Þjóðviljinn - 12.04.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.04.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI KLIPPT OG SKORIB Hætta á ferðum Haft er eftir talsmönnum vinnuveitenda aö kjarasamningar nú og á undaförnum misserum hafi leitt til stöðugt aukins kaupmáttar. Þessu finnst mörgum launamanninum erfitt aö trúa og þeir eru fleiri en einn sem álíta aö kaupmáttur launanna hafi einmitt dvínað að undanförnu og aö það eigi ekki síst við um þá kjarasamninga sem gerðir hafa verið nú síðustu vikurn- ar. Gjarnan er bent á að taxtakaup hefði þurft að hækka nú um 11-12% til að halda í við verðbólguna frá því í október en þá voru síðustu launahækkanir samkvæmt fyrri samningum fé- laga í Alþýðusambandinu. En í þeim samningum, sem nú er verið að gera, er algengast að upphafshækkunin sé 5,1 %. Það er því engin furða að margir telja að kaupmáttur launa fari minnkandi en ekki vaxandi eins og talsmenn vinnuveitenda vilja gjarna halda fram. Þetta misræmi í lýsingum á breytingu kaupmáttar gæti átt sér einfaldar skýringar. I öðru tilvikinu er rætt um heildartekjur þar sem yfirborganir og greiðslur fyrir aukavinnu eru meðtaldar en í hinu tilvikinu er miðað við taxtabundin laun fyrir dagvinnu. Og það fer ekkert milli mála að heildartekjur launafólks hafa hækkað mun meir en taxtakaupið. En það er líka alveg Ijóst að sú tekjuhækkun hefur ekki dreifst jafnt til allra launamanna. Hjá stórum hópi launafólks skiptir ekki öllu hvort viðkomandi verkalýðsfélagi tekst að ná fram sæmilegum kauptöxtum. Laun eru í mörgum tilvikum greidd samkvæmt persónulegum samningum um yfirborganir eða launauppbót og stundum eru gerðir innanhússamningar á vinnustað sem kveða á um greiðslur ofan á taxtakaupið. Auðvitað er það eðlilegt að verka- fólk nýti sér alla möguleika til að ná fram kauphækkunum en auknar yfirborganir eru ekki líklegar til að auka veg verka- lýðsfélaga því að þeir launamenn, sem yfirborgana njóta, vita margir hverjir ekki hvert taxtakaupið er og hafa lítinn hug á að berjast fyrir hækkun þess. En svo er það hinn hluti launafólks, þeir sem ekki njóta yfirborgana eða kaupauka og eru eru á strípuðum töxtunum, eins og sagt er. Þetta fólk á mikilla hagsmuna að gæta að taxtakaupið dragist ekki aftur úr verðlagsþróuninni. Skýrslur, sem sýna að heildartekjur launamanna hafa aukist, duga þessu fólki lítt ef taxtakaupið heldur ekki í við verðbólguna. Eigi þetta fólk ekki kost á að bæta stöðugt við sig meiri og meiri eftirvinnu, býr það við kaupmáttarskerðingu. Innan eins og sama verkalýðsfélagsins geta menn því skipst í mismunandi hagsmunahópa eftir því hvort þeir fá greitt eftir grátlega lágu taxtakaupi eða hafa náð fram yfirborgunum. Það má telja nokkuð víst að í verslunarmannafélögum gæti mjög slíkrarskiptingar. Formaður Verslunarmannafélags Reykjavík- ur taldi að það hefði verið afgreiðslufólk sem felldi nýgerða samninga rétt fyrir páskana af því að meirihluti þess þægi laun samkvæmt kauptöxtum. Aftur á móti ertalið tiltölulega algengt að skrifstofufólk njóti einhverra yfirborgana. Þetta sýnir að verkalýðshreyfingunni er nauðsynlegt að ná taxtakaupinu að minnsta kosti upp í það sem raunveruleg meðallaun eru hverju sinni. Að öðrum kosti er verið að dæma hluta af launamönnum til að lifa við kjör sem samræmast ekki ríkidæmi samfélagsins. Og fyrirtæki, sem vegna lélegrar stjórnunar eða rangrar fjárfestingar geta ekki greitt mannsæmandi laun, fá þá ávísun á framhaldslíf. Ljóðið lifir Miklar breytingar eiga sér stað á fjölmiðlum jafnframt því að bylting er að verða á tómstundum þjóðarinnar. Sú bylting er reyndar fyrst og fremst fólgin í stórauknu framboði á ýmiss konar afþreyingu og þetta aukna framboð hefur geysimikil áhrif á daglegt líf. Margir óttast að viðkvæmum gróðri sé hætt í því fárviðri sem dynur yfir á þessu sviði. Þess vegna er það gleðilegt að vin- sældir Ijóðsins virðast ekki dofna. í Reykjavík var síðstliðinn sunnudag boðið upp á Ijóðalestur í tveimur samkomuhúsum. Og dagskrá ríkissjónvarpsins endaði það kvöld á Ijóðalestri. Ljóðið lifir. ÓP Harmsaga af bílum Elín Pálmadóttir skrifar í Gárum sínum í Morgun- blaðinu nú um helgina um ábyrgðarleysi þeirra sem ferðinni ráða í stjórnmálum. Nefnir hún ýmisleg dæmi merkileg og vill fá að vita hvernig „löghlýðið fólk“ eigi að haga sér og „hver er rétt- ur þess gagnvart þeim sem lögin setja?