Þjóðviljinn - 27.04.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.04.1988, Blaðsíða 7
Verslunarmenn Félögum í vericfalli fjölgar Hófst á Húsavík í gœr. Akranes ídag. Bolungarvík og Suðurnes á miðnætti Þeim félögum verslunarmanna sem fara í verkfall fer fjölgandi. Verslunarmenn á Húsavík hófu verkfall á mánudag og í gær bætt- ust Akurnesingar við. Bolvíking- ar og Suðurnesjamenn hófu verk- fall sitt á miðnætti. Almenn þátttaka er í verkfall- inu á Húsavík. Ásta Baldursdótt- ir, formaður Verslunarmannafé- lags Húsavíkur, sagði verkfallið hafa farið friðsamlega af stað. Verslunarmenn áttu þó í rimmu við eina verslun. Eigendur versl- unarinnar Kjarabót stældu við verslunarmenn um skilgreiningar á því hverjir mættu vinna og hverjir ekki. Allt flug hefur Iegið niðri á Húsavík síðan á fimmtudag í síð- ustu viku. Flugleiðir eru eina flugfélagið sem heldur uppi flugi þangað. Þetta hægir á póstflutn- ingum til og frá Húsavík sem nú verða að fara landleiðina. Þeir sem þurfa að fara flugleiðis til Reykjavíkur verða að fara til Ak- ureyrar og reyna að fá sæti hjá Flugfélagi Norðurlands. Ymis skrifstofustarfsemi liggur niðri á Húsavík. Lokun skrifstofu kaupfélagsins kemur td. illa við bændur. Þá eru skrifstofur Fiski- ðjusamlags Húsavíkur lokaðar þannig að ekki verður hægt að borga út kaup, dragist verkfallið. Asta sagði þátttökuna í verk- fallinu góða en að félagsmenn mættu mæta betur til starfa fyrir félagið en var á fyrsta degi. -hmp Kæra utan- ríkisráðherra Dregin til baka Boðað verkfall verslunarmanna á Suðurnesjum hefst á miðnætti, líka á Vellinum Utanríkisráðuneytið hefur fall- ið frá þeirri ákvörðun að kæra verkfall verslunarmanna á Kefla- víkurflugvelli til Félagsdóms. Verkfall Suðurnesjamanna verð- ur því með eðlilegum hætti. Ás- mundur Stefánsson, forseti ASÍ, segir þetta skynsamlega ákvörð- un. Ásmundur átti að mæta fyrir Félagsdóm í gær, fyrir hönd versl- unarmanna. Eftir langan fund með starfsmönnum Varnarmála- skrifstofunnar í fyrradag, lá hins vegar sú niðurstaða fyrir að ráðnuneytið félli frá kæru. „Verslunarmenn hafa ítrekað boðið undanþágur í störfum sem kunna að vera viðkvæm en ver- kfallsnefndin ákveður nánar hvar þess kann að vera þörf,“ sagði Ásmundur. Hann sagði báða að- ila vilja afgreiða þetta mál í góðu. Verslunarmenn á Keflavíkur- flugvelli eru uþb. 1/3 af félags- mönnum félagsins á Suðurnesj- um. „Það er því ljóst að það skiptir miklu máli að félagsmenn á Vellinum séu með í verkfal- linu,“ sagði Ásmundur. Verk- fallsnefnd hefur enn ekki tekið neinar ákvarðanir um undanþág- ur. Ásmundur taldi ekki ástæðu til að ætla að það yrði mikill fjöldi sem fengi þær. -hmp FRÉTTIR Skipulag stúdentastjórnarinnar loksins að komast á hreint. Stúdentaráð Ný stjóm að fæðast Vakafær stjórn SHÍ, Röskvastjórn Félagsstofnunar og LÍN-fulltrúann Samninganefndir Vöku og Röskvu hafa komist að samkomu- lagi um nýja stjórn í stúdentar- áði. Vaka fær stjórn Stúdentar- áðs en Röskva fær alla fulltrúa námsmanna í Félagsstofnun stú- denta. Þá verður aðalfulltrúi námsmanna í stjórn Lánasjóðsins áfram röskvumaður en varafull- trúinn fer til Vöku. Nokkrar breytingar verða á nefndum Stúdentaráðs. Vaka verður með meirihluta í tveimur nýjum nefndum; FS-nefnd og LÍN-nefnd. Röskva verður hins vegar með meirihluta í menntamálanefnd, hagsmuna- nefnd og utanríkisnefnd. Þetta samkomulag tekur ekki gildi fyrr en fylkingarnar hafa haldið félagsfund og fengið það samþykkt þar. Ómar Geirsson, fráfarandi