Þjóðviljinn - 04.05.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.05.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Suðurnes Hnífarnir brýndir Verkfallsverðir á Keflavíkurflugvelli eru að koma sér upp áœtlun um aðgerðir nœstu daga. Engin vaktígœr Verslunarmenn Viðræðurnar í góðum gangi Viðræður hófust í húsnæði ríkissáttasemjara við Borgartún klukkan þrjú í gær og stóð fundur langt fram á kvöld. Verslunar- mannafélögin 13 ræddu við VSÍ og VMS, VR ræddi við KRON og Miklagarð og starfsfólk sjúkra- húsa og vistheimila á Suðurlandi ræddi við sína vinnuveitendur. Þegar blaðið fór í prentun var viðræðum starfsfólks sjúkra- stofnana á Suðurlandi ekki lokið en verkfallið sem boðað hafði verið frá og með miðnætti í gær að öllum líkindum komið til framkvæmda. -tt Flugfarþegar á leið um Kefla- víkurflugvöll í gærmorgun gengu ekki í fangið á verkfalls- vörðum Verslunarmannafélags Suðurnesja því félagið hefur ákveðið að ígrunda sína stöðu lítillega áður en útí nýjar aðgerð- ir verður farið en þó hefur áhersia verslunarmanna á verk- fallsvörslu á Keflavíkurflugvelli ekkert minnkað. „Það má segja að nú sé lítils- háttar biðstaða komin upp því við erum að kanna lagalegar hliðar hótananna sem við og viðsemj- endur okkar höfum fengið,“ segir Magnús Gíslason, formaður VS, en hann segir að menn séu bara að safna kröftum fyrir næstu lotu. „Við erum að brýna hnífana," segir Magnús. í gærmorgun komu í flugstöð Leifs heppna sveitir lögreglu- manna frá Reykjavík og biðu í viðbragðsstöðu eftir að verkfalls- verðir létu sjá sig en þá komu þeir ekki. „Það er alvarlegur hlutur að lögreglumönnum skuli vera sigað á okkur," segir Magnús en hann segir ennfremur að fullyrðingar um að verkfallsverðir séu að loka landamærum landsins séu fjar- stæðukenndar. „Ég hélt nú að landamærin lægju við mörk 12 mílnanna," sagði Magnús, „en ekki á Miðnesheiðinni!" -tt Reykjavík Þotuflug bannað Deiliskipulag leyfir aðeins sjúkra- og neyðarflug. Borgarráð frestar afgreiðslu andmæla. MagnúsL. Sveinsson hœtturí stéttabaráttunni Afundi borgarráðs í gær lagði Sigurjón Pétursson fram til- lögu þar sem þess er kraflst að virt sé bann við áætlunarflugi með þotum til Reykjavíkurflug- vallar en samkvæmt ákvæðum í greinargerð með gildandi deili- skipulagi er það ekki leyft. Unda- nfarna daga hafa þotulendingar verið tíðar í Reykjavík og er það liður í baráttu Flugleiða við versl- unarmenn á Suðurnesjum. Það vakti athygli að Magnús L. Sveinsson formaður Verslunar- mannafélags Reykjavíkur, sem jafnframt er forseti borgarstjórn- ar, samþykkti að fresta afgreiðslu tillögunnar. Tillaga Sigurjóns er svohljóð- andi: „f greinargerð með deiliskipu- lagi Reykjavíkurflugvallar frá nóvember 1985 eru taldar upp ýmsar takmarkanir sem í gildi eru um flug að og frá vellinum. Þar segir í grein 1.2: „Flugtak og lendingar þota og fjögurra hreyfla flugvéla ekki leyfðar nema þegar Keflavíkur- flugvöllur er lokaður eða um er að ræða sjúkra- eða neyðarflug. Borgarráð krefst þess að þess- um reglum sé framfylgt og hafnar því algjörlega að þotuflug sé flutt til Reykjavíkurflugvallar í því skyni að brjóta niður löglegt verkfall verslunar- og skrifstofu- fólks á Suðurnesjum.