Þjóðviljinn - 30.04.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI
VR VERKFALL
Fyrsti maí
Fyrsti maí er á morgun.
Þeir fjórir mánuöir sem liönir eru af árinu hafa ööru fremur
einkennst af stööugum átökum um kaup og kjör í samfélaginu,
átökum þar sem hver hópur launamanna hefur tekiö við af
öðrum í baráttunni og hefur að breyttu breytanda haft uppi
sömu kröfur: mannsæmandi laun, jafnrétti til lífsgæða, samfé-
lag sem mótast af hagsmunum og þörfum þeirra sem eiga sér
þá eign dýrasta sem felst í eigin vinnuafli.
Tilviljun ræður svo því að einmitt á morgun, fyrsta maí,
verður Ijóst hvernig fer um síðustu lotu þessara átaka, verkfall
verslunarmanna, sem hefur verið miklu harðara og einbeittara
en menn óraði fyrir. Þá kemur í Ijós hvort miðlunartillaga sátta-
semjara verður samþykkt eða felld í félögunum. Utlitið er
reyndar þannig áður en atkvæðagreiðslan er öll að ekki þurfi
að spyrja um sjálf úrslitin heldur hvort sú kjörsókn næst sem
sett er að lagaskilyrði fyrir því að launamenn geti fellt tillöguna.
Hin allströngu skilyrði um kjörsókn gera vald sáttasemjara
töluvert gagnvart launamönnum, og ættu því að auka á varúð
og aðgæslu hjá sáttasemjara þegar miðlunartillaga er undirbú-
in. Sú sem nú er verið að greiða atkvæði um virðist byggð fyrst
og fremst á forsendum atvinnurekenda, - fyrir utan nánast
tæknilega galla sem VSÍ-menn fengust ekki til að leiðrétta.
Tillagan verður ekki til að auka virðingu sáttasemjara, og er
raunar á skjön við orðstír hans í vinnudeilum hingaðtil.
Sáttasemjara getur hinsvegar verið það huggun harmi gegn
að verði tillaga hans felld má finna því fleiri ástæður en hans
handvömm. Verkfall verslunarmanna hefur nefnilega verið
einstætt um margt, og nú síðustu daga og dægur hafa orðið
þau tíðindi stór að miðstjórnartaumar VSÍ-forystunnar eru að
slakna, - margir smærri atvinnurekendur innan sambandsins
og utan hafa samið við verslunarmannafélögin, og munar
auðvitað mest um annað flugfélaganna, Arnarflug.
Þetta er stórsigur fyrir verslunarmenn. Ekki aðeins vegna
þess að þessir sérsamningar sýna að verkfallsaðgerðir þeirra
hafa verið vel skipulagðar og þróttmiklar í krafti öflugri sam-
stöðu en spáð var fyrirfram, - heldur líka vegna þess að
sérsamningarnir styðja beinlínis rök verslunarmanna fyrir
meginkröfum sínum - og annarra verkalýðsfélaga - um lág-
markslaun við skattleysismörkin.
í rauninni eru það forsvarsmenn örfárra fyrirtækja í verslun
og þjónustu sem bera ábyrgð á verkfallinu, - þeirra sem ekki
vilja borga þessi lágmarkslaun. Yfirgnæfandi meirihluti fyrir-
tækja í þessari atvinnugrein er reiðubúinn að greiða þessi laun,
enda gera mjög mörg þeirra það þegar.
Ýmislegt bendir því til að verslunarmenn hafi engu að tapa
með því að fella miðlunartillögu sáttasemjara, og fari svo er
enn meiri ástæða fyrir alla launamenn að sýna stuðning sinn í
verki fyrsta maí.
Líklegt er að verkfall verslunarmanna verði mönnum efst í
huga á morgun. Það er þó rétt að gleyma því ekki að víðar eru
launamenn íkjarabaráttu. Úti íEyjumstendurverkafólkvaktina
með fágætu þolgæði, og kennarar eiga í erfiðum viðræðum við
fjandsamlegt ríkisvald.
Hugur okkar á fyrsta maí er með þeim sem standa í eldlín-
unni. En á baráttudegi verkalýðsins í ár hljóta menn einnig að
gaumgæfa þær áherslubreytingar sem nú eru að verða í kjara-
baráttunni, þær nýju leiðir sem fólkið á vinnustöðunum hefur
verið að marka, bæði um baráttuaðferðir og í skipulagsmálum.
Á hvorutveggja sviðinu hafa hin formlegu samtök verið stirð-
busaleg, og raunar oft ekki Ijóst hvaða hugmynd forystumenn
þeirra hafa um eigið hlutverk eða vilja umbjóðenda sína. En
það er um forystumenn að segja að þeir eiga að vera til fyrir
liðsmennina en ekki öfugt.
Þjóðviljinn hvetur lesendur sína til að taka þátt í göngum
morgundagsins og fundum, sýna stuðning sinn við félagana í
kjaraslagnum og leggja lið hugsjónum dagsins um réttlátt
samfélag frjálsra manna.
í Reykjavík er gengið frá Hlemmtorgi klukkan tvö.
-m
Böðvar Pétursson á kjörstað í Verzlunarskólanum (gær. Hann vill deildaskipta félaginu og
að samningsgerðin fari fram á vegum sérsviðanna, en þau yrðu; skrifstofufólk, afgreiðslu-
fólk og starfsfólk í ferðaþjónustu. Mynd Sig.
