Þjóðviljinn - 04.05.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.05.1988, Blaðsíða 9
Flest tilbúin matvæli innihalda aukaefni, sem tryggja eiga geymslu og gera vöruna girnilegri í augum neytandans. Ofnæmi vegna aukaefna í Athyglin beinst að nokkrum rotvarnar- og litarefnum. hhhhhhhhhmi I Mikilvœgt að merkingar séu nákvœmar og traustar Davíö Gíslason, læknir á Vífilsstöðum, meö aukaefnhylki sem notuð eru til aö þolprófa sjúklinga. Sig. Á nokkrum áratugum hefur öflun matvæla og geymsla þeirra tekið miklum stakkaskiptum. Matvælaiðnaðurinn hefur ■ sí- auknum mæli fengið það hlut- verk að mcðhöndla hráefnið og koma til almennings í neytenda- umbúðum. Á þeirri leið er gjarnan bætt í matinn aukaefn- um, sem ýmist eiga að tryggja að hann geymist lengur eða gera hann girnilegri í augum neyt- andans. Vel yfir 200 aukaefni eru leyfð í matvælum og annarri neysluvöru hér á landi og eru helstu flokkarnir rotvarnar- og þráavarnarefni, bindiefni, litar- efni og bragðefni. í kjölfar stóraukinnar neyslu aukaefna á skömmum tíma hafa vaknað upp spurningar um möguleg áhrif þeirra á heilsu fólks og hvort eftirlit með notkun þeirra sé nægjanlegt. Vitað er að margir einstaklingar finna fyrir óþægindum sem rekja má til neyslu ákveðinna aukaefna. Til að fræðast um þennan neikvæða fylgifisk aukaefnanotkunar og hvaða efni koma þar helst við sögu var leitað til Davíðs Gísla- sonar læknis, sem starfar á Víf- ilsstaðaspítala við meðhöndlun ofnæmissjúkdóma. Gerviofnœmi eða aukaefnaóþol Davíð flutti fyrir skömmu er- indi um fæðuofnæmi og óþol fyrir aukaefnum á vegum Náttúru- lækningafélags Reykjavíkur. Þar kom fram að þau sjúkdóms- einkenni sem aukaefni í matvæl- um valda eru þau sömu og þegar um ofnæmi er að ræða. Hins veg- ar hefur ekki tekist að sýna fram á að líkaminn myndi nein mótefni fyrir þeim eins og gerist þegar raunverulegt ofnæmi er á ferð- inni. Orsakir einkennanna eru óþekkt og því talað um gerviof- næmi eða aukaefnaóþol. Þar sem ekkert mótefni mynd- ast er ekki hægt að nota sömu aðferðir við greiningu á aukaefn- um sem sjúkdómsvöldum og við greiningu á ofnæmisvöldum. - Þessi efni eru miklu erfiðari við- fangs en t.d. frjókorna- og dýraofnæmi og því lítið vitað um tíðni aukaefnaóþols. Auk þess eru einkennin háð skömmtum. Stórir skammtar kalla kannski fram mikil einkenni hjá þeim sem eru mjög viðkvæmir en lítil eða engin hjá þeim sem þola mikið. Oft virðist einnig sem næmi sjúkl- inga breytist fyrir þessum efnum. Sá sem er með aukaefnaóþol í dag þarf ekki að vera með það eftir eitt ár. Davíð taldi ógerning að giska á hversu margir íslendingar væru með aukaefnaóþol. - Mér er þó nær að halda að þeir skipti fremur þúsundum en hundruðum. Sennilega koma aðeins þeir veikustu til læknis og flestir þeirra sem til læknis leita fá með- ferð við einkennunum án þess að orsökin sé greind. Margvísleg óþægindi Eins og fyrr segir finna þeir, sem hafa gerviofnæmi fyrir auka- efnum, til svipaðra óþæginda og ofnæmissjúklingar. Davíð sagði að gerviofnæmi hefði þó viss sérkenni, sem stundum hjálpuðu honum við að koma auga á það eða vekti grun um hvað amaði að sjúklingnum. - Sameiginleg ein- kenni eru asmi, slímhúðarbólga í nefi, ofsakláði eða ofsabjúgur og sum einkenni frá