“ Borgarstjóri lagði til að tillög- unni yrði frestað og var það sam- þykkt með 3 atkvæðum gegn 2. Það voru sjálfstæðismennirnir Magnús L. Sveinsson, Vilhjálm- ur Vilhjálmsson og Katrín Fjeld- sted sem samþykktu frestunar- tillögu borgarstjóra en þau Sigur- jón Pétursson og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir vildu ekki fresta málinu. Málið kemur því ekki til afgreiðslu hjá borgarráði fyrr en á þriðjudaginn í næstu viku og er viðbúið að þá geti það skipt litlu fyrir baráttu verslunarfólks hvað um hana verður. -ÓP Kaffibaunamálið Tekið fyrir íHæstarétti í dag hefst málflutningur fyrir Hæstarétti í hinu svokallaða kaff- ibaunamáli en málið snýst sem kunnugt er um að Sambandið hafl með ólögmætum hætti náð undir sig afslætti af kaffibaunum sem seldar voru til Kaffibrennslu Akureyrar. Nam upphæðin rúm- um 200 miljónum króna. Dæmt var í þessu máli í undir- rétti þriðjudaginn 18. febrúar í fyrra og hlutu allir sakborning- anna utan einn misþunga fangels- isdóma. Erlendur Einarsson fyrrum forstjóri Sambandsins var hinsvegar sýknaður og sagði í dómsorði að ekki væri nægjan- legum stoðum rennt undir lög- fulla sönnun fyrir sök Erlendar gegn neitun hans. Þyngsta dóminn í undirrétti í þessu máli hlaut Hjalti Pálsson fyrrum framkvæmdastjóri Innkaupadeildar, 12 mánaða fangelsisvist, skilorðsbundna, utan þriggja mánaða sem honum var gert að sitj a af sér. Dómar yfir öðrum sakborningum voru skil- orðsbundið fangelsi. Sigurður Árni Sigurðsson hlaut sjö mán- aða dóm, Gísli Theódórsson þrjá mánuði og Arnór Valgeirsson tvo mánuði. Óllum, utan Erlendar, var gert að greiða sakarkostnað. -FRI Kúfiskur Kúnnamir á kúpunni Bylgjan á Suðureyri: Alltafað vinna á. Framleitt 400 tonnfrá áramótum. Útistandandi skuldir 8-9 miljónir króna Vinnsla og veiðar á kúfiski hjá Bylgju nf. á Suðureyri er alltaf að vinna á og frá áramótum hefur fyrirtækið selt um 400 tonn af kúfiski í beitu. Slæm staða sjávarútvegsins gerir það hins vegar að verkum að skil við fyrir- tækið eru ekki sem skyldi og í dag skulda viðskiptavinir fyrirtækinu um 8-9 miljónir króna sem nemur um 150 tonnum af kúfiskbeitu. Að sögn Arnórs Stefánssonar, framkvæmdastjóra Bylgju hf. á Suðureyri við Súgandafjörð, nær fyrirtækið að halda starfseminni gangandi þrátt fyrir það að marg- ir viðskiptavinir þess séu á kúp- unni vegna rekstrarerfiðleika í sjávarútveginum. Hjá fyrirtæk- inu vinna samtals um 15 manns á sjó og í landi við veiðar og vinnslu á kúfiski, en kúfiskbáturinn Villi Magg ÍS hefur að meðaltali veitt um 35 tonn af kúfiski í hverri veiðiferð. Helstu veiðisvæðin eru út af Súgandafirði, Önundarfirði, Aðalvík og í Jökulfjörðunum. Fyrirtækið hefur ekki enn get- að farið út í útflutning á kúfiski á Ameríkumarkað vegna verðfalls sem orðið hefur á markaðnum þar vegna offramboðs frá Kan- adamönnum. Fyrir hvert pund af kúfiski fást um 80 cent en þyrfti að vera frá 1,20-1,30 dollar til að útflutningurinn borgaði sig. Amór Stefánsson sagði að þeir