Þjóðviljinn - 30.04.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 30.04.1988, Blaðsíða 19
Og þetta líka... Birminghamborg hefur sótt um Ólympíuleikana 1996 þrátt fyrir að hún eigi ekki stuðning breska ólympíuráðsins vísan. Þeir fengu ekki ÓI-1992 sem verða haldn- ir í Barcelona á Spáni og segja alveg víst að öll mannvirki verði tilbúin fyrir umsaminn tíma. Fyrirfram var álitið að þar sem 1996 verði 100 ár liðin frá því að nútímaólympíuleikamir voru fyrst haldnir skuli Aþena á Grikklandi hreppa hnossið en fyrir skömmu lýsti borgarstjórinn í þeirri borg því yfir að þeir hefðu ekki efni á að halda leikana. Carl Lewis var ekki ánægðu með árangur sinn í 100 metra hlaupinu á móti í Kalifomíu fyrir skömmu. Startið var lélegt og hlaupið eftir því en Kalli náði aðeins 5. sæti. „Startblokkin rann til þegar ég spyrnti og ég bjóst viö aö hlaupið yrði stöðvað. Við það hikaði ég og þar með var sigurinn úti" sagði Lewis en hann keppir stöðugt að því að fá nafn- botina fljótasta mannvera á jörðinni frá keppínaut sínum Ben Johnson. Lewis var langt á eftir Raymond Stewart sem sigraði enda heilum ein- um fjorða úr sekúndu á þeim. Ivan Lendl kemur líklega til með að verða banda- rískur ríkisborgari bráðlega. Lendl, sem er aðeins 27 ára og tékkneskur ríkisborgari þessa stundina, hefur búið í Bandaríkjunum síðan 1981 en fékk leyfi til að búa í landinu á síðasta ári. Þar með þyrfti hann að búa þar í 4 ár í viðbót áður en hann fengi banda- riskan ríkisborgararétt en hann reynir að pressa á að fá hann strax til að hann geti keppt fyrir USA í ÓL í Seóul. Leyfið rennur nú í gegn og á bara eftir að fá samþykki þingmanna og síðan Reagans. Real Madrid gæti lent í vandræðum útaf látunum í þeim eftir leikinn við PSV Eindhoven í vikunni. Aganefnd UEFA var að fá skýrslu um leikinn og tekur hana fyrir á fundi nefndarinnar 26. júní nk. í beinni útsendingu frá leiknum sést þegar leikmenn Real Madrid réðust á dómarann eftir leikinn og voru bara almennt grófir í leiknum. Mótmælabréf Allir leikmenn spánska fyrstudeildar- liðsins Barcelona hafa ritað undir opið bréf þar sem þeir húðskamma forseta félagsins Jose Luis Nunez. „Við höfum misst alla trú á forsetann, hann veldur okkur vonbrigðum sem tólki og niðurlægir okkur sem leik- menn" sagði í bréfinu. Barcelona er eitt af ríkustu félögum í Evrópu en er aðeins í 9. sæti í deildinnu. Þeir fengu þó örlitla uppreisn æru þegar þeir tryggðu sér Evrópusæti með því að vinna spænska bikarinn. Mikið hefur gengið á í þjálfaramálum, Englend- ingurinn Terry Venables var rekinn og Luis Aragones fer líklega sömu leið því búist er við Johan Cruyff taki við þjálfun á næsta tímabili þó ekki sé búið að skrifa undir neitt. 161 þjóð er nú þegar á þátttökulistanum á Ól- ympíuleikana í Suður-Kóreu. Norður- Kórea, Kúba, Eþópía, Albanía, Nicar- agua og Seychelles eyjarnar á Ind- landshafi hafa ekki skráð sig en þeim standa enn dyrnar opnar. Ennfremur er ekki alveg á hreinu með Suður- Afríku vegna Zolu Budd en forseti Al- þjoðaólympíunefndarinnar Juan Ant- onio Samaranch sagði að ráðið hefði alltaf verið á móti Apartheid stefnu stjórnvalda en vandamálið væri fyrst og fremst afrískt og yrði ekki leyst á skrifstofu í New York, París eða London. Hékk í köðlunum ítalinn Damiani endurheimti Evróp- umeistaratitilinn i þungavikt þegar hann sló Hollendinginn John Emmen út um daginn. Daimiani vann fyrstu loturnar á stigum og þegar hann gekk inn í hringinn í þeirri þriðju, sótti hann í maga forviða Hollendingsins og þeg- ar sá fór að bera