Þjóðviljinn - 01.05.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 01.05.1988, Blaðsíða 17
Smá- plötu- dómar Takiöeftir, þettaernýjung. í framtíðinni munum við birta á ca. þriggja viknafresti íþess- um dálki smá plötudóma um þlötur sem við nennum ekki að gagnrýna. Ástæðan fyrir því að við gagnrýnum þær hér er sú að við vonumst til þess að styrktaraðilar okkar, þ.e. þeir sem moka í okkur efni, muni moka í okkur meira efni í framtíðinni. Einnig gefurþetta meiri möguleikaáað gagnrýna flestar þær plötur sem hingað komatil lands, þannig að lesandinn fái kannski smá hugmynd um þær skífur sem í boði eru á íslenskum markaði. Undir hverjum dómi má svo sjá ein- hverjatölu-þ.e. ámilli 1-11 sem er einhverskonar gæð- astimpill, svoaðfólkviti hvaða efni skal varast, og hvað skal eigi varast. 10.000 Á undanförnum misserum hefur verið óvenju fjölskrúð- ugt tónlistarlíf í gangi á höfuð- borgarsvæðinu. Reyndarhef- ur verið óvenju mikið um að fyrrverandi poppstjörnur utan úrheimihafi reynt að skemmta landanum, og er þar skemmst að minnast hörm- unganna í Laugardalshöllinni Sykur- molar Síðastliðinn mánudag kom út fyrsta breiðskífa Sykurmolanna „Life‘s too Good“. Skífan fékk bestu gagnrýni í Breska popp- pressublaðinu Melody Maker sem undirritaður hefur augum barið, eða heila blaðsíðu þar sem þeim var hrósað óspart, og þar var meðal annars sagt að Syk- urmolarnir hefðu skapað ný trú- arbrögð. Platan inniheldur lögin „Trait- or“, af bakhlið tólftommunnar „Cold Sweat“, í breyttri og mun betri útgáfu, „Motorcrash", sem einnig er að finna á geislasinguln- um af „Birthday", lagið „Delicio- us Demon“, af „Deus“ 12 tomm- unni lögin „Mama“, „Take R‘n‘B“, betur þekkt sem „Tekið í Takt ogTrega, „Blue Eyed Pop“ og „Sick for Toys“, öll áður óút- gefin. Skífan inniheldur einnig smáskífulögin 3, „Cold Sweat“, „Ammæli“ og „Deus“. Enínæsta blaði munum við leggja hendur okkar á þetta meistaraverk. rg nú fyrir skemmstu, þegar Boy George og stórsveit hans lét fólki leiðast. Fyrir rúmri viku komu svo gamalmennin úr Júrea Híp í heimsókn og héldu tvenna tónleika á Hótel ísland. Enásamatímavar ýmislegt að gerast í íslensku tónlistarlífi, bæði var hljóm- sveitin Síðan Skein Sól með hljómleika í Lækjartungli á sumardaginn fyrsta, og úr- slitakvöld músiktilrauna kvöldið eftir. Útsendari Eylandspóstsins var að sjálfsögðu mættur á svæðið (þ.e. í Lækjartungl á sumardag- inn fyrsta) á hljómleika íslensku sveitarinnar Síðan skein sól. Er oddviti Eylandspóstsins steig ínn í Tunglið var hljómsveitin Katla kalda (gengur einnig undir nafn- inu Mosi Frændi) að spila fyrir þær fáu hræður sem þá voru mættar. Hljómsveitin Katla kalda leikur popptónlist, oft kryddaða með gömlum íslenskum sveitaballa-slögurum. Aðal ein- kenni sveitarinnar er, að þeir kunna skemmtilega lítið að spila, ásanit því að vera frekar takt- lausir. Allt þetta gerir hljóm- sveitina stöku sinnum frumlega og veldur því að maður brosir einstaka sinnum út í annað. Eftir að hljómsveitin hafði lok- ið sér af, stigu drengirnir í Síðan Skein Sól á sviðspallinn og hófu léttleikandi spilerí sitt af fullum krafti. Sveitin leikur líflegt popp- rokk, ekki undir neinum sérstök- um áhrifum, en ekki heldur neitt afburða frumlegt, sem náði mjög vel til eyrna hlustenda. Tónlistin einkennist af mjög góðum og þéttum hljóðfæraíeik, og afburða söng Helga Björnssonar og mjög skemmtilegri textagerð, sem lyft- ir sveitinni upp um einn gæða- flokk. Helst fannst mér gítarsóló- um vera ofaukið, og mættu þeir finna aðra leið til að gera tónlist- ina fjölbreyttari. Bestu lög sveitarinnar eru að mínu mati lögin „Mála bæina rauða“ og „Blautar varir“, sem eru mjög skemmtilegar rokkflugur. Efni- leg sveit þetta. Daginn eftir hljómleika Síðan Skein Sól, var svo úrslitakvöld músiktilrauna í Tónabæ. Skemmst er frá því að segja að hljómsveitin JóJó frá Skaga- strönd bar sigur úr býtum, í öðru sæti lentu Herramenn, sveitin Fjörkarlar varð svo í 3. sæti og númer fjögur urðu drengirnir í Moriarti... Jújú, til hamingju. -rg Maniaks In My Tribe Eins og nafnið gefur til kynna er þetta afskaplega Ijúf og notaleg plata sem rennur Ijúft inn í eyrun, staldrar þar aðeins við og laumast svo út aft- ur. Michael Stipe, söngvari R.E.M. syngur einnig Ijúfar bakraddir, svona til að undirstrika Ijúfleikann. Allur undirleikur og söngur er einnig til fyr- irmyndar. Líklega besta skífa sem mun nokkurn tíma verða gagnrýnd í þessum dálki. (7,5) Woodentops- Wooden foot Cops On The Highway Einu sinni var hún efnileg, en hún hvorki er né mun verða neitt meira. Skellum okkur samt á hljómleikana 19. maí í Hótel islandi. (5) Sinéaad O'Connor-The LionAndThe Cobra Hér er á ferðinni tilgerðarleg poppplata sem ristir ekki dýpra en poppplötur eiga að gera. Innihald hennar er lýsandi dæmi um dæma- laust dæmalausa og væmna vellu- texta sem komast hvergi upp úr til- gerðinni ?.Var það kanski einhver önnur plata?...(dæmalaus þvæla). (6) Sunnudagur 1. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 SÍÐAN SKEIN SÓL & MÚSIKTILRAUNIR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.