Þjóðviljinn - 16.04.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 16.04.1988, Blaðsíða 13
Skák Karpov áfram efstur Sigraði Kortschnoi í 12. umferð á heimsbikarmótinu í Brussel Anatólí Karpov tryggði sér í gær áframhaldandi setu í efsta sæti heimsbikarmótsins í skák, sem fram fer þessa dagana í Belg- íu. í 12. umferðinni lagði hann gamalkunnan keppinaut sinn, Viktor Korchnoi, og hefur nú 8 Vi vinning. Landi hans Beljavskij, fylgir fast á eftir með 7 Vi vinning og eina skák til góða. f gær lék Belj- avskij á móti heimamanninum Jan Timman og endaði þeirra viðureign með jafntefli. Portisch frá Ungverjalandi fylgir fast á eftir Sovétmönnun- um með 7 vinninga að loknum 11 skákum. Skák hans og Englend- ingsins Nunn, sem nú er í 4. sæti, lauk einnig með jafntefli. Nunn hefur hlotið 6 V2 vinning og á eina biðskák í bakhöndinni. Aðeins þeim Karpov og Tal tókst að vinna skák í 12. umferð- inni. Var það Sokolov sem bar lægri hlut á móti Tal. Aðrir kepp- endur skildu jafnir og mættust þar Sax og Seirawan, Andersson og Nikolic, Salov og Speelman, Nogueras og Ljubojevic. Reuter/mj y ERLENDAR FRÉTTIR Sovétríkin íhaldsmenn bíða ósigur Ritstjórar Sovetskaja Rossja neyddusttilþess að biðjast afsökun- ar á birtingu umdeilds „lesenda- bréfs“ Svo virðist sem stuðningsmenn Mikhaels Gorbatsjovs og glas- nost stefnu hans hafi unnið góðan sigur á íhaldssömum fjendum sín- um í gær. Þá viðurkenndu rit- stjórar málgagns kommúnista- flokksins i Rússlandi að birting umdeilds „lesendabréfs“ hefði verið mistök. Einsog við sögðum frá hér í Þjóðviljanum birtist grein í So- vetskaja Rossija þann 13da mars síðastliðinn sem túlkuð hefur ver- ið sem einskonar stefnuskrá and- stæðinga frjálslyndis- og umbóta- stefnu aðalritarans. Ritstjórar dagblaðsins féllust á það í leiðara í gær að rangt hefði verið að prenta ritsmíð þessa. Fréttaskýrendur eystra stað- hæfa að nú eigi sér stað átök um „hugmyndafræðileg efni“ á æðstu stöðum í Moskvu. Játningin í So- vetskaja Rossija í gær bæri þess glögg merki að íhaldsamir fé- lagar, þar á meðal ritstjórar dag- blaðsins, færu halloka í þeim átökum. „Lesendabréfið" marg- umrædda hefði aldrei verið birt ef háttsettir menn hefðu ekki gefið grænt ljós. Hafa menn jafnvel nefnt nafn Jegors Lígasjovs, ann- ars valdamesta manns Sovétríkj- anna, í þessu sambandi. Vitað er að honum óar öll sú „hugmynda- fræðilega ringulreið" sem siglt hefur í kjölfar glastnostsins. Höfundur „lesendabréfsins" í Sovetskaja Rossija hafði snúist til varnar Jósefi heitnum Stalín og sagt þorra þeirra sem um valda- skeið hans fjölluðu ýkja, gera hann að sálsjúkum harðstjóra og morðingja. Staðreyndin væri sú að ábyrgðarlaust hjal um sovéska sögu ýtti undir „stjórnleysi og sjálfseyðingarkenndir æskulýðs- ins“. Daginn eftir veittist Pravda harkalega að ritstjórum Sovet- skaja Rossija fyrir birtingu bréfs- ins. Reuter/-ks. Gorbatsjov er fastur fyrir og hefur snúið íhaldssömum andstæðingum sínum á undanhald. Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Bygg- ingadeild, óskar eftir tilboöum í aö fullgera lóö viö Barnaskóla í Ártúnsholti, Árkvörn 6, Reykjavík. Stærö lóöar er 11600 m2 Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, aö Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000.