fyrir magann fékk hann átta þung högg í hausinn. Em- men hékk síðan í köðlunum þar til dómarinn dæmdi ítalanum sigurinn. Katarina Witt sem er hætt á skautum og ætlar að snúa sér að leiklist, fékk á dögunum enn eina viðurkenninguna þegar Eric Honecker, leiðtogi Austur-Þýska- lands nældi í hana orðu. Þjálfari Kötu sló hana samt út því hún fékk orðu Karl Marx sem er einn mesti heiður sem venjulegur borgari í landinu fær. IÞROTTIR Spánn Ráðist á Skot MK Ætla ekki að kœra atvikið Eftir vináttuleik Skota og Spánverja á miðvikudaginn réð- ust nokkur ungmenni á lang- ferðabíl skotanna og mölvuðu rúður. Það var svo sannarlega ekki Suður-Ameríka Uiuguay og Argentína saman í ríðli Dregið hefur verið í meistarak- eppni Suður-Ameríku sem hald- in verður í Brasilíu í júlý 1989. A-riðill Brasilía Perú Kolombía Venezuela Paraguay B-riðill Argentína Uruguay Chile Bólivía Equador Tvö lið komast uppúr hvorum riðli og leika þar allir við alla. hægt að kenna leikmónnum um að hafa æst lýðinn upp því leikur- inn hefði getað verið "spilaður með hvítum hönskum". En þegar leikmenn og aðstoðarmenn voru komnir inní bíl eftir leikinn réðist lítill hópur að honum og köstuðu grjóti þannig að rúða brotnaði, steinninn strauk nokkra fylgdar- menn og í gegn um rúðuna á móti en glerbrotum rigndi yfir menn- ina. Einnig var ráðist á fyrrurn þjálfara Glasgow Rangers og spænska liðsins Sevilla, Jock Wallace en hann var rekinn frá því fyrrnefnda fyrir skömmu, þegar hann ætlaði að koma hin- um fræga sjóvarpslýsanda Jock Brown til hjálpar þegar ráðist var á þá þar sem þeir voru á gangi rétt hjá hóteli sínu. Wallace til- kynnti ekki atvikið og ætla for- ráðamenn skoska knattspyrnu- sambandsins að fara að dæmi hans og kæra ekki atvikið lög- reglu þar sem þeir segja að hvorki sé hægt að kenna spænska knatt- spyrnusambandinu né lógregl- unni. Það fór lítið fyrir vináttu í vináttulandsleikjunum í vikunni, allavega fyrir utan völl því mikið hefur borið á óeirðum í kringum leikina. A ustur-Þýskaland FótboHaóeirðir að skjota rótum? Eftir leik l.deildar liðanna Lokomotiv Leipzig sem er í efsta sæti deildarinnar og Union Berlin sem vermir næst neðsta, handtók lögregla 20 óeirðarseggi. Þar verða 13 seggir látnir svara til saka fyrir meiðsli á fólki og eignum en lögreglan heldur einn- ig tveimur mönnum sem grýttu sporvagn sem flutti áhangendur andstæðingana heim á leið. Yfir- völd í Austur-Þýskalandi hafa nú miklar áhyggjur af stöðugri aukningu ofbeldis í kringum fót- bolta þó að það komist ekki í hálfkvist við Vestur-Evrópu. Skemmtim fyrfr alla fjölskyldtina... Opnunartími sundstaða: Laugardalslaug: sími 34039. Mánudaga-föstudaga Kl. 7:00-20:30 Laugardaga Kl. 7:30-17:30 Sunnudaga Kl. 8:00-17:30 Vesturbæ jarlaug: sími 15004. Mánudaga-föstudaga Kl. 7:00-20:30 Laugardaga Kl. 7:30-17:30 Sunnudaga Kl. 8:00-17:30 Lokunartimi er miðaður við þegar sölu er hætt, en þá hafa gestir 30 minútur áður en vísað er upp úr laug. Sumartími allt árið! Sundhöll Reykjavíkur: ___________________________sími 14059. Mánudaga-föstudaga Kl. 7:00-20:30* Laugardaga Kl. 7:30-17:30 Sunnudaga Kl. 8:00-15:00 Sundlaug Fjölbrautaskólans í Breiðholti:_______sími 75547. Mánudaga-föstudaga Kl. 7:00-20:30 Laugardaga Kl. 7:30-17:30 Sunnudaga Kl. 8:00-17:30 * Vegna æfinga íþróttafélaga verða frávik á opnunartima í Sundhöllinni á tímabilinu 1. október - 1. júní og er þá lokað kl. 19:00 virka daga. ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ REYKJAVÍKUR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.