formaður SHÍ, taldi allar líkur á að samkomulagið yrði samþykkt hjá báðum aðilj- um. Röskva heldur sinn félags- fund á mánudag en Vaka á þriðjudag eða miðvikudag. Samkomulagið er eingöngu um skiptingu embætta og nefnda. En vegna jafnrar stöðu fylking- anna í Stúdentaráði verður að gera málefna- og samskiptasamn- ing. Ómar sagði þær viðræður hefjast strax eftir helgi. Hvort sem samkomulagið verður sam- þykkt eða fellt í fylkingunum, verður gengið frá embættum á morgun. Ómar Geirsson sagðist nokkuð ánægður með þessa niðurstöðu. „Ég tel niðurstöðuna vera hags- munum stúdenta í hag og gera Röskvu mögulegt að sinna öllum þeim málum sem gamla sant- stjórnin lagði áherslu á. Fráfar- andi stjórn var samstjórn Félags vinstrimanna og Umbótasinna sem stóðu að sameiginlegu fram- boði Röskvu. -hmp Húsavík Tæp miljón í söluskatt vegna snjómoksturs Víkurblaðið: Heimtum söluskatt á rigninguna í Reykjavík Húsavíkurbær og aðrir snjó- þungir staðir greiða miljónir á ári í söluskatt vegna snjómoksturs. Snjóþyngslin á norðan- og austanverðu landinu I vetur ættu þvt að verða ríkissjóði drjúg tekjulind. Húsavíkurbær reiknar með að greiða 700 þúsund krónur í söluskatt af snjómokstri á þessu ári. Víkurblaðið hóf umræðuna um snjóskattinn og stingur upp á því að rigningin í Reykjavík verði ekki undanþegin söluskatti. Orð- rétt segirí Víkurblaðinu: ...verð- ur auðvitað fundin lausn á þessu máli, etv. með því að stofna jöfnunarsjóð á þessu sviði órétt- lætisins. Snjallast væri auðvitað að setja söluskatt á rigninguna í Reykjavík, segir Víkurblaðið, og auka þannig veðurfarstekjur ríkisins enn frekar. Að sögn Guðmundar Níels- sonar hjá bæjarsjóði Húsavíkur greiðir bærinn mun meira í sölu- skatt vegna snjómoksturs í ár en í fyrra. Þetta sagði hann bæði stafa af breytingum á söluskattslögum og meiri snjóþyngslum í ár en í fyrra. Guðmundur sagði hugsan- legt að eitthvað af þessum kostn- aði fengist endurgreitt. Það kæmi hins vegar ekki í ljós fyrr en við afgreiðslu fjárlaga. -hmp Islenska ríkið Með næsthæstu einkunn á alþjóðalánamaricaði Þrátt fyrir skuldasúpuna. Uttekt Standard & Poors setur okkur íhóp með Irlandi Þrátt fyrir að skuldasúpa okk- ar íslendinga erlendis aukist stöðugt nýtur íslenska ríkið samt sem áður mikils trausts á alþjóða- lánamarkaðinum. Tvö virt fyrir- tæki gefa löndum einkunn á þess- um markaði eftir því hve láns- traust þeirra er talið mikið og ný- lega gaf annað þessara fyrir- tækja, Standard & Poors, íslandi næsthæstu einkunn sem gefin er á þessu sviði. Af sex mögulegum einkunnum lenti Island í öðru sæti ásamt Ir- landi. Fyrir neðan okkur eru lönd eins og Portúgal, sem lenti í þriðja sæti, og Israel sem lenti í fjórða sæti. Fyrir ofan okkur eru lönd eins og Belgía og Ítalía sem lentu í fyrsta sæti. Hér var um óumbeðna úttekt að ræða. Björn Matthíasson hjá al- þjóðadeild Seðlabankans segir að þessi trausta staða íslenska ríkisins sé einkum því að þakka að þrátt fyrir að erlendar skuldir okkar hafi aukist í krónum talið hafi þær lækkað sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, hafi verið komnar niður fyrir 40% um síð- ustu áramót en þetta sé sá stuðull sem horft sé til er lánstraust er metið. Á sama tíma og þetta gerist dregur hinsvegar mjög úr láns- trausti einkaaðila hérlendis, einkum þeirra sem áður höfðu ríkisábyrgð en hafa hana ekki nú. Má Lþví sambandi nefna fjárfest- ingarlánasjóðina. -FRI Ml&vikudagur 27. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.