Þjóðviljinn - 16.04.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.04.1988, Blaðsíða 5
Á aðalfundi Starfsmannafélags sjónvarpsins, sem haldinn var fyrir rúmri viku, voru samþykkt kröftug andmæli gegn þvf að út- hluta verkefnum í dagskrárgerð í stöðugt ríkara mæli til einkaaðila á meðan eigin tækjakostur Sjón- varpsins er vannýttur og mann- afli í tæknideild hefur ekki næg verkefni þrátt fyrir mikla fækkun þar að undanförnu. Landsmenn hafa tekið eftir því að í lok ýmissa þátta, sem sýndir eru í Sjónvarp- inu, kemur fram að þátturinn hafi verð unninn af einkafyrir- tæki fyrir Sjónvarpið. Oft er um tiltölulega einfalda þáttagerð að ræða sem hvorki krefst mikils mannafia né búnaðar og er helg- istundin á sunnudögum gott dæmi um það. Mál allra landsmanna Staða sjónvarps og hljóðvarps Ríkisútvarpsins og sú stefna sem fylgt er í stjórnun stofnunarinnar er ekki mál sem eingöngu á að ræða á lokuðum fundum nokk- urra toppmanna. Því er gleðilegt að starfsmannafélagið lætur mál- ið til sín taka, mál sem reyndar snertir alla landsmenn, því að Ríkisútvarpið er eign allra lands- manna og því ber að þjóna öllum landsmönnum. Afnám einkarétt- ar Ríkisútvarpsins og tilkoma nýrra útvarps- og sjónvarps- stöðva í einkaeign breyta engu Hvert á að halda? þar um. Þess vegna er nauðsyn- legt að málefni Ríkisútvarpsins séu rædd opinskátt. Á útvarpsráðsfundi í gær fór einn ráðsmannanna, Bríet Héð- insdóttir, fram á að útvarpsstjóri setti saman skriflega greinargerð þar sem fram kæmi hver væri stefna stjórnenda Ríkisútvarps- ins varðandi það að láta einkafyr- irtæki vinna að dagskrárgerð í auknum mæli meðan dregin eru saman seglin á því sviði innan stofnunarinnar. Það er löngu orðið tímabært að landsmenn fái að vita hvert á að stefna á þessum vettvangi. í fjölþættum rekstri hljóta alltaf að vakna upp spurningar hvort kaupa eigi þjónustu af „fyrirtækjum úti í bæ“ eða að ráða fólk á launaskrá til að sinna verkunum. Á að kaupa bíl og ráða bílstjóra eða á að byggja á viðskiptum við leigubílastöðvar? Er rétt að ráða sérstakan mann til að elda hádegismat eða borgar sig að kaupa „bakkamat"? Svör við slíkum spurningum eru ekki eingöngu háð því hvað hagkvæmt er hverju sinni, heldur snerta þau oft þá grundvallarspurningu til hvers er verið að reka viðkom- andi fyrirtæki. Fullkomin vídeó-leiga Útvarpsstjóri hefur sagt að eðlilegt sé að leita til dagskrár- gerðarfyrirtækja þegar upp koma álagstímar hjá Sjónvarpinu, t.d. um jól og páska. Umfang starf- seminnar ætti að miða við það magn verkefna sem eðlilegt getur talist frá degi til dags. Spurningin er bara hvað er „eðlilegt" í þessu sambandi. Álit útvarpsstjóra í þeim efnum hlýtur að koma fram í þeirri greinargerð sem Bríet Héðinsdóttir hefur farið fram á að hann skrifi. í blaðagrein hefur útvarps- stjóri látið í það skína að hann ætli Sjónvarpinu stærri hlut en einkastöðinni Stöð 2, sem hann líkir við vídeó-leigu með heim- sendingarþjónustu, og hlýtur þá að eiga við að eigin dagskrárgerð sé þar í lágmarki. Áhyggjur starfsmannafélagsins benda aftur á móti til þess að sumir óttist að verið sé að færa Sjónvarpið niður á plan Stöðvar 