Þjóðviljinn - 30.04.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.04.1988, Blaðsíða 3
Veikindi Flensan orðin aðfaraldri Þeir skipta tugum þúsunda sem eru smitaðir af flensunni sem hef- ur verið að ásækja landsmenn að undanfðrnu og segir Skúli John- sen, borgarlæknir, að eina ráðið sem hægt sé að gefa fólki sé að fara bara nógu vel með sig og halda sig innandyra ef það á ann- að borð smitast. Einkenni flensunnar eru hár hiti, miklir beinverkir, höfuð- kvalir og almenn eymsl og vill I Skúli hvetja fólk til að hafa nú I samband við lækni hið fyrsta sé hitinn ekki horfinn á fjórða veikindadegi. „Það er alltaf verið að spyrja um hópaðgerðir í skólum og á vinnustöðum en við höldum fast við þá stefnu að bólusetja ekki meðan faraldur geysar. Pað hefur ekkert að segja hvort eð er; mót- efnin myndast ekki fyrr en á 10. eða 11. degi", segir Skúli. Því miður er lungnabólga oft og tíðum fylgifiskur svona flensu- faraldra og sagði Skúli að núna strax væri farið að bera á því að sjúkrahúsainnlögnum vegna lungnabólgu fjölgi. „Ég ráðlegg fólki að halda sig inni og heimavið í að minnsta kosti tvo daga eftir að það er laust við hitann því fólki vill slá niður ef það fer út strax eftir einn hita- lausan dag", segir Skúli. -tt Sláturfélagið starfsmönnum sagtupp Fyrstu samdráttarað- gerðir tilkynntar Sláturfélag Suðurlands sagði í gær 30 starfsmönnum sínum upp störfum og talið víst að frekari uppsagnir munu fylgja í kjölfar- ið. Félagið hefur selt verslun sína við Hlemm til Nótatúns og sagði 12 starfsmönnum verslunarinnar upp störfum. Þá hefur félagið ákveðið að loka þvottahúsi, trésmíðaverkstæði og draga sam- an seglin á aðalskrifstofu og í vörumiðstöð. FRETTIR Kaupmenn Hjörðin að riðlast Sífelltfleiri kaupmenn og eigendurþjónustufyrirtœkja semja um 42þúsund krónur. 56fyrirtœki hafa samið hjá VR.30 á Akureyri og 12 á Selfossi. Arnarflug samdi í fyrrinótt. VSI: Afar ámœlisverðir samningar Sífellt fleiri kaupmenn og eigendur ýmissa þjónustufyr- irtækja semja þessa dagana við félög verslunarmanna víðs vegar um landið um 42 þúsund króna lágmnarkslaun. Stærsti atvinnu- rekandinn til þessa sem samið hefur er Arnarflug sem samdi í fyrrinótt við VR, en hjá fyrirtæk- inu starfa um 80 VR félagar. Að sögn verkfallsstjórnar VR höfðu 56 fyrirtæki samið við fé- lagið í gær og var ekkert lát á viðsemjendum þangað og því má búast við að tala þeirra sem hafa samið hafi eitthvað fjölgað frá því. Svo mikill var straumurinn upp á skrifstofur VR að það hafð- ist engan veginn undan að taka á móti kaupmönnum sem vildu ólmir og uppvægir semja hið allra fyrsta. Verkfallsstjórn VR sagði þetta besta dæmið um það hve launakröfur félagsins væru hóg- værar, þrátt fyrir stífni forystu VSÍ á að samþykkja þær. Kaupmaður einn sem beið eftir að röðin kæmi að sér til að geta samið fyrir sitt fólk, sagði að 42 þúsund króna lágmarkslaun væri hlægilega lág tala í sínum augum því hjá sér fengi fólk borgað frá 60 þúsundum og allt uppí 100 þúsund krónur á mánuði. Hann sagði það vera hneyksli að halda því fram að þessi lágmarkslauna- krafa VR væri á einhvern hátt verðbólguhvetjandi. Jóna Steinbergsdóttir, formað- ur Félags verslunar-og skrifstofu- fólks á Akureyri sagði að um 30 fyrirtæki væru