Þjóðviljinn - 21.04.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 21.04.1988, Blaðsíða 17
ERLENDAR FRÉTTIR Bandaríkin Dukakis nær öruggur Einingaráherslur fráframbjóðendum demókrata eftirsigur Dukakis íNew York. Jackson brástfylgi hvítra. Goregefstupp Allir þrír þátttakendurnir í forkosningum demókrata í New York lögðu í gærmorgun áherslu á einingu og samstöðu innan flokksins eftir grimman kosningaslag og óvæginn í fylk- inu. Sú eining getur að lokum varla staðið um annan en núver- andi fylkisstjóra Massachusetts, Michael Dukakis. Dukakis náði hreinum meiri- hluta kjósenda og er með sigri sínum talinn nær öruggur um út- nefningu, - þótt enn sé alls óvíst að hann vinni einn og sjálfur til- skilinn meirihluta fulltrúa á þingi demókrata í júlí. Dukakis, sem í gælutón er kall- aður The Duke - Hertoginn, fékk 51% í prófkjörinu í New York-fylki, blökkumannaleið- toginn Jackson 37%, og sunnan- maðurinn Gore aðeins 10%. Honum gekk vel í kjörinu „þriðjudaginn mikla“ í flestum Suðurríkjum en hefur mistekist illilega annarstaðar. Gore heldur blaðamannafund í dag og liggur í loftinu að hann annaðhvort hætti þátttöku með öllu, - sem þýddi að Jackson „erfði“ vegna kosn- ingareglna marga kjörmenn hans að sunnan -, eða héldi kjör- mönnum sínum en hætti við frek- ari baráttu. Að Gore gengnum telja menn greiðari leið fyrir Dukakis í þeim mikilvægum forkosningum sem eftir standa (Pennsylvanía, Ohio, New Jersey, Kalifornía) þarsem hann stæði gegn Jackson einum í fylkjum þarsem svartir eru mun færri en í New York. Hreinn meirihluti á flokks- þinginu er 2082 fulltrúar. Dukak- is hefur nú 1050, Jackson 852, Gore 441; en auk frambjóðenda- fulltrúanna er nokkur fjöldi sjálfkjörinna, þingmenn og aðrir þungaviktarmenn, sem líklegt er að snúist nú á sveif með Dukakis. Árangur Jacksons í New York- fylki, 37%, er í sjálfu sér mjög góður, einkum þarsem Jackson hafði meirihluta í sjálfri borginni. Hann fékk um 95% fylgi svartra kjósenda (sem eru um fjórðung- ur New York-búa), en aðeins 15% af fylgi hvítra. Dukakis fékk aðeins 2% svarta fylgisins, en 70% stuðning hvítra, og þrjú af hverjum fjórum atkvæðum gyð- inga sem eru ámóta margir og svertingjar í „Stóra eplinu“ en ólíkt áhrifameiri. George Bush varaforseti vann alla fulltrúa í prófkjöri repúblik- ana enda áður öruggur um út- nefningu. Hann sagðist mundu „hýða“ í sjálfum forsetakosning- unum þann demókrata sem sig- raði í New York, - en kannanir hafa undanfarið bent til mjög jafnrar baráttu milli Bush og Dukakis. Dukakis er af grískum ættum, kona hans gyðingur, hefur tvisvar verið fylkisstjóri í Massachusetts og flaggar mjög árangri sínum í efnahagsmálum í fylkinu. Hon- um er lýst sem hæfileikamiklum „teknókrata" án mikils aðdrátt- arafls. Sjálfur segist hann vera maður gerða, ekki orða. í innanríkisefnum fylgir hann tiltölulega frjálslyndri stefnu, en hefur litla reynslu í utanríkismál- um, - sem Bush á eftir að nota gegn honum. Dukakis er ekki maður fallbyssubátanna í er- lendum samskiptum, hefur lagst gegn stefnu Reagans í Mið- Ameríku og neitað að útiloka