Þjóðviljinn - 27.04.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.04.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI Til hvers á að nota Tangenmálið? Á mánudag fóru fróðlegar umræður fram á Alþingi um T ang- enmálið svonefnda. En eins og menn vita hafa ráðamenn blásið út feiknarlega tiltekin mistök fréttamanna Ríkisútvarps- ins í meðferð þeirra á ummælum norsks sagnfræðings um meint tengsl bandarískrar leyniþjónustu við íslenska ráða- menn fyrir fjörtíu árum. Þór Whitehead sagnfræðingur var fenginn til að gera sérstaka skýrslu um málið þar sem frétta- menn eru bornir ýmsum sökum. Á Alþingi tók Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra undir þessar ásakanir, tal- aði um að fréttastofa Ríkisútvarpsins hefði „afvegaleitt hlust- endur“ og að Tangenmálið ætti að vera henni víti til varnaðar. Hjörleifur Guttormsson lét þetta mál til sín taka í umræðnum og taldi að á bak við skýrslugerðarákefð sjálfstæðismanna lægi það að „þeir vilja reiða refsivönd yfir fréttastofunni til þess að fæla fréttamenn frá því að taka slík mál til umfjöllunar. Menntamálaráðherra er með þessum heilaþvottaraðferðum sínum að hræða fréttamenn frá skyldu sinni.“ Þetta er rétt og þörf ábending. Um langan tíma var aðdrag- andi að inngöngu íslands í Nató og herstöðvarsamningi við Bandaríkin mikið feimnismál hjá þeim sem þar voru að verkL Þegar svo sú þróun mála hefur komist á dagskrá, m.a. hja sagnfræðingum vegna þess að leynd hefur verið létt af ýmsum bandarískum skjölum frá þeim tíma, þá verða menn greinilega varir við öfluga viðleitni hjá sjálfstæðismönnum til að leggja undir sig þá umræðu, til að hafa túlkun atburða í hendi sinni. Og það verk hefur skýrslugerðarmaður menntamálaráðherra, Þór Whitehead, tekið að sér og fékk til þess nokkurt forskot, þar sem hann hefur fengið að sjá meira af leyniplöggum tímans en aðrir menn og þá m.a. einkaskjalasafn Bjarna Benediktssonar. Sagnfræðingurinn hefur svo í sinni túlkun reynt að láta líta svo út sem þróun ráðamanna íslenskra borgaraflokka og Alþýðu- flokksins frá hlutleysistefnu og þeirri stefnu að hafa „engar herstöðvar á friðartímum" og til þess að samþykkja herstöðvar hér 1951, hafi verið einskonar eðlileg og sjálfsögð hugljómun. Þeir hafi blátt áfram lært af reynslunni upp á eigin spýtur, séð Ijós hinnar „sögulegu nauðsynjar11 á herstöðvum hér. Eitthvað í þeim dúr. Þar eftir má greina í skrifum dr. Þórs Whiteheads greinilega tilhneigingu til að gera sem minnst úr því, hve virkir Bandaríkjamenn voru í því að flækja íslendinga með góðu eða illu í Natónetið, og svo því hve veikir ráðamenn flokkanna þriggja, sem herstöðvarnar endanlega samþykktu, voru fyrir því lævíslega samspili viðskiptahagsmuna og kommúnista- hræðslu sem bandarískir sendimenn notuðu á þá. Ráðamenn núverandi stjórnarflokka vilja fá að vera í friði með þessa tiltölulegu sælu mynd af pólitískum feðrum sínum - líklega í anda þeirrar kenningarsem segir, að sá sem hafi tök á fortíðinni ráði framtíðinni. Því er þeim meinilla við það, þegar rifjað er upp að íslenskir ráðherrar sátu á trúnaðartali við bandaríska sendimenn um það hvernig reka mætti sósíalista frá Útvarpinu, Veðurstofunni, Háskólanum og lögreglunni, breytafréttaflutningi íslenskra fjölmiðla, kenna íslenskum pers- ónunjósnir hjá FBI, bandarísku alríkislögreglunni. Og svo mætti áfram telja. Þeir vilja ekki að um það sé fjallað hvernig Bandaríkjamenn vilja nota erfiðleika íslendinga á fiskmörkuð- um til að hafa áhrif á það hvaða flokkar sitji í stjórn íslands, hvernig þeir