Þjóðviljinn - 30.04.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.04.1988, Blaðsíða 10
I Barátta okkar allra 1. mafávarp Samtaka kvenna ó vinnumarkaði Kjarasamningarnir sem gengið hafa einsog draugur yfir alla verkaiýðshreyfinguna nú í vetur voru búnir til á Vesturgötunni og fluttir vestur á ísafjörð í fæðing- arbie fjármálaráðherra. Frá ísa- firði lá leiðin í Dagsbrún þarsem samningarnir voru afgreiddir með mjög vafasömum hætti. Eftir þessi herfræðilegu útspil var samningsréttur í raun tekinn af öðrum félögum Alþýðusam- bandsins. Þrátt fyrir það að samningarnir hafi verið felldir í flestum félögum og jafnvel tvisv- ar í sumum þá skulu þeir samt í gegn hvað sem það kostar. Verkalýðshreyfingin hefur sýnt með þessum kjarasamning- um að hún er alls ófær að standa í baráttu fyrir hagsmunum félaga sinna. Siðustu mánuðir hafa einnig sýnt hvflíkt bíl er orðið á milli félaga og forystu. Þjóðarsáttir síðustu ára hafa gert forystuna værukæra og um leið leyft at- vinnurekendum og ríkisvaldi að valsa að vild með launakjör. Geðþáttaákvarðanir sem sundra launafólki eru orðnar ríkjandi. Víða á vinnustöðum er bannað að ræða laun. og launaseðlar jafnvel merktir sem trúnaðarmál. Samtök kvenna á vinnumark- aði heita því á launafólk að standa saman innan verkalýðs- hreyfingarinnar og skilja að án samstöðu og samtakamáttar næst ekkert fram, annars verða upp- reisnir einstakra félaga andvana fæddar. Launafólk, við verðum að gera okkur grein fyrir því að barátta sérhvers verkalýðsfélags er bar- átta okkar allra. Samtök kvenna á vinnumark- aði benda líka á að verkalýðsbar- átta er alþjóðabarátta og styðja því heilshugar þá mannréttinda- baráttu sem nú er háð í S-Afríku og skorta á íslensk stjórnvöld að samþykkja viðskiptabann á S- AfnÍcu. Barátta verkalýðsfélaga er líka barátta heildarsamtaka. í undan- gengnum átökum hefur lítið sem ekkert heyrst frá Alþýðusam- bandi íslands, enda hafa félag- arnir ekki treyst heildarsamtöku- num eftir reynslu síðustu ára. J>ví er tími hreinsunardeildar- innar kominn. Við þurfum verkalýðsfélög sem nýtast okkur í baráttu fyrir bættum kjörum og öðrum félags- legum réttindamálum. Við þurfum heildarsamtök sem nýtast okkur til samræming- ar og samstöðu í baráttu. Við höfum ekkert að gera við steinrunnar stofnanir eða ferð- aklúbba. Við þurfum hreyfingu Iifandi fólks sem skiptir sér daglega af öllum málum. Sérhver launakona, sérhver launamaður ber ábyrgð á kjörum sínum. Pess vegna segjum við nei við ómögulegum kjarasamning- um. Við neitum að bera ábyrgð á því að geta ekki f ramfleytt okkur. Samtök kvenna á vinnumark- aði styðja heilshugar þau félög sem enn standa í baráttu. Samtök kvenna á vinnumark- aði telja forkastanlegt að laun séu undir skattleysismörkum, þó 42 þúsund kr. á mánuði dugi skammt til að framfleyta fjöl- skyldu. Samtök kvenna á vinnumark- aði krefjast þess að sett verði 3 skattþrep, stóreignaskattur aukinn og skattafrádráttur at- vinnurekenda aflagður, enda á- standið slæmt þegar fyrrverandi framkvæmdastjóri atvinnurek- enda Iýsir áhuggjum vegna sívax- andi skattbyrði íaunafólks. Samtök kvenna á vinnumark- aði krefjast nægra og góðra dag- vistarstofnana - strax. Samtök