Þjóðviljinn - 16.04.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 16.04.1988, Blaðsíða 16
Laugardagur 16. apríl 1988 86. tölublað 53. örgangur Yfirdrattur á téKKareikninga launafólKs SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Lelio (Siguröur Sigurjónsson) segir eina af sínum góöu sögum. Leiklist Erkilygarinn Lelio Þjóðleikhúsið frumsýnir Lygarann eftir Goldoni í nœstu viku I Þjóðleikhúsinu standa nú yfir aeHngar á leikritinu Lygaranum (II bugiardo), eftir „hinn ítalska Moliére“, Carlo Goldoni (1707- 1793). Til að setja upp sýninguna hef- ur Þjóðleikhúsið fengið ítalska leikstjórann Giovanni Pampig- lione til liðs við sig, auk leikmynda- og búningahönnuð- arins Santi Migneco. Tónlistin er eftir eitt fremsta tónskáld Pól- verja í dag, Stanislaw Radwan. Leikritið gerist í Feneyjum og er miskunnarlaus farsi um erki- lygarann og kvennaflagarann Lelio, sem er svo heillandi að enginn stenst honum snúning, hversu ósennileg sem lygin er. Alls taka fimmtán manns þátt í sýningunni, þriggja manna hljómsveit, ein söngkona og el- lefu leikarar. Meðal leikenda eru Sigurður Sigurjónsson, sem leikur lygarann Lelio, Bessi Bjarnason, Arnar Jónsson, Guðný Ragnarsdóttir, Edda Heiðrún Bachman og Þórhallur Sigurðarson. Auk þess kemur fram þriggja manna hljómsveit og ein söngkona. LG Tinna hoppar hér fimlega fyrir Kristin Óla Kristinsson, eiganda sinn. Mynd Sig. Stóra gœludýrasýningin Hundaat í höllinni Um helgina verður haldin stór gæludýrasýning í Reiðhöll- inni og verða þar sýndar flestar tegundir gæludýra og vörur til gæludýrahalds. Ymsar uppá- komur verða samhliða sýning- unni, m.a. má þar nefna fegurð- arsamkeppni katta og sýningar- atriði þar sem sérþjálfaðir Schaefer-hundar sýna ýmsar brellur. Meðal sýningargripa eru ótal fuglar í ýmsum gerðum búra, sér- stök „Hamstrahöll" og fjórtán hundruð lítra fiskabúr. Verndari sýningarinnar er Davíð Oddsson borgarstjóri. ... ««**> 00S060+ 4000725+ 20 Gulltékki með mynd eykur öryggi þitt, öryggi viðtakanda og öryggi bankans þíns. ámémt BUNAÐARBANKI ISLANDS Frumkvæöi - Traust

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.