áforma að leggja undir sig kvikmyndamarkaðinn á íslandi með því að snúa á þágildandi gjaldeyrislöggjöf. Þeir vilja ekki að dregið sé fram í dagsljósið, hve þétt það net er sem riðið er í bandaríska sendiráðinu um alla þá sem einhvers mega sín - þar er leitað leiða til að klekkja á Halldóri Laxness í refsingarskyni fyrir skáldsögu hans Atómstöðina, bjarga Al- þýðublaðinu úr peningakröggum og jafnvel fá þáverandi bisk- up íslands til að skipta sér meira af pólitískum skoðunum klerka, herða þá á andkommúnisma. Það er þessvegna sem tiltekin mistök fréttamanna á útvarp- inu eru blásin upp eins og um meirháttar glæp væri að ræða. Það á að stinga upp í menn. Það á að minna á bannsvæðin: hingað má enginn stíga fæti nema sá sem hefur vegabréf hins opinbera sannleika upp á vasann og fer í einu og öllu eftir formúlu hans. ÁB KLIPPT QG SKORIÐ Bara Olafur, bara Páll Þegar þeir Jón Baldvin og Þorsteinn stormuðu inná Stöð tvö eftir að mið- stjórnarfundi Frammara lauk í sérkennilegu dúna- logni voru þeir spurðir um tíðar yfirlýsingar ýmissa framsóknarþingmanna um stjórnarstefnuna. Þorsteinn Pálsson svaraði að bragði að svona hefði þetta nú gengið líka í síðustu ríkisstjórn, og þá hefðu Framsóknarráðherrarnir róað sig með því að segja að þetta væri nú „bara hann Ólafur" og „bara hann Páll“. Sumsé einangraður sveitavargur sem sjónarmið verið með neinar ögranir í þeirragarð. Viðhöfum endurskipulagt tekjuöflun- arkerfi ríkisins meðJóni Baldvin. Pó veðurhann um landið í bullandi kosninga- baráttu og kallar okkur brennuvarga. Mér leiðist að vera kallaður brennuvargur að ósekju og neyðist líklega bráðum til að fara að taka á mótiJóni Baldvin. Porsteinn Pálsson er ífýlu og afbrýðisamur að standa alltafískugganum af Steingrími og ermeð nöldur og nart út í embœttisfœrslu utanríkisráðherra, alltórétt- mœtt. Steingrímur hefur orð- ið okkur tilsóma sem utan- ríkisráðherra. Hann hefur góðu heilli breytt áherslum í utanríkismálum. Við höfum öðlast virðingu umheimsins fyrir að koma fram afþjóð- legri reisn. Pað kostar auðvitað skrœki úr Morgun- blaðshöllinni efvið greiðum ^ekki alltaf atkvœði eins og ana og fjárfestingarfélög þeirra og kaupleigurnar. Svíar eru að koma sínu okr- arapakki í bönd. Par, eins og hér, hefur sprottið upp hóp- ur ungrafrjálshyggjugróða- punga sem okrar með pen- inga. Svíarnir kallaþá „fin- anshvalperne", þetta ersér- stök tegund eins og við þekkjum. Viðverðumað beisla þá. “ Skopparakringlur Og eftir þessu eru aðrar lýsingar Páls Péturssonar á ástandinu eftir árssetu nýju stjórnarinnar og sautján ára samfellda ríkisstjórnarþátt- töku Framsóknarflokksins: „Ofþensluna hér á suð- vesturhorninu verðurað stöðva. Paðgeta stjórnvöld gertefþau vilja. Meiraað segja Morgunblaðið bendir á hœttuna afþenslunni. En það dugir ekki að draga úr umsvifum ríkisins. Ekki síður verður að draga úr óþörfum framkvœmdum sveitarfélaga, ráðhúsi áfloti, skopparakringlu á Öskju- hlíð. Ogþófyrst ogfremst einkageirans, þar er aðal- hans eru að vísu heppileg til notkunar í landsbyggðar- blöðunum kjósendum til hugarhægðar, - en ekkert mark á þeim takandi í alvöru pólitík. Barapáll enn á ferð Páll „Bara“ Pétursson var enn á ferð á títtnefndum miðstjórnarfundi á Holiday Inn um helgina, og landslýð gefst færi á þeim fyrirlestri í Tímanum í gær. Þar hvín í: „Pað er veikleikiþessarar ríkisstjórnar að okkar ráð- herrar skipa ekkiþauráðu- neyti sem eiga að hafafrum- kvœði um úrlausn efnahags- mála. Par af leiðir að okkar aðstaða er veikari og sam- starfsmönnum okkar kann að þykja