Þjóðviljinn - 21.04.1988, Síða 3

Þjóðviljinn - 21.04.1988, Síða 3
Skipulagsstjórn Afgreiðslu frestað Skipulagsstjórn ríkisins ákvað á fundi sínum í gær að fresta afgreiðslu á kæru íbúa við Tjarn- argötuna. Skipulagsstjóri ríkis- ins, Stefán Thors, hafði lagt fyrir fundinn umsögn sína um kæruna, þar sem hann leggur til að graftarleyfið vegna ráðhússins verði dæmt dautt og ómerkt. Sigurgeir Sigurðsson, formað- ur Sambands sveitarfélaga, lagði til að málinu yrði frestað fram að næsta fundi. Þrír voru hlynntir þeirri tillögu en tveir andsnúnir. Guðrún Jónsdóttir lagði á fundinum fram gögn um grund- vallarþætti aðalskipulags Reykjavíkur og ýmsar fyrir- spurnir varðandi umferðarkerfið og Fossvogsbrautina. Allar líkur eru á því að fyrir næsta fund muni hún leggja fram tillögu um að að- alskipulagið verði endurskoðað vegna nýrra upplýsinga um ýmsa grundvallarþætti þess. -tt Félag fréttamanna Engin ályktun um Ingva Hrafn Astjórnarfundi í Félagi frétta- manna var ákveðið að álykta ekki um mál Ingva Hrafns Jóns- sonar fyrrum fréttastjóra sjón- varpsins. Tveir af stjórnar- mönnum í félaginu, þeir Árni Snævarr og Hallur Hallsson, vildu fá ályktun um málið frá stjórninni, enda segir Árni að það veki spurningar þegar yfirmanni á fréttastofu sé vikið úr starfi vegna þess að hann viðri skoðanir sínar, hversu umdeilanlegar sem þær annars séu. Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri hélt fund í gær með starfsfólki fréttastofu sjónvarps- ins en á þeim fundi komu ekki fram ítarlegri ástæður fyrir brott- vikningu Ingva Hrafns en þegar hefur verið greint frá, það er að röð atvika á löngum tíma hafi verið ástæðan. -FRI FRETTIR Grandi hf. 50 manns sagt upp Brynjólfur Bjarnason: Vegnafyrirsjáanlegs tapreksturs og aukinnar hagrœðingar. Fiskvinnslan þarf 10% gengisfellingu. Trúnaðarmaður: Fólk er hálflamað. Heldur köldsumarkveðjafrá Grandahf. tilstarfsmanna Frá og með næstu mánaða- mótum verður 50 manns sagt upp í frystihúsi Granda hf. í Norðurgarði og með þriggja mánaða uppsagnarfresti taka uppsagnirnar gildi 1. ágúst nk. í frystihúsinu í Norðurgarði starfa nú um 120 manns og verður þeim því fækkað um nær helming. Aðalástæðan fyrir þessum uppsögnum, að sögn Brynjólfs Bjarnasonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, er fyrst og fremst versandi afkoma fiskvinnslunn- ar, aukin samkeppni erlendra fiskframleiðenda og fyrirsjáan- legur taprekstur fyrirtækisins að öllu óbreyttu, allt að 70 milljónum. Á blaðamannafundi, sem framkvæmdastjóri Granda hf. hélt í gær, kom fram að helstu ástæðurnar fyrir versnandi af- komu fiskvinnslunnar væru þær að sjávarafurðir hafa lækkað mikið í verði á erlendum mörku- ðum og nefndi framkvæmdast- jórinn sem dæmi að þorskblokk hefði lækkað um 15% nú nýlega, úr 2 dollurum í 1,70. Þá hefði fastgengisstefna stjórnvalda, ásamt kostnaðarhækkunum inn- anlands, komið afar illa við rekstrargrundvöll vinnslunnar, án þess að stjórnvöld hreyfði legg né lið. Að sögn Málhildar Sigur- björnsdóttur, trúnaðarmanns í Norðurgarði, er fólk hálf lamað vegna þessara aðgerða og komu þær afar flatt upp á starfsfólkið, sem finnst þetta vera heldur köld sumarkveðja í sinn garð. Mál- hildur sagði ennfremur að starfs- fólkið væri í mikilli óvissu og óöruggt um hverjir fengju reisup- assann og sérstaklega væru þeir elstu uggandi, fólk sem ætti erfitt með að fá aðra vinnu, yrði það rekið. Samhliða þessum uppsögnum starfsmanna fyrirtækisins verður ráðist í verulegar skipulags- breytingar hjá fyrirtækinu í Norðurgarði. Þær eru helstar að teknar verða í notkun nýjar vinnslulínur sem tengjast beint flökunarvélum frystihússins. Fiskurinn verður þá framvegis unninn í einni samfelldri vinnslu- rás, allt frá móttöku til frystingar, verður þessa nýja vinnslulína með svipuðu sniði og verið hefur í karfavinnslu fyrirtæksins á Grandagarði. Áætlað er að þessar breytingar kosti fyrirtækið um 30 miljónir króna, en að undanförnu hefur verið unnið að því að skera niður ýmsa rekstrarliði í sparnaðar- skyni og hefur verið ákveðið að spara 20 miljónir króna á þessu ári með því að draga saman viðhalds- og viðgerðakostnað við eignir