála Alþýðubandalags frum- varp um að skerðingJöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði afnumin. SteingrímurJ. Sigfússon: Nauðsynlegt að rœða byggðamálin í víðu samhengi á Alþingi Alþingi kom aftur saman í gær eftir tveggja vikna páskahlé. I gær var jafnframt síðasta tæki- færi fyrir ríkisstjórn og þingmenn að leggja fram þingmál, sem eiga að fá afgreiðslu á þessu þingi. Frumvörpum rigndi því inn á borð þingmanna í gær. Steingrímur J. Sigfússon sagði við Þjóðviljann að þingflokkur Alþýðubandalagsins legði nú fram ýmis mál sem þingmennirn- ir teldu nauðsynlegt að taka upp á þessu þingi og afgreiða fyrir vor- ið. „í fyrsta lagi eru það byggða- málin, sem nauðsynlegt er að taka til umfjöllunar og grípa til aðgerða til að afnema þann gríð- arlega aðstöðumun, sem er milli sveitarfélaga í landinu." Meðal þeirra tillagna sem Al- þýðubandalagið lagði fram í gær er frumvarp um að skerðing Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði afnumin og í öðru lagi eru það tillögur um tekjustofna sveitarfé- laga um að leiða verði leitað til að afnema aðstöðumuninn milli sveitarfélaganna. „Við teljum nauðsynlegt að byggðamálin verði rædd í víðu samhengi á þessu þingi en úti á landi er gífurlegur þungi í umræð- unni um byggðamálin. Þá má benda á það að kláði Framsókn- arflokksins í stjórnarsamstarfinu er ekki síst vegna óánægjunnar sem þeir finna fyrir úti á landi. Auk þess er mikil óánægja meðal þingmanna landsbyggðarinnar hjá Sjálfstæðisflokknum með byggðastefnu ríkisstjórnarinn- ar.“ Meðal annarra mála sem Al- þýðubandalagið lagði fram í gær má nefna tillögu um nám á for- skólastigi og tiliögu sem tekur á tilkostnaði í búrekstri. Steingrímur sagðist búast við því að þing myndi standa langt fram á vor ef takast ætti að af- greiða þó ekki væri nema hluta af þeim málum sem ríkisstjórnin lagði fram í gær. „Þá hljóta að- stæður í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar að koma til umfjöll- unar áður en þingi lýkur. Við- skiptahallinn er kominn upp úr öllu valdi og verðbólgan að sleppa úr böndunum, rekstrar- staða atvinnuveganna óviðun- andi og svona mætti lengi telja. Við munum sjá til þess að stjórn- in verði spurð til hvaða ráðstaf- ana hún hyggst grípa í efnahags- og atvinnumálum,“ sagði Stein- grímur. -Sáf ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Kópavogi Spilakvöld ABK Haldið verður áfram með hin vinsælu spilakvöld 3 kvöld í viðbót. Spilað verður mánudagana 11. og 25. apríl í Þi ighóli, Hamraborg 11 og hefst spilamennskan kl. 20.30. Veitt verða kvöldverðlaun og heildarverðlaun sem eru helgarferð til Akur- eyrar. Gisting í 2 nætur og morgunverður á Hótel KEA. Allir velkomnir. Stjórn ABK ABR Aðalfundur Aðalfundur ABR verður haldinn 26. apríl n.k. kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingatillögur þurfa að hafa borist stjórn félagsins fyrir 11. apríl. Nánar auglýst síðar. Stjórnin ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Skrifstofan opin á miðvikudögum Skrifstofa ÆFAB er opin á miðvikudagskvöldum á milli kl. 20-22. Allar upplýsingar um starfsemina og stefnumál. Hringdu, eða það sem betra er, kíktu inn. Kaffi á könnunni. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins, Hverfisgötu 105, sími 17500. Vélstjórar - vélstjórar Rafveita Siglufjarðar: 1) Vélstjóra vantar aö Skeiðsfossvirkjun í 18 mánuöi frá 1. maí n.k. 2) Vélstjóra vantar að Skeiðsfossvirkjun til afleysinga í sumarleyfi vélstjóra í 3 mánuði frá 1. júní n.k. Hitaveita Siglufjarðar: 3) Starf aðstoðarmanns verkstjóra Hitaveitu Siglu- fjarðar er laust til umsóknar, æskileg menntun vél- stjóra eða hliðstæð verkkunnátta. Starfið verður veitt frá 1. maí n.k. Laun fyrir þessi störf eru greidd samkvæmt kjara- samningi S. M. S. og bæjarstjórnar Siglufjarðar. Allar nánari upplýsingar gefur Sverrir Sveinsson veitustjóri, símar 96-71700 og 96-71414. J%| Styrkir til háskólanáms ffif í Grikklandi og Tyrklandi Grísk stjórnvöld bjóða fram í löndum sem aðild eiga að Evrópu- ráðinu fimm styrki til háskólanáms i Grikklandi háskólaárið 1988- 89. Styrkir þessir eru ætlaðir til framhaldsnáms eða rannsókna- starfa að loknu háskólaprófi. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. maí n.k., og fylgi staðfest afrit prófskírteina, ásamt meðmælum. Sérstök eyðublöð fást í ráðuneytinu. Ennfremur hafa tyrknesk stjórnvöld tilkynnt að þau bjóði fram í löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu styrk til háskólanáms í Tyrklandi skólaárið 1988-89. Styrkurinn er eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms við háskóla. Umsækjendur skulu hafa gott vald á tyrknesku, frönsku eða ensku. Sendiráð Tyrklands í Osló (Halvdan Svartes gate 5, Oslo 2, Norge) lætur í té umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar, en umsóknir þurfa að berast tyrkneskum stjórnvöldum fyrir 31. maí n.k. Menntamálaráðuneytið, 6. apríl 1988 AóaMundur verkalýðsmálaráðs Dagskrá 1. Setning. Svanfríður Jónasdóttir formað- ur miðstjórnar 2. Skýrsla fráfarandi stjórnar verkalýðs- málaráðs 3. Nýjar leiðir í baráttu launafólks 4. Kosning stjórnar verkalýðsmálaráðs 5. Önnur mál verður haldinn í Miðgarði, Hverfisgötu 105, sunnudaginn 17. apríl. Fundurinn hefst kl. 10 árdegis. Nýjar leiðir í baráttu launafólks Frummælendur: Björn Grétar Sveinsson Valgerður Eiríksdóttir Svanfríður Jónasdóttir Ajþýöubandalagið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.