2. Þegar nýju útvarpslögin voru til afgreiðslu á þingi voru uppi deildar meiningar um það hvort leyfa ætti fleiri aðilum en ríkinu að reka útvarps- og sjónvarps- stöðvar. Einstaka maður í flokki þeirra, sem afnema vildu einka- rétt Ríkisútvarpsins, hélt því fram að leggja ætti Ríkisútvarpið niður en þeir voru fleiri sem töldu eðlilegt að rekstur þess héldi áfram og það yrði eflt til að mæta samkeppni frá einkastöðvunum. Nú óttast margir að vísvitandi sé verið að grafa undan samkeppn- isaðstöðu Ríkisútvarpsins. Fréttastjórinn opnar sig f glanstímaritunum svokölluðu er mjög tíðkað að hafa opin og náin viðtöl við þekkta menn. Reynt er að fá þá til að urra og glefsa í allar áttir og þykja mörg- um viðtölin því betri þeim mun fleiri sem lenda þar milli tanna, enda er mönnum í slíkum við- tölum gjarnan líkt við eitthvert villidýr, svo sem ísbjörn eða þá hákarl. Á dögunum birtist eitt slíkt viðtal við fréttastjóra Sjón- varpsins, Ingva Hrafn Jónsson, og vakti mesta athygli að hann talar þar illa um einn samstarfs- mann sinn. En í raun eru það önnur atriði í þessu viðtali tímaritsins Nýs lífs sem menn ættu að staldra við. Eftirfarandi orð fréttastjórans hljóta að vekja til umhugsunar: „Stöð 2 gæti „jarðað“ Sjónvarpið dagskrárlega vegna hins mikla niðurskurðar á öllum sviðum sem við stöndum frammi fyrir og endurspeglast raunar nú þegar í því að dagskrá okkar er miklu styttri og að margra mati fátæk- legri en hjá þeim ... Þarna spilar auðvitað mest inn í sú ákvörðun alþingis að hunsa ákvæði útvarps- laga um að Ríkisútvarpið fái að- flutningsgjöld af útvarps- og sjónvarpstækjum." Ingvi Hrafn er ekkert að láta lesendum það eftir að finna sam- hengið í hlutunum heldur veltir því óhikað fyrir sér hvað valdi þessu. Og þá berast böndin fyrr en varir að Sjálfstæðisflokknum. Fréttastjórinn álítur að ráða- menn ætli að þetta eigi að vera varanlegt ástand og spyr hvort Sjálfstæðisflokkurinn ætli sér með þessu að tryggja svokallaðar frjálsar stöðvar í sessi. Sjálfstæöismenn eru víða Og fréttastjórinn bætir um bet- ur og segir: „En þegar maður skoðar þetta allt er ekki nema eðlilegt að maður horfi til þeirrar staðreyndar að forsætisráðherra er Sjálfstæðismaður, mennta- málaráðherra er Sjálfstæðismað- ur og útvarpsstjóri er Sjálfstæðis- maður og spyrji síðan í framhaldi af því hvort það sé ætlunin að taka þessa stofnun og setja hana í slíka spennitreyju að hún geti sig hvergi hrært.“ Og það er ekki eins og hér sé einhver vinstrivillingur að hnýta í íhaldið. Hér talar flokssbundinn Sjálfstæðismaður og Morgun- blaðsmaður til margra ára. Ef það er rétt, að niðurskurður hjá Ríkisútvarpinu sé gerður gagngert til að rýra samkeppnis- stöðu þess og að hann byggi á stefnu sem mótuð er í innsta hring Sjálfstæðisflokksins, þá vaknar sú spurning hvort ráða- menn hjá stofnuninni gangi allir glaðir til þess leiks. Líta þeir á sig sem menn er gegna sögulegu en mjög erfiðu hlutverki? Yfirmað- ur innlendrar dagskrárgerðar, Hrafn Gunnlaugsson, gæti talið að svo væri því að hann virðist álíta að eitt meginhlutverk Sjón- varpsins sé að „blása lífi í litlu fyrirtækin" sem fást við dagskrár- gerð. En