nœrri sér höggvið með því að við höfum skoð- anir áefnahagsmálum og látum þær í Ijósi, en við höf- um skyldum að gegna við umbjóðendur okkar, fólkið sem setti traust sitt á okkur í fyrravor. Okkarflokksmenn kusu okkur ekki til þess að hafa viðskiptahalla uppá20 milljarða á tveimur árum, 12-15 íár. Viðvorumekki kosnir til þess að láta við- gangastþá byggðaröskun sem nú blasir við. Við vorum ekki kosnir tilþess að takaþá efnahagskollsteypu sem framundan er, verði ekkert að gert. Pessvegna verðum við aðfáfram breytingar. “ Páll bara hvass! Húnvetningurinn situr við sinn keip og rær nú öllum árum: „Við mynduðum ríkis- stjórn með íhaldi og krötum og höfum starfað affullum heilindummeðþeim. Við höfum ekki áreitt þá að fyrrabragði, við höfum ekki Bandaríkjamenn, en það verður bara að hafa það, eins þótt íhaldskálfarnir álykti um utanríkisráðherra áfundi í Eyjum. Ég varð fyrir þ ví sem fulltrúi í utan- ríkismálanefnd að heimsœkja herinn á Miðnes- heiðiífyrriviku. Eftirfund með yfirmönnunum þar opnuðust augu mínfyrir því, aðþaðer ekki óhætt fyrir þjóðina að láta sjálfstæðis- menn fara með utanríkis- mál. “ Stabíll náungi, en... „Og forsætisráðherrann fær fleiri snoppunga: „Þorsteinn Pálsson er stjórnskipulega forsœtisráð- herra íþessari ríkisstjórn, enda þótt ýmsum gangi illa að muna það og honum ber sem slíkum að hafa yfirstjórn efnahagsmála. Éghefleyft mér að kalla forystu hans dauflega, það erekkistórt orð. Eg hef mætur á Por- steinisem stabílum náunga og leiðist að vera með að- finnslur, en meðal annarra orða: Hvers vegna er Þor- steinn Pálsson að láta Reag- an stefna sér utanfyrirvara- lítið? Erþetta lengrifyrirvari en þegar Gorbatsjov bauð Vigdísi heim?“ Seinna í greininni kemur reyndar í ljós að undir hand- arjaðri hins stabíla en dauf- lega hafa alist upp ýmis kvikindi: „Við verðum að ná stjórn ápeningamarkaðinum. Pað eralgjörlega óhjákvæmilegt að koma lögum yfir okrar- sukkið. Viðskiptahallinn er einkageiranum fyrst og fremstað kenna. Hvað hækkarbygging Kringlunn- ar vöruverð í landinu um mörg prósent? Pað er al- menningur sem byggir versl- unarhallirnar og borgar þær íhærra vöruverði. “ „Við verðum að koma lögum yfir kaupleigurnar. Utlendingar eru komnir hér á kaf í atvinnurekstur, bak- dyramegin ígegnum kaupleigurnar og ausa bens- íni á þenslubálið. Við verð- um að skapa framleiðsluat- vinnuvegunum viðunandi rekstrarskilyrði. Einn þáttur íþvíerlækkun vaxta. Pen- ingarnir eru ofdýrir til þess að þeir renti sig við venju- legan atvinnurekstur. “ Og svo framvegis, engu líkara en hér sé á ferð hat- rammur stjórnarandstæð- ingur, gott ef ekki úr Flokki mannsins. Skjót viðbrögð En Páll fékk næga útrás með ræðuflutningnum og leggur nú sem fyrr traust sitt á „skynsamleg viðbrögð samstarfsflokkanna". Við- brögð þeirra létu einsog áður sagði ekki á sér standa. Þau komu fram í sjónvarpi kvöldið eftir að ræðan var flutt á Holiday Inn: Þetta er bara hann Páll. þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, óttar Proppó. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: GarðarSigvaldason, MargrótMagnúsdóttir. Framkvæmdastjór i: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingast jóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglysingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðsiu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð i lausasölu: 60 kr. Helgarblöð: 70 kr. Áskriftarverð á mónuði: 700 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 27. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.