meltingarvegi. Hins vegar gefur almenn bjúg- söfnun, þreyta, slen, uppþemba og þrálátur höfuðverkur frekar tilefni til gruns um gerviofnæmi eðaóþol. Sjúklingarlýsaoftótrú- legum sveiflum í þyngd, allt að 4 kg á einum sólarhring. Jafnframt finna þeir fyrir almennum bjúg og þrota, einkum kringum augu og á höndum. Fingur eru stirðir og jafnvel aumir án þess að nokkrar liðskemmdir komi fram. Svo að fólk fari ekki að slá því föstu að óþol fyrir aukaefnum hrjái það, þá tók Davíð fram að ofangreind einkenni væru algeng og gætu stafað af ýmsum öðrum gjörólíkum orsökum. Býsna al- gengt er að fólk þoli ekki verkja- lyfið aspirín eða magnyl og eru einkennin alveg þau sömu og af aukaefnum. Davíð taldi ekki fjarri lagi að yfir 1000 íslendingar þyldu ekki aspirín og margir í þeim hópi væru viðkvæmir fyrir aukaefnum. - Um helmingur þeirra sem hafa aspirínóþol hafa einnig aukaefnaóþol. Athyglin beinst að 10-20 aukaefnum Að sögn Davíðs hefur ofnæmi fyrir ýmsum fæðutegundum verið vel þekkt frá byrjun aldarinnar er hugtakið ofnæmi var sett fram. - Árið 1948 beindist hins vegar at- hyglin að aukaefnum í matvælum og hugsanlegum ofnæmis- einkennum af þeim, en þá var lýst tilfellum af ofsakláða og asma, sem versnuðu við neyslu Iitarefna og rotvarnarefna í mat. Á milli 10 og 20 aukaefni hafa verið í sviðsljósinu fyrir að orsaka gerviofnæmi. - Fyrir nokkrum árum var einna mest talað um svokölluð Azo-litarefni. Guli lit- urinn Tartrasín (E-102), var tal- inn valda oftar óþægindum en önnur efni. Þetta hefur orðið til þess að Azo-litarefni eru bönnuð á hinum Norðurlöndunum. Örfá- ar undantekningar eru leyfðar og má þar nefna vín og kavíar. I drögum að nýrri reglugerð um notkun aukaefna hér á landi er gert ráð fyrir samskonar banni. Davíð sagði að rotvarnarefni hefðu sífellt dregið að sé meiri athygli sem orsök gerviofnæmis. Fyrst nefndi hann bensósýru og bensósýrusölt(E 210-219) og sor- binsýru og sölt hennar (E 200- 203). Þessi efni eru mikið notuð og finnast í mörgum tegundum matvæla og annarri neysluvöru s.s. sælgæti, gosi og víni. - Brennisteinssamböiid hafa vakið mikla athygli, því þau hafa orðið völd að nokkrum tilfellum af lífshættulegu bráðalosti, eink- um í Bandaríkjunum. Þar var um tíma siður að úða salatbari á veitingahúsum með súlfíð- lausnum til að halda salatinu fersku í útliti. - Súlfíð er sennileg elsta rot- varnarefnið í heiminum, því á dögum Rómverja var brenni- steinsmengaður reykur látinn setjast í vínámurnar til að verja vínið fyrir gerlum. Brennist- einssambönd finnast enn í miklu magni í léttum vínum og þau eru einnig í sykri, kartöfluflögum, þurrkuðum/ferskum og fersk- matvælum frystum matjurtum og ávöxtum. Davíð sagðist sannfærður um að súlfíð og súlföt yllu oft verulegum óþægindum og byggði það á því hve oft fólk hefði óþol eða gerf- iofnæmi fyrir víni, einkum rauðvíni. Um helmingur þeirra sem hefðu veruleg einkenni um gerviofnæmi fyrir vínum væru með jákvæð þolpróf fyrir súlfíð- um (E 220-227). Þó að nítröt og nitrit (E 250- 252) hefðu lítið verið könnuð í sambandi við gerviofnæmi sagð- ist Davíð hafa illan bifur á þeim. Ástæðan er sú að saltkjöt og hangikjöt gefa nokkuð oft of- næmiseinkenni, en þessi efni eru aðallega notuð í unnar kjötvörur