er ekki hætta á að sá lífsandablástur verði dauðaand- varp Sjónvarpsins? Ljóst er að sú stefna, að færa dagskrárgerð út úr húsi hjá Sjón- varpinu, gefur ákveðnum aðilum tímabundin völd. Þau völd eru fólgin í því að ráðstafa verkefn- um, að ráða því hvort það er þetta eða hitt fyrirtækið sem fær að vinna ákveðin verk. Spurt á Alþingi Fyrir alþingi liggur þingsálykt- unartillaga frá Svavari Gestssyni og fleiri þingmönnum Alþýðu- bandalagsins um eflingu Ríkisút- varpsins. í henni er gert ráð fyrir að kosin verði níu manna nefnd sem leita skal svara við eftirtöld- um spurningum: 1 Hver hafa áhrif nýju útvarps- laganna orðið á starfsemi Ríkis- útvarpsins? 2 Hvernig hafa tekjur og útgjöld Ríkisútvarpsins þróast á undan- förnum árum? 3 Er rétt að gera Ríkisútvarpið að sjálfseignarstofnun með veru- legu sjálfstæði um eigin fjárhag og rekstur? 4 Hvernig nýtist það fé sem Ríkisútvarpið hefur til dagskrár- gerðar? 5 Hve miklu hefur Sjónvarpið varið til kaupa á fullbúnu inn- lendu dagskrárefni frá öðrum framleiðendum? Á ekki aö ræöa málin? Nefndin skal auk þess gera til- lögur að framtíðaráætlun fyrir Ríkisútvarpið. í áliti sínu skal hún gera grein fyrir þeim skyldum sem Ríkisútvarpið á að gegna í menningarlegum efnum og hverjar eru öryggisskyldur þess við alla landsmenn. Samkvæmt tillögunni skal nefndin skila af sér það snemma að unnt verði að hafa hliðsjón af áliti hennar við afgreiðslu fjár- laga fyrir 1989. Því miður eru mestar líkur til að þingsályktunartillaga Alþýðu- bandalagsins fáist ekki afgreidd áður en þing fer heim. Menn munu bregða við tímaskorti. En málið er ekki svo einfalt, því hafi alþingismenn vilja þá finna þeir tíma. Það er ekki hikað við boða til aukafunda til að tryggja að bjórmálið komist í gegn. Þeir, sem ferðinni ráða á alþingi, hafa líklega takmarkaðan áhuga á að fá fram svör við þeim spurningum sem settar eru fram í þingsálykt- unartillögunni. Hver er stefnan? Þeir eru til sem vilja helst að Ríkisútvarpið verði lagt niður. Ekki bara að Rás 2 verði seld, heldur að öll starfsemin verði í höndum einkaaðila. Það kemur fram í áður nefndu viðtali við fréttastjóra að stundum vefst fyrir honum hvort ríkisútvarp eigi rétt á sér. Þeir eru líka til sem vilja að Ríkisútvarpið lifi en þess sé gætt að starfsemi þess verði ekki einkastöðvum skeinuhætt. Það má samkvæmt því ekki vera of gott og því er ágætt að Sjónvarpið sé aðeins útsendingarstöð þar sem eigin dagskrárgerð fyrir utan fréttir er sem minnst. Þetta er það sem útvarpsstjórinn kallaði vídeó-leigu með heimsendingar- þjónustu. Allir þættir, jafnt er- lendir sem innlendir, eru þá unnir utan stofnunarinnar. Svo eru það þeir sem hafa nokkurn metnað fyrir hönd Ríkisútvarpsins og telja að það hafi menningarlegu hlutverki að gegna. Þeir vilja að Sjónvarpið vinni sjálft að gerð ýmiss konar efnis. Þeir vilja að Sjónvarpið sé sæmilega búið tækjum og hæfi- lega mannað til að sinna þessu hlutverki. Hver er stefnan? Tilmæli Brí- etar Héðinsdóttur til útvarps- stjóra um skriflega greinargerð um þessi mál er vissulega tíma- bær. ÓP Laugardagur 16. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.