stofnun palestínsks ríkis á her- numdu svæðunum. reuter/-m Dukakis verður í framboði nema það verði stórslys, segja helstu demókratar eftir sigur hins litlausa teknókrata í New York. Flugránið 16 daga martröð lokið Rœningjunum heitið frelsifyrir að þyrma lífigíslanna Pað var við sólarupprás í gær sem gíslarnir í Boeing 747 þot- unni frá Kuwait losnuðu úr prís- undinni á Alsírflugvelli, rúmum 15 sólarhringum eftir að vélinni var rænt. Þetta voru þá 24 farþeg- ar og 7 áhafnarmeðlimir. Það voru yfirvöld í Alsír sem sömdu um lausn gíslanna, og er talið að ræningjunum hafi verið heitið frelsi fyrir að þyrma lífi þeirra. Ræningjarnir eru sagðir hafa yfirgefið vélina í tveim áföngum, 45 og 15 mínútum áður en gíslarnir birtust, en enginn af þeim hundruðum fréttamanna sem fylgjast með ráninu varð var við brottför þeirra. Óstaðfestar heimildir herma að þeir muni dvelja í vörslu alsírskra yfirvalda í nokkra daga en síðan verði þeir fluttir annað hvort til frans eða Líbanon. Flugránið hófst þann 5. apríl kl 02.30 að íslenskum tíma þegar júmbóþota með 97 farþega og 17 áhafnarmeðlimi um borð á leið frá Bangkok til Kuwait var rænt og henni lent í Mashhad í fran. Ræningjarnir kröfðust lausnar 17 hryðjuverkamanna sem voru í fangelsum í Kuwait. Fimmtíuog- sjö farþegar voru látnir lausir í íran þar sem vélin var í 3 daga áður en henni var flogið til Larn- aka á Kýpur. Þar var vélin í 5 daga og þar voru 2 farþegar drepnir en 13 látnir lausir. Vél- inni var síðan flogið til Alsír, þar sem farþegum og áhöfn var hald- ið í gíslingu í viku áður en ræn- ingjarnir létu af kröfum sínum. Reuter-fréttastofan segir að fólk hafi dansað á götum úti í Kuwait eftir að fréttist af frelsun gíslanna. Talið er að ræningjarnir tilheyri samtökunum Hizbollah (Flokkur Guðs) sem eru hliðholl klerkaveldinu í fran. íransstjórn hefur þó afneitað aðild að ráninu. Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gaf út þá yfirlýs- ingu í gær að Alsírstjórn ætti ekki að gefa ræningjunum frelsi, þar sem þeir væru ekki bara ræningj- ar heldur líka morðingjar. Talsmaður Margaretar Thatcher tók í sama streng og krafðist refsingar Áður en ræn- ingjarnir yfirgáfu vélina gáfu þeir út yfirlýsingu sem var útvarpað, þar sem þeir sögðust láta af kröfu sinni um lausn hryðjuverka- mannanna 17. Ræningjarnir lof- uðu Guð og sögðu gíslunum þyrmt í hans nafni. Jafnframt sögðust þeir mundu halda áfram baráttunni fyrir frelsun félaga sinna í Kuwait. Hvernig var svo dvölin í vél- inni? - Það var steikjandi hiti og megn óþefur og við vorum í svita- baði, sagði einn gíslanna. - Ég gerði ekkert annað en að hugsa, hugsa um fortíðina, bernskuna og allt sem ég hef lif- að...