Þjóðviljinn - 16.04.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.04.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Laugardalshöllin í Reykjavík er ein af þeim byggingum sem er hrjáð af steypuskemmdum. Byggingar Steypuskemmdir í flestum opinberum byggingum Alkalískemmdir ogfrostskemmdir sem hugsanlega má rekja til lélegrar hönnunar í byggingumfrá tímabilinu 1960-1980 Laugardalshöllin, Laugardals- laugin, Hallgrímskirkja, Há- skólabíó og fleiri byggingar sem byggðar voru á tímabilinu frá 1960 til 1980 eru að meira eða minna leyti illa farnar af steypu- skemmdum. Þessar byggingar og margar aðrar eru sagðar vera skólabókadæmi um annarsvegar steypuskemmdir vegna sements- galla, fyllingarefnisgalla og fleira og hinsvegar um hönnunarmistök með tilliti til frostskemmda. Leifur Blumenstein bygginga- fræðingur sagði að þetta væri ekkert sér íslenskt fyrirbrigði. Um alla Evrópu væri verið að rífa niður opinberar byggingar frá þessum tíma. Að vísu væri um að ræða steypu frá ‘60-‘70 en það væri um svipaða hluti að ræða og við stöndum frammi fyrir nú. I Þýskalandi er verið að rífa niður flest þau stórhýsi sem voru byggð á þessum tíma og í Englandi brýr og önnur stór mannvirki og segir Leifur að allt þetta sé steypunni frá ‘60-‘70 um að kenna. Guðbrandur Steinþórsson verkfræðingur og deildarstjóri í Tækniskólanum sagðist vita og viðurkenna að fjöldinn allur af byggingum á höfuðborgarsvæð- inu væru skemmdar en beinlínis hversvegna eða hverjum væri um að kenna vildi hann meina að ekki væri hægt að segja nema að undangenginni mjög ítarlegri rannsókn. Hann sagðist vita til þess að rannsökuð hefðu verið ýmiss mannvirki á höfuðborgar- svæðinu en hann hefði ekki séð niðurstöður þeirra og því ekki í aðstöðu til að fella neina dóma um skemmdir eða orsakir þeirra í opinberum byggingum. Að öllu jöfnu sagðist hann þó álíta að meiri kröfur ætti að vera hægt að gera til opinberra bygginga því oftast ætti að vera hægt að standa mun betur að þeim en byggingu til dæmis íbúðablokkanna sem byggðar voru á þessum árum. Þá hafi verið lenska hér að þegar verið var að steypa húsin þá hafi runnið á menn steypuæði og hellt hafi verið vatni í steypuna til að hún rynni betur í mótin. Þar sé að leita ástæðunnar fyrir miklu af steypuskemmdunum. Stefán Hermannsson aðstoð- arborgarverkfræðingur sagði að embættið væri ekki búið að gera neina áætlun um endurbætur á byggingum hins opinbera. Rann- sóknastofnun byggingariðnaðar- ins hafi gert úttekt á byggingum borgarinnar en ekki væri nú búið að ákveða hvað gert verður. Þó sagði hann að sérstaklega væri fylgst með íþróttamannvirkjum. Að vísu er ekki líklegt að menn bendi á neinar byggingar því hagsmunir steypu- og sements- framleiðenda eru í húfi sagði einn af heimildamönnum Þjóðviljans. Þar ræður það að sementið sem var framleitt frá ‘58-‘78 var stór- gallað og viðurkennt var á sínum tíma að líkur væru á miklum alk- alískemmdum vegna þess og einnig ræður mjög miklu að mal- arefnið sem notað hefur verið af sumum framleiðendum var tekið úr sjó og því dæmt til að valda skemmdum. Sami heimildamað- ur sagði að líklega yrði ekki gert mikið úr skýrslum Rannsókna- stofnunar byggingariðnaðarins því þar væri ekki minni samtryg- ging en annarsstaðar. Þar væru mennirnir sem eiga steypufyrir- tækin innan strokks og því tæpast líklegt að slíkar rannsóknir skili niðurstöðu sem væri þeim í óhag. -tt Verslunarmenn Nú skal höggva Verslunarmannafélag Reykja- víkur hefur sett saman kröfugerð og lagt hana fyrir vinnuveitendur sem hafa hafnað slíkum kröfum alfarið á þeim forsendum að þær leiði til 40% hækkunar en aðrir samningar hafi falið í sér innan við 20% hækkun. VR krefst 42 þúsund króna lág- markslauna á þeim forsendum að nú sé viðurkennt að ekki sé við unandi að skattleggja hærri laun. Skattleysismörkin feli í sér viður- kenningu á því. Samningafundur verður á mánudag milli vinnu- veitenda og VR en ekki er búist við öðru en að verkfallið sem boðað hefur verið verði að veru- leika 22. apríl. Verslunarmannafélög víðsveg- ar um landið hafa nú boðað verk- fall 22. apríl og. búist er við að Landssamband verslunarmanna fari með umboð þeirra í samning- aviðræðum á næstunni en þrjú fé- lög hafa nú þegar lýst því yfir að þau semji sjálf. Það eru verslun- armannafélögin í Reykjavík, á Akureyri og á Suðurnesjum. -tt Eyðni 40 smitaöir Mótefni gegn eyðniveirunni hefur fundist í 40 Islendingum fram að þessu. Þar af eru aðeins 4 konur. Hommar eru 29, 7 fíkni- ' efnaneytendur, 3 gagnkyn- hneigðir og einn blóðþcgi. Flestir þeirra sem mælst hafa með mótefni eru einkennalausir, eða 19 einstaklingar, 16 eru með forstigseinkenni og 5 með alnæmi á lokastigi. Hugsanlegt er að fleiri séu með eyðni en einkenna- lausir og því kannski ómeðvit- andi um það sjálfir. 