- skila- tryggingu. Tilboöin verða opnuð á skrifstofu vorri, miðviku- daginn 4. maí kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKyRBORGAR ________ Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 Norður-Kórea 43 þúsund gjafir Gorbatsjov, Deng ogArafat íhópiþeirra er heiðra Kim II Sung á 76 ára afmœlinu Hinn ástsæli og mikilfenglegi leiðtogi Alþýðulýðveldisins Kóreu, félagi Kim II Sung, átti afmæli í gær. Þótt ótrúlegt kunni að virðast þá á hinn ástsæli og mikilfenglegi leiðtogi Alþýðulýð- veldisins Kóreu 76 æviár að baki en samkvæmt öllum opinberum Ijósmyndum frá Pyongyang er hann að minnsta kosti 40 árum yngri. Það er ofur eðlilegt að jafn ást- sæll og mikilfenglegur leiðtogi og Kim II Sung fái afmælisgjafir. Enda fékk hann þær, 43 þúsund talsins. Þorra gjafanna fékk hann vitaskuld frá þjóð sinni en leið- togar 150 ríkja sáu ástæðu til þess að heiðra hann með þessum hætti og sömu sögu er að segja um nokkra tugi forystumanna þjóð- frelsissamtaka og annarra ágætra félaga. Af gjöfum landa og félaga Kims sér Reuter ástæðu til þess að telja upp armandsúr eitt prýði- legt með mynd leiðtogans, eilífð- ardagatal og kynstrin öll af blóm- um. Frá ónefndu arabalandi barst honum arabísk þýðing á verki sínu: „Óháða hreyfingin er stór- brotið andheimsvaldasinnað byltingarafl á vorum dögum.“ Kremlverjar eru tryggustu bandamenn Kims og hafa veitt alþýðulýðveldi hans mikla efna- hagsaðstoð á umliðnum árum. Þaðan fékk hinn ástsæli og mikil- fenglegi leiðtogi svartgljáandi eðalvagn ásamt hlýju bréfi frá kollega sínum, Mikhael Gorbat- sjov. Deng í Kína og Arafat hjá PLO voru ekki jafn „grand á því“. Þeir létu nægja að gefa blóm. Afmælisdagur Kim II Sungs er opinber frídagur í alþýðulýðveldi hans, þá kætist þjóðin og gerir sér ýmislegt til gamans. „Allt landið er fullt af innilegum tilfinningum, djúpri lotningu og ást í garð hins mikilfenglega leiðtoga,“ útskýrði fréttastofa Kims í Pyongyang í gær. Reuter/-ks. Til SÖIu Tilboö óskast í 4 stk. innkeyrsluhurðir, stæröir ca. 3 m x 3,3 m. Huröirnar veröa til sýnis í Borgarspít- alanum 18. og 19. apríl milli kl. 16.00-18.00. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 696261. Tilboð berist skrifstofu Innkaupastofnunar eigi síöar en föstudaginn 22. apríl. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 W Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatna- málastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í aö byggja þrenn göng fyrir fótgangandi umferð undir Gullinbrú viö Fjallkonuveg, undir Fjallkonuveg viö Logafold og undir Bústaöaveg viö Flugvallar- veg. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, aö Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000.- skila- tryggingu. Tilboöin veröa opnuö á skrifstofu vorri, miöviku- daginn 27. apríl kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Skólastjórastaða Staða skólastjóra viö Heimilisiönaðarskólann er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. maí 1988. Staðan veitist frá 1. ágúst 1988. Nánari upplýsingar veitir Hildur Sigurðardóttir sími 73329 og Þórir Sigurðsson sími 687840. Heimilisiðnaðarfélag íslands ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.