Baráttan þjappar saman
Vandi verkalýðsfélaganna mikill. Verkfalliðþjapparfé-
lögum í VR saman
- Ætli við verðum ekki í verkfallsvörslu á
1. maí, ég væri ekki hissa á því, segir Böðvar
Pétursson. Hann hefur verið í stjórn VR um
áratugaskeið og er nú verkfallsvörður hjá VR
og í kjörstjórn félagsins.
Böðvar var félagi í VR áður en félagið varð
að launþegafélagi 1955 og hefur tekið þátt í
fimm verkföllum með félaginu. Hann vill
breyta 1. maí-hátíðahöldunum og gera þau
að meiri vettvangi verkalýðsbaráttu en nú er.
Hann vill meira líf; fjölbreytilegri fígúrur,
meiri söng, meiri hluttekningu verkalýðs-
félganna í bænum og fleira gott.
- Vandi verkalýðsfélaganna er mikill,
segir Böðvar, og almennt eiga fjölmenn féiög
erfiðara með að halda góðum tengslum við
sína félagsmenn. Sem betur fer hefur barátta
síðustu daga þjappað félögum í VR mikið
saman og samskipti milli forystu og almennra
félaga verið góð. Þegar til lengri tíma er litið
þá vil ég að félaginu verði deildaskipt þannig
að skrifstofufólk verði sér, afgreiðslufólk sér
og starfsfólk í ferðaþjónustu sér. Ég held það
skapi grundvöll fyrir betri tengslum innan
félagsins.
- Vöxturinn í þjónustugreinunum hefur
orðið til þess að vægi VR eykst í raun dag frá
degi og við erum að verða að mun sterkari
málsvara launafólks en verið hefur svo við
verðum að standa okkur núna, það er ekkert
sem heitir, segir Böðvar.
-tt
Ragnheiður Sigurðar-
dóttir, lyfjatæknir segir
miðlunartillöguna ekki
standa undir nafni þar
sem hún taki ekki
undir sjónarmið
beggja deiluaðila.
Helgi Baldvinsson,
starfsmaður hjá Sam-
vinnutryggingum er
afar óhress með miðl-
unartillöguna og segir
hana vera móðgandi í
garð skrifstofufólks.
Miðlunartillagan
Almenn óánægja
Mikil kjörsókn víðast hvar á landinu. Úrslit verða kunn í kvöld.
HelgiBaldvinsson: Tillaganermóðgun viðskrifstofufólk. Ragn-
heiður Sigurðardóttir: Tillagan stendur ekki undir nafni
Helgi sagðist ekki hafa starfað á verkfalls-
vakt hjá VR en hann sagðist vel skilja sjón-
armið afgreiðslufólksins sem væri á lágum
launum og vildi fá hækkun. En hann lagði
jafnframt áherslu á það að skrifstofufólkið
ætti ekki lengur samleið með því og sagði að
tími væri kominn á að skifta VR upp í deildir
eftir störfum félagsmanna.
Aðspurður hvort verkfallið hefði komið
við budduna sagði Helgi svo vera og bætti því
við að það hefði engin efni á því að vera í
verkfalli nú á tímum og sagði að fólk væri
búið að fá leið á verkföllum; allavega væri
hann búinn að fá nóg.
Ragnheiður Sigurðardóttir, starfar sem
lyfjatæknir hjá Laugarnesapóteki og hefur
staðið verkfallsvaktir með félögum sínum í
VR. Hún sagðist vera afar óánægð með miðl-
unartillöguna sem hún sagði ekki standa
undir nafni þar sem slík tillaga ætti að taka
mið af sjónarmiðum beggja deiluaðila.
Hún sagði að þrátt fyrir að hún væri lyfja-
tæknir hefði hún stutt við bakið á félögum
sínum sem hún sagði vera skyldu sína sem
félagsmann í VR. Því það væri borðliggjandi
fyrir félagið og lífsnauðsynlegt að félagar
þess störfuðu saman í verkfalli, ef einhver
árangur ætti að nást. Hún sagðist vera sárust
yfír því hve margir félagar VR hefðu brugðist
í verkfallinu. Nóg væri að etja kappi við vinn-
uveitendur þó ekki þyrfti að slást við eigin
félaga sem stæðu í verkfallsbrotum. -grh
þJÓOVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Rftstjórar: Árni Bergmann, Möröur Árnason, Óttar Proppé.
Fréttast|órl:LúðvíkGeirsson.
Blaðamenn:GuðmundurRúnarHeiðarsson, Hjörleifur
Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, MagnfríðurJúlíusdóttir,
Magnús H. Gístason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar
Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar
Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.).
Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlltsteiknarar: Garðar Sigvaldason, MargrétMagnúsdóttir.
Framkvœmdastjórl: Hallur PállJónsson.
SkrifstofustjorhJohannes Harðarson.
Skrlf stofo: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristin Pétursdóttir.
AuglýslngastjórhSigríðurHannaSigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdðttir, Olga Clausen, Unnur
Ágústsdóttir.
Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
ÚtbreiðslU' og afgrelðsiustjóri: Björn Ingi Rafnsson.
Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, rltstjórn:
Siðumúla 6, Reykjavík, simi 681333.
Auglysingar: Síðumúla 6, simar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprenthf.
Verðflausasölu:60kr.
Helgarblöð:70kr.
Áskriftarverðámánuði:700kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. apríl 1988