búin að semja við félagið um 42 þúsund króna lág- markslaun og eru þar um að ræða litlar verslanir og skrifstofur. En allt í allt snertu þessir samningar um 70-80 manns. Mikil kjörsókn var nyrðra í gær um málamiðlunartillögu ríkis- sáttasemjara, en heimildarmenn Þjóðviljans þar sögðu það vera heldur betur tvísýnt að hún yrði Þátttaka í kosningum verslunarmanna, um miðlunartillöguna var almennt góð í gær. Allt aö 40-60% úti á landi en minni í Reykjavík. .Kjörstöðum lokar kl. 18 í dag. Mynd - Sig. samþykkt af undirtektum fundar- manna að dæma þegar tillagan var kynnt. Er mikill kurr í fólki út í tillöguna og þá sérstaklega Iaunalið hennar sem flestum þyk- ir heldur rýr. Kjörfundi á Akur- eyri lýkur kl. 16 í dag á skrifstofu félagsins að Skipagötu 14. Kjör- fundi á Sauðárkróki lauk í gær og þar greiddu 106 af 207 félags- mönnum atkvæði sem er ríflega 50% kjörsókn. Á Selfossi höfðu um 12 kaup- menn og þjónustufyrirtæki samið um miðjan dag í gær og búist var við að þeim mundi eitthvað fjölga þegar liði á daginn og sagði Steini Þorvaldsson formaður Versl- unar-og skrifstofufólks á Selfossi að mikil hreyfing væri meðal kaupmanna og eigenda fyrir- tækja að skrifa undir samninga. Þótt forystumenn verslunar- manna séu kampakátir yfir því að hjörð andstæðinganna sé farin að riðlast gætir ekki sömu ánægi- unnar hjá forystumönnum VSI. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri sagði að þessir samningar væru afar ámælisverð- ir, þó svo að hann skyldi sjónar- mið Arnarflugsmanna um að semja við VR og Félag Vers- lunarmanna á Suðurnesjum. Þór- arinn sagði þessa samninga vera sem gaffall í raðir vinnuveitenda. Kjörsókn hjá VR var orðin um 20& í gærkvöldi og voru menn bjartsýnir á að kjörsókin myndi ná 35% markinu í dag en ef það næst ræður einfaldur meirihluti úrslitum um hvort tillagan verður felld eða samþykkt. Kristinn Sigtryggsson, forstjóri Arnarflugs sagði við Þjóðviljann að það væri vissulega gleðiefni fyrir félagið að hafa náð þessum samningi en hann lagði jafnframt ríka áherslu á að samningurinn væri málamyndagjörningur til að forða félaginu frá enn meira tjóni en orðið hefur vegna verkfallsins. -grh S-Afríka Algert viöskii 11« \t< n Loks samstaða áþingi um aðgerðir gegn stjórn minnihlutans í S-Afríku Eg fagna sérstaklega þessari niðurstöðu, þetta er viður- kennig á baráttu okkar Alþýðu- bandalagsmanna hér í þinginu síðustu árin og hyllir undir enda- nlega sigur í þessu máli, sagði Steingrímur J. Sigfússon formað- ur þingflokks Alþýðubandalags- ins í samtali við Þjóðviljann í gær. Þingmenn allra flokka nema Borgarflokksins lögðu í gær fram frumvarp til laga þar sem lagt er bann við öllum viðskiptum við S- Afríku. Flutningsmenn frumvarpsins eru þeir: Kjartan Jóhannsson, Páll Pétursson, Ólafur G. Einars- son, Kristín Einarsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon. í frum- varpinu segir m.a. að óheimilt sé að flytja til landsins vörur sem upprunnar eru í S-Afríku eða Namibíu og einnig er óheimilt að flytja frá íslandi vörur til þessara Verðlagsstofn un Varað við villandi upplýsingum Neytendur skyldu varast að gína við villandi vörumerkingum, röngum upplýsingum frá söluað- ilimi, uppáþrengjandi þjónustu, ólöglegum kaupbæti ef