Þjóðviljinn - 30.04.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.04.1988, Blaðsíða 7
Jesse L. Byock flytur erindi um þjóðveldið, völd og vinfengi á aðalfundi Sögufélagsins í dag Pjóðveldisöld Jesse L. Byock. - Mynd Sig. Mar. „Vinfengi skipti höfuðmáli" Gullöld íslensks þjóöernis. Löngum var því slegið föstu að þá hafi hetjurnar riðið um héruð og gætt sóma síns og réttar. (slendingasögurnar greindu frá hamrömmu stór- menni sem iðulega veitti betur íglímunni viðofurefli þvístofn- inn var styrkur. Menn trúðu hverju orði sem í þeim stóð. „Sagnfesta". Þvínæstvarð „bókfesta" lausnarorðið. ís- lendingasögurværu umfram alltskáldskapur, sköpunar- verk hámenntaðra snillinga. Ungir bókmenntafræðingar gefa þær út með nútímastaf- setningu. Sérhver íslendingur á því kost á því að lesa þær sértil skemmtunar. Aukið or'ðaforða sinn í leiðinni og munekkiafveita. Nú ríkir „nýsagnfestan". Þótt þorri manná kæri sig kollóttan um sannfræði íslendingasagna á það vitaskuld ekki við um sögu- spekinga, eða svonefnda mið- aldafræðinga. Þegar Jón Jóhann- esson hafði nýlokið ritun fyrsta bindis „íslendingasögu" sinnar innti Jónas Kristjánsson hann eftir afstöðu sinni til fslendinga- sagna; hvort þær væru bara skáld- skapur í hans augum. Svarið kom að bragði: „Nei, alls ekki, en ég veit bara ekki hvað ég á að gera við þær." Það veit hinsvegar Bandaríkja- maðurinn Jesse Byock. Byock er kominn hingað alla leið frá Los Angeles en þar gegnir hann próf- essorsstöðu í forníslensku og miðaldafræðum við Kaliforníu- háskóla. Hann er gestur Sögufél- agsins og flytur erindi á aðalfundi þess í dag sem hefst stundvíslega klukkan 2 í Duushúsi við Fisc- hersund. Byock leitar sannleikans í fs- lendingasögum og telur þær koma sagnfræðingum að góðum notum við rannsókn á þjóðveld- inu. Hann segir að gjalda beri varhuga við „staðreyndum" þeirra en kanna þeim mun betur þjóðfélagsgerðina og siðferðileg gildi í skiptum manna. Byock Tr MEDIEVAL ICELAND Society, Sagas, and Power ..............J JESSE L. BYOCK pólitískum skuldbindingum og kvöðum. Samanber fósbræðra- lagið. Pað er kunnara en frá þurfi að segja að hér var ekkert fram- kvæmdavald á þjóðveldisöld. Engir barónar, prinsar, jarlar eða kóngar til þess að hafa yfirum- sjón með því að hver og einn stæði við skuldbindingar sínar. Því voru pólitísk bandalög manna afar mikilvæg hygðust þeir ná einhverjum völdum. Þorri iandnámsmanna kom frá Noregi þar sem vensl og ættbönd skiptu sköpum í þjóðfélaginu. Og þetta tvennt var vissulega þungt á vogarskálum valdabaráttunnar hér líka en skipti ekki líkt því jafnmiklu máli og í „gamla \andinu." Hvernig var háttað sambandi goðans við bóndann? Hver bauð bóndanum vernd og hvaða hags- rnunir voru í húfi? Hið athyglis- verða er að hvorki frændsemi né vensl manna fremur en hin opin- beru pólitísku bandalög tryggja þeim frið og verja þá ágangi ann- arra. Þessu hlutverki gegndi vin- fengið. Það úir og grúir af dæm- um um þetta í íslendingasögun- um. Það er merkilegt að fram að þessu hafa bæði lærðir og leikir gefið þessu sáralítinn gaum." -ks. Titil- síða ó- útgef- innar bókar próf- essors Byo- cks. nýtir vel þekkingu sína á mann- fræði og lögfræði ekki síður en sagnfræði og munnmælafræði. Jesse Byock er höfundur tveggja bóka. „Feud in the Ice- landic sagas" vakti verðskuldaða athygli á höfundi sínum árið 1982. í þeirri bók bendir Byock á að íslendingasögurnar fjalli um það hvernig menn settu niður ill- deilur og ágreining sín á milli. Helga Þorlákssyni farast svo orð um þetta verk: „Samkvæmt nið- urstöðum Byocks var fylgt ákveðnum reglum eða kerfi sem var miðað við að tryggja festu í þjóðfélaginu og afstýra ofbeldi. Byock lýsir ýtarlega, í bók sinni Feud og annars staðar, hvaða að- ferðum var beitt í þessu skyni." Önnur bók Byocks „Medieval Iceland; Society, Sagas and Pow- er" kemur út seinna á þessu ári. „Það er stórt orð Hákot." Engu að síður hleypti blaðamað- ur í sig kjarki í gær og gekk til fundar við Jesse Byock í þeim húsakynnum. Hann talar ágæta íslensku og mun flytja erindi sitt, „Þjóðveldið, völd og vinfengi," á móðurmáli gestgjafa sinna. Titill erindisins vakti forvitni: „Ég mun leitast við að sýna fram á það hvernig auður safnað- ist á hendur æ færri goða og höfð- ingja sem nýttu sér hann í yalda- baráttu. En það eitt að eiga gnægð af löndum og lausum aurum tryggði engum völd. Til þess að fá þau í hendur þurfti at- fylgi annarra og það öðluðust menn fyrir vinfengi. Vináttu með Mætum á útifundinn á Lækjartorgi 1. maí. Gangan leggur af stað frá Hlemmi kl. 14.00. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík ' •. / 11/ A. ,\!f r /_ *~ / • Z' Ivi i'i '£*' \i i ?i -1/1 V ^- \ •*• f COM»£XC$] Plöntuhlífar úr laufléttu en níösterku tvöföldu plastefni. Auövelt að laga tii og setja yfir ungar trjá- piöntur. Hlífir gegn veðri, vindum og beit. Hleypir sólarijósi i gegnum sig. Hjálpar til að halda raka á plöntunni. Margfaldar vaxtarhraða plöntunnar og verndar tréð gegn þvi að kræklast. Innbyggðar festingar fyrir hæl. Engir virar umlykja plöntuna, svo að engin hætta er á að tréð skaðist. 1.20 m hæð er afgreidd af lager. Aðrar stærðir eru sérpantaðar. 50 stk. vega aðeins 9 kg. h/'í V Vélakaup hf. Kársnesbraut 100 Kópavogi Sfmi 641045 jf Heildsala — smásala ~^í\ m # 't'-Z á i s ' g: ."/v 'S' %K *• t. '-'M ;vi- *"'.' #N/ ei ~ i \ '•

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.