vestra hefðu öll spjót úti til að koma kúfisknum á erlenda mark- aði og þessa stundina horfa menn vonaraugum á Japansmarkað. Þeir flytja inn skel frá Kóreu sem svipar til þeirrar vestfirsku nema hvað hún er örlítið smærri og nýt- ur hún miklla vinsælda f þar- lendum veitingahúsum. Verði af sölu til Japans má búast við að brúnin fari að lyftast á kúfisk- mönnum vestra. -grh Sölumiðstöðin Vemlegur samdráttur Á fyrsta ársfjórðungi 1988flutti SH út 14.700 tonnfyrir 1.854 miljónir Afyrsta ársfjórðungi 1988 flutti Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna út samtals 14.700 tonn að verðmæti 1.854 miljónir króna. Á sama tíma í fyrra nam útflutning- urinn samtals 23 þúsund tonnum VSÍ og VMS hafa ákveðið að fresta viðskiptabanninu á fyrir- tækin sem sömdu við verslunar- menn um 42 þúsund króna lág- markslaun. Þetta var ákveðið í gærmorgun en að sögn Arn- mundar Backmann lögfræðings var bannið frá upphafi ólöglegt. Uppi hafa verið getgátur um það í bága við hvaða lagabókstaf bannið brjóti. Lögfræðingur Landssambands íslenskra versl- unarmanna hefur lýst því yfir að bannið brjóti sannarlega í bága við lög um verðlag, ólögmæta viðskiptahætti og samkeppnis- hömlur. Arnmundur Backmann sagði þegar Þjóðviljinn innti hann eftir að verðmæti 2.072 miljónir króna, samkvæmt því sem segir f Frosta, fréttabréfi SH. Skýringin á þessari magn- minnkun kemur aðallega fram í útflutningi loðnuafurða til Jap- réttmæti bannsins að það væri ekki nokkur fótur fyrir þessu banni í landslögum. Með þessu væri einfaldlega verið að fara út fyrir lögin um stéttarfélög og vinnudeilur og slíkt væri ólöglegt með öllu. - Það er hægt að samþykkja aðgerðir innan VSÍ eða Vinnum- álasambandsins en ef það á að ganga út fyrir þau þá er það fullkomlega ólöglegt, sagði Arn- mundur. Hann segir það mögu- legt að hugsa sér verkbann á fyr- irtæki innan VSÍ eða VMS en ef það ætti að taka út fyrir þau þá væri ekki nokkur leið að réttlæta það. -tt ans, en þangað flutti SH á fyrsta ársfjórðungi í fyrra 11 þúsund tonn af loðnuafurðum á móti 2.600 í ár. Þá er ennfremur magnsamdráttur í útflutningi til dótturfyrirtækis SH í Grimsby um 600 tonn. Ef litið er á skipt- ingu útflutnings SH á þessu tíma- bili kemur í ljós að útflutningur til Coldwater í Ameríku hefur að sama skapi aukist um 15%, úr 41,5% í 56,5%. Þá hefur SH hasl- að sér völl í Frakklandi og flutti þangað um 11%, en ekkert á sama tíma í fyrra. 5% aukning varð á útflutningi til Hamborgar úr 9% í 14% en verðmæta- aukningin varð aðeins 3,5%, úr 7,5% (H.%, Aftur á móti varð verulegur samdráttur í útflutningi til dótt- urfyrirtækisins SH í Grimsby um 600 tonn eða um 3,5%, úr 18% í 14,5%. Þá minnkaði verðmæti útflutningsins þangað um 6,5% úr 20% í 13,5%. Utflutningur til Asíu hrapaði á þessum fyrsta ársfjórðungi í ár miðað við sama tíma í fyrra um heil 29%, úr 47% í 18% og verðmæti útflutningsins minnkaði um 22,5%, úr 33% í aðeins 10,5%. -grh 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. maí 1988 Viðskiptabannið Bannið ólögiegt L

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.