Þjóðviljinn - 21.04.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.04.1988, Blaðsíða 6
Leikhús 4 Lelio lygalaupur Lygarinn eftir Goldoni frumsýndur í Þjóðleikhúsinu í kvöld verður Lygarinn eftir Carlo Goldoni frumsýndur í Þjóðleikhúsinu, í íslenskri þýðingu Óskars Ingimars- sonar. Lygarinn erfarsi sem stendurennþá fyrirsínu, þó hannsénokkuð kominn tilárasinna, en hanner skrifaðurum 1750. Þar segir frá erkilygaranum og kvennabósanum Lelio sem aldrei getur sagt satt orð, og er eldfljót- ur að snúa sig útúr lygum sínum með öðrum lygum ef upp um hann kemst. Hann hefur mikið fyrir því að koma sér í mjúkinn hjá kvenþjóðinni, segir þeim hverja söguna annarri ótrúlegri og... þær falla fyrir honum. En við sögu koma fleiri en lyg- arinn Lelio og konurnar sem hann heillar. 1 Feneyjum eru fleiri ástfangnir ungir menn, auk þess sem feður unga fólksins blanda sér í málin. Auk þess kemur við sögu þjónustufólk sem reynist bráðnauðsynlegt við ást- arbrall, með eða án lygavefs. Sigurður Sigurjónsson leikur lygarann Lelio og Þórhallur Sig- urðarson þjón hans Arlecchino. Bessi Bjarnason er Dr. Balanz- oni, læknir í Feneyjum og Guðný Ragnarsdóttir og Vilborg Hall- dórsdóttir þær Rosaura og Beatr- ice dætur hans. Colombina, her- bergisþerna þeirra er leikin af Eddu Heiðrúnu Bachman. Arnar Jónsson leikur Pantalone, fen- eyskan kaupmann og föður Le- lios, Jóhann Sigurðarson er Flor- L MENNING Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir Ein lygasagan býður annarari heim, Lelio. (Sigurður Sigurjónsson) indo, feimni elskhuginn og lækn- aneminn, Örn Arnason er trún- aðarmaður hans Brighella, Hall- dór Björnsson leikur Ottavio, ástfanginn aðalsmann frá Padó- vu, og Helga Jónsdóttir er í hlut- verkum Zanna og gondóla- ræðara. Jóhanna Linnet er kona sem syngur og auk þess taka þrír hljóðfæraleikarar þátt í sýn- ingunni, þau Páll Eyjólfsson gít- arleikari, Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Bragi Hlíðberg harmonikkuleikari. Til að setja upp sýninguna hef- ur Þjóðleikhúsið fengið þrjá er- lenda listamenn til liðs við sig, ítalina Giovanni Pampiglione, og Santi Migneco og Pólverjann Stanislaw Radwan. Leikstjórinn Giovanni Pam- piglione er rúmlega fertugur (f.1944) og hefur auk leikstjórn- arinnar fengist við leiklistar- Carlo Goldoni, „hinn ítalski Moliére" „Éghef oftheyrtþví fleygtað heimurinn gœti verið fallegri, ef maðurinn hefði ekki spillthonum vegna hroka síns og umsnú- iðfögru skipulagi náttúrunnar. Náttúr- an, móðir okkar allra, telur okkur ölljöfn. Ogsádagurmun koma að stórir og smáirsitja við sama borð. “ (Goldoni: Pa- mela Nubile, um 1750) Carlo Goldoni fæddist í Fen- eyjum 1707. Sinnfyrstagam- anleikskrifaði hann þegar hann var átta ára, og þótti með afbrigðum efnilegur. Hann var settur til náms og lauk lagaprófi 25 ára, þrátt fyrirskrykkjóttaskólagöngu, (var meðal annars rekinn úr klausturskóla í Pavía fyrir að skrifa háðleikrit um skólann). Lögfræðistörfin gengu ekki sem best framan af, og á endanum slóst hann í hóp far- andleikara og flakkaði með þeim um N-Ítalíu í tvö ár. Fyrsta leikrit hans, Belisario, var frumsýnt í Verónu árið 1734. Belisario var tragikómedía, og þar með nokkuð langt frá því sem Goldoni dreymdi um að skrifa, en hann ætlaði sér að koma fram með fullskrifaða gamanleiki byggða á persónum úr daglega lífinu, í stað þeirra stöðluðu leikþátta sem þá tíðkuðust. Þess- ar umbætur hóf Goldoni árið 1737 með verkinu Mómolo Cort- esan, þar sem einn þátturinn var fullskrifaður. Goldoni giftist 29 ára, vann fyrir þeim hjónum sem lögfræð- ingur þó viðskiptavinirnir væru í færra