þeim er boðin vara og urmul af öðrum liliitum því mikill hluti af sölu- brögðum seljenda er ólöglegur og ekki dæmi um góða viðskipta- hætti. í nýjasta tölublaði Verðkönn- unar Verðlagsstofnunar er að finna dæmi um allt þetta og meira til. Kona sem fór á, að því er virt- ist, metnaðarfulla hárgreiðslu- stofu og bað um blátt áfram klippingu og ekkert annað fékk að vísu klippinguna, en hún fékk meira til. Hárgreiðslukonan á- kvað að klippingu lokinni og upp á sitt einsdæmi að blása hár frúar- innar og dedúa eitthvað fleira við hana og rukkaði svo konuna um rúmlega 400 krónur aukreitis við klippingargjaldið og segir blaðið að konan hefði átt að neita fullum hálsi að greiða umframgjaldið. í blaðinu eru nefnd mörg dæmi og ber mikið á villandi upplýsing- um um gæði vara og eiginleikum þeirra. Nefnd eru dæmi um vill- andi samanburð á Ieðri og leður- líki sem kallað var „leðurlúx", villandi upplýsingar um gæði íbúðahótels á sólarströnd og fleira og fleira. Stuðst er við lög um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti, sem fjalla um framleiðslu og verslun, en hjá Verðlagsstomun varskráð81 mál árið 1987 og af þeim tók neyt- endamáladeild Verölagsstofnun- ar upp 17 mál að eigin frumkvæði í skjóli þessara laga. -tt landa eða gera samning um út- flutning þegar ljóst sé að að endu- rlegur áfangastaður sé annað- hvort þessara landa. Brot gegn ákvæðu varði sektum eða allt að þriggja mánaða fangelsi. Utan- ríkisráðherra verði þó heimilt að veita undanþágur ef mannúðará- stæður mæli með því. - Það er óvenjulegt að tillaga eins flokks sem verið hefur til umræðu í þinginu í allan vetur nái í gegn með sameiginlegu frum- varpi þingmanna eins og hér hef- ur átt sér stað. Þetta er stórsigur og greinilegt að atburðir síðustu vikna í S-Afríku þar sem réttur svarta minnihlutans hefur sífellt verið þrengdur og sú ógnaröld sem þar ríkir, hefur ýtt við þing- mönnum. Ég hef trú á því að frumvarpið verði afgreitt fyrir þinglok og að ísland skeri sig þá ekki lengur úr í þessum efnum frá nágrannaþjóðum og reyndar flestum Évrópuþjóðum, sem hafa fyrir lögnu sett viðskipta- bann á S-Afríku sagði Steingrím- ur. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Þýskalandsmarkaður Fiskverð fer hækkandi Kíló á karfa hefur hœkk- að úr 42 krónum upp Í62 íPýskalandi. Á Englandi hefurþorskur hækkað úr 62 krónum upp í 70 Fiskverð á Þýskalandsmarkaði hefur stígið all verulega frá því sem það var í sfðustu viku og sem dæmi hefur meðalverð á karfa hækkað úr 42 krónum kílóið upp í tæpar 62 krónur í þessari viku. Sömu sögu er að segja af flsk- mörkuðum á Englandi. Þar hefur verð á þorski hækkað úr 62 krón- um í 70 krónur að meðaltali hvert kfló. Ástæðuna telja menn vera vaxandi eftirspurn og einnig hef- ur dregið úr hitanum sem verið hefur f Þýskalandi. Að sögn Vilhjálms Vilhjálms- sonar hjá Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna, seldi Ögri RE 254 tonn af karfa og grálúðu í Þýskalandi í fyrradag fyrir 14,8 milljónir króna og meðalverðið sem fékkst fyrir hvert kfló 60,31 króna. Meðalverð fyrir karfann var 64,73 krónur, en var í síðustu viku aðeins 42 krónur. Eitt skip hefur bókað sölu þar í landi í næstu viku. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.