og osta. - Önnur efni sem nefnd hafa verið eru rotvarnarefnin propí- onsýra og sölt hennar (E 280- 283), sem eru m.a. notuð í brauðvörur, þráavarnarefnin E 320 og E 321 og bragðefnið mónó-natríum-glutamat, sem hefur valdið heiftarlegum asma- köstum. Annars er það aðallega sett í samband við höfuðverk, sem kemur eftir máltíðir á kín- verskum veitingahúsum, þar sem efnið mun vera mikið notað til matseldar. Eina leiðin að forðast efnið Er talið barst að lækningu við aukaefnaóþoli, sagði Davíð að nær eina ráðið væri að forðast fæði með þeim aukaefnum sem einstaklingurinn þyldi ekki. Því væri mjög mikilvægt að merking- ar á umbúðum væru nákvæmar og ábyggilegar. En fyrst er að greina hvaða aukaefni á í hlut. Það getur tekið nokkrar vikur og reynir á sam- starfsvilja sjúklingsins. Á Vífils- stöðum hafa verið útbúnir fæðis- listar með aukaefnasnauðu fæði og var kannað hjá framleiðend- um hvort aukaefni væru notuð í viðkomandi vöru. - Sjúklingar sem grunur leikur á að séu með aukaefnaóþol verða að fara ná- kvæmlega eftir þessu fæði í 2 vik- ur. Þeir sem eru með óþol eiga að verða betri af sínum einkennum á meðan, en fá þau fljótt aftur er byrjað er á venjulegu mataræði. Algengt er að 2-4 fái slíka fæðis- lista heim með sér í viku hverri, en ekki halda allir út að fara eftir þeim. Síðan tekur við aukaefnaþol- próf sem tekið getur hálfan mán- uð. Þá er fólkið látið taka hylki með aukaefnum eftir ákveðnum reglum og skrá öll hugsanleg ein- kenni um óþol í sólarhring á eftir. Davíð sagðist hafa möguleika á að gera þolpróf fyrir 5 mismun- andi rotvarnarefnum, sem nefnd voru hér á undan. Einnig er hægt að prófa fyrir 10 litarefnum sem blandað er saman í hylki. Hann taldi óþol fyrir litarefnum ekki al- gengt hér, allavega fengi hann sjaldan svörun við þeim hjá sín- um sjúklingum. Virkt eftirlit nauðsynlegt Davíð taldi það óæskilega þró- un á matarvenjum okkar að neyta sífellt meira magns af auka- efnum, sem ekki hefðu neitt með næringargildi matarins að gera. Benti hann á nauðsyn virks eftir- lits með innfluttum matvælum og ekki síður innlendri framleiðslu. Þar yrði að gæta þess að ekki væri farið upp fyrir leyfileg hámarks- mörk aukaefna á þyngdar- einingu. - Mig grunar að mikil brögð hafi verið að því hér á landi að þessi efni hafi verið notuð í óhófi. Til að mögulegt væri að fylgjast með neikvæðum áhrifum auka- efna yrði að reyna að takmarka fjölda þeirra. - Því fleiri sem efn- in eru, þeim mun erfiðara verður að rekja áhrif einstakra efna í fæðunni. Æskilegast væri að prófa ný aukaefni rækilega áður en þau eru sett á markað, líkt og gert er með lyf, til að kanna tíðni óþols fyrir þeim. Merkingar athugaöar en ekkert fjármagn til efnarannsókna Von er á nýjum reglum um notkun aukaefna og umbúðamerkingar. Einnig eráœtlað að dreifa listum með leyfðum aukaefnum til almennings og virkja hann til eftirlits Því hefur verið haldið fram að við séum aftarlega á mcrinni hvað varðar eftirlit með notkun auka- efna í matvælum og öðrum neysluvörum. Hingað sé hægt að flytja inn vörur sem úthýst sé ann- ars staðar og íslenskum fram- leiðendum nánast gefnar frjálsar hendur um aukaefnanotkun. Til að fá hugmynd um hvernig þessi mál standa í raun og forvitn- ast um nýjungar í