lagi. f frístundum skrifaði hann scenarios (ramma utan um leikþætti sem leiknir voru af fingrum fram) og reyndi að koma leikhúsumbótum sínum á fram- færi, við litlar undirtektir leikara. Þegar hann var þrjátíu og sex ára flutti hann til Pisa, vann lögfræði- störf og virtist hafa gefið allar áætlanir um leikritaskrif upp á bátinn. Þá bauðst honum að koma til Feneyja, eitt af leikrit- um hans hafði náð miklum vin- sældum, og hann fékk til umráða leikhús og bestu commedia dell- ‘arte leikara Feneyja. Á Feneyjaárunum, 1748-1762, skrifaði Goldoni nær tvö hundr- uð leikrit, skrifuð í þvflíkum flýti að sum þeirra féllu og önnur stóð- ust ekki tímans tönn, en meðal þeirra eru nær öll meistaraverk hans. Hann náði hátindi frægðar sinnar 1748-53, allir Feneyingar elskuðu hann. Á meðal leikrita sem frumsýnd voru þá eru II ser- vitori di due Padroni (Tveggja þjónn), II bugiardo (Lygarinn) og La bottega del caffé (Kaffi- stofan). Það er óhætt að segja að Goldoni hafi tekist ætlunarverk sitt, að endurnýja form comme- dia dell'arte. En með frægðinni eignaðist hann líka öfundarmenn, og eftir 1753 fór að harðna á dalnum. Hann var farinn að skrifa fyrir leikflokk við St. Luca leikhúsið, leikhús sem hæfði betur til skrautsýninga en gamanleikja Goldonis. Afköst hans, frægð og vinsældir skiptu brátt Feneying- um í tvo flokka, meðreiðarsveina og andstæðinga, auk þess sem af- brýðisemi gagnrýnenda og skóla- genginna leikritahöfunda fylgdi í kjölfar velgengninnar. Árásirnar urði æ illkvittnislegri og loks hraktist Goldoni niðurbrotinn frá Feneyjum, en var þó orðinn heimsfrægur, meðal annars fyrir stuðning Voltaires. 1762 tók hann boði Frakklandskonungs um að skrifa fýrir konunglega ít- alska leikflokkinn í París. En samvinnan við ítölsku leikarana í París gekk illa svo þar skrifaði hann aðeins eitt leikrit sem talist getur meðal meistaraverka hans, II ventaglio, (Blævængurinn) 1763. Goldoni varð alblindur þremur dögum eftir að hann kom til Par- ísar. Hann fékk smám saman sjón aftur á hægra auga, og fékk kennarastöðu í Versölum til að kenna frönsku kóngsdætrunum. Þá veitti konungur honum eftir- laun og hann sneri aftur til París- ar og dvaldi þar til dauðadags. f byltingunni 1789 missti Goldoni lífeyrinn, og dró fram lífið með aðstoð vina sinna. Hann lést árið 1793, átján dögum eftir að Lúð- vík sextándi var tekinn af lífi. Daginn eftir samþykkti franska þingið að veita honum rífleg eftir- laun, en þegar þeir fréttu um and- lát hans ákváðu þeir að veita ekkju hans árlegan lífeyri. Goldoni lét eftir sig sjálfsævi- sögu, að minnsta kosti 150 gam- anleiki, tíu sorgarleiki og 83 söngtexta fyrir melódrömu. Hann hefur verið kallaður hinn ítalski Moliére, en titillinn hæfir honum ekki, því hann skaraði fram úr á annan hátt, og þá eink- um í gamansemi um lífsvenjur fólks og hætti. Hann hreifst eink- um af því fáránlega í mannlegu eðli, og honum nægði að byggja gamanleiki sína á því án þess að skyggnast dýpra með nöpru háði eins og Moliére gerði. En hann endurnýjaði sannarlega ítalska gamanleikinn á sama hátt og Mo- liére þann franska, og sagði aldrei að fullu skilið við hefð commedia dell'arte fremur en Moliére við franska hefð. En þó margar leikpersónur hans beri hin hefðbundnu nöfn commedia dell'arte, (Lelio, Rosaura, Brig- hella, Arlecchino, Colombína og Pantalone), setti Goldoni lifandi fólk í stað staðnaðra persónu- gervinga og lítið annað en nafn hefðarinnar gefur upprunann til kynna. LG Það eru ekki bara húsbændurnir sem fá stjörnur í augun, Colombina (Edda Heiðrún Backmann). Pantalone (Arnar Jónsson) á erfitt með að átta sig á