5 íslendingar hafa bæst í hóp eyðnismitaðra það sem af er þessu ári og er það gífurleg fjölgun miðað við síðasta ár. -tt Sjónvarp Vill skriflega greinargerð I útvarpsráði hefur verið farið fram á að útvarpsstjóri skýri stefnusína. Menntunarstig þjóðarinnar í hœttu Bríet Héðinsdóttiy lagði fram bókun á fundi Útvarpsráðs í gær. I bókuninni spyr Bríet hvort meiningin sé að gera Ríkisútvarp- ið - Sjónvarp að útsendingarstöð fyrir myndver úti í bæ. Hún biður útvarpsstjóra um skriflega greinargerð um stefnu stofnunar- innar varðandi framleiðslu inn- lends efnis. Tilefni bókunar Bríetar eru blaðaskrif af ýmsu tagi um Ríkis- útvarpið, þám. ummæli Ingva Hrafns í Nýju Lífi. Þar sem hann spyr hvort Sjálfstæðisflokkurinn ætli að tryggja frjálsu stöðvarnar í sessi með fulltingi sinna manna í æðstu stöðum RÚV. Einnig til- laga formanns útvarpsráðs um að leigja út 4 klst. á viku á Rás 2. Enn má nefna fréttir af aðalfundi starfsmannafélags sjónvarps varðandi útboð á innlendri fram- leiðslu. Vegna þessa alls þykir fulltrúa Alþýðubandalagsins í útvarps- ráði forvitnilegt að heyra afstöðu æðsta manns stofnunarinnar, Markúsar Arnar Antonssonar varðandi stefnuna framleiðslu. í. innlendri Sjónvarpið Fastir þættir unnir utanhúss í samtali við Þjóðviljann sagði Bríet það skoðun sína að menntunarstig þjóðarinnar sé í hættu glati Ríkisútvarpið forystu- hlutverki sínu. „Maður sér á blaðaskrifum að þjóðin hefur áhyggjur af framtíð Ríkisútvarps- ins. Þess vegna er afar brýnt að stefna yfirmanna útvarps og sjón- varps komi skýrt fram.“ -hmp Ingimar Ingimarsson: Aðeins brot afdagskrárgerðinni N ú e'ru fimm fastir dagskrár- liðir sjónvarpsins unnir utan- húss eða af einkaaðilum en Ing- imar Ingimarsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri sjónvarpsins segir að það sé aðeins brot af dag- skrárgerðinni og bendir á að allir stærstu þættirnir svo sem „Hvað heldurðu?“ eru unnir af tækni- deild stofnunarinnar. Þeir fimm þættir sem hér um ræðir eru Helgistund, Dagskrá næstu viku, Maður vikunnar, Landið þitt og Matarlyst. Eins og fram hefur komið í fréttum Þjóðviljans er mikil óá- nægja meðai starfsmanna sjón- varpsins með að einkaaðilum skuli í sífellt ríkari mæli vera út- hlutað verkefnum innan stofnun- arinnar á sama tíma og starfs- mönnum er fækkað. í máli Ingimars kemur fram að stofnunin sé bundin af samning- um svo sem um vaktafyrirkomu- lag og því nánast útilokað fyrir hana fjárhagslega að standa að gerð fyrrgreindra dagskrárliða. Sem dæmi nefnir hann að hug- mynd að Manni vikunnar getur komið upp á föstudagskvöldi og stofnunin geti ekki haft lið til að sinna því sem kannski annars gerði ekkert annað en vera í bið- stöðu. Um það dæmi sem starfsfólk hefur tekið um óeðlilega úthlut- un á verkefnum, leikritið Næt- urgöngu, segir Ingimar að ekki liggi enn fyrir hver muni vinna það þar sem framkvæmdaáætlun fyrir sumarið sé enn í mótun og því erfitt að segja til um hvort tæknideildin geti annað því án þess að hliðrað sé til með önnur verkefni. -FRI Laugardagur 16. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Mál Ingva Hrafns Tekið fyrir á mánudaginn Framkvæmdastjórn Sjón- varpsins mun Ijalla um mál Ingva Hrafns Jónssonar á fundi á mánu- daginn kemur en eins og kunnugt er hefur útvarpsráð lýst van- trausti sínu á fréttastjórann. Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri segir að á þessum fundi muni framkvæmdastjórnin væntanlega leggja fram tillögur sínar í málinu en Markús Örn er ekki bundinn þeim tillögum. -FRI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.