drögum að reglugerð um notkun aukaefna, var rætt við Jón Gíslason hjá Hollustuvernd ríkisins. Hann var einnig beðinn um að upplýsa okkur aðeins um E-númera merkingar á umbúðum, sem segja mörgum neytandanum lítið annað en að einhverju aukaefni sé blandað í vöruna. Eftirlit gegnum umbúða- merkingar í landinu starfa nú um 30 heilbrigðisfulltrúar og er eitt af mörgum verkefnuni þeirra, að fylgjast með notkun aukaefna í öllum neysluvörum á markaðn- um. Að sögn Jóns felst eftirlitið einkum í því að skoða merkingar á umbúðum og athuga hvort að- eins séu notuð leyfð aukaefni í viðkomandi vöru. Ef grunur leikur á að varan sé vanmerkt er haft samband við framleiðanda og spurt hvaða efni séu notuð. Það getur t.d. átt við ef augljóst er að notað hefur verið litarefni án þess að það sé tekið fram. Með þessu móti hafa fundist vörur sem teknar hafa verið af markaði og einnig hafa framleiöendur verið látnir breyta merkingum á um- búðum. - Eftirlitið hefur ýtt undir að bæði innlendir fram- leiðendur og innflytjendur koma nú mun oftar til að fá leiðbeining- ar um notkun aukaefna og merk- ingar. Jón taldi þetta eftirlit alls ekki fullnægjandi, því ekki er hægt að sannreyna þær upplýsingar sem gefnar eru um innihald. Ekki er heldur hægt að vita hvort auka- efnin eru notuð innan leyfilegra marka. - Við höfum enga efna- rannsóknastofu og ekki er veitt neinu fjármagni til að borga fyrir rannsóknir annars staðar. Sam- kvæmt lögum eigum við samt að geta gert slíkar rannsóknir. Á al- þingi er nú frumvarp um hollust- uhætti og heilbrigðiseftirlit, þar sem fjallað er sérstaklega um efnarannsóknir og sagðist hann vona að það færi í gegn á þessu þingi. I dag fer eftirlit fram þegar búið er að dreifa vörunni á mark- að. - í framtíðinni höfum við hug á að fara í beint innflutningseftir- lit, sem ekki er búið að fullmóta. Hugsanlegt er að innflytjendur veiti upplýsingar um vörur sem þeir flytja inn og til álita kemur að fá vottorð frá framleiðanda um efnainnihald. Varan yrði síð- an skoðuð í tolli og vöru- geymslum. Nokkur litarefni bönnuð í gerð um notkun aukaefna í mat- vælum og öðrum neysluvörum og bíður hún samþykkis heilbrigðis- ráðherra. Leysir hún af hólmi reglur frá 1976, sem eru að sögn Jóns flóknar og erfitt að starfa eftir í dag. Mjög misjafnt er eftir vörutegundum hvaða aukaefni má nota og í hvaða magni. Á síð- ustu árum hefur fjölbreytni í framleiðslu aukist og hafa menn lent í erfiðleikum með að stað- setja vörur eftir gamla listanum. I nýju reglunum eru aðeins til- tekin þau aukaefni sem leyfð eru hér á landi og falla út nokkur efni sem nú eru í notkun. Eitthvað af nýjum efnum kemur inn og í sumum tilfellum er leyfilegt há- marksmagn á þyngdareiningu lækkað. Vegna umræðu um óþol fyrir aukaefnum verður fylgt fordæmi hinna Norðurlandanna um bann við Azo-litarefnum. Jón sagði að þau væru mikið notuð í sælgæti og hefðu verið í svala- drykkjum, en þar væru flestir framleiðendur búnir að skipta þeim út fyrir efni sem ekki væru eins varasöm. Einnig er væntanleg ný reglu- gerð um umbúðamerkingar. 