atburðunum. Dr.Balanzonifra Bolognuogdætur hans, Guðný Ragn- arsdóttir, Bessi /• Bjarnasonog Vil- / borg Halldórsdóttir. Commedia dell’arte kennslu, leikmyndahönnun, skrifað leikrit og þýtt. Hann út- skrifaðist í leikstjórn frá Leiklist- arháskólanum í Varsjá árið 1972 og hefur síðan starfað víða um heim bæði sem leikstjóri og kenn- ari. Árið 1980 stofnaði hann og stjórnaði 1‘Atelier (Vinnustof- una) í Formia, Ítalíu. Atelier er alþjóðleg miðstöð fyrir leiklist- arrannsóknir og helguð leikbók- menntum tuttugustu aldar. Þar starfaði Pampiglione í fimm ár með hópi listamanna víðsvegar að úr heiminum, að sýningum eftir nútímahöfunda eins og til dæmis Jasienski, Witkiewicz og Dúrrenmatt. Santi Migneco hannar leik- mynd, búninga og grímur sýning- arinnar. Hann er jafnaldri Pam- pigliones, og er Lygarinn áttunda verkefnið sem þeir vinna í sam- einingu. Auk þess að vera leikmyndarhönnuður er Santi listmálari, hefur haldið fjölda sýninga og auk þess rekið lista- gallerí. Á síðustu 15 árum hefur hann teiknað leikmyndir og bún- inga fyrir alls 60 leiksýningar, þar af rúmlega þrjátíu í Rómaborg. Frá árinu 1881 hefur hann verið meðstjórnandi leikbúninga- vinnustofu í Róm. Höfundur tónlistarinnar, Stan- islaw Radwan er Pólverji, hefur síðan á 7. áratugnum verið leikrita- og kvikmyndagagnrýn- andi og listrænn leikhússtjóri STARY leikhússins í Kraká síð- an 1980. Radwan hefur starfað víða í Evrópu, meðal annars með Pampiglione á Ítalíu, og er Ly- garinn fimmta sameiginlega verkefni þeirra. Lygarinn er skrifaöur í anda ítalska gamanleikhússins commediadell'arte, aö því leytinu til að persónur eins og Arlecchino, Pantalone, Col- umbina og fleiri koma þar við sögu. En Goldoni er reyndar þekktur fyrir aö hafa nýtt sér það besta úr leikformi sem þá var orðið staðnað og innan- tómt og blásið í það nýju lífi. Commedia dell‘arte átti sitt blómaskeið í Ítalíu frá því um miðja sextándu öld og fram á miðja átjándu öld. Þá voru þetta gamanleiksýningar í stöðluðu formi, stílfærðar og byggðar á stórum hluta á leikspuna á staðn- um, leikararnir voru atvinnu- menn, notuðu grímur og sér- hæfðu sig í að túlka hefðbundnar persónur, svo sem Arlecchino og Pantalone. Commedia dell‘arte merkir gamanleiklist atvinnumanna. Unnið var út frá grind sem kall- aðist scenario, þar var efnisþráð- ur verksins rakinn í stuttu máli, án þess að tekið væri fram hvern- ig persónurnar ættu að bera sig að því að koma honum til skila. Samtöl voru spunnin á staðnum, og leikararnir treystu frekar á ímyndunarafl sitt en minni. Hver leikari sérhæfði sig í að leika ák- veðna manngerð, með fyrirfram ákveðna skapgerðareiginleika. Grímurnar sem tilheyrðu þessum hlutverkum voru eign viðkom- andi leikara og sumir þeirra sam- sömuðu sig jafnvel hlutverkum sínum að því marki að þeir báru nöfn þeirra í einkalífinu. Undir lok sautjándu aldar byrjaði commedia dell'arte að glata lífsþrótti sínum, forntið stirðnaði og persónurnar urðu klissjukenndar. Auk þess var samkeppnin frá óperum og skrif- uðum leikritum orðin hörð, og var allt útlit fyrir að commedia dell‘arte hyrfi af sjónarsviðinu. Þannig stóðu málin þegar Gold- oni kom til sögunnar, fékk leikar- ana til að leika fullskrifuð leikrit og fjarlægði grímurnar af sumum þeirra. Goldoni varð þannig til að gæða commedia delParte nýju lífi, um leið og hann varð til þess að sú hefðbundna ítalska kóme- día sem menn þekktu hvarf enda- nlega af sjónarsviðinu. PAÐ STANSA FLESTIR í mmi /mnmi /mmn /mmn /mmn /mmn ALLTÁ FULLUHJA OKKUR SUMAR SEM VETUR SZCT™ „ /mmu /mmn /mmn /mmn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.