“ Ekki vanþörf að ræða það, vitanlega. En síðan nefnir hún eitt dæmi um umkomuleysi almenn- ings sem vert er að skoða nánar. Hún segir: „Ekki alls fyrir löngu voru tollar skyndilega lækkaðir á bflum. Þar með lækkaðir í verði allireldri bflarfólks. Jafnframt leyfður óheftur innflutningur á gömlum bfl- um. Vitanlega tóku bflarnir að streyma inn í landið. Menn urðu standandi hissa á því að fleiri bflar krefðust rýmri vega og umferðarúr- lausna. Ogfjölguðuslysum. Bflainnflutningurinn er enn að aukast, nú frá áramótum fluttir inn 5000 bflar. Þegar svo einstaklingurinn sem ný- tti tollalækkunina er búinn að fá sér bílinn, er honum gert ókleift að eiga hann - með lögum. Settur á hann bifreiðaskattur og trygg- ingagjöldin hækka svo að mánaðartekj urnar duga varla til, fyrir utan hækkaða skatta með bensíninu. Ves- alings borgarinn veit aldrei hvaðan á hann stendur veðr- ið. Hvenær fær hann um- boðsmann til varnar nærsýn- um alþingismönnum sem sjá eðli kjörtímabila samkvæmt ekki lengra en nefið nær?“ Samstilling hjartnanna Það er vafalaust rétt hjá Elínu Pálmadóttur að uppá- komur af þessu tagi eru oft tengdar næstu atkvæða- veiðum. En þar með er alls ekki sagt, að bflaharmsagan sem hún rekur eigi rætur sínar að rekja til hugsunar- lausrarskammsýni stjórnvalda fyrst og fremst. Öðru nær. Þegar dæmið er skoðað er næsta auðvelt að sjá alveg ákveðið pólitískt mynstur, ef ekki stefnu, í hegðun ráðherra og þing- manna sem undir þá heyra. Stjórnvöld reyna í þessu dæmi að kaupa sér vinsældir almennings með því að lækka tolla og þar með sölu- verð á bílum. Um leið reyna þau að láta ríkissjóð halda sínu með því að láta þeim mun meira leka til hans af bflaakstri Iandsmanna (bensínskattar ofl. sem Elín nefndi). Þetta byggist á þeim einfalda líkinda- reikningi, að menn taka vel eftir þeirri stóru upphæð sem þeir greiddu til að eignast sitt hnoss, þeas bfl- inn - en miklu síður eftir hreyfingum á þeim smærri upphæðum sem þeir eru að greiða í viku hverri til að halda bflnum gangandi. Þetta er í rauninni mjög einfalt dæmi - svo einfalt að það er ofmælt að segja að „vesalings borgarinn“ viti aldrei á hverju hann á von. Hann ætti að vita það fyrir löngu. Sú hegðun stjórnvalda sem að ofan greinir er nefnilega ná- kvæmlega sú sama og þeirra sem selja bfla. Þeir reyna að koma fólki á bragðið, gera bflana aðlaðandi með því að hafa kaupverð þeirra í lægra Iagi. Hinsvegar reyna þeir að hala sem mest inn á vara- hlutum eins og verðkannan- ir sanna. Allt í anda þeirrar sálfræði sölumennskunnar sem segir: þú iðrast ekki eftirá. í bflasögunni sem flaut á Gárum Elínar Pálamdóttur haga ráðandi stjórnmála- menn og bflasalar sér alveg eins. Ogsú ramma heimspekilega eða siðferði- lega forsenda sem þeir gefa sér er þessi: því fleiri bílar, þeim mun betra. Það er gert ráð fyrir rammri samstöðu um það, að í rauninni sé það mælikvarði á gæði eins þjóðfélags að hver þegn á aldrinum sautján ára til sjötugs ( eða meir) sitji við stýri í eigin bíl og bfllinn - það er hamingjan og frelsið. Bfllaus maður er ófrjáls, asnalegur og hallærislegur og fær ekki að vera í friði með sína sérvisku nema hann setji upp auðmjúkan afsökunarsvip og segist vera íhjartavernd. Ogsvosem til að tryggja að bfllinn haldi sínum sessi í sálarstofunni, og sé tekinn fram yfir aðrar þarfir fólks, þá verður til hin fróðlega og útsmogna samstilling stjórnmála og sölunauðsynjar: ódýr kaup endýrnotkun. Ekki við bjargandi Tíminn er í leiðara sínum nú um helgina að gera grín að Jóni Baldvin fjármála- ráðherra fyrir yfirlýsingar hans og auglýsingar um að hann ætli að finna óráðsíu- lekann í ríkisbúskapnum og setjaundirhann. Blaðið glottir vorkunnsamlega með lífsþreyttri lífsreynslu Fram- sóknarmaddömunnar og segir: ojæja, annað einshef- ur maður nú heyrt. Síðan huggar blaðið fjármálaráð- herra með þessum orðum hér: „Það hefur komið fyrir bestu lækna að sauma sam- an aftur í flýti er þeim varð ljóst hvað fyrir innan bjó.“ Með öðrum orðum: það þýðirekkert, segirTíminn, að brydda upp á neinum breytingum í íslensku stjórnkerfi: - það er haldið krabbameini á háu stigi og verðurekki viðbjargað. Og gerast nú fleiri byltingar- menn en við hugðum: slíkur dómur hlýtur náttúrlega að kalla á það næst, að menn slái af kropp hins gjörspillta skipulags og veki upp annan ístaðinn. Eða hvað? Eðaá hérbetur við að líkjaTíman- um við kapítalistann sem sagði: Það getur vel verið að við séum á leið til helvítis, en ég ætla þangað á fyrsta far- rými. ÁB. þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgofandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Arnason, Ottar Proppé. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Biaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.). Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útiitsteiknarar: GarðarSigvaldason, MargrétMagnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: HallurPáll Jónsson. Skrifstofustjóri:Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Augiýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð:70kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍOA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 12. apríi 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.