fyrirtækisins. í sumar verð- ur dregið úr akstri með starfsfólk og í lok sumars verður mötuneyti fyrirtækisins lokað, en í stað þess opnaðar tvær verslanir, sín í hvoru frystihúsinu. Með þessum hætti staðhæfa forráðamenn Granda hf. að sparist 13-15 milj- ónir króna á ári. -grh Stjórn Granda hf. hefur ákveðið að reka 50 manns í Norðurgarði vegna fyrirsjáanlegs tapreksturs og aukinnar hagræðingar. Uppsagnirnar gilda frá og með næstu mánaðamótum og taka gildi 1. ágúst nk. Starfsfólk er hálf lamað vegna þessa og finnur til mikils öryggisleysis. Örorkumál Karvels Ekki ennþá tekið í dóm Fiskvinnslan Stórfelldur taprekstur Fiskvinnslufyrirtœki um land allt aðfalli komin. Astæðan: Verðfall á afurðum, fastgengis- og vaxtastefna stjórnvalda Þingfest í nóvember. Óvenjulegur tími en ekki einsdœmi. Frestur vegna nýs örorkumats. Karvel Pálmason: Borgaryfirvöld tefja málið ■ ■ Ororkumál Karvels Pálmason- ar þingmanns hefur enn ekki verið dómtekið í Borgardómi en málið var þingfest þar í nóvember s.l. Hér er um óvenjulangan tíma að ræða frá þingfestingu þótt hann sé ekki einsdæmi. Ástæða þess að svo langur tími hefur liðið er að lögmaður stefndu í málinu, Magnús Ósk- arsson borgarlögmaður, hefur óskað eftir fresti, meðan sérstak- ir matsmenn meta örorku Kar- vels á ný. Yfirleitt er gangurinn í svona málum sá að læknir úr- skurðar um örorkuna og síðan metur tryggingafræðingur tjónið út frá úrskurði læknisins. í ör- fáum tilvikum fer málið fyrir Læknaráð en í þessu máli hefur enn einu stiginu verið bætt við, það er að kallaðir eru til sérstakir matsmenn. Friðgeir Björnsson yfirborgar- dómi sagði að ekki væru bein tímatakmörk á fresti þeim sem veittur var en lögmaður stefn- enda gæti krafist þess að matinu yrði flýtt. Meðan hann sýndi þol- inmæði gæti dómurinn ekki grip- ið fram fyrir hendur á aðilum í þessu máli. Karvel Pálmason er nú í veikindafríi frá þingstörfum. - Ég er ekki samur maður og verð það aldrei eftir þetta áfall og þarf því að fara varlega. Þessi framkoma borgaryfirvalda í minn garð að fresta málinu sífellt er einungis til að hræða menn frá því að stefna. Ég mun fylgja mínu máli fast eftir, sagði Karvel í samtali við Þjóðviljann. -FRI að er ekki aðeins að Grandi hf. í Reykjavík eigi við fyrir- sjáanlegan taprekstur við að glíma, heldur berast fréttir hvað- anæva að af landsbyggðinni um mjög svo erfiða stöðu fiskvinns- lufyrirtækja sem víðast hvar eru undirstaða atvinnulífsins á við- komandi stöðum. Ástæðan er hríðfallandi verð á sjávarafurðum okkar á erlendum mörkuðum, fastgengis- og vaxta- stefna stjórnvalda, ásamt miklum kostnaðarhækkunum innan- lands. Telja forráðamenn fisk- vinnslufyrirtækja að vinnslan sé nú almennt rekin með 10-15% halla og sums staðar mun meira. Árangur nýgerðra efnahagsað- gerða ríkisstjórnarinnar fyrr í vetur, þegar gengi krónunnar var fellt um 6%, er fyrir löngu rokinn út á hafsauga og þær raddir gerast sífellt háværari sem segja að til þess að vinnslan eigi að hafa möguleika á að rétta úr kútnum þurfi að fella gengið um í það minnsta 10% til viðbótar Á meðan þetta er að gerast í undir- stöðuatvinnugrein landsmanna halda stjórnvöld að sér höndum og virðast ekki hafa nein ráð til úrlausnar og halda í þá einu von frjálshyggjunnar að markaðurinn komi þeim til hjálpar. En ef svo fer sem horfir bendir allt til þess að frjálshyggjustefna stjórnvalda rústi hornsteina atvinnulífsins um allt land með þeim afleiðingum sem enginn þorir að horfast í augu við enn sem komið er. -grh Grímsey Ekki bein úr sjo Aflabrögð með eindœmum léleg. Lóan er komin í eyna og veturinn kvaddur með sjávarréttakvöldi Aflabrögð Grímseyjarbáta hafa verið með eindæmum lé- leg eftir páskastoppið og var þó varla á ástandið bætandi. Hafa bátarnir verið að fá þetta frá engu og upp í 4-500 kíló í netin. Sjómenn eru að vonum afar óhressir með þessi aflabrögð og hefur atvinna af þeim sökum ver- ið með minna móti en oft áður í saltfisk verkuninni. Að sögn Þorláks Sigurðssonar oddvita heyrðist í lóu í fyrsta skipti í gær, en heldur er aðkom- an kuldaleg fyrir þennan árvissa sumarboða. -grh ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.