1 til- tilliti til eiturefnafræðilegra þátta og viðukennt þau til notkunar í matvælum. - Hér eru á ferðinni bæði efni sem finnast í náttúrunni og gervi- efni og eru þau ekki talin hættu- leg heilsu alls almennings. Hins vegar er hópur sem ekki þolir sum efnin og verður að geta treyst umbúðamerkingum, til að forðast þau. Jón talaði um að þótt vitað væri að rotvarnarefnin bensósýra og sorbínsýra orsök- uðu stundum ofnæmiseinkenni, væru þau besti kosturinn sem völ er á í dag. Þar sem sífellt meira væri keypt af tilbúnum matvæl- um, þyrfti að nota þessi efni til að koma í veg fyrir skemmdir við geymslu. Auðveldara væri að taka út litarefni sem kvartað hefði verið undan, því hægt væri að nota önnur t' staðinn. Til að róa þá sem halda að öll aukaefni með E-númerum séu varasöm, tók Jón sem dæmi að E 300 væri askorbínsýra eða hreint C-vítamín. Lesitín (E 322) er not- aðsem bindiefni, en þaðereinnig tekið inn sem heilsubótarefni. Sítrónusýra (E 330) finnst í sítrus- ávöxtum og er notuð til að gefa „Ófullnægjandi eftirlit meðan engin aðstaða er til efnarannsókna," segir Jón Gíslason hjá Flollustuvernd ríkisins. E.ÓI. nýjum reglum \ Nú er búið að vinna nýja reglu^ lögum að henni segir að merking- ar eigi að vera á ísiensku, ensku eða Norðurlandamálum cðrum en finnsku. Innflytjendur verða þá að fá framleiðendur til að merkja á þessum málum eða merkja vöruna sjálfir þegar hún kemur til landsins. Þegar spurt var hvert við sækt- um fyrirmyndir að reglum um aukaefni, sagði Jón að ákveðið samstarf væri milli Norðurland- anna. Nú væri verið að vinna að samræmdum reglum fyrir vissa vöruflokka, eins og t.d. sælgæti. Hins vegar gætum við ekki fylgt sömu reglum í öllu m.a. vegna þess að hingað er flutt mun meira inn frá Bandaríkjunum og yrði að taka tillit til þess. Þarf aukna frœðslu um aukaefni Jón sagði að mikið væri um að áhyggjufullir neytendur leituðu eftir upplýsingum um aukaefni. - Gætt hefur misskilnings varðandi E-númerin. Fólk hefur talið öll þessi efni vera hættuleg og varan því varasamari, sem númerin eru fleiri. Reglan er sú að aukaefni fá ekki E-númer, nema sérfæðinga- nefnd á vegum Efnahagsbanda- ltfgs Evrópu hafi metið þau með bragð og hafa áhrif á sýrustig. Skort hefur á fræðslu til al- mennings um E-númerin, en von er á úrbótum þegar nýja reglu- gerðin um aukaefnanotkun tekur gildi. Þá á að dreifa lista, þar sem skráð eru heiti og númer leyfðra efna og þau flokkuð eftir tilgangi með notkun. Með því er vonast til að hægt verði að virkja al- menning til eftirlits og fólk láti vita ef það rekst á vörur nieð óleyfilegum aukaefnum. Flokkun aukaefna í handriti að listanum, sem dreifa á, eru tiltekin rúmlega 200 efni sem nota má hér á landi eftir nánari reglum. Listinn er reyndar ekki alveg tæmandi því sætuefnin vantar. Ástæðan er sú að þeim hefur ekki verið gefið númer, þótt búið sé að viðurkenna þau til notkunar í matvælum. Úr þessu handriti er taflan hér fyrir neðan tekin saman og gefur hún smá hugmynd um hvernig númera- kerfið er byggt upp. Flokkur Fjöldi efna E 100-199 Litarefni 34 E 200-299 Rotvarnarefni, sýrur og sölt 38 E 300-399 Þráavarnare., sýrur og sölt 37 E 400-499 Bindiefni 53 500-599 Aukaefni í ýmsum flokkum 39 900-999 Froðueyðar og yfirborðsefni 6 1400-1499 Bindiefni 10 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. maí 1988 Miðvikudagur 4. mai 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.