ég hugsaði um hluti sem ég hélt að ég ætti aldrei eftir að hugsa um... -ólg/reuter Danmörk Hundur í Natóbræðmm Fyrirmenn hernaðarbandalagsins milli vonar og ótta vegna danska kosningauppþotsins Bandamcnn Dana í Nató eru ekki upprifnir yfir þeirri ákvörðun ríkisstjórnar Schlúters að efna til þingkosninga 10. maí, og þykir ýmsum þeirra sem hér sé í uppsiglingu hið mesta vandræð- amál. Schluter hefur lýst því yfir að hann líti á íhöndfarandi kosning- ar sem hreina þjóðaratkvæða- greiðslu um aðild Dana að hern- aðarbandalaginu, en oddviti andstöðunnar, Svend Auken for- maður krata, vísar þessu á bug sem hverri annarri dellu: Við látum ekki draga okkur inn í þras um Natóaðild, enda er mikill meirihluti þjóðarinnar fylgjandi henni. Þar á móti munum við gera efnahagsklandrið að kosn- ingamáli, sagði hann. -Hundur er nú í mörgum fyrir- manninum í höfuðstöðvum Nató vegna kosningauppþots þessa, og Iét einn slíkur hafa eftir sér í gær að það verði ekki mál á borð við niðurskurð á herafla sem komi Nató á kaldan klaka, „heldur asnagangur eins og þetta Dan- merkurmál." Það er hafið yfir allan efa að Bretar og Bandaríkjamenn munu leggja kollhúfur yfir stöðugum áminningum um bann við með- ferð kjarnorkuvopna í dönskum höfnum ef af verður, enda hafa þeir jafnan staðfastlega neitað að segja af eða á um slíka hluti. Mál þetta er hliðstætt hvelli þeim sem varð er Nýsjálendingar tóku sömu ákvörðun og danska þingið núna, en sá er munurinn að her- fræðingum Nató þótti Nýja- Sjáland þægilega langt frá lík- legum skurðpunkti hernaðará- taka, þveröfugt við Danmörku. Þá er aldrei að vita nema ákvörð- un Dana hafi fordæmisgildi fyrir einhverja nágrannanna, vilja menn meina í Brussel, og óttast helst að Norðmenn kunni einnig að svíkja lit. Stjórn Schlúters tapaði fylgi þegar síðast var kosið, í septemb- er á síðasta ári, en skoðanakann- anir benda til að fátt hafi breyst síðan þá. Eigi þær við rök að styðjast er ekkert sem bendir til að forsætisráðherrann sópi til sfn því fylgi sem fengi breytt stjórn hans í meirihlutastjórn og gert honum kleift að túlka úrslitin sem fjöldahollustu við Natóaðildina. Reuter/HS Vísindi Hvalbein kollvaipar sögunni Byggingarverkamenn í miðbæ Torontoborgar í Kanada komu niður á ellefu þúsund ára gamalt hvalbein í gær þar sem þeir stóðu í uppgreftri. Kevin Seymor vinnur við beinadeild Konunglega safnsins í borginni, og segir hann hvalbein þetta órækasta vott þess að Champlainhafið hafi náð yfir landsvæðið í kring eftir síðustu ísöld, en hingað til hafa menn haft fyrir satt að það hafi einungis verið þar sem nú er austurhluti Kanada og Bandaríkjanna. Nú taka við prófanir til að stað- festa aldur beinsins, og eins til að komast að því hvernig það komst á áfangastaðinn. Reuter/HS Skákin Kaipov á sigurbraut Karpov vann sína skák gegn neðsta manni mótsins, heimamanninum Winants, á stórmeistaramótinu í Belgíu í gær. Aðrir keppendur reyttu flestir hálfan vinning hver af öðrum, og því má telja næsta víst að heimsmeistarinn fyrrrverandi sigri á mótinu. Karpov er einn efstur með 10,5 vinninga úr 15 skákum. Landi hans Salov hefur vinningi minna úr jafnmörgum skákum, en síðan kemur Nunn frá Englandi með 9 vinninga en á skák til góða. Alexander Beljavskí, sovéski stórmeistarinn sem fylgdi Karpov eins og skugginn framan af móti, hefur heldur slakað á klónni, en hann hefur fengið 9 vinninga af 15 mögulegum. Reuter/HS Fimmtudagur 21. april 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.