kvenna á vinnumark- aði krefjast 9 mánaða fæðingar- orlofs. Samtök kvenna á vinnum- arkaði fordæma ummæli for- manns atvinnurekenda er hann taldi lífeyrissjóðina ekki eign verkalýðsfélaganna, heldur sjóði sem hans nótar gætu sölsað undir sig. Samtök kvenna á vinnumark- aði fordæma sífelldarárásir á fisk- vinnslufólk, nú síðast af borgar- stjórnaríhaldinu þegar 50 manns var sagt upp í Granda. Samtök kvenna á vinnumark- aði átelja stöðugan flutning á fjármagni frá landsbyggðinni til dekurdrengja Reykjavíkur. Samtök kvenna á vinnumarkaði átelja stöðugan flutning á fjár- magni frá landsbyggðinni til dek- urdrengja Reykjavíkur. Samtök kvenna á vinnumarkaði skora á verkalýðshreyfinguna að standa vörð um öll þau réttindamál sem áunnist hafa, ekki síst um samn- ingsrétt verkalýðsfélaga sem hef- ur verið ráðist á hvað eftir annað að undanförnu af hálfu ríkis- valdsins með Félagsdómi og af hálfu atvinnurekenda með ósk- um um breytingu á vinnulöggjöf og síaukinni notkun á sáttasemj- ara. Duglaus verkalýðshreyfing nær engu fram umfram það sem ríkisvald og atvinnurekendur hafa ákveðið sín á milli. Valdið er hinsvegar í höndum fólksins, tak- ist að virkja það - þar stendur ekki á okkur. Samtök kvenna á vinnumark- aði skora á launafólk að rísa upp og taka sín réttmætu völd. úli 'íiiim iwm A BESTi STABIBÆHUM Aðeins mínútugangur I helstu banka, verslanir, kvikmyndahús, sundlaug, leikhús, pósthús o.fl. Vistleg og björt gisti- herbergi, vel búin húsgögnum. Sér snyrting, sturta, sjónvarp, útvarp og slmi. Veitingasalurinn Lindin er opinn allan daginn. Glæsilegur matseóill i hádeginu og á kvöldin og girnilegar tertur siðdegis. Veislu-, funda- og ráðstefnusalur fyrir allt að 100 manna fermingaveislur, erfis- drykkjur, afmælisveislur, fundakaffi o.s.frv. Salurinn er vel búinn tækjum s.s. myndvörpum, skuggmynda- vélum, töflum, Ijósritunarvél, telexi, ræðupúlti, hátalarakerfi, píanói o.m.fl. H0TU UMV RAUÐARÁRSTlG 18 - SlMI 623350 Grísku vikuni Nú eru síðustu forvöð að sjá nokkrar þeirra ágætu kvikmynda sem hingað er stefnt á gríska kvikmyndaviku. Slíkar uppá- komur eru afar vel þegnar hér í annars feiknalega einhæfu kvik- myndaframboði og er ekki á kot vísað þar sem Grikkir eru með sitt magnaða og þverstæðufulla þjóðlíf, sem þeirra ræmumeistar- ar hafa margoft sýnt að þeir kunna prýðisvel með að fara. Nýjarb Ljóðmyndir Sverris Páls Pú og heima nefnist ljóðabók eftir Sverri Pál Erlendsson sem út er kom- in hjá Umsjón á Akureyri. Allstór ljóðabók, 123 síður og hefur Þorvald- ur Þorsteinsson gert í hana myndir. I kynningu segir á þá leið að þetta séu „orð í myndum - myndir í orðum. Og viðfangsefnið þú - heima og heiman... Ljóðmyndir sem Sverrir Páll hefur fært í orð og hagrætt handa þér". „Hagræðíngin" er fnjög í anda hins opna ljóðs sem stefnir að einfaldri og aðgengilegri tjáningu eins og segir í þessu kvæði hér: Þó égfari langt langt í burtu sjáí hundruö þúsundir miljónir manna borg eftir borg land eftir land sé ég bara Þig þegar ég loka augunum mínum. Penelópa Aðalheiðar Gumundsdóttur Penelópa heitir fyrsta ljóðabók Aðal- heiðar Guðmundsdóttur sem er 23ja 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.